14.5.2012 | 07:15
olafurogdorrit.is ?
"Við Dorrit..... ?" ..
Ég hlustaði aðeins á byrjunina á viðtali við Ólaf Ragnar Grímsson, í þættinum "Sprengisandi" og sá/heyrði hvernig hann hálfflissaði þegar hann sagði frá heimasíðunni olafurogdorrit.is
Ólafur er enginn asni, og án þess að ég hafi upplýsingar um það þá fékk ég á tilfinninguna að nafnið á síðunni hafi ekki verið hans hugmynd. - Hann viti þó hvað selur.
Er eitthvað að vörumerkinu olafurragnar.is ?
Af hverju þessi sirkus?
Af hverju er hann ekki einn í framboði? - Er hann ekki nógu sterkur eða stór sjálfur? -
Menn prófa auðvitað ýmis PR "Stunt" ..
Það eru margir sem heillast af extrovert framkomu Dorritar, hversu mannleg og einlæg hún er, og það er vissulega jákvætt að forseti skuli eiga góðan maka sem heillar fólk. -
En mér finnst það merki um einhvert óöryggi í framboði hans að heimasíða forsetaframboðs sé ekki byggð á hans eigin sjálfstrausti. - heldur að miklu leyti á eiginkonunni.
Skv. Piu Mellody sem skrifaði bókina "Facing Co-dependence" - segir hún sjálfstraustið byggt á sjálfinu því sem við eigum innra með okkur, - annað sé "Other esteem" - Þ.e.a.s. það sem við byggjum á hinu ytra; þ.e.a.s. á því sem við eigum, stétt, stöðu og svo framvegis - líka maka.
Þetta er til umhugsunar, - auðvitað tjaldar fólk því sem það á til, ... en ítreka að mér finnst Ólafur vera býsna háður konu sinni í þessari kosningabaráttu. -
Kosningarnar eiga að mínu mati að snúast miklu meira um þessa einstaklinga sem eru að bjóða sig fram, þeirra framlag og hæfni, - ekki maka þeirra eða börn. Það gildir að sjálfsögðu um alla frambjóðendur, - ekki bara Ólaf Ragnar.
Segir Jóhönnu í herferð gegn sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:35 | Facebook
Athugasemdir
Sammála með síðuna, eða öllu heldur lénið , frekar púkó og ekki man ég eftir að aðrir hafi gert álíka, ekki einu sinni í valdamesta embætti heims USA, þar sem einnig styttist í Forseta kosningar. Það er ekki hjá því komist að maki skiptir máli, en framboðið á þó að fókusera á ÓRG.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 14.5.2012 kl. 09:29
Það er örugt að ÓRG hefur engann áhuga á blaðrinu sem fer fram á þessu Facebook ( sem ætti að loka, því það er mannskemmandi), en hann stígur örugglega ekki ofan á konuna sína og ef hún vill endilega opna síðu á þessum blaðurslink, þá má hún það.
Þetta kemur framboði ekkert við!
Og svo gleymið þið jafnréttinu, konur. Halló, halló, halló!!!!!
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 14.5.2012 kl. 10:02
Jóhanna Flott myndin af þér. Þú veist að þú átt að kjósa Ólaf og Dorit í þetta sinn. Dorit gerir góða hluti í gegn um hann . Við erum bara að hugsa um að fá að vera íslendingar í þetta sinnið og Ólafur hefir fullan skilning á að við viljum ekki inn í ESB samsteypuna. :-(
Valdimar Samúelsson, 14.5.2012 kl. 11:12
Þetta vissi ég ekki að þú ættir til Jóhanna. Þú sem hefur skrifað svo fallega um mannlega þætti. Maðurinn má ekki hósta þá þá þarf að lýsa því,ljótur hósti osfrv. Málið er að Ólafur hefur ríka tilfinningagreind,hann minntist á Doritt og Guðrúnu Katrínu í sömu andrá,með því er hann að sýna konunum í lífi sínu virðingu,sem hann hefur alltaf gert. Það er öruggt að þess vegna er hann að samþykkja sameiginlega Facebook síðu. Að segja að það sé óöryggi framboðs forseta að opna þessa síðu,er einkennileg greining.Við lifum á gervihnatta-öld,sem gefur okkur tækifæri til tjáskipta,á fljótlegan og öruggan hátt,ekki veitir þeim af,sem veizt er að vegna þess að þau ógna elítunni sem stjórnar nú um stundir. Mb,Kv.
Helga Kristjánsdóttir, 14.5.2012 kl. 15:53
Vinnufélagi minn sagði að honum litist ágætlega á Þóru, en var ekki hrifinn af Svavari.
Ég kváði, og sagði svo að hann gæti þá kosið Þóru og Dorrit.
Nei, svona í fullri alvöru. Við kjósum einstakling í þetta embætti. Ekki hjón.
Sammála þínum pistli Jóhanna.
Skeggi Skaftason, 14.5.2012 kl. 16:21
Virkilega Skeggi? Makinn er bara jafn mikill hluti af embættismanninum eins og Skeggið á þér er ,persónu þinni.
Helga Kristjánsdóttir, 14.5.2012 kl. 16:34
Það er síðan olafurogdorrit.is sem er hér um að ræða, á meðan aðrir forsetaframbjóðendur láta sér nægja að hafa síðuna á sínu nafni. -
Þau eru með sitt hvort Facebook síðu Ólafur og Dorrit, Ólafur að vísu með um 1000 færri "Likes" en Dorrit, mér finnst það nú bara styðja það sem ég hef skrifað. -
Dorrit er vinsælli en Ólafur og hann virðist ætla að nýta sér vinsældir hennar. -
Ég sé ekki að ég sé að sýna neina mannvonsku með þessum pistli, - en vissulega er ég að segja mína skoðun á því hvernig hann setur fram sína baráttu. Þó ég sé að skrifa uppbyggilega pistla, þýðir það ekki að ég sé skoðanalaus ;-) .. og eins og einhver sagði "Guði sé lof fyrir ólíka skoðanir" -
Við erum ósammála Helga, - hjón eru tveir heilir einstaklingar en ekki samgróin hvort öðru. -
Jóhanna Magnúsdóttir, 14.5.2012 kl. 20:33
Leiðr. það á að standa "sitt hvora Facebook Síðu" . .en ekki "sitt hvort ...
Jóhanna Magnúsdóttir, 14.5.2012 kl. 20:42
Mér finnst þetta ekkert vandræðalegt, ég er afar hrifin af Dorrit eins og ég var að Guðrúnu Katrínu, báðar flottar konur, og þó manneskjan sé heil og eigi að standa við sitt, þá finnst mér ekkert að því að hjónin standi saman í svona mikilvægum málum. Ekki hefur þetta verið gert án vilja Dorritar.
Reyndar ef út í það er farið, þá er eiginmaður Þóru meira í sviðsljósinu en hún, þó lénið sé ekki þeirra beggja, þá er hann miklu fyrirferðarmeiri í kosningabaráttu konu sinnar en Dorrit.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.5.2012 kl. 21:00
Við höfum mismunandi sýn á þetta, enda tölum við kannski af sitt hvorum sjónarhólnum. - Verð að viðurkenna að ég er með ákveðnar fyrirstöður gagnvart Ólafi, mér finnst hann "óþægilegur" maður, - kann ekki beint að skýra það.
Hún Ragga, facebook-og bloggvinkona m/meiru, vildi fá að raða þessum pörum upp á nýtt; kjósa Þóru og Dorrit, - mér fannst það frekar góð niðurstaða hjá henni.
Jóhanna Magnúsdóttir, 15.5.2012 kl. 15:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.