Gömlu hjónin og rúnstykkið .. dæmisaga

Systir mín sagði mér skemmtilega og lærdómsríka dæmisögu nýlega, en hún var einhvern veginn á þessa leið:

Eldri hjón höfðu þann sið að deila einu rúnstykki daglega. - Þar sem eiginmanninum þótti svo vænt um konuna sína,  gaf hann henni alltaf efri partinn - þennan með birkinu (því það fannst honum sjálfum betri hlutinn)  og hann tók sjálfur botninn.  Þetta höfðu þau gert í tugi ára, og það var ekki fyrr en þau voru komin á áttræðisaldur að eiginkonan spurði manninn hvort að hún mætti fá botninn í eitt skipti. - Maðurinn varð hissa og spurði hvort henni þætti ekki efri hlutinn betri.-

Sjá framhald ef smellt er HÉR 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Skemmtilegt.   "Tala saman" segja þeir í fótboltanum :)

Þorsteinn Sverrisson, 26.2.2012 kl. 00:49

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Já - tala saman, það er málið, stundum höldum við að fólk sé hugsanalesarar og förum svo í fýlu ef það veit ekki hvað við viljum eða væntingar við gerum til þeirra.

Jóhanna Magnúsdóttir, 26.2.2012 kl. 12:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband