Hvað þýða nöfnin? "Drottinn er náðugur" ...

Fann þessa síðu á netinu - en ekki frumheimild, en flest höfum við gaman af því að pæla í nöfnunum okkar. - 

Drengjanöfn

A, Á

Abraham - hebreska og merkir faðir margra þjóða (1. Mós. 17/5).

Adam - hebreska og merkir maður, manneskja (1. Mós. 2,7).

Adólf - úr þýsku, adal Wolf - göfugur úlfur.

Aðal- - forliður samsettra nafna og merkir eðal, göfugur.

Aðalbergur - göfugur bjargvættur.

Aðalbjörn - göfugur björn

Aðalgeir - göfugt spjót, vopn.

Aðalmundur - göfug gjöf, eða vörn.

Aðalsteinn - göfugur steinn, norræn mynd engilsaxnesks nafns, Ethelstan.

Aðils - göfugur gísl, fornsænskt konungsnafn.

Adrían - af Hadrianus: frá Hadria. Hadria var bær í norður Ítalíu, Adriatic Sea hefur nafn sitt þaðan.

Agnar - norrænt nafn dregið af agi: ógn, og -arr sem er stytting á fornnorrænu orði harjaR: hermaður.

Ágúst - úr latínu Augustus: virðulegur, göfugur. Upphaflega heiðurstitill. Ágúst keisari (Lúk. 2,1).


Áki - forfaðir, ái.

Albert - úr þýsku, dregið af aðal, göfugur, og bjartur eða borinn: ættgöfugur.

Alexander - úr grísku: verndari, eða bjargvættur manna. Alexander mikli í Makedóníu (d. 323 f. Kr.).

Álfgeir - vopn álfa.

Alfons - úr arabísku og merkir gæfusamur.

Alfreð - úr ensku: álfur- og friður, eða álfur og ráð.

Álfur - huldumaður. Álfur egðski landnámsmaður, af nafni hans er dregið nafnið Ölfus.

Allan - úr ensku eða keltnesku og merkir þá líklega: samræmi.

Almar - norrænt nafn, sennilega álmur, tré, sem notað var í boga, og -arr: hermaður.

Amos - Hebreskt Biblínafn höfundar Amosbókar. Nafnið merkir "að bera; að halda á."

Ámundi - ágæt vörn.

Andrés - úr grísku og merkir karlmannlegur. Andrés postuli er verndardýrlingur Skota. 30/11. Andrésarmessa (Jóh. 1,40).

Andri - andstæðingur, eða skíðamaður.

Angantýr - fornt norrænt nafn og merkir eftirlætis goð.

Annas - úr hebresku.

Anton - stytting latneska nafnsins Antoníus, sem merkir ómetanlegur. 17/1. heilagur Antóníus, stofnandi fyrsta kristna klaustursins (d. 356).

-ar - algengur viðliður norrænna nafna, dreginn af fornnorrænu orði: harjaR, sem merkir hermaður.

Árelíus - úr latínu: gullinn.

Ari - örn.

Arinbjörn - arinn: heimili, og björn.

Ármann - ármaður: umboðsmaður.

Arn- - algengur forliður nafna í merkingunni örn, eða arinn, sem er heimiliskenning.

Arnaldur - sá sem hefur mátt arnarins.

Arnar - dregið af örn.

Arnbjörn - myndað af forliðnum arn-, sem merkir örn eða heimili, og viðliðnum björn sem merkir bjarndýr..

Arnfinnur - arinn og Finnur: (finnskur-) maður.

Arngeir - vopn heimilisins.

Arngrímur - örn, eða arinn, og grímur: dulbúinn maður.

Árni - dregi af örn. Árni Magnússon (1663-1730) handritasafnari.

Arnkell - -kell er sama og ketill í merkingunni hjálmur, hjálmur heimilisins.

Arnlaugur - ljómi heimilisins.

Arnleifur - erfingi heimilisins.

Arnljótur - -ljótur er dregið af fornnorrænu orði sem merkir bjartur, ljós: birta heimilisins. Á fyrstu öldum Íslandsbyggðar var Ljótur eitt algengasta nafn hér á landi.

Arnmundur - vörn heimilisins.

Arnoddur - vopn heimilisins.

Arnór - samsett af örn eða arinn og Þór.

Arnviður - -viður: skógur tré.

Arnþór - örn eða arinn og Þór.

Aron - úr hebresku og þýðir sennilega hinn sterki.

Ársæll - farsæll.

Arthúr - enskt nafn af keltneskum uppruna og merkir víðfrægur og voldugur.

Arviður - sama og Arnviður.

Ás- - algengur forliður nafna í merkingunni goð, máttarvöld, Guð.

Ásbjörn - guðlegur björn.

Ásgeir - vopn goðanna. Ásgeir Ásgeirsson, 2. forseti íslenska lýðveldisins (1952-1968).

Ásgrímur - gríma goðanna.

Áskell - hjálmur Guðs.

Áslákur - leikur máttarvaldanna.

Áslaugur - bjartur sem Guð.

Ásmundur - vernd eða gjöf Guðs.

Ásólfur - -ólfur: úlfur.

Ástgeir - vopn ástarinnar, eða vopn Guðs.

Ástmar - Ást- eða Ás- og -mar: frægur.

Ástráður - ráð, stjórn máttarvaldanna.

Ástvaldur - máttur ástarinnar, eða Guðs.

Ástþór - ást- og Þór.

Atli - fornnorrænt nafn, sennilega dregið af nafni Húnakonungsins illræmda, Attila, en nafn hans þýðir að líkindum faðir. Norrænir menn tengdu það hins vegar öðru orði, sem merkir harðvítugur, harðger, skylt ötull.

Auðbergur - auðnu- bergur: bjargvættur.

Auðólfur - auðnu, gæfu úlfur.

Auðun eða Auðunn - sá sem gæfan ann. Óðinsheiti.

Axel - forn dönsk mynd hebreska nafnsins Absalon (: friðarfaðir).

B

Baldur - hugrakkur, djarfur. Hinn hvíti ás norrænnar goðafræði. Nafn þetta varð afar vinsælt á Norðurlöndunum og Þýskalandi á 19. öld.

Baldvin - djarfur vinur. Margir krossfarakonungar hétu þessu nafni. Baldvin Einarsson, lögfræðingur og ritstjóri (1801-1833).

Bambi -

Barði - skeggjaður maður.

Bárður - sá sem ann orrustum.

Beinteinn - sverð.

Benedikt - latína og merkir blessaður. 30/8. heilagur Benedikt frá Núrsíu. Benedikt Sveinbjarnarson Gröndal skáld (1826-1907).

Benjamín - hebreska: hamingjusonur (1. Mós. 35,18).

Benóní - hebreska: harmasonur (1. Mós. 35, 18, 24).

Bent - danskt nafn, sama og Benedikt.

Bergfinnur - (finnskur) bjargvættur.

Bergmann - hjálparmaður. Bergmann er annað algengasta viðurnefni á Íslandi.

Bergmundur - verndari.

Bergsteinn - steinn, sem bjargar.

Bergsveinn - sveinn, sem bjargar.

Bergur - bjargvættur.

Bergvin - vinur, sem bjargar.

Bergþór - bjargvættur og Þór.

Bernharð - sjá Bernharður.

Bernharður - fornþýskt nafn og merkir sterkur sem björn. 20/8. heilagur Bernharður frá Clairvaux, d. 1153.

Bernódus - úr rímum, merking óþekkt, nema Bern- er skylt björn.

Bersi - björn.

Bertel - þýskt nafn, sem merkir frægur. Dansk - íslenski myndhöggvarinn Bertel Thorvaldsen (1768-1844).

Bessi - björn.

Betúel - úr hebresku (1. Mós. 22,22).

Birgir - fornsænka, sá sem bjargar, verndar.

Birkir - dregið af birki.

Birnir - af björn.

Bjargmundur - verndari.

Bjarkar - Nafnið er trúlega myndað með hliðsjón af kvenmannsnafninu - Björk með viðskeytinu -ar: hermaður.

Bjarki - annað hvort dregið af birki, eða merkir: lítill björn.

Bjarnfinnur - samsett af Björn og Finnur.

Bjarnfreður - sá sem björn verndar.

Bjarnhéðinn - bjarnarfeldur.

Bjarni - dregið af björn. Bjarni Pálsson, landlæknir (1719-1779).

Bjarnþór - samsett af Bjarni og -þór.

Bjartmar - bjartur og frægur.

Bjartur - bjartur.

Björgúlfur - úlfur, sem bjargar.

Björgvin - vinur, sem bjargar.

Björn - björn. Björn Þorleifsson, hirðstjóri á Skarði (d. 1467).

Bóas - úr hebresku: í mætti (Rut. 2,1).

Bogi - vopn.

Bolli - gildvaxinn maður. Bolli Þorleiksson, maður Guðrúnar Ósvífursdóttur.

Borgar - borg: vörn, vígi, og -ar: hermaður.

Borgþór - vörn, vígi Þórs.

Bótólfur - úlfur, sem bætir. 17/6. Bótólfur, forn enskur dýrlingur.

Bragi - ágætur. Bragi var skáldskaparguðinn.

Brandur - sverð.

Breki - brim, boði.

Bresi - úr írsku Bresse, sem sennilega merkti óeirðarmaður. Bresi hét faðir tveggja landnámsmanna, og bæjarnafnið Bresagerði bendir til, að nafnið hafi verið notað hérlendis.

Brimi -

Brjánn - keltneskt nafn, Brían, sem merkir ef til vill hæð eða hóll.

Broddi - sverð eða spjót.

Bryngeir - brynjaður geir, vopn.

Brynjar - brynjaður hermaður.

Brynjólfur eða Brynjúlfur - brynjaður úlfur.

Brynleifur - sá sem erfir brynju.

Búi - bóndi.

Burkni - jurt.

Bæring eða Bæringur - úr riddarasögum, merking ókunn.

Böðvar - bardagamaður.

Börkur - annað hvort trjábörkur eða fornnorrænt í merkingunni vígamaður.

D

Daði - úr írsku. Merking óþekkt.

Dagbjartur - bjartur sem dagur.

Dagfinnur - dagur og Finnur.

Dagur - dagur.

Dagþór - samsett af Dagur og -þór.

Dalmann - dalbúi.

Dalmar - dal- og -mar, frægur.

Dan - danskur. Dan konungur, sem Danmörk heitir eftir, skv. Snorra.

Daníel - úr hebresku: Guð er dómari minn (Esek. 14,14).

Danival - sennilega samsett af Daníel og Val-.

Darri - spjót, vopn.

Davíð - úr hebresku og merkir elskaður, ástvinur (1.sam. 16,19).

Diðrik - úr þýsku og merkir þjóð- ríkur, voldugur.

Dofri - jötunn.

Draupnir - gersemi - gullhringur, sem gullhringir drupu af.

Dúi - úr dönsku, Due, dúfa.

Dýri - ágætur maður, eða dregið af dýr: dádýr.

E

Ebbi - úr dönsku, stytting á nöfnum eins og Ásbjörn o.fl.

Ebeneser - úr hebresku og þýðir hjálparhella (1. Sam. 7,12).

Eðvald - úr ensku, auðnu, gæfu veldi.

Eðvarð - úr ensku og merkir auðnu, gæfu vernd. Íslenska mynd nafnsins er Játvarður.

Eggert - úr þýsku: egg-harður.

Egill - sennilega skylt agi og ótti, ógn: ógurlegur.

Eiður - ef til vill eiður, svardagi, eða, sem líklegast virðist, íslensk mynd á írsku nafni.

Einar - einstæður, frábær, og -ar = hermaður.

Einir - einir, jurt.

Einvarður - frábær vörn.

Einþór - frábær -þór.

Eiríkur - æ, ávallt ríkur, voldugur.

Eldjárn - eldur og járn.

Elfar - af kvenmannsnafninu Elfa: elfur, fljót.

Elí - hebreska, og þýðir Guð minn (1. Sam. 1).

Elías - nafn hebreska spámannsins Elía, sem merkir Drottinn er Guð minn (1. Kon. 17,1).

Elínbergur - samsett af Elín og Bergur.

Elínmundur - samsett af Elín og -mundur.

Elís - nafn spámannsins Elísa, sem merkir Guð er hjálp mín (1. Kon. 19,16).

Ellert - úr þýsku, Eilert: eggharður.

Elliði - sá sem siglir einn, eða frábærlega.

Elmar - af élmar: skip, eða samsett af t.d. Elías og Mar-. Önnur merking er úr fornensku Æthelmær sem er samsett af forliðnum Æthel-, sem merki aðal, og viðliðnum -mær, sem merkir frægur.

Elvar - sama og Elfar.

Emanúel - úr hebresku: Immanúel, sem þýðir Guð með oss.

Emil - franskt nafn, dregið af fornu, rómversku ættarnafni, og þýðir vingjarnlegur.

Engilbert - bjartur sem engill.

Enok - úr hebresku: helgaður (1. Mós. 5, 18,24).

Erlendur - útlendur maður.

Erling - sjá Erlingur.

Erlingur - norrænt nafn, sem merkir: af jarlsættum.

Ernir - ungt nafn í íslensku. Nafnið er trúlega leitt af kvenmannsnafninu - Erna með hliðsjón af fleirtölumyndinni ernir. Einnig gæti verið að fjallsnafnið Ernir hefði haft áhrif á nafngjöfina.

Erpur - jarphærður.

Esra - herbreskt nafn, sem merkir hjálpari (Esra 7).

Eyjólfur - auðnu, gæfu úlfur.

Eymundur - gæfu vörn, eða gjöf.

Eysteinn - gæfusteinn.

Eyvindur - gæfusamur hermaður.

Eyþór - auðnu-Þór.

F

Fáfnir - drekinn, sem lá á gullinu.

Falur - spjót.

Fannar - af fönn, snjór.

Felix - úr latínu: farsæll.

Fenrir - samsett af Fen-, sem mögulega þýðir fen, og ‘hris', sem þýðir sprek. Stytting á Fenrisúlfur. Fenrisúlfur var afkvæmi Loka og Angurboðu í norrænu Goðafræðinni.

Ferdinand - þýskt nafn í merkingunni friðelskandi.

Fífill - fífill.

Filippus - grískt nafn: hestavinur. 1/5. Filippus postuli.

Finnbogi - Finnur og bogi.

Finnbjörn - Finnur og björn.

Finnur - Finni, maður.

Fjalar - dvergsheiti í merkingunni vitur, fjölfróður.

Fjölnir - Óðinsheiti: fjölvís.

Flóki - etv. dregið af flóki, flækja, benda.

Flosi - líkleg merking: léttúðugur maður.

Frank - úr ensku, stytting á Franciscus: franskur maður.

Frans - þýskt nafn, stytting á Franciscus.

Freymóður - hugrekki Freys.

Freyr - frjósemisguðinn í norrænni goðafræði. Upphafleg merking: konungur.

Freysteinn - steinn Freys.

Friðberg eða Friðbergur - bjargvættur friðar.

Friðbert - bjartur friður.

Friðbjörn - friður og björn.

Friðgeir - friður og geir, vopn.

Friðjón - friður og -jón.

Friðlaugur - skínandi friður.

Friðleifur - erfingi friðar.

Friðmar - friður og -mar, frægur.

Friðmundur - gjöf eða vörn friðar.

Friðrik - úr þýsku: friðsamur höfðingi. Danakonungar hafa stuðlað að vinsældum nafnsins á Íslandi. Sr. Friðrik Friðriksson æskulýðsleiðtogi (1869-1961).

Friðsteinn - friður og steinn.

Friðvin - vinur friðar.

Friðþjófur - friður og þjófur, eða þjónn.

Friðþór - friður og Þór.

Frímann - frjáls maður.

Fróði - vitur, fróður maður.

Frosti - frostkaldur maður.

Funi - eldur, logi.

Fylkir - konungur, foringi.

G

Gabríel - hebreska, Guð er styrkur minn. Nafn erkiengilsins (Lúk. 1, 26.)

Gamalíel - hebreska, Guð er styrkur minn. Nafn erkiengilsins (Lúk. 1, 26).

Garðar - vörður, hermaður, sem verndar.

Gaukur - gaukur, fugl.

Gauti - gauskur maður, frá Gautlandi í Svíþjóð.

Gautur - gauskur maður.

Geir - spjót.

Geirfinnur - vopnaður Finnur, maður.

Geirharður - úr þýsku: sterkur, harður sem spjót.

Geirlaugur - skínandi spjót.

Geirmundur - vörn spjóts.

