11.1.2012 | 08:16
Matardagbók - þriðjudagur 10. janúar 2011
Þegar við erum að skríða í meðvitund um það sem við borðum, er ágætt að skrá niður allt sem fer upp í munninn, vegna þess að það ýtir undir að við hugsum um það. Margir skilja bara ekkert í þyngdaraukingunni, - vegna þess að þeir verða varla varir við að borða.
Eru með skál af einhverju gúmmelaði eða góðgæti á borðinu og í hvert sinn sem er gengið fram hjá skálinni er einum bita stungið upp í sig, eða það er kaka og í hvert sinn sem gengið er framhjá er skorin örþunn flís, en ef flísarnar væru teknar saman væru kannski komnar þykkar sneiðar.
Kannski er einhver að smyrja fyrir börnin og skera skorpuna af, stingur henni svo upp í sig?
Sumir freistast til að borða afganga frá börnunum sínum, þegar verið er að ganga frá, eða í staðinn fyrir að setja afganga af pönnunni í ísskápinn, að hreinsa þá upp í sig, "því það tekur því ekki að geyma svona lítið" ... þá er nú ágætt að spyrja sig hvort að maður sé orðin lifandi ruslatunna?
Svo borðum við örugglega ekki með meðvitund fyrir framan sjónvarp, eða þegar við lesum blöðin - keyrum bílinn o.s.frv. - Jú, við getum haft eitthvað í hendi, - en við finnum varla bragð, og njótum þess tæplega sem skyldi.
En nálgumst nú matardagbókina, - til að hún virki enn betur er hægt að skrifa athugasemdir fyrir aftan, hvers vegna borðað var; græðgi (G) - svengd (S) - Löngun (L) - Þorsti (Þ)
Hér er dæmi um minn dag, en hann var að vísu svolítið "spes" því ég var að koma úr flugi aðfaranótt mánudags og átti engan mat í ísskápnum, svo hluti þess sem ég borðaði var aðkeypt.
9:00 Hafragrautur frá Ginger (S)
10:00 Kaffibolli (L)
12:00 Kjúklingasalat frá Ginger (S)
12:10 Heilsukaka frá Ginger og kaffibolli (L/G)
14:00 Kaffibolli (L)
15:00 Grænt epli (L) .. endaði að vísu bara í einum til tveimur bitum/var of súrt
18:00 2 bollar engiferte (L/Þ)
20:00 2 x heilsubrauð m/hummus (S) 1 x heilsubrauð m/hummus (G) vatn (Þ)
Það vantaði meiri ávexti í þennan dag, og ég þarf að drekka meira vatn. Ég sagði upp sambandinu við Hr. sykur, því það var orðið hálfgert ofbeldissamband, þar sem hann stjórnaði - og það vil ég ekki!
Það er gott að spyrja líkama sinn (sem er að sjálfsögðu samstarfsaðili okkar) hvað hann vill og hlusta á hans kröfur, - hvað hann þarfnast til að dafna og vera heilbrigður, og það skemmtilega er að það er það sama og við þörfnumst ...
Njótum hvers munnbita og borðum aldrei með skömm, lífið er of stutt fyrir skömmina - hún er "OUT"
Ég ætla að skrifa þessa dagbók í eina viku, og er hún liður í vinnu minni með konur á námskeiðinu: "Í kjörþyngd með kærleika" - en endilega fylgist með, sem eruð að pæla í heilsunni, mataræði o.fl.
Knus og kram inn í daginn ;-)
p.s. hér er síðan á Facebook
p.p.s. og hér er grein um hvers vegna ég fór m.a. að kenna námskeiðið.
Athugasemdir
Mæli svo með að sýna fyrirhyggju og versla hollt og gott í skápana og ísskápinn.
Grænmeti, baunir, fræ, ávexti, korn, kjúkling, fisk o.fl. sem er hollt fyrir okkur, - eiga s.s. nóg af því sem er hollt, til að detta ekki í það að borða okkur södd af snickers eða einhverjum afgangs smákökum frá því um jólin ;-) ...
Morgunverðurinn ER mikilvægur, og hin andlega morgunnæring líka. EKKI byrja daginn á vondum fréttum, það er eins og að byrja daginn á kókósbollu! ....
Jóhanna Magnúsdóttir, 11.1.2012 kl. 08:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.