25.1.2012 | 07:44
Biskups- og forsetaambáttin
Ég útskrifaðist með embættispróf í guðfræði í febrúar 2003, og í framhaldi af því fór ég í starfsþjálfun undir handleiðslu sr. Jóns Helga Þórarinssonar í Langholtskirkju annars vegar og sr. Jóhönnu Sigmarsdóttur á Eiðum hins vegar. Upp úr því fékk ég það sem kallað er embættisgengi, sem þýðir að ég get sótt um brauð og jafnvel bakarí eins og biskupsembætti. En það skal tekið fram að það er ekki á dagskrá, a.m.k. ekki í næstu framtíð. - En þessi umræða kom upp á Facebook, þ.e.a.s. ég var spurð hvort ég mætti bjóða mig fram, og einn af frambjóðendunum, fv. fræðari minn og kennari í guðfræðideild, og vígslubiskup í Skálholti, sr. Kristján Valur Ingólfsson, brást skjótt og vel við og svaraði því til að ég væri gjaldgeng til framboðs.
Hér má sjá þráðinn:
Ég skrifaði s.s. á vegginn minn:
Þrjú biskupsefni hafa stigið fram; Sérarnir: Kristjan Valur Ingolfsson, Sigríður Guðmarsdóttir, Sigurdur Arni Thordarson. Spurning hvort þau ættu ekki bara að taka þetta að sér sem eitt. Faðir, sonur og heilög önd? Þríeinn biskup ;-)LikeUnlike · · Share
- Gunnar Jóhannes Gunnarsson, Anna Ragna Magnúsardóttir and 5 others like this.
- Ragnheiður Hilmarsdóttir hver á að vera öndin ?January 20 at 12:34pm · LikeUnlike
- Katrin Snaeholm Baldursdottir Ha ha ha!January 20 at 12:36pm · LikeUnlike
- Jóhanna Magnúsdóttir Heilög önd er að sjálfsögðu kvenkyns mynd hins heilaga anda. - Sbr. "Þig lofar faðir líf og önd, þín líkn oss alla styður" - og "Önd mín lofar Drottinn" ... ekkert brabra hér ;-) .. en auðvitað er þetta svona léttur föstudagshúmor og orðaleikur ;-) ..January 20 at 12:42pm · LikeUnlike
- Jóhanna Magnúsdóttir Þið verður sjálf að raða í hlutverk! ..January 20 at 12:44pm · LikeUnlike
- Ragnheiður Hilmarsdóttir mér fannst hitt skemmtilegra ! upp upp mín önd og svo framvegis....ég bíð enn eftir frambjóðanda sem mig langar verulega í en á meðan er Sigríður efst í mínum hug, verst að ég má ekkert kjósaJanuary 20 at 12:48pm · UnlikeLike · 1
- Jóhanna Magnúsdóttir endur eru líka yndislegar ;-) ´..January 20 at 1:01pm · LikeUnlike
- Þórólfur Hilbert Þorbjargarson En Jóhanna ert þú ekki gjaldgeng sem biskupsframbjóðandi?January 20 at 3:25pm · LikeUnlike
- Kristjan Valur Ingolfsson Það er best að ég svari þessu! Hver sá einstaklingur sem hefur embættisgengi til prestsþjónustu í þjóðkirkjunni getur boðið sig fram til biskups.Sem gamall kennari Jóhönnu og umsjónarmaður með menntun prestnema er mér ljúft að votta að það er ekkert í vegi fyrir því að Jóhanna Magnúsdóttir gefi kost á sér í kjöri til biskups.January 20 at 3:31pm · UnlikeLike · 5
- Sigurdur Arni Thordarson Lýst best á upprunatillögu Jóhönnu.January 20 at 3:43pm · UnlikeLike · 1
- Þórólfur Hilbert Þorbjargarson Anna Sigríður Pálsdóttir vona að hún bjóði sig framJanuary 20 at 4:23pm · UnlikeLike · 3
- Sigríður Guðmarsdóttir Ég skal vera öndin! Sigurður og Kristján Valur geta slegist um það hver feðra hinn.January 20 at 10:12pm · UnlikeLike · 3
- Gunnar Jóhannes Gunnarsson Úr því að farið er að tala um endur og töluna þrjá dettur mér ekkert annað í hug en Rip, Rap og Rup!January 20 at 10:22pm · UnlikeLike · 1
Það vantar ekki húmorinn í biskupsefninn og nærstadda ;-)
Vinur minn spurði þá spurningar sem mér hafði ekki dottið í hug; "Máttu kjósa" - en það má ég nefnilega ekki, - fékk það staðfest í morgun, þegar ég sá að kollegi minn, Bjarni Randver Sigurvinsson, hafði sett það á vegginn sinn; að hann einmitt mætti bjóða sig fram en ekki kjósa, og þar sem hann er alltaf nákvæmur lét hann reglugerðina fylgja með! (Hann tók reyndar líka fram að það væri ekki, og reyndar aldrei á áætlun hjá sér að bjóða sig fram til biskups)
Svo við guðræðingar með embættisgengi (ekki fólk með BA í guðfræði) mættum bjóða okkur fram en ekki kjósa okkur sjálf! .. Það eru skrítnar reglur í raun. (já, já, smellið á þar sem stendur reglur og þar er hægt að lesa þær).
Í framhaldi af þessu er gott að íhuga biskupsembættið, en ég man hvað mikið var klifað á því í guðfræðideildinni að orðið embætti kæmi af orðinu ambátt. Prestshjónin Jóna Hrönn Bolladóttir og Bjarni Karlsson taka þetta fyrir í pistli sínum, og eftirfarandi er klippt og límt frá þeim:
"Oft er við heyrum hugtakið embætti þá tengjum við það valdi, en sé hugtakið skoðað kemur í ljós að embætti er dregið af orðinu ambátt. Á það hefur og verið bent að í okkar málvenju höfum við nefnt æðstu menn ríkisins ráðherra en á enskri tungu er talað um þjóna, "ministers", til að nefna sama hlutverk.
Af guðspjöllunum má ráða að í augum Jesú hlaut embætti ætíð að vera ambáttarþjónusta. Er vinir hans mátust á um völd sín þá mælti hann eitt sinn: Þið vitið að þeir sem teljast ráða fyrir þjóðum drottna yfir þeim og höfðingjar þeirra láta menn kenna á valdi sínu. En eigi sé svo meðal ykkar heldur sé sá sem mikill vill verða meðal ykkar þjónn ykkar. Og sá er vill fremstur vera meðal ykkar sé allra þræll. Því að Mannssonurinn er ekki kominn til þess að láta þjóna sér heldur til að þjóna og gefa líf sitt til lausnargjalds fyrir alla." (Mark 10. 43-45)" Hægt er að lesa pistilinn "Embætti og almannaheill" í heild ef smellt er HÉR
Lykilatriði í þjónustu embættismanna, hvort sem er um forseta, ráðherra, presta eða biskup að ræða er því auðmýkt og þjónustulund. Einhvern veginn finnst mér eins og við höfum svolítið týnt upprunanum hvað þetta varðar, eða hvernig koma til dæmis embætti forseta og biskupa ykkur fyrir sjónir? ...
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:14 | Facebook
Athugasemdir
Mér lýst vel á þetta þríeyki og Sigríði sem Önd, ég vona að hún vinni þetta kjör sem fyrsta konan. Annars þekki ég svolítið til Kristjáns Vals og Hans yndislegu konu, því hann þjónaði á Ísafirði fyrir nokkrum árum. Fór samt ekki í kirkju en þau eru góðar manneskjur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.1.2012 kl. 14:36
Þau eru öll indæl og góðar manneskjur, og vel gift líka! Ef ég mætti kjósa þá kysi ég Sigríði, - einmitt vegna þess að þau eru öll góð, en ég tel að það þurfi að uppfæra ýmislegt í kirkjunni og hreinsa til og treysti henni best til að gera það. Hún er örugglega umdeildasta kandidatinn og það er bæði gott og slæmt, - en það er t.d. vegna þess að hún hefur þorað! Hið hversdagslega hugrekki er mikilvægt og þar er fyrirmyndin svo sannarlega í Jesú Kristi. Að fara ekki allta eftir þeim reglum sem eru í gildi. Það er sjálfsagt að byggja á því sem er gott, en sumt er komið langt yir dagsetningu og farið að súrna. ;-)
Svo er nú alveg kominn tími á kvenbiskup!
Takk fyrir þitt innlegg Ásthildur.
Jóhanna Magnúsdóttir, 25.1.2012 kl. 19:17
Já Jóhanna mín, ég er að vísu ekki Kristinn en ég segi bara eins og hver annar íslendingur það er komin tími á konu í þetta embætti og líka vegna þess hve hún virðist heilbrigð og staðföst kona.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.1.2012 kl. 19:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.