Georg - úr grísku: bóndi. 23/4. heilagur Georg er verndardýrlingur Englands.

Gestur - gestur, ókunnur maður.

Gils - herfangi, gísl, eða skylt geisli.

Gísli - sennilega dregið af gísl, eða skylt geisli og fornþýsku orði, sem merkir ör.

Gissur - Óðinsheiti: vitur maður, getspakur. Gissur jarl Þorvaldsson (d. 1268).

Glúmur - dökkleitur maður.

Gnýr - stormur, hávaði. Nafn þetta kemur fyrir í Stjörnu-Odda draumi. Tveir bæðir heita Gnýsstaðir.

Gottfreð - úr þýsku: friður Guðs.

Gottlieb - þýskt nafn: sá sem Guð elskar.

Gottskálk - þýskt nafn, sem merkir þjónn Guðs.

Greipur - handsterkur maður.

Grétar - dregið af Gréta, sem aftur er stytting á Margrét.

Grettir - annað hvort ormur eða grettinn maður.

Grímar - grímubúinn hermaður.

Grímkell - dulbúinn hjálmur.

Grímur - Óðinsheiti, sá sem ber grímu. Grímur Thomsen, skáld (d. 1896).

Guðberg - sjá Guðbergur.

Guðbergur - sá sem Guð bjargar.

Guðbjartur - bjartur sem Guð.

Guðbjörn - Guð og Björn.

Guðbrandur - sverð Guðs.

Guðfinnur - Finnur helgaður Guði.

Guðgeir - spjót Guðs.

Guðjón - Guð og Jón.

Guðlaugur - bjartur, hreinn sem Guð.

Guðleifur - erfingi Guðs.

Guðmar - Guð og -mar: frægur.

Guðmundur - gjöf eða vörn Guðs. 16/3. Gvendardagur: Guðmundur biskup Arason, hinn góði (d. 1237).

Guðni - úr ensku (Godwin): vinur Guðs. Eldri mynd nafnsins er Guðini.

Guðráður - ráð, stjórn Guðs.

Guðröður - sá sem Guð elskar, eða verndar.

Guðsteinn - steinn Guðs.

Guðsveinn - sveinn Guðs.

Guðvarður - sá sem Guð verndar.

Guðvin - vinur Guðs.

Gunnar - stríðsmaður, bardagamaður, myndað af gunnur - orrusta og -ar: hermaður.

Gunnbjörn - orrustubjörn.

Gunngeir - orrustu spjót.

Gunnlaugur - bjartur í orrustu.

Gunnleifur - erfingi í orrustu.

Gunnólfur - orrustu- úlfur.

Gunnsteinn - orrustu- steinn.

Gunnþór - orrustu-Þór.

Gústaf - úr fornsænsku: Gautstafur, stafur, stoð Gautlendinga.

Guttormur - Guð- og þormur: sem Guð þyrmir, hlífir.

Gylfi - fornt konungsheiti, merking óþekkt.

H

Hafliði - sægarpur, farmaður.

Hafsteinn - haf og steinn.

Hafþór - haf og Þór.

Hagbarður - hagur, snjall maður með skegg. Sækonungsheiti.

Hákon - há: af hár, upphafinn, göfugur, Óðinsheiti, -kon: afkomandi, niðji. Niðji hins göfuga. Hákon gamli, Noregskonungur (d. 1263) fyrsti konungur Íslands.

Hálfdan - hálfdanskur maður.

Hallberg - Hallur og Bergur.

Hallbjörn - Hallur, steinn og Björn.

Halldór - Hallur, steinn og Þór. Nóbelskáldið Halldór Laxness (1902-1998).

Hallfreður - sá sem nýtur verndar steins.

Hallgeir - hallur, steinn, og geir, vopn.

Hallgils - gísl Halls, steins.

Hallgrímur - Hallur og Grímur - dulbúinn maður. Sr. Hallgrímur Pétursson (1614-1674).

Hallkell - steinhjálmur.

Hallmann - hallur, steinn, og maður.

Hallmar - frægur steinn.

Hallmundur - vörn steinsins.

Hallur - steinn.

Hallvarður - sá sem steinninn er.

Hámundur - göfugur verndari.

Hannes - stytting á Jóhannes. Hannes Hafstein, fyrsti íslenski ráðherrann (d. 1922)

Hannibal - föniskt nafn, sem merkir náðargjöf guðsins Baals.

Hans - stytting á Jóhannes.

Haraldur - sá sem ræður fyrir her. Haraldur hárfagri, Noregskonungur (850-933).

Hárekur - göfugur leiðtogi.

Harri - höfðingi, konungur. Nafn þetta kemur fyrir örfáum sinnum að fornu. Það varðveitist einnig í bæjarheitinu Harrastöðum.

Hartmann - úr þýsku, harður maður.

Hásteinn - göfugur steinn.

Haukur - haukur, fuglinn.

Hávarður - göfugur vörður, eða sá sem nýtur verndar hins æðsta.

Héðinn - skinnfeldur.

Heiðar - bjartur hermaður.

Heiðmann - bjartur maður.

Heiðmar - bjartur og frægur.

Heiðmundur - björt gjöf, eða bjartur verndari.

Heiðrekur - bjartur höfðingi.

Heimir - fornsögunafn, ef til vill skylt heimur eða no. heimi: heimili.

Helgi - helgur, heilagur. Helgi magri, landnámsmaður í Kristnesi.

Henning - úr þýsku eða frísnesku, sennilega afbökun á Jóhannes.

Herbert - bjartur, skínandi hermaður. Norrænt nafn, mikið notað á Englandi.

Herbjörn - her og björn.

Hergeir - her og geir, vopn.

Hergils - her og gísl.

Herjólfur - her-úlfur.

Hermann - hermaður.

Hermóður - hugaður hermaður.

Hermundur - gjöf eða vörn hers.

Hersir - herforingi.

Hersteinn - her og steinn.

Hersveinn - her og sveinn.

Hervaldur - veldi hers.

Hervarður - sá sem nýtur herverndar.

Hildibrandur - af hildur: orrusta og brandur: sverð.

Hildimundur - gjöf eða vörn orrustunnar.

Hildingur - hermaður.

Hildir - hermaður.

Hildiþór - orrustu Þór.

Hilmar - úr sænsku, af hilm: hjálmbúinn og -ar: hermaður.

Hilmir - fornsagnanafn: maður með hjálm. Konungur.

Hinrik - úr þýsku: Heinrekur: sá sem er valdamikill heima.

Hjálmar - hjálmur.

Hjálmtýr - hjálmur og týr: goð, hetja, eða þjónn. Hermannakenning.

Hjálmur - hjálmur.

Hjalti - af sverðshjalt: handhlíf á sverði.

Hjörleifur - sem erfir sverð. Hjörleifur fóstbróðir Ingólfs Arnarsonar.

Hjörtur - hjörtur.

Hjörtþór - hjörtur og Þór.

Hjörvar - sem nýtur verndar hjörs: sverðs.

Hlíðar - hlíð og -ar: hermaður.

Hlífar - hermaður, sem hlífir, verndar.

Hlini - úr ævintýrum, ef til vill veik mynd af trjáheitinu Hlynur. Önnur mynd nafnsins er Hlyni.

Hlynur - hlynur, tré, algengt í kenningum.

Hlöðver eða Hlöðvir - vígamaður.

Hnikar - Óðinsheiti og merkir bardagamaður.

Holgeir - dönsk mynd nafnsins Hólmgeir.

Hólmar - hómur, vígvöllur og -ar: hermaður.

Hólmgeir - vopn á vígvelli.

Hólmgrímur - dulbúinn maður á vígvelli.

Hólmkell - hólmur og ketill: hjálmur.

Hólmsteinn - hólmur og steinn.

Hrafn - hrafn. Hrafn Sveinbjarnarson á Hrafnseyri (d. 1213).

Hrafnkell - hrafn og ketill: hjálmur.

Hrannar - af hrönn: alda, og -ar: hermaður. sjómaður, sæfari.

Hreggviður - hregg: stormur, og viður: tré, fornsagnanafn, sem á síðari tímum birtist sem föðurnafn Jóns Hreggviðsson (f. 1650).

Hreiðar - frægur, röskur hermaður.

Hreiðmar - frægur, maður.

Hreinn - hreindýr.

Hringur - hringur, baugur.

Hróar - af hróður: frægð, og -ar: hermaður.

Hróbjartur - frægur og bjartur.

Hróðmar - frægur maður.

Hrói - ef til vill stytting á Hróð-. Hinn frægi.

Hrólfur - frægur úlfur.

Hrollaugur - af hróð- laugur: frægur og bjartur.

Hugi - hugaður maður.

Huginn - annar af hröfnum Óðins.

Huldar - myndað af kvennafninu "Hulda" sem merkir leynd og viðskeytinu "ar" sem merkir hermaður.

Húnbogi - hún: bjarnardýrsungi, og bogi. Forliðurinn gæti líka átt við þjóðina Húna.

Hængur - fiskheiti.

Höður - vígamaður, eða maður frá Haðalandi í Noregi.

Högni - verndari.

Hörður - annað hvort: hinn harði, eða: maður frá Hörðalandi (fylgi í Noregi).

Höskuldur - gráhærður maður.

I, Í

Illugi - illskeyttur maður.

Indriði - einförull maður.

Ing- - algengur forliður norrænna nafna, dreginn af Ingi eða Yngvi, sem merkir konungur eða ættfaðir og er Freys- heiti.

Ingi - konungur, eða ættfaðir.

Ingiberg - sjá Ingibergur.

Ingibergur - sá sem konungur bjargar.

Ingibjartur - skínandi konungur.

Ingibjörn - björn konungs.

Ingileifur - erfingi konungs.

Ingimar - Ingi og -mar: frægur konungur.

Ingimundur - gjöf eða vörn konungs.

Ingjaldur - af Ingvaldur: máttur konungs.

Ingólfur - úlfur konungs. Ingólfur Arnarson, fyrsti landnámsmaður á Íslandi.

Ingvaldur - máttur konungs.

Ingvar - hermaður konungs.

Ingvi - sama og Yngvi, konungur.

Ingþór - Ingi og Þór.

Ísak - úr hebresku og merkir hlátur. Ísak var sonur Abrahams og Söru (1. Mós. 17,17).


Ísidór - úr grísku: gjöf gyðjunnar Ísisar.

Íslaugur - Ís-bjartur.

Ísleifur - ís og leifur: erfingi. Hugsanlegt er að forliðurinn Ís sé dreginn af forna orðinu Ísarn, sem merkir járn. Ísleifur Gissurarson, biskup í Skálholti (1056-1080).

Ísleikur - ísa-leikur.

Ísólfur - ís og úlfur.

Ívar - annað hvort ýviður, viðarheiti, og -ar: hermaður, þ.e. hermaður vopnaður ýviðarboga, eða dregið af Ívi: sækonungur og -ar.

J

Jafet - úr hebresku og merkir fagur. Einn sonur Nóa hét Jafet.

Jakob - úr hebresku og þýðir sá sem heldur um hælinn (1. Mós. 25,26).

Janus - rómverskt goð með tvö andlit, fram og aftur. Mánuðurinn janúar er kenndur við Janus.

Jason - hetja í grísku goðafræðinni.

Jarl - valdsmaður.

Játvarður - sama nafn og Eðvarð. Úr engilsaxnesku Eadweard: sá sem nýtur verndar auðnu, hamingju.

Jens - dönsk mynd nafnsins Jóhannes.

Jes - úr dönsku, stytting á Jóhannes.

Jóakim - úr hebresku: Drottinn reisir við. 16/8. Jóakim í Nasaret, faðir Maríu meyjar.

Jóel - úr hebresku: Drottinn er Guð.

Jóhann - stytting á Jóhannes.

Jóhannes - úr hebresku: Jochanan: Drottinn er náðugur (Matt. 3,1 og 4,21). 24/6. Jóhannes skírari. 27/3. Jóhannes postuli.

Jón - norræn mynd nafnsins Jóhannes. Jón Sigurðsson, forseti (1811-1879). 23/4. Jón Ögmundsson helgi Hólabiskup (d. 1121).

Jónas - grísk mynd hebreska nafnsins Jonah, sem merkir dúfa. Jónas Hallgrímsson, skáld (1807-1845).

Jónatan - úr hebresku Drottinn gaf (1. Sam. 18, 1-4).

Jónbjörn - Jón og Björn.

Jóngeir - samsett af Jón og Geir.

Jónmundur - samsett af Jón og -mundur: gjöf.

Jósafat - úr hebresku: Drottinn hefur dæmt.

Jósef - úr hebresku, Drottinn mun auka. 19/3. Jósef, faðir Jesú.

Jósep - sama og Jósef.

Jósteinn - jór: hestur, og steinn.

Júlíus - út latínu og merkir unglingur. Júlímánuður er heitinn eftir Júlíusi Sesar.

Júníus - dregið af Júní-mánuði, sem aftur dregur nafn af Júnó, konu Júpiters.

Jökull - jökull.

Jörgen - dönsk mynd nafnsins Georg.

Jörundur - norrænt nafn af jara: orrusta. Líkleg merking stríðsmaður.

K

Kalman eða Kalmann - úr írsku: lítil dúfa.

Karel - slavnesk mynd nafnsins Karl.

Kári - norrænt nafn og merkir hrokkinhærður. Nafnið er einnig notað sem persónugervingur vinds.

Karl - karlmaður.

Karvel - úr riddarasögum, merking óviss.

Ketill - hjálmur, ketill.

Kjartan - úr írsku (mýrkjartan) merkir e.t.v. herkonungur.

Klemens - úr latínu: mildur. 23/11. heilagur Klemens frá Alexandríu.

Klængur - norrænt nafn: fastheldinn.

Knútur - norrænt nafn og merkir hnútur. 10/7. Knútur helgi, Danakonungur (d. 1086).

Koðrán - annað hvort írskt nafn, eða önnur mynd nafnsins Konráð.

Kolbeinn - svartfættur maður.

Konráð - úr þýsku: djarfráður maður.

Kormákur - úr írsku, merki líklega ökusveinn.

Kornelíus - rómverskt ættarnafn: göfugur, virtur.

Kort - úr þýsku og dönsku, stytting á Konráð.

Kristberg - sjá Kristbergur.

Kristbergur - Kristur og -bergur: bjargvættur.

Kristbjörn - Kristur og björn.

Krister - sænsk/dönsk útgáfa af Christer, sem er sama og Christian, sem á latínu þýðir kristinn maður. Sjá Kristján.

Kristfinnur - Kristur- og finnur.

Kristgeir - vopn Krists.

Kristinn - kristinn maður.

Kristján - úr grísku: kristinn maður. Tíu danakonungar hafa borið þetta nafn, og stuðlað að vinsældum þess hér á landi. Kristján Eldjárn, forseti Íslands (1968-1980)

Kristjón - Kristur og Jón.

Kristleifur - erfingi Krists.

Kristmann - maður Krists.

Kristmar - Kristur og -mar: frægur.

Kristmundur - gjöf eða vörn Krists.

Kristófer - úr grísku Krist-beri. 25/7. heilagur Kristófer, verndardýrlingur ferðamanna.

Kristvin - vinur Krists.

Kristþór - Kristur og Þór.

Krummi - krummi, hrafn.

L

Lár - uppruni óviss, ef til vill ´lárviður´.

Lárus - úr latínu: lárviður.

Leifur - erfingi, afkomandi.

Leiknir - leikinn maður.

Lénharður - úr þýsku, Leónard: harður sem ljón.

Leó - úr latínu: ljón. 11/4. Leó mikli, páfi.

Leví - úr biblíunni og þýðir sameinaður.

Liljar - Nafn þetta er myndað af kvennafninu Lilja og viðskeytinu -ar: hermaður.

Loftur - fleygur.

Logi - eldur.

Lúðvík - úr þýsku, sama nafn og Hlöðver: vígamaður.

Lúkas - dregið af latneska orðinu "lúx" sem þýðir ljós, "hinn bjarti".

Lúther eða Lúter - úr þýsku. Marteinn Lúther, siðabótafrömuður (1483-1534).

Lýður - úr þýsku og dönsku: þjóðhetja.

M

Maggi - stytting á Magnús.

Magni - af megin: máttur, styrkir. Magni hét sonur Þórs.

Magnús - úr latínu: mikill. 16/4. Magnús helgi, Orkneyjarjarl.

Máni - máni, tungl. Þorkell máni i Reykjavík, sonur Ingólfs Arnarsonar.


Már - mávur.

Marel - líklega samsett af María og Elías.

Margeir - mar: hestur, eða sjór, og -geir: spjót, vopn.

Margrímur - mar, sjór eða hestur, og Grímur, dulbúinn maður.

Marías - líklega skylt Maríus: sjómaður.

Marínó - úr latínu dregið af Maríus.

Maríus - úr latínu: sjómaður.

Markús - úr latínu, dregið af nafni hernaðarguðsins Mars. 25/4. Markús guðspjallarmaður. Af nafninu Markús er dregið ættarnafnið Marx: Karl Marx (1818-1883).

Marteinn - úr latínu: herskár eða hugaður. 11/11. Marteinn helgi, biskup í Tours.

Marvin - úr ensku og þýsku. Gæti líka merkt vinur hests, eða hafs.

Matthías - grísk mynd hebreska nafnsins Mattheus: gjöf Guðs. Sr. Matthías Jochumsson, höfundur þjóðsöngs Íslendinga (1835-1920). 24/2. Matthías postuli.

Meyvant - sennilega þýskt, merking ókunn.

Mikael - hebreska: hver er líkur Guði? (Dan. 12,1). 29/9. Mikaelsmessa: Mikael erkiengill.

Mímir - jötunninn, sem viskubrunnurinn, Mímisbrunnur, var kenndur við.

Mörður - mörður. Sögupersóna Njálssögu, Mörður Valgarðsson, hefur gefið þessu nafni merkinguna svikari, lygari.

N

Narfi - grannur. Narfi var sonur Loka.

Natan - hebreska: gjöf Guðs. (2. Sam. 12).

Níels - dönsk mynd nafnsins Nikulás.

Nikulás - úr grísku: sigur lýðsins. 6/12. Nikulás biskup frá Mýra, sem gefið hefur jólasveinunum nafn (: Sankti Kláus).

Nils - stytting nafnsins Nikulás.

Njáll - úr írsku: hetja. Njáll á Bergþórshvoli.

Njörður - siglingaguð norrænnar goðafræði.

Nóel - komið úr orðasambandi sem merki dagur fæðingar (jól).

Nói - úr hebresku: langlífur (1. Mós. 6,9).

Númi - úr latínu, nafn á rómverskum konungi.

Nökkvi - bátur, skip.

O, Ó

Oddbergur - sem spjótið bjargar.

Oddbjörn - samsett af Oddur og Bjarni.

Oddfreyr - samsett af Oddur og Freyr.

Oddgeir - spjót.

Oddi - önnur mynd nafnsins Oddur.

Oddleifur - erfingi spjóts.

Oddsteinn - samsett af Oddur og steinn.

Oddur - oddur. Oddur Gottskálksson (d. 1556) er þýddi Nýja testamentið á íslensku.

Óðinn - hinn almáttki áss.

Ófeigur - langlífur.

Ólafur - norrænt nafn: Áleifur: erfingi forfeðra. 29/7. Ólafur helgi, Noregskonungur.

Olgeir - ef til vill dönsk mynd nafnsins Hólmgeir, eða norrænt nafn: af Alu: vörn og -geri: spjót.

Óli - stytting á Ólafur.

Oliver - franskt nafn, sem merkir ólívutré.

Ómar - úr arabísku. Persneska skáldið Ómar Khayyám (d. 1123).

Ormar - frægur ormur.

Ormur - ormur.

Orri - fuglsheiti.

Óskar - úr írsku: andstæðingur.

Ósvald - sjá Ósvaldur.

Ósvaldur - úr ensku, sama nafn og Ásvaldur: máttur, veldi goðanna.

Óttar - ógnvekjandi hermaður.

Otti - íslensk mynd nafnsins Ottó.

Ottó - úr þýsku: auðugur.

P

Páll - úr latínu: lítill. 29/6. Páll postuli.

Pálmar - samsett nafn: Páll og Mar(grét).

Pálmi - pálmatré.

Patrekur - úr írsku, merking ókunn. 17/3. Patrekur helgi, verndardýrlingur Íra (d. 492).

Pétur - úr grísku petros: klettur sem er þýðing arameiska nafnsins Kefas (Matt. 16, 18). 29/6. Pétur postuli.

Prins - prins.

R

Rafael - af Raphael, úr hebresku og merkir Guð hefur læknað.

Rafn - sama og Hrafn.

Ragnar - norrænt, af rögn: máttarvöld, goð, og -ar: hermaður. Ragnar konungur loðbrók.

Ragúel - hebreska, og merkir vinur Guðs.

Randver - hermaður með skjöld.

Reginn - guðlegur, eða konungur.

Reimar - úr þýsku, reginn og -mar: goð, frægur.

Reynir - reynitré.

Ríkharður - úr þýsku: voldugur.

Róbert - úr ensku og frönsku, sama nafn og Hróbjartur.

Rósmundur - Rós og -mundur: gjöf eða vörn.

Rúdolf - þýskt nafn: Hróðólfur - frægur úlfur.

Rúnar - úr írsku: elskaður, ástmögur.

Runólfur - rún: leyndardómur og úlfur.

Rúrik - úr rússnesku, sama nafn og Hrærekur: frægur höfðingi.

Rútur - sama og Hrútur.

Rögnvaldur - máttur goðanna.

S

Salgarður - verdari húss. Fornsagnanafn.

Salgeir - Kemur fyrir í manntalinu 1910.

Salómon - hebreska, dregið af Shalom: friður. Salómon konungur (2. Sam. 12, 24).

Salvar - dregið af kvenmannsnafninu Salvör: vernd hússins.

Samúel - hebreska: Guð hefur bænheyrt (1. Sam. 1, 20).

Sámur - dökkleitur maður. Tíðkaðist frá upphafi og fram eftir öldum. Nafnið kemur fram í bæjarheitinu Sámsstöðum.

Sandur - Nafn þetta kemur fyrir á 15. öld, og mun það hafa borizt frá Noregi. Sennilega er það stytting á nafninu Alexander.

Saxi - líklega saxneskur maður, fremur en að það sé dregið af vopnsheitinu sax. Við son landnámsmanns er Saxahvoll kenndur.

Semingur - áður Sæmingur, maður af ætt Sáms. Kemur fyrir þegar á 10. öld, virðist hafa verið notað eitthvað fram á síðustu aldir, en mun þó hafa verið fátítt lengstum.

Serkur - brynja, skyrta. Kemur fyrir um 1100.

Sesar - (Cæsar) rómerskt ættarnafn, sem heitin keisari og Zar (: Rússakeisari) eru dregin af.

Sigar - bardagamaður. Fornsagnanafn.

Sig- og Sigur- - algengir forliðir norrænna nafna og merkja sigur, eða orrusta, styrjöld.

Sigbjörn - orrustu-björn.

Sigfinnur - orrustu Finnur (: maður).

Sigfús - fús, viljugur í orrustu. Algengt hér frá landnámsöld.

Siggautur - Óðinsheiti.

Siggeir - vopn í orrustu, eða sigur-vopn. Nafn þetta kemur fyrir í fornsögum, og það hefur verið notað að skírnarnafni síðustu öld og lengur.

Sighjálmur - Fornsagnanafn.

Sighvatur - hugaður í orrustu.

Sigmar - frægur í orrustu, eða sigri.

Sigmundur - vörn í orrustu. Algengt hér frá upphafi.

Signar - Kemur fyrir á 15. öld.

Sigríkur - sigur-voldugur. Kemur fyrir í manntalinu 1910.

Sigsteinn - orrustu-steinn.

Sigtryggur - traustur í orrustu.

Sigtýr - orrustu-Týr. Óðinsheiti. Kemur fyrir í manntalinu 1910.

Sigurbergur - hjálp í orrustu.

Sigurbjartur - bjartur í sigri.

Sigurbjörn - sigur-björn.

Sigurdór - sigur og Þór.

Sigurður - vörður eða vernd í orrustu. Sigurður Breiðfjörð (1798-1846) skáld. Nafn þetta hefur mjög mikið verið notað frá landnámsöld. Árið 1910 var það þriðja algengasta karlmannsnafn á öllu landinu.

Sigurfinnur - sigursæll maður.

Sigurgarður - Í manntölunum 1855 og 1910.

Sigurgeir - sigur-vopn.

Sigurgestur - samsett af Sigur- og Gestur.

Sigurgrímur - Í manntölunum 1855 og 1910.

Sigurgísli - samsett af Sigur- og Gísli.

Sigurgrímur - dulbúinn í orrustu.

Sigurhaddur - Kemur fyrir í Gísla sögu Súrssonar um danskan mann.

Sigurhans - samsett af Sigur- og Hans.

Sigurhjörtur - samsett af Sigur og Hjörtur.

Sigurjón - sigur og Jón.

Sigurkarl - sigur- og Karl.

Sigurlami - Fornsagnanafn.

Sigurlaugur - bjartur í sigri, eða orrustu.

Sigurleifur - Í manntalinu 1910.

Sigurliði - sigursæll hermaður.

Sigurlinni - sigur og linni: ormur.

Sigurmundur - gjöf eða vörn sigursins.

Siguróli - samsett af Sigur- og Óli.

Sigurpáll - samsett af Sigur- og Páll.

Sigursteindór - samsett af Sigur- og Steindór.

Sigursteinn - sigur og steinn.

Sigursveinn - sigursæll sveinn.

Sigurvaldi - sá sem er máttugur í sigri.

Sigurvin - vinur í orrustu.

Sigurþór - sigursæll Þór.

Sigvaldi - sá sem er máttugur í sigri, eða orrustu.

Sigvarður - vörn í orrustu, sama og Sigurður.

Sigþér - sigur-þjónn. Óðinsheiti.

Sigþór - orrustu-Þór.

Sindri - af so. sindura: ljóma, gneista. Dvergsheiti. Sindri hét maður á 13. öld. Hefur verið notað að skírnarheiti á þessari öld.

Sinfjötli - Fornsagnaheiti.

Sírekur - Kemur fram í bæjarnafninu Síreksstöðum.

Sírnir - Fornsagnanafn.

Sjárekur - sækonungur. Kemur fyrir um 1000. Önnur mynd nafnsins er Særekur, og er hvortveggi rétt.

Sjólfur - sæ-úlfur. Fornsagnanafn.

Sjóni - skarpskyggn maður. Önundur sjóni var uppi á 10. öld.

Sjöundi - raðtalan sjöundi, sbr. t. a. m. Óðinsheitið Þriðji. Nafn þetta kemur e. t. v. fyrir á 14. öld og varðveitist einnig í bæjarheitunum Sjöundastöðum og Sjöundá.

Símon - grísk mynd hebreska nafnsins Simeon: sá sem hlustar.

Skafhöggur - Kemur fyrir í konungasögum.

Skafti - af orðinu (spjóts-) skaft. Hefur tíðkazt hér frá öndverðu.

Skagi - eflaust sama orðið og skagi (nes). Landnámsmaður hét þessu heiti.

Skallagrímur - Í Egils sögu er nafn Skallagríms skýrt á þann veg, að hann hafi upprunalega heitið Grímur og orðið sköllóttur ungur. Auk hans er kunnugt um annan mann, sem hét þessu nafni. Það var Skallagrímur Auðunarson, sem lézt árið 1353.

Skalli - sköllóttur maður. Nafn þetta kemur örfáum sinnum fyrir að fornu.

Skammkell - skammjur og Ketill. Eini maðurinn, sem er kunnugt er um og svo hefur heitið, er Skammkell í Njáls sögu.

Skarði - af orðinu skarð. Merkilegt er um þetta heiti, að það kemur þrívegis fyrir að seinna nafni manna, sem hétu Þorgils að fyrra nafni. Elztur var Þorgils skarði, bróðir Kormáks skálds, á 10. öld. Næstur var Þorgils skarði Böðvarsson á 13. öld, og loks geta annálar um Þorgils skarða, sem lézt árið 1349.

Skarpur - fuglsheiti. Kemur fyrir á 10. öld.

Skarphéðinn - skarpur og héðinn: skinnfeldur. Skarphéðinn Njálsson á Bergþórshvoli.

Skati - örlátur maður. Sonur landnámsmanns hét Skati, og nafnið kemur fram í bæjarheitinu Skatastöðum.

Skári - fuglsheiti. Kemur fram í bæjarheitinu Skárastöðum, og í Þórðar sögu hreðu er getið um Grím Skárason.

Skefill - sverðsheiti. Landnámsmaður hét þessu heiti og það kemur fram í bæjarnafninu Skefilsstöðum.

Skeggaldur - sömu merkingar og Skeggvaldi. Kemur fram í bæjarheitinu Skeggaldsstöðum.

Skeggi - skeggjaður maður, -karlmannskenning.

Skeggur - skeggjaður maður. Bæjarnafnið Skeggstaðir bendir til þess, að nafn þetta hafi verið notað hér.

Skeggvaldi - sá sem veldur öxi. Kemur fyrir á 15. öld.

Skeifur - hallur, skakkur. Kemur örfáum sinnum fyrir að fornu.

Skeljungur - hvalsheiti. Kemur örfáum sinnum fyrir að fornu og varðveitist í bæjarheitinu Skeljungsstöðum.

Skerðingur - maður af ætt Skarða. Kemur fram í bæjarheitinu Skerðingsstöðum. Skerðingur er einning sverðsheiti.

Skerpingur - af orðinu skarður. Kemur fram í bæjarheitinu Skerpingsstöðum.

Skíði - af orðinu skíð(i), en skíði var einnig fuglsheiti. Tíðkaðist hér frá upphafi og fram á 18. öld.

Skírnir - sendiboði Freys.

Skjaldbjörn - Skjöldur og Björn. Kemur fyrir á landnámsöld.

Skjálgur - rangeygður. Nafn þetta kemur fyrir hérlendis á 13. öld, en örnefni sýna, að það hefur verið notað hér miklu fyrr.

Skjöldólfur - Skjöldur og Úlfur. Tveir landnámsmenn hétu þessu heiti, og eru Skjöldólfsstaðir kenndir við annan og Skjöldólfsnes við hinn. Að þessu slepptu er ekki vitað um notkun þessa heitis hérlendis.

Skjöldur - skjöldur.

Skólmur - merking vafasöm. Kemur fyrir á 10. öld.

Skopti - af orðinu skopt, hár á höfði. Nokkrir Íslendingar báru þetta heiti að fornu, en stundum virðist því hafa verið ruglað saman við mannsnafnið Skafti (Skarpti). Skopti kemur fram í bæjarnafninu Skoptastöðum, sem nú kallast Skottastaðir.

Skorri - e. t. v. hávær maður. Kemur fyrir á 10. öld, og frá þeim tíma stafa Skorradalur og fleiri örnefni. Skorrastaðir eru og til. Nafn þetta hefur verið endurvakið á þessari öld.

Skúfur - fuglsheiti. Kemur fyrir nokkrum sinnum frá því á 10. og fram á 15. öld, en virðist hafa verið fátítt heiti. Skúfsstaðir heitir bær.

Skúli - verndari. Hefur tíðkazt hér frá upphafi.

Skúma - sennilga skylt sögninni að skúma (skotra til augum). Kemur fyrir á 13. öld.

Skúmur - skuggalegur maður. Tíðkaðist frá upphafi og fram eftir öldum. Bær heitir Skúmsstaðir.

Skúta - sennilega skylt orðinu skúti (hellir). Um heiti þetta eru nokkur forn dæmi. Við Víga-Skútu eru Skútustaðir kenndir. Nafnið kemur fyrir í manntalinu 1910.

Skæringur - afkomandi SKára (mannsnafn, en merkir ungur fugl).

Slítandi - Þórður slítandi hét landnámsmaður, og Slítandastaðir hét bær (Slitvindastaðir).

Smári - jurt.

Smiðkell - Smiður og Ketill. Kemur fyrir á landnámsöld.

Smiður - kemur fyrir á landnámsöld og síðan annað veifið fram á 17. öld.

Snari - snarmenni. Kemur fyrir á 15. öld.

Snerrir - óstýrlátur maður.

Snjólfur - snæ-úlfur.

Snorri - norrænt nafn er merkir óstýrlátur. Snorri Sturluson í Reykholti (d. 1241).

Snæbjörn - snjór og björn.

Snækollur - Virðist koma fyrir á 10. öld.

Snælaugur - snjó-hreinn. Kemur fyrir í manntalinu 1910.

Snæólfur - sjá Snjólfur.

Snær - snjór

Snævar - Fornsagnanafn.

Snæþór - snær og Þór.

Snörtur - ötull maður. Kemur fyrir á landnámsöld og fram eftir. Bær heitir Snartarstaðir.

Sokki - þungstígur maður. Tíðkaðist frá upphafi og fram á 15. öld.

Sophus - sjá Sófus

Sófonías - sama og Zophonías, sjá þar.

Sófus - úr grísku: vitur.

Sólar - Fornsagnanafn.

Sólberg - sól- og bergur: bjargvættur.

Sólbergur - Kemur fyrir í manntalinu 1910.

Sólbjartur - kemur fyrir í Fjölsvinnsmálum og manntalinu 1910.

Sólmundur - gjöf sólar.

Sólon - úr grísku.

Sóti - dökkleitur maður. Sóti undir Sótafelli hét landnámsmaður. Í fornsögum eru ýmsir víkingar kallaðir þessu heiti.

Spör - fuglsheiti. Tveir menn á landnámsöld báru nafnið að síðara heiti.

Stafngrímur - Við mann, sem hét þessu heiti og var uppi á 10. öld, eru Stafngrímsstaðir kenndir.

Stari eða Starri - fuglsheiti. Ósveigjanlegur.

Starkarður - styrkur hermaður.

Starólfur - Fornsagnanafn.

Stefán - úr grísku: sigursveigur,blómsveigur, kóróna. 26/12. Stefán frumvottur (Post. 6,8).

Stefnir - sá sem stýrir, ræður.

Steinar - steinn og -ar: hermaður.

Steinberg - bjartvættur steins.

Steinbjörn - Steinn og Björn. Kemur fyrir á landnámsöld. Steinbjarnartunga heitir bær. Nafnsins er getið í manntalinu 1910.

Steindór - steinn og Þór.

Steinfinnur - Steinn og Finnur. Steinfinnur á Steinfinnsstöðum hét landnámsmaður.

Steingrímur - Steinn og Grímur: dulbúinn maður.

Steini - veik mynd Steins-nafnsins. Hefur verið notað hér frá upphafi.

Steinkell - Steinn og Ketill. Fornsagnanafn.

Steinleifur - Steinn og Leifur. Kemur fyrir í manntalinu 1910.

Steinmar - frægur Steinn. Kemur fyrir í manntalinu 1910.

Steinmóður - stein-djarfur. Tíðkaðist töluvert frá upphafi og fram eftir öldum og mun einnig vera notað á vorum dögum.

Steinn - steinn. Steinn Steinarr var skáldanafn Aðalsteins Kristmundssonar (1908-1958).

Steinólfur - steinn og úlfur. Hefur verið notað frá landnámsöld.

Steinröður - sá sem steinn verndar. Kemur fyrir á landnámsöld og sjaldan síðar. Steinröðarstaðir heitir bær. (Steinvarður).

Steinþór - steinn og Þór.

Stígandi - skrefstór maður. Kemur fyrir á 10. öld.

Stígur - göngumaður, vegfarandi.

Stórólfur - mikill úlfur. Við landnámsmann er Stórólfshvoll kenndur.

Stórverkur - mikilvirkur. Fornsagnanafn.

Stúfur - lítill maður. Kemur örsjaldan fyrir á 11. öld og síðar.

Sturla - óeirinn, ófriðsamur maður. Sturla Þórðarson, sagnaritari 8d. 1284).

Sturlaugur - stur = styrr: orrusta. Bjartur í orrustu.

Styr - ófriður, orrusta. Fyrsti Íslendingurinn, sem kunnur er með þessu heiti, er Víga-Styr.

Styrbjörn - orrustu - björn.

Styrkár - hrokkinhærður stríðsmaður.

Styrmir - sá sem stormar fram.

Störkuður - styrkur hermaður. Önnur mynd þessa heitis er Starkaður.

Sumarliði - sá sem er í víking á sumrum.

Sunnólfur - suðrænn úlfur. Kemur örsjaldan fyrir að fornu.

Surtur - svarthærður maður. Nafnið var algengt hér á 10. öld, en virðist lítt hafa verið notað eftir 1100.

Súgandi - skylt orðinu súgur (vindur, sollið haf). Kemur nokkrum sinnum fyrir að fornu.

Svaði - svaðilmenni. Á 10. öld var uppi Svaði á Svaðastöðum, en nafn þetta virðist hafa verið mjög fátítt.

Svafar - sjá Svavar.

Svalur - kaldur. Kemur fyrir á 12. öld.

Svanberg - bjartvættur svans.

Svanbergur - Svanur og Bergur. Kemur fyrir í manntalinu 1910.

Svanbjörn - svanur og björn.

Svanlaugur - svan-bjartur. Kemur fyrir 1855 og 1910.

Svanur - fuglsheitið Svanur.

Svarthöfði - svarthærður maður. Tíðkaðist frá landnámsöld og fram á 18. öld.

Svartkell - Svartur og Ketill. Heiti landnámsmanns.

Svartur - svarthærður. Tíðkaðist frá upphafi og fram á 18. öld.

Svavar - svafneskur, frá Schwaben í Þýskalandi.

Sváfnir - sá sem svæfir, deyðir. Óðinsheiti.

Sveinbjartur - Sveinn og Bjartur. Kemur fyrir í manntalinu 1910.

Sveinbjörn - Sveinn og Björn

Sveinlaugur - svein-bjartur. Kemur fyrir í manntalinu 1910.

Sveinmar - Í manntalinu 1910.

Sveinn - drengur, þjónn. Sveinn Björnsson, 1. forseti Íslands (1944-1952).

Sveinungi - afkomandi Sveins. Nafn þetta hefur tíðkazt hér a. m. k. síðan á 15. öld.

Sveinungur - afkomandi Sveins. Landnámsmaður einn hét Sveinungur í Sveinungsvík, og örfá önnur dæmi eru um heitið að fornu. Þegar fram líða stundir, virðist veika myndin (Sveinungi) hafa útrýmt þessari.

Sveinþór - kemur fyrir í manntalinu 1910.

Sverrir - óstýrlátur, ófriðsamur maður.

Svertingur - afkomandi Svarts. Tíðkaðist hér frá upphafi og langt fram eftir öldum. Þrír bæir heita Svertingsstaðir

Sviði - Fornsagnanafn.

Svipall - breytilegur. Óðinsheiti.

Svipdagur - Fornsagnanafn.

Svipmundur - Kemur fyrir í manntölunum 1855 og 1910.

Svipuður - snöggur í hreyfingum; sverðsheiti. Fornsagnanafn.

Svipur - yfirbragð. Fornsagnanafn.

Svölnir - Óðinsheiti.

Svörfuður - sennilega skylt sögninni að svarfa, sem merkti að eyðileggja. Þorsteinn svörfuður nam Svarfaðardal.

Sýrus - sama og Cýrus = Kýros, persneskt konungsnafn.

Sæbjörn - sær og björn.

Sæfari - farmaður. Fornsagnanafn.

Sæfinnur - sær og Finnur. Hefur tíðkazt hér a. m. k. síðan á 17. öld.

Sæmingur - afkomandi Sáms. Sjá Semingur. Báðar nafnsmyndir mega teljast réttar, Sæmingur og Semingur.

Sæmundur - gjöf hafsins

Særekur - sækonungur. Sbr. Sjárekur.

Sævaldi - sækonungur. Gervinafn í Sólarljóðum.

Sævaldur - máttugur á sæ.

Sævar - farmaður, eða hermaður á sæ.

Sæviður - Fornsagnanafn.

Sævill - Fornsagnanafn.

Sæþór - sbr. Hafþór.

Sökkólfur - merking vafasöm. Við landnámsmann er Sökkólfsdalur kenndur, og nafnið kemur örsjaldan fyrir síðar.

Sölvar - gráklæddur hermaður. Fornsagnanafn.

Sölvi - annað hvort dregið af Sal-(: hús) og -vér: hetja, verndari, eða: fölleitur maður.

Sören - úr dönsku, ummyndun latneska nafnsins Severin: strangur.

T

Tandri - Logi, eldur.

Tanni - af orðinu tönn. Var notað hér á 10. öld og fram eftir öldum. Kemur fram í bæjarnafninu Tannanesi.

Tannur - af orðinu tönn. Kemur nokkrum sinnum fyrir á 12. öld og síðar varðveitist í bæjarnafninu Tannsstöðum.

Teiti - hinn glaði. Fornsagnasafn.

Teitur - kátur, glaður.

Theódór - úr grísku: gjöf Guðs.

Tindur - (fjalls-)tindur, sbr. nöfnin Núpur og Knjúkur. Tindur á Tindsstöðum var uppi á landnámsöld, og nafnið kemur nokkrum sinnum fyrir allt fram á 17. öld.

Tjörvi - tjör: vopn.

Torfi - af orðinu torf.

Torráður - sá sem leysir úr vandamálum. Kemur fyrir nokkrum sinnum að fornu, allt fram á 14. öld.

Tortryggur - Gervinafn Þormóðs í Fóstbræðra sögu.

Tófi - forndanskt stuttnefni. Kemur fram í bæjarnafninu Tókastöðum, og er auk þess notað í fornsögum.

Tómas - úr hebresku og merkir tvíburi. Tómas Guðmundsson, skáld (1901-1983).

Tósti - forndanskt stuttnefni. Kemur nokkrum sinnum fyrir á 10. og fram á 13. öld.

Trandill - merking vafasöm. Á 10. öld var uppi Þorkell Trandill, faðir Gauks, og frá honum mun bæjarheitið Trandilsstaðir stafa. Um 1100 var uppi annar Þorkell trandill.

Trausti - traustur maður.

Trefill - eflaust sama orðið og trefill (klútur). Þorkell trefill var uppi á 10. öld.

Tristan - Heimildir eru um nafnið frá síðari hluta 18. aldar og var það ritað Silpha. Nafnmyndin Sylva þekkist í Noregi sem hliðarmynd af Sylvia en er einnig talin mynduð beint af latneska nafnorðinu silva ´skógur´. Íslenska nafnið Silfá er lagað eftir þeirri nafnmynd.

Tryggvi - trygglyndur maður.

Tumas - íslenzkt afbrigði Tómasarnafnsins, og mun það sennilega sýna áhrif af heitinum Tumi. Tumas kemur fyrir a. m. k. frá 15. og fram á 18. öld.

Tumi - forn stytting á Tómas.

Týr - hetja eða guð. Týr var einn af ásum.

Tyrfingur - sverðsheiti, eða af ætt Torfa.

U, Ú

Ubbi - úfinn, andvígur. Fornsagnanafn.

Uggi - uggvænlegur, óttalegur.

Ullur - merking vafasöm. Kemur fyrir um 1200.

Uni - sá sem unir vel.

Úlfar - úlfur og -ar: hermaður.

Úlfarinn - úlfur og arinn (örn er ósennilegra). Landnámsmaður er ýmist nefndur Álfarinn eða Úlfarinn, en annars kemur nafnið ekki fyrir. Hins vegar bendisr kvenmannsnafnið Úlfarna til, að karlmannsnafn þetta hefi verið til.

Úlfgestur - Úlfur og Gestur. Kemur fyrir í fornsögum.

Úlfamur - varg-staka, úlfs-skinn. Fornsagnanafn.

Úlfhéðinn - varg-staka, úlfs-skinn. Tíðkaðist hér frá öndverðu og fram eftir öldum.

Úlfkell - Úlfur og Ketill. Kemur fyrir á 10. öld.

Úlfljótur - úlfur og ljótur: bjartur. Úlfljótur, fyrsti lögsögumaður íslenska þjóðveldisins.

Úlfrekur - úlf-ríkur (voldugur). Kemur fyrir í Hjálmþés rímum. Í manntalinu 1910 er getið útlends nafns af þessum toga (þ. e. Ulrick), en slíkt heiti væri brot á landslögum, ef nú væri notað.

Úlfur - úlfur.

Úlrik - úr þýsku: erfingi óðals.

Unnar - dregið af Unnur: alda, eða af so. unna: elska.

Unnbjörn - öldu-björn.

Unndór - öldu-þór.

Unnólfur - öldu-úlfur, sbr. nafnið Sjólfur (Sæúlfur). Kemur fram í bæjarheitinu Unnólfsstöðum.

Unnsteinn - öldu-steinn.

Unnþór - öldu-Þór.

Uxi - dýrsheiti. Kemur nokkrum sinnum fyrir að fornu.

V

Vaði - skylt sögninni að vaða. Kemur fyrir á landnámsöld.

Vagn - vagn.

Vakur - árvakur maður. Kemur fyrir að fornu, og þrír bæir heita Vakursstaðir.

Valberg eða Valbergur - sem bjargast úr valnum.

Valbrandur - útlendur (valskur) brandur. Kemur fyrir nokkrum sinnum að forna.

Valbjörn - val-: annað hvort valur: fugl, eða vígavöllur.

Valdar - voldugur hermaður. Fornsagnanafn.

Valdi - fornt stuttnefni. Hefur tíðkazt hér frá fornöld og kemur fram í bæjarnafninu Valdastöðum.

Valdimar - úr rússnesku Vladimir: voldugur höfðingi.

Valdór - valur og Þór.

Valgarð - sjá Valgarður.

Valgarður - sem gætir vals, vígvallar.

Valgautur - Óðinsheiti. Forliðurinn er tvímælalaust orðið valur (fallnir menn), enda var Gautur einnig Óðinsheiti, og fallnir menn fóru til Valhallar. Valgautur er einnig notað í fornsögu.

Valgeir - valur og geir: vopn.

Valgrímur - heiti þetta virðist vera myndað á svipaðan hátt og Valgautur og vera sömu merkingar. Kemur fyrir í manntalinu 1910.

Váli - merking óviss. Kemur nokkrum sinnum fyrir að fornu. Í Kormáks sögu er getið um Válastaði.

Valmundur - vörn vals.

Valsteinn - kemur fyrir í manntalinu 1910.

Valtýr - hefja vals, vígvallar.

Valur - fugl.

Valþjófur - þjónn útlendra (valskra) manna. Tíðkaðist í heiðni, en virðist lítt hafa verið notað síðan. Þrír bæir heita Valþjófsstaðir.

Valþór - Valur og Þór.

Vandráður - sá sem leysir úr örðugum málum. Kemur nokkrum sinnum fyrir að fornu.

Varði - stuttnefni. Kemur fyrir að fornu.

Vatnar - fornsagnanafn.

Vébjörn - vé: helgistaður, helgidómur, og björn. Björn helgaður véum. Kemur örsjaldan fyrir að fornu og varðveitist í örnefninu Vébjarnarnesi.

Véboði - gervinafn í Sólarljóðum.

Vébrandur - Brandur helgaður véum. Kemur fyrir í heiðnum sið.

Véfreður - sá sem nýtur verndar vés. Véfreður landnámsmaður er einn um þetta heiti.

Végarður - sá sem vé vernda. Fornsagnanafn.

Végeir - Geir helgaður véum. ,,Geir hét maður ágætur í Sogni; hann var kallaður Végeir, því hann var blótmaður mikill. Hann átti mörg börn. Vébjörn Sygnakappi var elztur sona hans, og Vésteinn, Véþormur, Vémundur, Végestur og Véþorn, en Védís dóttir"(Landnáma). Bæjarnafnið Végeirsstaðir sýnir, að mannsnafnið Végeir hefur verið notað hér.

Végestur - Gestur helgaður véum. Tveir menn báru þetta heiti í heiðnum sið.

Veigar - sterkur hermaður.

Vékall - Ketill helgaður véum. Við Vékel landnámsmann voru Vékelshaugar kenndir, og hann er einn um nafnið.

Véleifur - Leifur helgaður véum. Kemur örfáum sinnum fyrir að fornum sið.

Vémundur - sá sem vé vernda. Þetta var algengasta Vé- nafnið hérlendis og kemur alloft fyrir í heiðnum sið. Vémundarstaðir heitir bær. Vémundur kemur fyrir í manntalinu 1910.

Vermundur - vörn manns.

Vernharður - úr þýsku (Werner): sterkur verndari.

Vernharð - sjá Vernharður.

Véseti - Fornsagnanafn.

Vestar - vestrænn hermaður. Kemur fyrir nokkrum sinnum á fyrstu öldum landsbyggðar. Ýmis örnefni varðveita þetta nafn, svo sem Vestarsnes og Vestarsfell.

Vésteinn - helgaður steinn.

Vestgeir - vestrænt spjót. Kemur fyrir á 10. öld.

Vestliði - sá sem fer í vesturvíking. Kemur nokkrum sinnum fyrir að fornu og varðveitist í bæjarnafninu Vestliðaeyri.

Vestmaður - vestrænn maður. Kemur fyrir nokkrum sinnum að fornu, fram á 15. öld. Í manntalinu 1910 kemur myndin Vestmann fyrir, og sýnir hún áhrif frá útlendum tökuheitum, sem enda á -mann.

Vestmar - frægur maður að vestan. Kemur fyrir á landnámsöld.

Véttleifur - merking vafasöm. Kemur fram í bæjarnafninu Véttleifsholti.

Véþormur - sá sem vé þyrma eða sá sem þyrmir véum. Kemur fyrir í heiðnum sið.

Véþorn - þyrnir (þorn) helgaður véum. Landnámsmaður hét þessu heiti.

Veturliði - sem fer í víking um vetur.

Viðar - Viður: skógur og -ar: hermaður.

Víðar - sonur Óðins.

Víðfari - víðförull. Kemur fyrir á 10. öld.

Víðbjóður - herskár maður. Faðir landnámsmanns hét þessu heiti.

Viðfinnur - viður og Finnur. Goðsagnaheiti.

Víðir - tré.

Víðkunnur - víðfrægur. Kemur fyrir á 12. öld.

Viðnæmur - sá sem veitir viðnám. Kemur fyrst fyrir á 13. öld.

Viðólfur - viðar-úlfur. Kemur fyrir í Hyndluljóðum.

Vífill - óviss merking, e.t.v. skylt víf: kona. Vífill var þræll Ingólfs.

Vígbrandur - víg-sverð. Fornsagnanafn.

Vígdvalinn - sá sem hikar að vega. Gervinafn í Sólarljóðum.

Viggó - dönsk mynd nafnsins Vöggur: með vaggandi göngulag.

Vígharður - harður til víga. Fornsagnanafn.

Víghvatur - fús til víga. (Sömu merkingar eru nöfnin: Gunnhvatur, Fólkhvatur og Sighvatur). Kemur fyrir frá því um 1300 og fram á 18. öld.

Vígi - vígur maður. Kemur fram á 10. öld og varðveitist í bæjarnafninu Vígastöðum.

Víglogi - orrustu-eldur. Fornsagnanafn.

Víglundur - hermaður.

Vígmundur - verndaður í orrustu. Kemur fyrir í manntalinu 1910.

Vignir - stríðsmaður. Þórsheiti.

Vígnir - bardagamaður. Fornsagnanafn. Frá þessu heiti stafar nafnið Vignir, sem nú tíðkast, enda fer vel á því.

Vígólfur - orrustu-úlfur. Kemur fram í bæjarnafninu Vígólfsstöðum.

Vígsterkur - kemur fyrir í ætt landnámsmanns.

Vígvarður - orrustu-vörður. Kemur fyrir í Mágus rímum.

Víkar - sá sem herjar í víkum. Kemur fyrir nokkrum sinnum að fornu. Víkarsstaðir heitir bær.

Vikar - ef til vill: víkingur.

Víkingur - víkingur. Orðið mun dregið af Víkinni,Óslóarfirði í Noregi eða: sá sem leynist í víkum og vogum.

Viktor - úr latínu: sigurvegari. Vigfús - af víg: orrusta, og fús. Herskár.

Vilbaldur - tökuheiti úr fornensku, Willebald, viljadjarfur. Landnámsmaður hét þessu nafni.

Vilberg - sjá Vilbergur.

Vilbergur - vil: dregið af vild, virðing: frábær hjálp.

Vilgeir - vildar-spjót. Kemur fyrir á landnámsöld.

Vilhelm - sjá Vilhjálmur.

Vilhjálmur - tökuheiti úr fornensku, Wilhelm, vildarhjálmur. Kemur fyrir á 13. öld og hefur tíðkazt síðan.

Viligísl - vildar-gísl. Þórólfur viligísl hét faðir Kleppjárns gamla. Sennilega tökuheiti úr fornensku, Wilgísl.

Villingur - villtur. Kemur fyrir á 14. öld.

Vilmundur - vildar-vernd. Fyrsti Íslendingurinn, sem kunnugt er um og hét þessu heiti, var Vilmundur Þórólfsson ábóti á Þingeyrum(d. 1148). Nafnið hefur tíðkazt síðan.

Vilmar - úr þýsku: frábær hermaður.

Vilmundur - vildar, frábær vernd, eða gjöf.

Vindálfur - dvergsheiti.

Vöggur - með vaggandi göngulag. Smábarn.

Völsungur - Fornsagnanafn.

Völundur - dvergsheiti. Hagleiksmaður.

Vöttur - Fornsagnanafn.

Y, Ý

Ylfingur - maður af ætt Úlfs. Fornsagnanafn.

Ýmir - jötunninn, sem Óðinn skóp jörðina af.

Yngvar - sama og Ingvar.

Yngvi - sama og Ingvi og Ingi: konungur. Annað nafn Freys. Ættmenn hans á konungsstóli Svíþjóðar voru kallaðir Ynglingar.

Yngvin - Fornsagnanafn.

Z

Zophonías - hebreska, sama og Stefanía, og merkir Drottinn hefur hulið (2. Kon. 25, 18).

Þ

Þakkráður - Kemur fyrir í Völundarkviðu.

Þengill - konungur.

Þiðrandi - stareygður maður. Kemur fyrir í heiðnum sið og í manntalinu 1910.

Þiðrekur - sjá Þjóðrekur.

Þiðrik - úr þýsku: þjóð - ríkur = voldugur.

Þjálfi - sennilega skylt sögninni að þjálfa (st). Þorkell þjálfi hét landnámsmaður, og Þjálfi hét sveinn Þórs.

Þjóðar - voldugur hermaður. Kemur fyrir á landnámsöld.

Þjóðbjörn - þjóð og Björn. Kemur fyrir á landnámsöld.

Þjóðgeir - þjóð og Geir. Kemur fyrir um 1000.

Þjóðleifur - þjóð og Leifur. Kemur fyrir í manntalinu 1910.

Þjóðmar - þjóð-frægur. Fornsagnanafn.

Þjóðólfur - þjóð og Úlfur. Tíðkaðist frá upphafi og fram á 16. öld og kemur fyrir í manntalinu 1910. Kemur fyrir í ýmsum örnefnum: Þjóðólfshaga, Þjóðólfshöfn, Þjóðólfsholti, Þjóðólfstungu.

Þjóðrekur - voldugur konungur. Þjóðrekur kemur fyrir nokkrum sinnum í heiðnum sið, og frá landnámsöld stafar örnefnið Þjóðreksskáli. Síðar berst hingað þýzka tökuheitið Þiðrekur og er sömu merkingar og Þjóðrekur, og mun það heiti hafa aukizt að vinsældum fyrir áhrif frá Þiðreks sögu af Bern. Enn síðar berst hingað myndin Þiðrik, og loks fer Diðrik að tíðkast. Diðrik og Þiðrik koma fyrir í manntölunum 1855 og 1910, en einsætt er, að nafn þetta er Þjóðrekur á íslenzku, og mætti jafnvel una við nafnið Þiðrekur.

Þjóstar - skapmikill hermaður. Kemur fyrir á 10. öld.

Þjóstólfur - skapmikill úlfur. Kemur nokkrum sinnum fyrir í fornöld.

Þór - þrumuguðinn, einn af Ásum. Vinsælasta karlmannsnafnið á Íslandi undanfarin ár.

Þórarinn - Þór og -arinn: heimili.

Þorbergur - sem Þór bjargar. Þórbergur Þórðarson, rithöfundur (1889-1974).

Þorbjörn - Þór og björn.

Þorbrandur - Þór og Brandur. Algengt í heiðnum sið og kemur fyrir í manntalinu 1910.

Þórður - af Þór-varður: sem Þór verndar.

Þorfinnur - Þór og Finnur: maður Þórs.

Þorgarður - sá sem Þór verndar. Fornsagnanafn.

Þorgautur - Þór og Gautur. Þorgautur á Þorgautsstöðum var uppi á landnámsöld, og auk þess báru nokkrir Íslendingar þetta heiti að fornu.

Þorgeir - vopn Þórs.

Þorgestur - Þór og Gestur. Kemur nokkrum sinnum fyrir í heiðnum sið.

Þorgils - gísl Þórs.

Þórgnýr - þruma.

Þorgrímur - Þór og Grímur: dulbúinn maður.

Þórhalli - Þór og Halli. Kemur fyrir þegar á landnámsöld og virðist hafa tíðkazt síðan, en þó verið fágætt.

Þórhallur - Þór og Hallur: steinn.

Þórir - Þór og vér: bardagamaður.

Þorkell - Þór-ketill: hjálmur Þórs.

Þorlákur - leikur Þórs. 23/12. Þorlákur helgi biskup í Skálholti (d. 1193).

Þorlaugur - Þór-bjartur. Kemur fyrir í manntalinu 1910.

Þorleifur - erfingi Þórs.

Þorleikur - bardagamaður helgaður Þór. Þetta er önnur mynd Þorláks-nafnsins og upprunalegri. Hún kemur fyrir fram á 18. öld og varðveitist raunar í bæjarnafninu Þorleiksstöðum.

Þorljótur - Þór-bjartur. Tíðkaðist frá upphafi og fram eftir öldum og kemur fram í bæjarnafninu Þorljótsstöðum.

Þórlindur - líkl. samsett Þór- og Erlendur.

Þormar - frægur sem Þór.

Þormóður - Þór-djarfur. Hefur tíðkazt frá upphafi.

Þormundur - sá sem nýtur verndar Þórs. Kemur fyrir í manntalinu 1910 (Þórmundur).

Þóroddur - vopn Þórs.

Þórólfur - Þór og úlfur.

Þorri - mánaðarheiti, skylt þurr.

Þorsteinn - steinn Þórs.

Þorvaldur - veldi, máttur Þórs.

Þorvarður - sá sem Þór verndar.

Þorviður - Þór og viður. Kemur nokkrum sinnum fyrir að fornu og fram á 15. öld.

Þrasir - þrasgjarn. Tveir bæir heita Þrasastaðir, og er annar þeirra kenndur við landnámsmann. Á 13. öld var uppi Þrasi Þrasason, og á 15. öld er getið um Einar þrasa.

Þrágjarn - þjózkur maður. Kemur fyrir á 12. öld (eitt dæmi). Í sambandi við þetta nafn má minna á heitið Lífgjarn, sem gætir hér síðar.

Þráinn - þrjóskur.

Þrándur - maður úr Þrændalögum í Noregi.

Þróttólfur - öflugur. Kemur fyrir á 10. öld.

Þröstur - fugl.

Æ

Ægir - ógurlegur. Sjávarguðinn.

Ævar - æva: ævarandi, ávallt -ar: hermaður.

Ö

Ögmundur - vörn í ófriði.

Ölnir - verndari

Ölver - af öl: vernd, heill, og -ver: maður.

Ölvir - sama og Ölver: gæfumaður.

Önundur - e.t.v. ön: forfaðuir og vindur: stríðsmaður

Örlaugur - afar bjartur.

Örlygur - ef til vill af örlygi: orrusta, eða skjaldarheiti.

Örn - fugl.

Örnólfur - örn og úlfur.

Örvar - hermaður

Össur - sem veitir andsvar


ForsíðaGestabókStúlkunöfnDrengjanöfn
Stúlkunöfn

Stúlknanöfn

A, Á

Adda - stytting af Aðal- eða úr hebresku Ada, yndi, fegurð.

Aðal- - forliður samsettra nafna og merkir eðal-, göfug. Flest þessi nöfn eiga rætur að rekja til engilsakneskra nafna.

Aðalbjörg - Göfug vernd.

Aðalheiður - göfug og -heiður, björt, skínandi. 16/12. heilög Aðalheiður frá Búrgúnd, d. 999.

Adríana - af Adrían: frá Hadria.

Agata - úr grísku og merkir góð. 5/2. heilög Agata píslarvottur, d. 251.

Agða - norræn mynd nafnsins Agata.

Agla - dregið af Egill.

Agnes - úr grísku og merkir hrein, skírlíf. 21/1. heilög Agnes, d. 304.

Agneta - latnesk mynd nafnsins Agnes.

Ágústa - dregið af Ágúst: göfug, virðuleg.

Al- - forliður samsettra nafna, ýmist stytting á Aðal-, sem merkir göfug eða dregið af Álf-.

Alberta - dregið af Albert: eðalborin, eða göfug og björt.

Albína - úr latínu og merkir hin hvíta.

Alda - bylgja.

Aldís - göfug dís.

Alexandra - úr grísku, sama nafn og Alexander, verndari eða bjargvættur manna.

Alexía - úr grísku, bjargvættur.

Alfa - úr grísku. Fyrsti stafur gríska stafrófsins (Alfa og Ómega - upphafið og endirinn).

Álfdís - göfug dís, hollvættur.

Álfeiður eða Álfheiður - Álf- og -heiður: björt, skínandi.

Álfhildur - Álf- og -hildur: orrusta eða valkyrja.

Alfífa - úr ensku: gjöf álfa.

Alfríður - sú sem álfar unna.

Álfrún - Álf- og -rún, leyndardómur eða vinkona álfa.

Allaug - sennilega af Álflaug, björt sem álfur.

Alríður - sú sem álfar unna.

Alrún - líklega sama og Álfrún.

Alvör - göfug vörn eða af Álfvör, vörn álfa.

Alma - úr latínu: mild, nærandi.

Amalía - úr þýsku, líkleg merking: iðin.

Amanda - úr latínu: elskuverð.

Amelía - ritmynd af Amalía.

Amíra - kvenkyns útgáfan af arabíska nafninu emir, sem þýðir prins, eða herforingi, (líklega prinsessa).

Andrea - af Andrés.

Andrína - af Andre´s, karlmannlegur.

Angela - úr ensku, dregið af engill.

Aníka - úr þýsku og merkir af engill.

Anja - önnur mynd, eða stytting á nafninu Anna (í Skandinavíu, Finnlandi og Slóveníu).

Anna - úr hebresku Hanna: náð, yndi. 26/7. heilög Anna, móðir Maríu meyjar.

Aníta - úr spænsku, Anna litla.

Antonía - úr latínu: ómetanleg, sama nafn og Anton.

Árbjörg - heilla-björg.

Árdís - heilladís.

Ármanna - af Ármann.

Arn- - forliður samsettra nafna dreginn af Örn eða arinn - eldstó, heimili.

Arna - af Örn.

Árna - af Árni: Örn.

Arnbjörg - bjargvættur heimilisins. Arnbjörg landnámsmaður á Arnbjargarlæk.

Arnborg - vörn heimilisins.

Arndís - Örn og dís, eða heilladís heimilisins.

Arneiður - sama og Arnheiður.

Arney - Nafn þetta er myndað af forliðnum "Arn" sem merkir ýmist örn eða arinn og er þá tákn fyrir heimili, og viðliðnum "ey" sem merkir hamingja, - gæfa; sú sem ber gæfu og hamingju inn á heimilið.

Arnfríður - heimilisfriður eða sú sem heimilið elskar.

Árnfríður - sú sem Árni, örn, ann.

Arngerður - vörn heimilisins.

Arngríma - af Arngrímur.

Arngunnur - Arn- og -gunnur: orrusta.

Arnheiður - birta heimilisins.

Arnhildur - orrusta eða valkyrja heimilisins.

Árný - farsæl og ung, eða sú sem morgunninn yngir.

Árnína eða Arnína - af Árni.

Arnlaug - ljómi eða birta heimilisins.

Arnleif - erfingi arnarins eða heimilisins.

Arnljót - ljómi heimilisins.

Arnóra - af Arnór: Örn og Þór.

Arnrós - rós heimilisins.

Arnrún - leyndardómur heimilisins.

Arnþrúður - Arn- og Þrúður - sterk kona, (kvenkenning): húsfreyja.

Áróra - úr latínu: morgunroði, morgungyðjan.

Ársól - morgunsól eða gæfusól.

Ársæl - farsæl.

Árveig - farsæll styrkur.

Árþóra - samsett af Ár- og -Þóra.

Ása - goðleg, goðkynjuð.

Ás- - forliður samsettra nafna og merkir helguð ásum eða goðkynjuð.

Ásbjörg - guðleg hjálp.

Ásbjört - guðleg og björt.

Ásborg - guðleg vörn.

Ásdís - dís, helguð ásum, eða guðleg dís.

Ásfríður - guðleg fegurð, eða sú sem goðin unna.

Ásgerður - vörn goðanna. Ásgerður Asksdóttir, landnámsmaður undir Eyjafjöllum.

Áshildur - orrusta goðanna, eða guðleg valkyrja -kona.

Áslaug - björt, hrein, sem guð.

Ásrún - leyndardómur eða vinkona goðanna.

Ásta - forn stytting á Ástríður.

Ást- - forliður samsettra nafna, sem upphaflega mun hafa verið Ás-: guðlegur, goðkynja.

Ástbjörg - sama og Ásbjörg.

Ástdís - sama og Ásdís.

Ásthildur - sama og Áshildur, orrusta goðanna, eða guðleg valkyrja.

Ástríður - fegurð goðanna, eða sú sem goðin unna, elska.

Ástrós - ást og rós.

Ástrún - guðdómlegur leyndardómur.

Auðbjörg - auðnu, gæfu vernd.

Auðdís - heilladís.

Auðgunnur - heilla - orrusta.

Auðhildur - heilla - hildur.

Auðlín - gæfukona.

Auður - gæfukona. Auður djúpúðga, landnámsmaður í Hvammi í Dölum.

Aþena - fengið úr grískri goðafræði en Aþena var gyðja skynsemi og handiðnar, auk þess sem hún var stríðsgyðja.

B

Baldrún - samsett af Baldur og -rún.

Baldvina - af Baldvin, djarfur vinur.

Bára - alda.

Bárðdís - samsett af Bárður og -dís.

Barbara - úr grísku, barbaros - sá sem ekki er hægt að skilja, þ.e.a.s. útlendingur. 4/12. heilög Barbara, píslarvottur frá Nikómedíu d. 306.

Bella - ensk stytting af Ísabella, sem er spænsk mynd af nafninu Elísabet. Einnig getur þetta verið úr latínu og merkir þá fögur.

Benedikta - af Benedikt, blessaður.

Benta - dönsk stytting á Benedikta.

Bentína - af Bent, sem er dönsk mynd af Benedikt.

Bera - birna.

Berg- - forliður samsettra nafna, dregið af so. bjarga.

Berga - af Bergur, bjargvættur.

Bergdís - bjargvættur.

Bergey - auðnu - björg.

Berghildur - hildur, orrusta eða valkyrja (kona), sem bjargar.

Berglind - bergvatnslind.

Bergljót - ljót = ljómandi björt.

Bergný - ung björg, hjálp.

Bergrán - samsett af Berg- sem merkir hjálp, frelsun, og -rán, tengt no. "ræna": skynsemi, meðvitund. Sumir telja að nafnið sé hingað komið úr norræni goðafræði og þá frá sjávargyðjunni Rán sem safnaði saman þeim sem höfðu drukknað.

Bergrós - rós, sem bjargar, hjálpar.

Bergrún - leyndardómur, eða vinkona, sem hjálpar, bjargar.

Bergveig - samsett af Berg- og -veig, styrkur.

Bergþóra - Þóra, sem bjargar, hjálpar. Bergþóra kona Njáls á Bergþórshvoli.

Berta - úr þýsku: hin bjarta.

Birgit - önnur mynd nafnsins Birgitta.

Birgitta - norræn mynd af írsku nafni, Brigit sem merkir hin háa. 7/10. heilög Birgitta, sænskur dýrlingur, d. 1373.

Birna - birna.

Birta - birta, ljómi.

Bjargey - björtun og -ey: auðna, gæfa.

Bjarghildur - orrusta, eða valkyrja, sem bjargar.

Bjarndís - björn og dís, eða verndarvættur Bjarnar.

Bjarney - gæfa bjarnarins, eða Bjarnar.

Bjarnfríður - fegurð bjarnarins, eða sú sem Björn ann.

Bjarngerður - Björn og -gerður: vernd.

Bjarnheiður - björn og -heiður: heiðskír, björt.

Bjarnveig - styrkur bjarnar, -veig merkir að líkindum styrkur, getur líka verið dregið af orðinu vé: helgidómur.

Bjarný - kvennkyns útgáfa af nafninu Bjarni, sem þýðir að sjálfsögðu Björn eða sterkur sem björn.

Bjarnþóra - samsett af Bjarni og -þóra.

Bjartey - Nafn þetta er myndað úr forliðnum "Bjart" sem leiddur er af lýsingarorðinu bjartur, og viðliðnum "ey" sem merkir hamingja, - heppni.

Björg - björg, hjálp. Dr. Björg Þorláksson (1874-1934) fyrsta íslenska konan er lauk doktorsprófi.

Björk - björk, birki.

Björndís - samsett af Björn og -dís, heilladís.

Björt - björt.

Bóel - úr norsku, stytting á Bóthildur.

Borghildur - borg: vörn, hjálp, og -hildur, stríð, barátta, eða valkyrja, kona.

Borgþóra - af Borgþór: vígi Þórs.

Bóthildur - styrjöld, barátta sem bætir.

Brá - auga.

Braga - af Bragi, ágætur.

Branddís eða Brandís - heilladís sverðsins.

Bríet - önnur mynd nafnsins Birgitta. Bríet Bjarnhéðinsdóttir /1856-1940) ritstjóri, kvenréttindafrömuður.

Bryndís - brynjuð dís.

Bryngerður - brynjuð vörn.

Brynhildur - brynjuð valkyrja. Brynhildur Buðladóttir, kona Sigurðar Fáfnisbana.

Brynja - brynja.

Bylgja - alda.

D

Daðey - af Daði.

Dagbjörg - björgun, hjálp dagsins.

Dagbjört - björt sem dagur.

Dagfríður - fögur sem dagur.

Daggrós - dögg og rós.

Dagmar - dönsk mynd af slavenska nafninu Dragomír - kær friður. Dragómír hét drottning Valdimars sigursæla Danakonungs (1185-1212) en Danir kölluðu hana Dagmar í merkingunni Dag-mær.

Dagný - sú sem dagur yngir.

Dagrún - leyndardómur, eða vinkona dagsins.

Dalla - hin bjarta. Dalla

Dalrós - rós dalsins.

Danfríður - samsett af Daníel og fríður.

Daníela - af Daníel - Guð er dómari minn.

Díana - úr ensku, sótt í rómverska goðafræði, þar sem Díana var veiðigyðjan.

Diljá - íslensk mynd nafnsins Delía sem er annað nafn gyðjunnar Artemis, sem var meydómsgyðjan með Grikkjum.

Dís - gyðja, heilladís, hollvættur. Í seinni tíð hefur mikill fjöldi nýrra nafna verið myndaður með þessum viðlið.

Dísa - stytting á Dís.

Dómhildur - valkyrja, kona sem dæmir.

Dóra - stytting á Halldóra eða öðrum hliðstæðum nöfnum.

Dóróthea eða Dórótea - úr grísku: gjöf Guðs. 6/2. heilög Dóróthea, d. 304.

Drífa - snjór, mjöll.

Droplaug - hrein sem dropi.

Dröfn - alda.

Dúa - önnur mynd nafnsins Dúfa.

Dúfa - dúfa, eða alda, bylgja.

Dýrfinna - dýrmæt, ágæt, kona.

Dýrleif - ágæt, dýrmæt arfleið.

Dýrunn - dýrmæt bylgja.

Dögg - dögg.

E

Ebba - úr dönsku, af Ebbe, sem aftur er stytting á nöfnum hliðstæðum Ásbjörn o.fl.

Edda - formóðir, langamma.

Edit (-ith) - enskt nafn, sem samsvarar nafninu Auðgunnur.

Eðna - úr írsku, eða hebresku. Eðna eða Edna heitir ein persóna Tóbíasarbókar. Merking ókunn.

Efemía eða Evfemía - gríska, góður orðstír.

Eggrún - samsett af Eggert og -rún.

Eggþóra - samsett af Eggert og -þóra.

Eik - tré.

Einara - af Einar, frábær hermaður.

Einbjörg - frábær, einstæð hjálp.

Eindís - frábær dís.

Einhildur - frábær hildur, valkyrja.

Einrún - frábær vinátta, eða leyndardómur.

Einþóra - frábær -þóra.

Eir - lækningargyðjan í norrænni goðafræði, nafnið skylt so. að eira, hlífa, þyrma.

Eiríka - af Eiríkur: ávallt voldugur.

Eirný - sú sem lækningargyðjan yngur.

Elena - afbrigði af Helena sem merkir hin ljósa.

Elfa - elfur, á.

Elfríður - úr þýsku, af Aðalfríður, göfug fegurð.

Elfur - fljót, á.

Elín - íslensk mynd nafnsins Helena = hin skæra, bjarta.

Elínbjörg - samsett af Elín og -björg.

Elínborg - samsett af Elín og -borg.

Elínóra - ítölsk mynd nafnsins Helena, lýsandi, björt.

Elínrós - samsett af Elín og -rós.

Elísa - stytting á Elísabet.

Elísabet - úr hebresku og merkir sú sem tignar Guð. (Lúk. 1,5) 19/11. heilög Elísabet frá Ungverjalandi (d. 1231).

Elka - úr þýsku.

Ella - stytting á Elín.

Ellen - dönsk mynd af Helena.

Ellisif - forn norræn mynd af Elísabet. Elísabet drottning Haraldar harðráða, sem fædd var í Rússlandi, var nefnd þessu nafni á Norðurlöndum.

Elma - dönsk stytting á algengri nafnasamstæðu: Else Marie.

Elna - dönsk stytting á Helena.

Elsa - stytting á Elísabet.

Elva - úr spænsku: "hin hvíta". Líka skrifað Elfa.

Embla - formóðir manna í norrænni goðafræði.

Emilía - af Emil: vingjarnleg.

Emilíana - leitt af karlmannsnafninu Emil með viðskeytinu - íana.

Emma - fornt germanskt nafn í merkingunni iðin, húsleg. Drottning Knúts mikla, Danakonungs, hér Emma (1017).

Engilráð - ráð engils.

Erla - fugl.

Erlen - leitt af karlmannsnafninu Erlendur.

Erlín - samsett af Erla og -lín, sem er algeng kvenkenning.

Erna - af Örn.

Esmeralda - dregið af nafninu á steininum Emerald, upphaflega spænskt nafn.

Ester - úr hebresku eða persnesku, og merkir stjarna.

Ethel - göfug.

Eva - úr hebresku (1. Mós. 3,20), og þýðir líf.


Eybjörg - auðnu, gæfu hjálp.

Eydís - heilladís.

Eygerður - gæfuvernd.

Eygló - sól.

Eyja - auðnu, gæfu kona.

Eyrún - leyndardómur gæfunnar.

Eyvör - gæfuvernd.

Eyþóra - auðna og Þóra.

Eyþrúður - auðnu, gæfu Þrúður = kona.

F

Fanney - annað hvort ísl. snjó-ey, eða úr ensku, stytting á Frances, Francisca.

Fannhvít - hvít sem mjöll.

Fannlaug - snjó-hrein.

Fídes - latína, trú.

Filippía - af Filippus = hestavinur.

Finn- - algengur forliður norrænna nafna, dreginn af þjóðarheitinu, en getur eins þýtt maður, menn, fólk.

Finna - (finnsk) kona.

Finnbjörg - hjálp Finna (:manna).

Finnboga - ad Finnbogi.

Finnborg - vörn Finna (:manna).

Finndís - dís, hollvættur Finna, manna.

Finney - auðna Finna, manna.

Finnfríður - sem Finnur ann.

Finnlaug - Finna og björt, hrein.

Fjóla - blóm.

Flóra - úr latínu, gyðja vors og blóma.

Freydís - heilladís Freys. Freydís hét dóttir Eiríks rauða.

Freygerður - vernd Freyju, eða sú sem Freyr verndar.

Freyja - ástar og frjósemisgyðja. Algeng kvenkenning. Hin fagra og tigna gyðja ástar og frjósemi er af vanaætt, dóttir Njarðar og systir hans, og systir Freys. Maður hennar heitir Óður og dætur þeirra eru Hnoss og Gersemi.

Frið- - algengur forliður nafna dreginn af friður, eða af -fríður, skyldur so. frjá: elska.

Fríða - stytting á nöfnum, sem enda á -fríður.

Friðbjörg - björg, hjálp friðar.

Friðborg - vörn, vígi friðarins.

Friðdís - heilladís friðarins.

Friðdóra - friður og Þóra.

Friðgerður - vörn friðarins.

Friðfinna - af Friðfinnur.

Friðlaug - friður og -laug: björt.

Friðleif - erfingi friðar.

Friðmey - friðsöm mær, eða fögur mær.

Friðný - ung og fríð eða friðsöm.

Friðrika - af Friðrik: friðsamur höfðingi.

Friðrún - leyndardómur friðarins.

Friðsemd - óáreitni, friðsemd.

Fríður - fögur, elskuleg.

Friðþóra - friður og -þóra.

Fönn - snjór, mjöll.

G

Gefn - kvenkenning, heiti á Freyju.

Geira - stytting á Geir-.

Geirdís - vopn-dís.

Geirfríður - sem vopni ann.

Geirlaug - vopn-björt,. hrein.

Geirný - sem vopnin yngja.

Geirrún - leyndardómur, eða vinátta vopnsins.

Geirþrúður - styrkur vopnsins.

Gerða - stytting á -gerður: vörn.

Gerður - vernd, vörn. Gerður hét kona Freys.

Gestheiður - samsett af Gestur og -heiður: björt.

Gestný - samsett af Gestur og -ný: sem yngir.

Gestrún - samsett af Gestur og -rún: leyndardómur, vinátta.

Gígja - strengjahljóðfæri, harpa.

Gísla - af Gísli.

Gíslín - samsett af Gísli og -lín, sem er kvenkenning.

Gíslína - af Gísli: gísl eða geisli: ör.

Gísllaug - samsett af Gísli og -laug: björt.

Gíslrún - samsett af Gísli og -rún, leyndardómur eða vinátta.

Gíslunn - Gísli og -unn: sem ann, elskar.

Gná - Ungt nafn hérlendis. Nafnið er sótt í norræna goðafræði en Gná var ein af ásynjum. Hún var í sendiferðum fyrir Frigg og reið hestinum Hófvarpni um loft og lög. Uppruni er óviss en hefur helst verið tengdur við nafnorðið gnýr: dynur, hávaði,og sögnina að gnýja: dynja, bylja.

Gréta - stytting á Margrét.

Gríma - dulbúin, eða: nótt.

Grímheiður - björt gríma.

Grímhildur - dulbúin hildur, valkyrja.

Gróa - gróandi.

Guðbjörg - björgun, hjálp Guðs.

Guðbjört - björt sem Guð.

Guðborg - vernd Guðs.

Guðdís - samsett af Guð- og -dís, heilladís.

Guðfinna - finna (: kona), helguð Guði.

Guðfríður - sú sem Guð elskar.

Guðjóna - af Guðjón.

Guðlaug - björt sem Guð.

Guðleif - erfingi Guðs.

Guðlín - Guð og -lín, hör, -kona.

Guðmunda - gjöf eða vörn Guðs.

Guðný - sem Guð yngir.

Guðríður - af Guðfríður, sú sem Guð elskar.

Guðrún - leyndardómur, eða vinátta Guðs. Guðrún Lárusdóttir, rithöfundur (1880-1938).

Guðveig - styrkur Guðs.

Gullveig - styrkur gulls.

Gunna - stytting á Guðrún eða hliðstæðum nöfnum.

Gunnbjörg - björgun orrustunnar.

Gunnbjört - orrustu-björt.

Gunnborg - vörn í orrustu.

Gunndís - verndardís orrustunnar.

Gunndóra - orrustu -þóra.

Gunnfríður - fegurð orrustunnar, eða sú sem ann orrustum.

Gunnheiður - björt orrusta.

Gunnhildur - orrustu-valkyrja, kona.

Gunnjóna - samsett af Gunn- og -jón.

Gunnlaug - björt í orrustu.

Gunnleif - erfingi orrustunnar.

Gunnlöð - löð er skylt so. laða, hneigja að, bjóða heiom.

Gunnrún - leyndardómur orrustu.

Gunnur - orrusta. Valkyrjuheiti, hliðstætt við Hildur.

Gunnvör - vörn orrustunnar.

Gunnþóra - orrustu- Þóra.

Gunnþórunn - orrusta, sem Þór ann.

Gyða - Nafn þetta er leitt af nafnorðinu "goð". (önnur þýðing: stytting á Gyðríður)

Gyðríður - önnur mynd af Guðríður.

H

Hadda - af Haddur - hár. Bylgjuheiti.

Hafalda - alda.

Hafdís - heilladís hafsins.

Haflína - samsett af Haf- og -lína.

Hafrún - leyndardómur hafsins.

Hafsteina - af Hafsteinn.

Hafþóra - af Hafþór.

Halla - hella, steinn.

Hallbera - Halla og birna. Hallbera abbadís á Reynistað. (d. 1330).

Hallbjörg - Halla og -björg, björgun steins.

Halldís - Halla og -dís, verndarvættur steins.

Halldóra - Halla og Þóra.

Hallfríður - Halla og -fríður, fegurð steins.

Hallgerður - vörn, vernd steinsins. Hallgerður langbrók, kona Gunnars á Hlíðarenda.

Hallgunnur - samsett af Hall- og -gunnur, orrusta.

Hallveig - máttur steinsins.

Hanna - úr hebresku. Sama nafn og Anna = náð, yndi. (1. Sam. 1,2). Líka stytting á Jóhanna.

Hansína - úr dönsku, dregið af Hans.

Harpa - hljóðfærið, eða mánaðarheitið.

Hauður - land, jörð.

Heba - úr grísku goðafræðinni. Heba var kona Heraklesar.

Heiða - stytting á -heiður: björt.

Heiðbjörg - björt hjálp.

Heiðbjört - heiðskír.

Heiðbrá - Björt brá. Myndað úr forliðnum Heið- og Brá.

Heiðdís - björt dís.

Heiðný - sú heiðna. (samsett af forliðnum - Heið- og viðliðnum -ný.)

Heiðrún - björt vinátta.

Heiður - björt, heiðskír.

Heiðveig - úr pólsku: Jadwiga - hin sigursæla.

Hekla - fjallið Hekla, hettukápa.

Helena - úr grísku: hin bjarta, skæra. Helena fagra í Tróju. 18/8. Helena, móðir Konstantínusar mikla keisara, d. 303. Íslensk mynd nafnsins er Elín.

Helga - hin heilaga, helgaða.

Helma - hálmstrá eða sama og Hilma.

Henný - barst upphaflega til Norðurlanda á 19. öld frá Bretlandi. Þar er það notað sem stytting á Henrietta.

Hera - úr grísku goðafræðinni. Hera var kona Seifs.

Herborg - bjargvættur hers.

Herdís - hollvættur hers. Herdís Andrésdóttir, skáldkona (1858-1939).

Herlaug - birta, ljómi hers.

Hermína - úr þýsku, af Hermann.

Hertha - úr þýsku og dönsku, afbökun latnesku nafnmyndarinnar Nerþus, sem var frjósemisgyðja meðal Germana.

Hervör - vernd hers.

Hilda - úr fornesku, sama nafn og Hildur. 7/11. heilög Hilda frá Whitby, ensk abbadís, d. 688.

Hildigerður - vörn í orrustu.

Hildigunnur - valkyrja. 6/2. heilög Hildigunnur, d. 1183.

Hildur - orrusta. Valkyrjuheiti, kvenkenning.

Hilma - af Hilmar: hermaður með hjálm.

Hind - dádýr.

Hjálmdís - hjálmur og -dís, verndardís hjálmsins.

Hjálmfríður - hjálmur og fegurð: sú sem hjálmi ann.

Hjördís - heilladís sverðsins. Hjördís hét móðir Sigurðar Fáfnisbana.

Hjörleif - af Hjörleifur: erfingi sverðsins.

Hjörtína - af Hjörtur.

Hlaðgerður - hlað: Gull eða silfurlagður borði, og -gerður: vernd, kvenkenning.

Hlédís - hlé: skjól, vörn.

Hlíf - vernd.

Hlín - jörð. Annað heiti á Frigg. Kvenkenning.

Hlökk - nefnd í Skáldskaparmálum Snorra-Eddu og virðist vera valkyrja. Nafnið er líklega skylt sögninni hlakka ´hælast um´.

Hólmdís - heilladís hólmans.

Hólmfríður - sem hólmanum ann, eða fegurð hólmans.

Hrafndís - hrafn og -dís, hollvættur.

Hrafnhildur - hrafn og hildur: styrjöld, kona.

Hrafnkatla - kvenkynsútgáfan af Hrafnkell, en það er myndað úr dýrsheitinu hrafn og viðliðnum kell, sem merkir ketill eða hjálmur.

Hrefna - af Hrafn. Hrefna Ásgeirsdóttir var kona Kjartans Ólafssonar.

Hreindís - hrein heilladís.

Hróðný - ung frægð, eða sú sem frægðin yngir.

Hrund - kona. Valkyrjuheiti.

Hrönn - alda.

Hugborg - hugsun, hugskot.

Hugljúf - hugljúf, elskuleg.

Hugrún - leyndardómur hugans. Viskurúnir.

Huld - leynd.

Hulda - annað hvort úr dönsku: hin leynda, eða úr hebresku (2. Kon. 22,14) Hulda spákona.

Húnbjörg - hjálp húna.

Hödd - hárprúð.

Högna - af Högni: verndari.

Hörn - heiti á Freyju, dregið af hör, lín.

I, Í

Ída - úr dönsku, af Iða: hin iðna.

Iða - hin iðna.

Iðbjörg - iðin hjálparhella.

Iðunn - sem endurnýjar. Iðunn var kona Braga.

Ilmur - ilmandi. Ásynjuheiti.

Ína - úr latínu, kvenkennig og þýðir móðir. Einnig stytting á nöfnum sem enda á -ína.

Indíana - hin indverska.

Indríður - dregið af Indriði, einförull.

Ing- - algengur forliður norrænna nafna, dreginn af Ingi eða Yngvi, sem var heiti Freys, líklega í merkingunni konungur eða ættfaðir.

Inga - af Ingi.

Ingibjörg - björg, hjálp konungs.

Ingiborg - dönsk mynd nafnsins Ingibjörg.

Ingigerður - vörn konungs.

Ingilaug - ljómi konungs.

Ingileif - arfleið eða erfingi konungs.

Ingiríður - fegurð konungs, eða: sú sem konungur ann.

Ingrún - leyndardómur, eða vinátta konungs.

Ingunn - elskuð af konungi.

Ingveldur - af Inghildur: orrusta konungs.

Ír eða Írr - sjá Ýr eða Ýrr.

Írena - úr grísku: friður. 5/4 heilög Írena píslarvottur, d. 304.

Íris - úr grísku: regnbogi.

Irma - úr þýsku, "ermen" sem þýðir heill, universal. Tengist nafninu Emma.

Ísabella - spænsk-portúgölsk mynd af Elisabeth.

Ísafold - Ísland.

Ísbjörg - ís-björg, hjálp.

Ísey - eyja eða gæfa íss.

Ísleif - af Ísleifur.

Ísold - Erlent að uppruna, Isolda, Isold, myndað úr is "ís" og vald "ráða, stjórna".

Ívör - af Ívar.

J

Jakobína - af Jakob.

Jana - stytting á Kristjana: kristin.

Jara - styrjöld, orrusta.

Járnbrá - örþunnt lag með járnslit á yfirborði vatns (í mýrum).

Járngerður - vörn járnsins, vopnsins.

Jarþrúður - af jara: orrusta og þrúður: (sterk) kona.

Jenný - úr ensku, af Jóhanna. "Sænski næturgalinn" söngkonan Jenný Lind (d. 1887), sem H.C. Andersen unni, stuðlaði að vinsældum þessa nafns á Norðurlöndum.

Jensína - af Jens.

Jódís - heilladís hestsins.

Jófríður - fegurð hestsins, eða sú sem hesti ann.

Jóhanna - úr hebresku: Drottinn er náðugur. 30/5. heilög Jóhann af Örk (d. 1431).


Jóheiður - birta hestsins.

Jólín - af Jór, hestur og -lín, kvenkenning.

Jóna - af Jón.

Jónbjörg - samsett af Jón og -björg, hjálp.

Jónborg - samsett af Jón og -borg, vörn.

Jóndís - samsett af Jón og -dís, heilladís.

Jóney - Jón og -ey: auðna, gæfa.

Jónfríður - samsett af Jón og -fríður.

Jónheiður - samsett af Jón og -heiður, birta.

Jónhildur - samsett af Jón og -hildur, orrusta, eða valkyrja.

Jónína - samsett af karlmannsnafninu - Jón og viðskeytinu -lína, -Lína.

Jóreiður - dregið af jöfurr: konungur, og heiður: birta konungs.

Jórunn - sú sem jöfurr, konungur ann.

Jósefína - dregið af Jósef: Drottinn mun auka.

Júdít - úr hebresku: gyðingakona.

Júlía - úr latínu, dregið af Júlíus: unglingur.

Júlíana eða Júlíanna - úr latínu, af Júlía.

Júnía - af júní, mánaðarheitinu.

Jörgína - úr dönsku, af Jörgen.

K

Kaðlín - úr írsku. Etv. sama nafn og Katrín.

Kaja - í Skandinavíu er þetta nafn dregið af Katarina. Mögulega dregið af fornnorsku kaða, sem þýðir "hen": hæna. Frá einhverju Norðurlanda er um að ræða gælumynd nafnsins - Karitas.

Kamilla - íslensk mynd af Camilla, úr latínu: ambátt við helgiþjónustu. (Kamilla - upprunalega Arabískt og þýðir fullkomnun.)

Kamma - úr dönsku, stytting á algengri nafnasamsetningu: Karen Margrét.

Kara - stytting á Karítas, eða úr latínu: cara: kæra.

Karen - úr dönsku, önnur mynd nafnsins Katrín.

Karítas - úr latínu: kærleikur. (Fides: trú, spes: von).

Karla - úr dönsku, hliðstætt Karl.

Karlotta - úr frönsku, hliðstætt Karl.

Karólína - úr dönsku, hliðstætt Karl.

Kata - stytting á Katrín.

Katla - af ketill, eldfjallið Katla.

Katrín - úr grísku: hin hreina. 25/11. Katrín helga, verndardýrlingur heimspekinnar.

Ketilríður - af Ketill og fríður.

Kiddý - stytting á nöfnum sem byrja á Krist-.

Kirstín - dönsk mynd af Kristín.

Klara - úr latínu, hin skæra, bjarta. 12/8. heilög Klara frá Assisi, d. 1253.

Kolbrá - dökk á brún, dökk augu.

Kolbrún - dökk á brún og brá.

Kolfinna - dökkleit Finna (= kona).

Kolfreyja - dökkhærð kona.

Kolþerna - dökkleit þerna, kona.

Krista - úr þýsku eða dönsku, af Kristín.

Kristey - samsett af Krist- og -ey, auðna, gæfa Krists.

Kristbjörg - sem Kristur bjargar.

Kristborg - vörn Krists.

Kristensa - danskt nafn leitt af Krist-.

Kristfríður - sem Kristur ann.

Kristgerður - vörn Krists.

Kristín - úr latínu, Christiana, sem þýðir kristin. 24/7. heilög Kristín frá Bolsena, d. 304.

Kristjana - dregið af Kristján, og merkir kristin.

Kristlaug - björt sem Kristur.

Kristmunda - gjöf eða vörn Krists.

Kristný - sem Kristur yngir.

Kristólína - samsett af Krist- og Ólína.

Kristrún - leyndardómur, eða vinátta Krists.

Kristveig - máttur Krists.

Kristþóra - samsett af Kristur og -þóra.

L

Lára - úr latínu, af Lárus: lárviður.

Lárey - samsett af forliðnum Lár-, lárviður og viðliðnum -ey: auðna.

Laufey - ljúf auðna, gæfa. Laufey hét móðir Loka.

Lauga - stytting á -laug, hrein.

Laugheiður - samsett, báðir liðir nafnsins merkja hið sama: björt og hrein.

Lea - úr hebresku. Lea hét kona Jakobs (1. Mós. 29,21-30).

Lena - stytting á Magdalena eða Helena.

Leikný - sem leikur yngir. Leikný hét ástkona Þorgeirs Ljósvetningagoða.

Líf - líf.

Lilja - lilja. Önnur merking: Lifandi trú.

Lína - stytting á Karólína og hliðstæðum nöfnum.

Línbjörg - lín, hör, kvenkenning, og -björg, hjálp.

Lind - lind.


Linda - úr þýsku: linditré.

Lindís - lín, þ.e. hör og dís.

Líney - lín, hör, og -ey: auðna.

Líneik - kona.

Línhildur - lín, hör og -hildur, valkyrja, kona.

Lísa - stytting á Elísabet.

Lísbet - dönsk stytting á Elísabet.

Lív - sjá Líf.

Ljósbjörg - sem ljósið bjargar.

Ljósbjört - björt sem ljós.

Ljósbrá - ljós og brá, auga.

Ljótunn - ljót: björt, og -unn: elskuð.

Lóa - lóa.

Lofn - ástmær. Gyðjuheiti. "Lofn, hun er svo mild og góð til áheita, að hún fær leyfi af Alföður eða Frigg til manna samgangs, kvenna og karla, þótt áður sé bannað eða þvertekið; fyrir því er af hennar nafni lof kallað og svo það, er lofað er mjög af mönnum," segir Snorri Sturluson.

Loftey - samsett af Loftur og -ey, auðna.

Lofthildur - samsett af Loftur og Hildur.

Loftveig - samsett af Loftur og -veig: styrkur.

Lovísa - úr frönsku, af Louis: Lúðvík: vígamaður.

Lukka - hamingja.

Lydía - latína: frá Lydíu (landsvæði í Litlu Asíu).

Lyngheiður - lyng og -heiður: björt.

Lyngdís - lyng og -dís.

Lyngný - lyng og -ný.

M

Magdalena - úr grísku, viðurnefni: frá Magdölum (í Galíleu).

Magga - stytting á Margrét, Magnea o.þ.l.

Magna - úr latínu: mikil, máttug.

Magndís - máttug dís.

Magnea - hin mikla, hliðstætt Magnús.

Magnfríður - máttug og elskuleg.

Magnhildur - máttug kona eða styrjöld.

Magnína - af Magnús, mikill.

Magnúsína - af Magnús, mikill.

Magný - máttug og ung eða sem máttur yngir.

Magnþóra - samsett af Magn- og -þóra. máttug þóra.

Málfríður - fegurð máls.

Málhildur - mál og -hildur, kona eða orrusta.

Málmfríður - fegurð málmsins.

Maren - tökunafn úr dönsku, stytting á Marina ´af hafi´.

Máney - kvennkynsútgáfa af nafninu Máni: tungl, máni, með viðliðnum -ey: ey.)

Marey - myndað af forliðnum Mar- og viðliðnum -ey.

Margrét - úr grísku: perla. 20/7. heilög Margrét frá Antíokíu (d. 300), á hana var heitið í barnsnauð.

Margunnur - orrusta hafsins.

Marheiður - birta hafsins.

María - grísk mynd hebreska nafnsins Mirjam: hin fagra. 2/2. kyndilmessa. 25/3. Boðunardagur Maríu.

Maríanna - algeng frönsk samsetning nafnanna Maríu og Anna. Maríanna er persónugervingur Frakklands og frönsku þjóðarinnar.

Marin eða Marín - úr latínu Marina: af hafi.

Marsibil - fornt nafn, merking óþekkt.

Marta - úr hebresku: húsfreyja. (Lúkas 10,38).

Matthea - af Matthías: gjöf Guðs.

Matthildur - úr þýsku: hetja. 14/3. heilög Matthildur, þýsk drottning d. 968.

Mekkín - merking óþekkt. Sagt er að kona af Austurlandi, sem hertekin var í Tyrkjaráninu hafi eftir heimkomuna skírt dóttur sína Mekkín eftir húsmóður sinni í Barbaríinu. Etv. er nafnið dregið af nafni borgarinnar Mekka.

Melinda - samsett af Mel- (t.d. frá Melanie eða Melissa), með -inda í endann.

Melkorka - úr írsku: ambátt Curcags dýrlings. Melkorka var móðir Ólafs pá í Hjarðarholti.

Metta - dönsk stytting á Margrét.

Mist - er fornt valkyrjuheiti. Giskað hefur verið á tengsl við sænsku sögnin mista, í dönsku miste: missa, tapa, og að nafnið merki þá ´sú sem veldur missi´.

Mjallhvít - hvít sem mjöll.

Mjöll - snjór.

Móeiður eða Móheiður - hugbjört.

Móna - algeng gælumynd af nafninu Mónika. En Móna getur einnig verið tökunafn úr ensku þar sem það á rætur að rekja til írska nafnsins Muadhnait, leitt af nafnorðinu muadh ´tiginn´.

Móníka - úr grísku: ein. 4/5. Móníka, móðir Ágústínusar kirkjuföður, d. 387.

Munda - stytting á Guðmunda o.þ.l.

Myrra - ritmynd af Mirra. (Mirra - Ilmefni.) Gæti einnig verið tökunafn úr ensku Mira, Mirra, stytting á Miriam.

N

Nadía - von.

Nanna - úr norrænni goðafræði. Sennileg merking: hin hugrakka. Nanna hét kona Baldurs.

Natalía - Nafn þetta er komið úr latínu og myndað af orðunum "dies natalis" sem merkir fæðingardagur (jólabarn).

Nereiður eða Neríður - hress og björt. Nereiður hét ástkona Þórðar kakala.

Nikólína - úr dönsku af Nikulás: sigur lýðsins.

Nína - úr rússnesku: Anna litla.

Njóla - nótt.

Norma - úr latínu: regla.

Nótt - sama orð og nótt - tíminn frá kvöldlokum til morguns. Í Ála flekks sögu er sagt frá tröllkonunni Nótt. .

O, Ó

Oddbjörg - hjálp vopnsins.

Oddfríður - fegurð vopnsins.

Oddleif - sem erfir vopn.

Oddgerður - sú sem nýtur verndar vopnsins.

Oddný - sem vopnin yngja.

Oddrún - leyndardómur vopnsins.

Oddvör - vörn vopnins.

Oktavía - út latínu: hin áttunda.

Ólafía - af Ólafur: sem erfir forfeðurna.

Olga - úr rússnesku: Helga.

Ólína - úr dönsku, dregið af Ólafur.

Ólöf - sama nafn og Ólafur: sú sem erfir forfeðurna. Ólöf ríka Loftsdóttir á Skarði.

Ósk - ósk.

P

Pála - úr latínu, sama nafn og Páll, og merkir hin litla.

Páldís - samsett af Páll og -dís.

Pálfríður - samsett af Páll og -fríður: sem Páll ann.

Pálína - af Páll.

Pálmey - af Pálmey.

Pálmrún - samsett af Pálmi og -rún.

Pálrún - samsett af Páll og -rún.

París - París, höfuðborg Frakklands, sem fékk nafn sitt frá fornum Keltneskum þjóðflokki er kallaður var Parisii.

Perla - perla.

Petra - úr dönsku, hliðstætt Pétur: klettur.

Petrea - danskt nafn, af Pétur, klettur.

Petrína - úr dönsku, af Pétur.

Petronella - úr latínu, af Petronius.

Petrún eða Pétrún - samsett af Pétur og -rún, leyndardómur.

R

Ráðhildur - ráð og hildur: kona eða styrjöld.

Rafnhildur - afbökun á Hrafnhildur.

Ragn- - algengur forliður norrænna nafna dreginn af rögn, það er goð, máttarvöld.

Ragna - stytting nafna, sem byrja á Ragn-.

Ragnheiður - björt sem goðin.

Ragnhildur - guðleg valkyrja eða styrjöld.

Rakel - úr hebresku og merkir lambær. Rakel hét kona Jakobs (1.Mós. 29,6).

Rán - hafið, gyðja hafsins.

Randíður - af Ragnfríður: fegurð goðanna eða sú sem goðin unna.

Rannveig - styrkur hússins.

Rebekka - úr hebresku og merkir snara. Rebekka var kona Ísaks (1. Mós. 24,15).

Regína - úr latínu: drottning. 5/9 heilög Regína píslarvottur d. 251.

Ríkey - mikil, voldug gæfa.

Ronja - Astrid Lindgren fann uppá því nafni fyrir Ronju Ræningjadóttur,
hún tók það úr nafninu "Juronjaure" sem er stöðuvatn í Lepplandi,
en nafnið Ronyah er þekkt í hebresku og merkir Guðs hamingja.

Rós - rós

Rósa - úr latínu: rós. Rósa Guðmundsdóttir, Vatnsenda-Rósa (d. 1855).

Rósalind - úr ensku og þýsku: rós og -linda, linditré.

Rósmunda - samsett af Rósa og -munda: gjöf eða vörn.

Rósbjörg - samsett af Rósa og -björg: hjálp.

Rósborg - samsett af Rósa og -borg: vörn.

Rósfríður - fegurð rósar.

Róshildur - samsett af Rósa og -hildur: kona, eða styrjöld.

Róslaug - björt sem rós.

Rún - leyndardómur eða vinkona. Kvenkenning.

Rúna - stytting á nöfnum, sem enda á -rún, eða dregið af no. rúna: trúnaðarvinur, eiginkona.

Rut - úr hebresku og merkir vinátta. Rut var formóðir Davíðs konungs (Rutarbók).

S

Saga - saga.

Salbjörg - vernd hússins.

Salgerður - vörn hússins.

Salný - kemur fyrir á 14. öld og virðist hafa tíðkazt síðan. Samsett af forliðnum - Sal- og viðliðnum -ný.

Salóme - úr hebresku, af Salómon: friður. Salóme hét móðursystir Jesú (Mark. 15,40).

Salvör - vörn hússins.

Sandra - úr ensku, stytting á Alexandra.

Sara - úr hebresku og merkir drottning. Sara hét kona Abrahams og var ættmóðir Ísraelsmanna (1. Mós. 17,15).

Selma - úr keltnesku og merki hin fagra.

Sesselja - úr latínu, Cecilía, blind. 22/11. heilög Sesselja, (d. 230), verndardýrlingur tónlistarinnar.

Sif - brúður, eiginkona. Ath. að eignarfall þessa nafn er: Sifjar. Sif hét kona Þórs.

Sig- og Sigur- - algengur forliður norrænna nafna og merkir sigur eða orrusta.

Sigfríð - fegurð sigursins eða orrustunnar, sama nafn og Sigfríður og Sigríður.

Siggerður - vörn í orrustu.

Signý - sú sem orrustan, eða sigurinn yngir.

Sigríður - sama og Sigfríður: fegurð orrustunnar, eða sú sem orrustum ann.

Sigrún - leyndardómur sigursins, eða orrustunnar.

Sigurást - ást sem sigrar.

Sigurbirna - samsett af forliðnum Sigur- og kvenmannsnafninu Birna, lagað eftir karlmannsnafninu Sigurbjörn.

Sigurbjörg - hjálp orrustunnar, sigursins.

Sigurbjört - birta, ljómi sigursins.

Sigurborg - vörn í orrustu.

Sigurdís - hollvættur orrustunnar.

Sigurey - auðna sigursins.

Sigurfljóð - sigursæl kona.

Sigurhanna - samsett af Sigur- og Hanna.

Sigurhelga - samsett af Sigur- og Helga.

Sigurjóna - samsett af Sigur- og Jóna.

Sigurlaug - björt í sigri, eða orrustu.

Sigurleif - arfleið sigursins.

Sigurlilja - samsett af Sigur- og Lilja.

Sigurlín - samsett af Sigur- og -lín: hör, kvenkenning.

Sigurlína - samsett af Sigur- og -lína.

Sigurósk - samsett af Sigur- og ósk.

Sigurrós - rós sigursins.

Sigurvina - af Sigurvin, vinur í orrustu.

Sigurveig - styrkur sigursins eða orrustunnar.

Sigurþóra - samsett af Sigur- og Þóra.

Sigyn - sú sem ann sigri. Sigyn var kona Loka.

Sigþóra - samsett af Sig- og Þóra.

Sigþrúður - sigursæl kona.

Silfá - heimildir eru um nafnið frá síðari hluta 18. aldar og var það ritað Silpha. Nafnmyndin Sylva þekkist í Noregi sem hliðarmynd af Sylvia en er einnig talin mynduð beint af latneska nafnorðinu silva: skógur. Íslenska nafnið Silfá er lagað eftir þeirri nafnmynd.

Silja - norræn mynd af nafninu Sesselja.

Silvía - úr latínu, silva: skógur.

Sína - stytting á Jensína og hliðstæðum nöfnum.

Sjöfn - ást, ástargyðjan.

Skúla - af Skúli, verndari.

Snjáfríður - fögur sem snjór, sama og Snæfríður.

Snjólaug - björt sem snjór.

Snót - stúlka, kona.

Snæbjörg - björgun í snjó.

Snæbjört - björt sem snær.

Snæborg - vörn í snæ.

Snædís - heilladís í snjó.

Snæfríður - fögur sem snjór, þekkist líka sem Snjáfríður.

Soffía - úr grísku, sofía: viska. 30/9. heilög Soffía, d. 138.

Sól - nafnið er ungt hér á landi. Að baki liggur nafnorðið sól ´lýsandi hnöttur; sólskin´. Af sama toga er forliðurinn Sól-.

Sólbjörg - björg, hjálp sólar.

Sólbjört - björt sem sól.

Sólborg - vígi sólar.

Sóldís - samsett úr nafnorðinu sól og viðliðnum -dís sem merkir heilladís.

Sóley - gæfusól, sóley.

Sólný - samsett af forliðnum Sól-, - Sól, og viðliðnum -ný.

Sólrún -leyndardómur sólar.

Solveig - af Salveig, styrkur hússins.

Sólveig - máttur sólar, eða ummyndun á Solveig.

Sonja - úr rússnesku, sama nafn og Soffía.

Stefanía - af Stefán - sigursveigur, kóróna. Stefanía Guðmundsdóttir, leikkona (1876-1926).

Steina - stytting á Stein-.

Steindóra - hliðstætt Steindór.

Steingerður - vörn steinsins.

Steinunn - öldusteinn, eða sú sem steini ann. Steinunn gamla, landnámsmaður á Suðurnesjum.

Steinvör - vörn steinsins. Steinvör Sighvatsdóttir, ein af mestu kvenskörungum Sturlungaaldar.

Steinþóra - hliðstætt Steinþór.

Stella - úr latínu: stjarna.

Stína - stytting á Kristín.

Sturlína - af Sturla, óeirinn maður.

Styrgerður - vernd í orrustu.

Sumarlína - samsett af Sumar- og -lína.

Sumarrós - rós á sumri.

Sunna - sól.

Sunnefa eða Sunneva - úr ensku: gjöf sólar. 8/7. heilög Sunnefa, verndardýrlingur Björgvinjar.

Súsanna - úr hebresku og merkir lilja. 11/8. heilög Súsanna, 3. öld.

Svala - svala, fugl.

Svana - af Svanur, eða stytting á Svan-.

Svanbjörg - hjálp svansins.

Svanbjört - björt sem svanur.

Svanborg - vörn svansins.

Svandís - hollvættur svansins.

Svanfríður - fegurð svansins.

Svanhildur - svanur og -hildur.

Svanhvít - hvít sem svanur.

Svanlaug - björt sem svanur.

Svava - svavnesk, frá Schwaben.

Sveina - stytting á Svein-.

Sveinbjörg - samsett af Sveinn og -björg: hjálp sveinsins.

Sveinborg - vörn sveinsins.

Sveindís - heilladís sveinsins.

Sveinfríður - sú sem sveininum ann.

Sveinlaug - birta sveins.

Sveinrún - samsett af Sveinn og -rún.

Sveinsína - af Sveinn.

Sylvía - sama og Silvía.

Sæbjörg - björgun, hjálp á sæ.

Sædís - heilladís á sæ.

Særún - leyndardómur hafsins.

Sæunn - hafalda, eða sú sem ann hafinu.

T

Táldís -

Tanja - stytting á nafninu Tatiania, sem er kvenkyns útgáfa rómverska nafnsins Tatianus, sem er dregið af rómverska nafninu Tatius, merking þess er óþekkt.

Tara - dregið af Tara-hæð (teamhair) nálægt Dublin á Írlandi. Möguleg þýðing er hækkaður staður. Tara þýðir einnig stjarna á Sankrit.

Telma eða Thelma - enskt skáldsögunafn frá 19. öld.

Thea - stytting á Theódóra eða Dóróthea: gjöf Guðs.

Theódóra - úr grísku: gjöf Guðs. 28/4. Theódóra píslarvottur, d. 304.

Tinna - steinn.

Todda - stytting á Þor-, Þór-.

Tómasína - af Tómas: tvíburi.

Torfhildur - samsett af Torfi og -hildur. Torfhildur Hólm skáld (1845-1918).

U, Ú

Ugla - að baki liggur fuglsheitið ugla. Aðalsöguhetjan í Atómstöðinni eftir Halldór Laxness heitir Ugla.

Úlfdís - heilladís úlfsins.

Úlfheiður - samsett af Úlfur og -heiður: björt.

Úlfhildur - barátta, styrjöld úlfa.

Una - hin hamingjusama.

Unnfríður - sem Unnur elskar.

Unnur - alda, eða hin elskaða. Unnur var dóttir Ægis.

Unnvör - styrkur Unnar.

Urður - ein örlaganornanna: fortíðin, hinar voru: Verðandi: Samtíðin og Skuld: framtíðin.

Úrsúla - úr latínu: ung birna. 21/10. heilög Úrsúla, d. 238.

V

Vaka - sem vakir.

Vala - stytting nafna, sem byrja á Val-.


Valbjörg - hjálp fallinna.

Valborg - skjöldur. 1/5. Valborgarmessa, hátíð Valborgar helgu, en hún var ensk konungsdóttir, d. 779.

Valdís - verndardís fallinna.

Valgerður - vörn fallinna.

Valný - samsett af Val- og -ný.

Valva - líklega afbökun á "völva": spákona.

Vébjörg - björgun, hjálp helgistaðarins.

Védís - hollvættur helgidómsins.

Veiga - stytting á -veig: styrkur.

Véný - sem helgidómurinn yngir.

Vera - rússneska: og merkir: trú.

Verna - úr þýsku: sterk, öflug vernd.

Veróníka - úr grísku: sem veitir sigur. Síðar snúið upp á latínu og þýtt sem "sönn mynd". 12/7. heilög Veróníka.

Vigdís - heilladís orrustunnar, baráttunnar. Vigdís Finnbogadóttir, forseti Íslands 1980-1996.

Viktoría - úr latínu: hin sigursæla. Viktoría Englandsdrottning (1819-1901).

Vilborg - úr fornensku: hjálpfús.

Vildís - vildardís.

Vilfríður - forkunnar fögur.

Vilgerður - frábær vernd.

Vilhelmína - af Vilhjálmur: virðulegur hjálmur.

Villimey -

Vilný - frábær og ung.

Von - von.

Vordís - dís vorsins.

Völva - spákona.

Y, Ý

Ylfa - úr sænsku: úlfynja.

Ýr eða Ýrr - ýviður, bogi.

Yrsa - óhemja eða birna, ef til vill er þetta norræn mynd nafnsins Úrsúla.

Þ

Þeba - höfuðborg Böótíu, Fornegypta. Þetta var líka borg í Grikklandi rétt sunnan við Aþenu.

Þjóð- - forliður norrænna nafna sem merkir mikil.

Þjóðbjörg - mikil björg.

Þjóðhildur - mikil -hildur: styrjöld eða valkyrja, kona.

Þóra - af Þór.

Þóranna - samsett af Þór og Anna, eða önnur mynd af Þórarna.

Þórarna - sama nafn og Þórarinn: Þór og örn.

Þorbera - Þór og bera: birna.

Þorbjörg - hjálp Þórs. Þorbjörg Sveinsdóttir (1828-1903) ljósmóðir og kvenréttindafrömuður.

Þórdís - heilladís Þórs.

Þórey - gæfa Þórs.

Þórfríður - sem Þór ann.

Þorgerður - vernd Þórs.

Þórgunnur - barátta Þórs.

Þórhalla - hliðstætt Þórhallur.

Þórhanna - samsett af Þór og -hanna.

Þórheiður - björt sem Þór.

Þórhildur - styrjöld, eða valkyrja Þórs.

Þórkatla - hjálmur Þórs, hliðstætt Þorkell.

Þórlaug - björt sem Þór.

Þórleif - erfingi Þórs.

Þórný - sem Þór yngir.

Þorsteina - hliðstætt Þorsteinn.

Þórstína - af Þorsteinn, eða samsett af Þór- og Kristín.

Þórunn - sem Þór ann.

Þórveig - styrkur Þórs.

Þrúður - kona, stúlka. Þrúður var dóttir Þórs.

Þuríður - sú sem Þór ann, eða sem nýtur verndar Þórs.

Þyri - úr dönsku: helguð, eða vernduð af Þór. Þyri Danabót, drottning Gorms gamla í Hleiðru (10. öld).

Þöll - fura.

Æ

Æsa - af goðakyni.

Ö

Ögn - sennilega hliðstætt Agnar, af sömu rót og agi, ógn eða: agnarsmá.

Örk - örk, kista, skip (Nóa).

Ösp - ösp.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þá veit ég það og get borið nafnið mitt með stolti, hef reyndar alltaf gert það.  Takk fyrir þetta Jóhanna mín

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.8.2012 kl. 00:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband