Páll (Postuli) Óskar, besti performerinn og prédikarinn ..

Ég mætti í norðlenskt hangikjöt (á beini) og uppstúf hjá systur minni og mági í gær.  Maturinn var guðdómlegur - og við vorum sammála að hangikjöt er sko ekki það sama og hangikjöt! ..

En á eftir hangikjötinu kom svo önnur veisla, - og ekki af verri endanum, en það voru tónleikar Páls Óskars í Hörpunni.  Þvílíkur performer og prédikari.  

Textarnir í lögum hans og orðin sem hann sagði á milli, voru fyrir mér sem ein góð messa! 

Þetta skrifaði ég í bloggi 7.ágúst 2008:

Ég held að nýja videóið ,,Betra líf" með Páli Óskari sé ein fallegasta trúarjátning sem ég hef séð á ævinni.

Pikkaði inn textann:

"Svo lít ég bara í kringum mig og sé, alla þessa fegurð nærri mér, ég tók því sem gefnu, staldraði aðeins við, er á réttum tíma á réttum stað,   hverjum get ég þakkað fyrir það, ég opnaði augun og hjartað fann á ný betra líf .. af því að ég fór loks að trúa því, að það væri eitthvað annað eitthvað meira og miklu stærra ..

Hvort sem það er stórt eða´ agnarsmátt ég skynja einhvern meiri háttar mátt, ég þarf enga sönnun. Ég finn og veit og sé, með alla sína þekkingu og fé aldrei gæti maður skapað tré, ég opnaði augun.. Fann á ný betra líf .. að því að ég fór loks að trúa því að það væri eitthvað annað eitthvað meira og miklu stærra .. "

Skemmtileg var sagan hans af leiðindunum í fréttum,  þegar hann var kominn með "gubbuna" af IceSave umræðunni og reif loftnetið af bílnum sínum! LoL  Hann söng líka lagið sem Rúni Júl gerði frægt á sínum tíma: "Söngur um lífið" .. . "Ég syng bara um lífið" ....  "bjartsýni og bros og gleði í sálinni er best ... " - Reyndar er þessi texti eftir Þorstein Eggertsson sem er frændi í móðurætt! 

 

Ég get svo vel tekið undir orð Páls Óskars, um áhersluna á að horfa til þess sem við mennirnir eigum sameiginlegt í stað þess að vera að leita að því hvað aðgreinir okkur. -   Setja á okkur merkimiða eða stimpla.  Við erum fyrst og fremst manneskjur, af holdi og blóði, með líkama, sál og anda, - öll komin úr sömu sköpunum - sköpum móður jarðar.  (Held það hafi komið fram í einum textanum!) .. 

Þetta harmónerar bæði við trúarlega texta og við vísindin. - Það að við séum öll eitt, úr sama hafi, öll limir á sama líkama. 

Undirstaða lífshamingjunnar er að komast nær kjarna sínum, og leiðin til þess hlýtur að fá að vera sá sem maður er, svo textinn "ég er eins og ég er" - á við okkur öll. 


 Allt fyrir ástina - eina sem aldrei nóg er af! ... Út með hatrið, inn með ástina" ... Sá sem elskar mest, vonar allt og umber allt ... (kærleiksóður Páls (postula?) ... )  Heart

Eitt að lokum; -  Ein sem deilir aðdáun minni á Páli Óskari er hún móðir mín.  Hún var orðin áttræð þegar hún tilkynnti mér að hún ætlaði að mæta í Gay Pride gönguna sem var það árið! (en síðan eru liðin fimm ár) .. Mér fannst hún ansi brött, en þá svaraði hún:  

"Ég geri það fyrir Pál Óskar" ...   Wink 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála þér, Páll Óskar er eiginlega ekki alveg mennskur, hann er sennilega engill sem hefur verið sendur okkur til að leíðrétta kúrsin, það er svo margt í því sem hann segir sem endurómar inn í mér til dæmis, og ég veit og þarf enga sönnun að þetta bara er svona.  Ég er þakklát fyrir að vita að maður eins og hann sem vekur athygli er að segja hlutina eins og þarf að segja þá .... á mannamáli.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.12.2011 kl. 12:24

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Já, við erum sko sammála um hann Palla - það var eins og að fá margar vitamínsprautur að hlusta á tónlistina hans og hugvekjurnar sem hann flutti á milli laga. -  Vonandi nær hann til sem flestra.

Jóhanna Magnúsdóttir, 27.12.2011 kl. 13:12

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég held að hann gerið það fyrst og fremst með sinni fallegu áru og fallegu sál, sem vonandi heldur langt fram eftir aldri.  Meinandi að hann láti ekki velgengnina spilla sálinni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.12.2011 kl. 14:57

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góð hugmynd að Palli sé engill

Ásdís Sigurðardóttir, 28.12.2011 kl. 12:37

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hann er yndisleg manneskja hann Páll Óskar... og auðvitað líka frábær skemmtikraftur...

Jónína Dúadóttir, 28.12.2011 kl. 16:51

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mér finnst samt lopapeysan klæða hann betur en glimmer og gull, sá upptöku frá Þjóðhátíð, þar er hann alveg ekta.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.12.2011 kl. 17:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband