2. janúar 2012 - Hvað vantar?

Ef við íhugum hvað flesta vantar EKKI er það fleiri föt eða hlutir til að hlaða utan um sig.  Bæta í safnið eða í geymsluna.

Í raun er það sem flesta vantar að skera niður, eða a.m.k. sortéra hvað vantar og hvað ekki.  Hvað við eigum og hvað ekki. 

Hvað er þörf, hvað er nauðsyn, hvað er bara löngun í "Eitthvað?" - 

Í mörgum tilfellum erum við að fylla á tóma tilfinningapoka með því að kaupa eitthvað sem ekki vantar. 

Föt eru sjaldnast fjárfesting, þó að ég viðurkenni að vel valin og vönduð föt/skór geti verið það. 

Það sem ég er búin að læra -  loksins, er að fjárfesta í sjálfri mér, reynslu, námskeiðum, ferðalögum, upplifunum. 

Svo uppgötvaði ég ýmsa kjóla, skó og föt í geymslunni, sem pössuðu! ... og reyndar fullan fataskáp af fötum líka. - Smile

Að sjálfsögðu er gott að nýta sér tilboðin á útsölunum, ef barnið er að vaxa - því ekki vex brókin! .. 


mbl.is Útsölur hefjast á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góð, ekki fer ég á útsölur frekar en fyrri ár, föt og bling er um margt óþarfi alla vega í því magni sem sumir eiga. 

Ásdís Sigurðardóttir, 2.1.2012 kl. 11:55

2 identicon

Er þetta það sem Davíð Oddsson ritstýra Morgunblaðsins vill; æsa fólk til frekari útgjalda? Væri ekki nær að birta raunsannar fréttir af fólkinu í landinu?

Heiðar (IP-tala skráð) 2.1.2012 kl. 12:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband