Eru bílar nú farnir að bjarga hjónaböndum?

"Ashton Kutcher gaf Demi Moore bíl að andvirði 100.000 dollara, eða um 12 milljóna íslenskra króna, til þess að bjarga hjónabandinu" ... stendur í fréttinni -   hvaðan sem það er fengið.

Það þarf nú varla að segja mikið meira um þessa frétt, - ég hef reyndar heyrt um fólk sem reynir að bjarga hjónaböndum með því að eignast barn, fara í helgarferð og fleira sem kemur utan frá, en slíkar tilraunir eru að sjálfsögðu dæmdar til að falla um sjálfar sig,  því að þetta er eins og "fix" fyrir fíkil - og endist stutt.

Hjónaband er byggt af tveimur heilum einstaklingum, sem sýna hvor öðrum gagnkvæma virðingu, traust og elsku. 

Það þarf hver að rækta sjálfan sig, til að vera hæfur til að gefa af sér, - og þá er ekki verið að tala um að gefa af sér bíla. ;-) 

7122c0a398a08a5d60f20210_l.jpg

 

 

 

 

 

 

 

Myndbrot úr "St. Elmo´s Fire" með Demi Moore og Rob Lowe. 

 


mbl.is Gaf Demi Moore 12 milljóna lúxuskerru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Æ já svona flikk upp á kærleikan er einhvernveginn óekta.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.11.2011 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband