Er Prédikunarform úr prédikunarstól samtal eða eintal?

Um ræðu Hr. Karls Sigurbjörnssonar: "Hann sagði að blogg væri eins og eintal, ýmsar upphrópanir kæmu þar í stað samtalsins og samviskan sljóvgaðist."

Blogg eru misjöfn, - ástæðan fyrir því að ég blogga á moggabloggi er m.a. þægilegt athugasemdakerfi, og einmitt til að geta svarað fyrir mig, rætt, spekúlerað og LÆRT af þeim sem andmæla.  Þetta er líka hægt að lesa hér til hliðar á síðunni, þar sem ég bið fólk gjarnan um að koma með málefnalegar athugasemdir.  

Við lærum og þroskumst í raun ekki síður af því að hlusta en að tala, eða prédika "yfir" öðrum, og svo auðvitað að praktisera það sem við prédikum. - Þannig erum við heiðarlegust, þó sannarlega megum við gera mistök, enda mistök dásamlega mannleg og eina leiðin til að gera þau ekki er að gera aldrei neitt. 

Það blogg sem fékk lengstan athugasemdahalann var einmitt bloggið þar sem ég lagði upp með það að það væri mín skoðun að við mættum ekki setja samasemmerki á milli Biblíunnar og Guðs orðs, og að sjálfögðu útskýrði ég þar hvað fyrir mér vakti. - 

----

Ég byrjaði á sínum tíma að skrifa sem Pressupenni, en saknaði einmitt samtalsins. 

Prédikun á að vera fagnaðarerindi, "Good news" ..  Góðu fréttirnar fjalla um eilíft líf, upprisu Jesú Krists frá dauðum. 

Það þarf ekkert að taka því "bókstaflega" við erum að upplifa upprisu á hverjum degi í eigin lífi, hverri mínútu sem okkur er gefin - það er ný blaðsíða, nýtt líf.

Markmið prédikunar er ekki að fá fólk til að skammast sín, eða fyrir sig, heldur að finna til friðs, langa til að gera betur, vita að það er von, ganga með gleði í hjarta inn í nýja viku, inn í nýtt ár. 

Aðferðafræðin að skamma fólk til samstarfs virkar ekki, - eða virkar a.m.k. ekki til að fólk geri hlutina af heilu hjarta, langi til þess. 

Aðferðafræðin er akkúrat öfug - að elska fólk til samstarfs. 

Ég skrifaði það í morgun, og skrifa það hér aftur;  árið 2012 er ár ÁSTARINNAR og það þýðir ekki að öll árin þar á eftir geti ekki verið það líka. 

ELSKUM HVERT ANNAÐ, TÖLUM SAMAN ... Heart..og hlustum  ..


mbl.is Þurfum að horfa í eigin barm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Gleðilegt ár Jóhanna,

ég kem hér inn á  til að gleðjast með hvað þú ert jákvæð. Hef ekki neina þörf til að andmæla þér. Það er svo margt sem tengir okkur saman.

Þetta datt mér í hug vegna orða þinna um að læra af andmælunum, sem er auðvitað það besta sem hægt er að gera við andmæli, snúa þeim sér til góðs. Ekki láta þau rífa sig niður.

Sigurður Alfreð Herlufsen, 2.1.2012 kl. 12:43

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Gleðilegt ár Sigurður,

það er svo sannarlega gott að fá þig í heimsókn Sigurður - ég hugsa að ég myndi fljótlega gefast upp á að skrifa pistla ef að allir sem gerðu athugasemdir væru á mót þeim!  Við erum á svipaðri línu, hef tekið eftir því ;-) 

Ég læri bæði af andmælum og "meðmælum" -  eins og í lífsgöngunni þá þurfum við bæði með-og mótvind.  Þakka þér meðbyrinn! 

Jóhanna Magnúsdóttir, 4.1.2012 kl. 08:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband