Af hverju konu? -

Biskupar, forsetar og forsætisráðherrar eru fyrirmyndir -  og þær býsna sýnilegar. -  Þegar Vigdís var kjörin varð hún fyrirmynd fyrir stelpur og konur, - um að konur gætu jú líka orðið forsetar.

Hún blés konum kjark í brjóst. -

- Aldrei hefur kona orðið biskup á Íslandi, svo það er kominn tími á að þar komi fram önnur fyrirmynd. -  Það er ekkert í þessum embættum sem ætti að hindra það að bæði konur og karlar gegni þeim, en það hefur verið á brattann að sækja fyrir konur. -

Mér finnst það ágæt regla að mixa þessu svolítið, hafa karla og konur til skiptis jafnvel.  Við erum yfirleitt með ólíkar áherslur,  við erum ekki endilega betri eða verri bara ólík. - Vissulega eru til konur með "karlmannlegar" áherslur og öfugt,  en svona í heildina, þá er aðkoman oft ólík.  Hver forseti mótar sitt embætti - eins og dæmin hafa sýnt,  og hver biskup.  Mér finnst kominn tími á kvenleika í biskupsembættið. - 

Knús 


mbl.is Skiptir máli að fá kvenbiskup
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Halldór L. (IP-tala skráð) 26.2.2012 kl. 15:43

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Ókristilegt? -

Jóhanna Magnúsdóttir, 26.2.2012 kl. 16:22

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

"Í fyrsta lagi merkir orð Guðs hið holdi klædda orð Guðs, sem er Jesús Kristur.
Í öðru lagi merkir orð Guðs vitnisburðinn um Jesú í orðum spámanna og postula, það er að segja í Biblíunni.
Í þriðja lagi merkir orð Guðs vitnisburðinn um Jesú í boðun kirkjunnar bæði játningum hennar, lofsöng og prédikun gegnum aldirnar og allt til þessa dags." (Einar Sigurbjörnsson)
Þjóðkirkjan fer eftir jafnréttisáætlun og er hún m.a. byggð á því að allir menn eru jafnir (þar sem konur eru líka menn) -  
Það er ekki hægt að fara eingöngu eftir fornum texta. - 

Jóhanna Magnúsdóttir, 26.2.2012 kl. 16:27

4 identicon

Þá er ríkiskirkjan ókristileg ef að hún ætlar að fara að gefa konum eitthvað vald eða leyfa að tjá sig opinberlega. Það stendur skýrt í Biblíu og co að konur eigi að vera undirgefnar og annars flokks.

 En hræsni er svo sem ekkert ný af nálinni hjá þessu fyrirbæri.

Halldór L. (IP-tala skráð) 26.2.2012 kl. 16:44

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þessi Halldór er kanski svona sönnun fyrir því að þarf konu í þetta embætti og kanski fleiri....hann sér kanski eftir því að þær skildu fá kosnoingarétt. Ég tek því að hann sé bara að djóka með þetta.

Dæmi um að konur eru EKKI fullkomnar er Jóhanna forsætisráðherra. Hræsni og hroki er af sama meiði. Kirkjan er fræg fyrir að rækta hroka og hræsni og og því þarf að breyta.

Enn þetta með tilvitnuninna. Auðvitað er Jesú holdi klætt orð Guðs eins og nákvæmlega allt hold sem er til, allt efni sem er til, og allt sem er til....

Kirkjan hefur fallið niður í ekki neitt og eigi hún að rísa upp til virðingar aftur þá er tími karlanna liðinn í þessari aumu kirkju okkar...

Óskar Arnórsson, 26.2.2012 kl. 19:38

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála þér Jóhanna, það er alveg komin tími á að kona gegni þessu embætti.  Ég hugsa að sálgæsla standi nær kvenfólki en karlmönnum, mjúku málin eru oftar en ekki kvennamál.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.2.2012 kl. 12:06

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég mundi fagna því að fá konu sem Biskup.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.2.2012 kl. 13:41

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk fyrir ykkar álit Óskar,  Ásthildur og Milla ;-)

Jóhanna Magnúsdóttir, 29.2.2012 kl. 06:50

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

 Þú hefðir átt að sækja um Jóhanna mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.2.2012 kl. 13:02

10 Smámynd: Óskar Arnórsson

Jóhanna Mag. ætti frekar að fara í forsetaframboð enn biskupsframboð, svo vel líst mér á hana...;-)

Óskar Arnórsson, 29.2.2012 kl. 14:13

11 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk fyrir hvatninguna Ásthildur, - og Óskar þakka þér líka. -

Ég stefni á að sækja um laust brauð á Þingeyri en umsóknarfrestur er til 30. mars, vonandi næ ég að komast þannig inn í kirkjuna og breyta henni innan frá ;-) 

Ég var komin af stað í forsetaframboð, en ytri aðstæður urðu til þess að ég dró það til baka. Ekki það að ég þyrði ekki ;-) .. sjá frétt í DV ef þú smellir HÉR 

Jóhanna Magnúsdóttir, 29.2.2012 kl. 23:54

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vá í alvöru Jóhanna... þá ertu í nágrenni við mig.  Þá getum við átt skemmtilegar stundir saman, ég krossa fingur og tær mín kæra.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.3.2012 kl. 00:00

13 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

http://kirkjan.is/2012/02/embaetti-soknarprests-i-thingeyrarprestakalli-laust/

Þigg allan stuðning mín kæra - mér finnst kallið vera komið, spurning hvort ég heyri rétt! 

Jóhanna Magnúsdóttir, 1.3.2012 kl. 00:16

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég vona að þú verðir valin mín kæra. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.3.2012 kl. 00:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband