4.4.2012 | 15:36
Ég styð Þóru
Eftirfarandi skrifað Stjáni Blö í athugasemd á DV:
"Þóra á ekkert erindi á Bessastaði,hún er of ung,hún er allt of meinlaus,hún þarf að einbeita sér alveg 100% að hagsmunum þjóðarinnar,sem veitir ekki af,hún verður með hóp af börnum sem þurfa að fá 100% athygli líka,svo verður þetta aukakostnaður fyrir okkur skattborgara vegna stórrar fjölskyldu sem þarf sérmeðferð,allt gott um Þóru að segja,gaman væri samt að vita hver skyldi hjálpa henni með 30 milljónir til þess að fjármagna framboðið,er það Samfylkingin eins og sumir vilja meina,en hún ætti að bíða með þetta og reyna eftir svona 16 ár!" .....
Hmmm....
Stjáni Blö er s.s. að hafa vit fyrir Þóru sem er of ung að hans mati og of meinlaus. Já, kannski betra að hafa einhverja skaðvalda? - Svo á hún, skv. Stjána Blö að sinna börnum sínum 100% - (eins og þau séu föðurlaus?) - en þarna kemur forræðishyggja ansi sterkt inn hjá Stjána Blö. - Svo þarf fjölskyldan "sérmeðferð" hmmmmm?? .. Síðan kemur þarna samsæriskenning, - um 30 milljónirnar, - en ég fatta ekki að Stjáni Blö. skyldi ekki finna upp á því að Samfylkingin passaði börnin fyrir hana og bóndann ...
Ég held að við verðum að treysta Þóru Arnórsdóttur til að taka sínar ákvarðanir í lífinu, og treysta þjóðinni til að kjósa þann aðila sem það vill sjá sem forseta, með þeim skyldum sem embættið hefur. -
Ákvörðunin er hennar. -
p.s. Þroski er ekki alltaf metinn í árum, - sumir fara í gegnum lífið þokkalega áfallalaust á meðan aðrir mæta hverju áfallinu/verkefninu á fætur öðru tiltölulega ungir. - Á dönsku er talað um að ungt fólk geti verið "gammel-klog" ...
Nógu fljótir eru sumir eldri herrarnir að bregða fyrir sig frasanum "aldur er afstæður" þegar þeir eru í makaleitinni!
Þóra ætlar í framboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:49 | Facebook
Athugasemdir
Já Jóhanna, stundum er aldur afstæður. Það er bara hið besta mál að sem flestir bjóðis sig fram til forseta. Það er þeirra heilagi réttur líka. Það er hægt að ákveða hvern maður kýs, en við höfum í raun og veru ekkert leyfi til að skammast yfir þeim sem bjóða sig fram, hvað þá benda á að þau séu ekki hæf. Megi allir vel við una. Segi nú bara.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.4.2012 kl. 16:59
ég mun kjósa Þóru :-)
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 4.4.2012 kl. 23:49
Ég mun kjósa Þóru, mun ekki telja neitt upp um af hverju Ég bara treysti henni 100% fyrir þessu starfi.
Gleðilega páska Jóhanna mín
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.4.2012 kl. 07:40
Forsetaembættið á að vera ópólititkst ? Hver segir þetta. Er það ekki fyrrum
formaður ungra jafnaðarmanna og póltískur spyrill hjá RUV???
Hvenær losnum við, við þetta krata rugl.
Leifur Þorsteinsson, 5.4.2012 kl. 12:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.