19.10.2011 | 09:36
Fegrunarráð mitt .... ekki að einhver hafi spurt ...
Hvert sem litið er, er fólk að gefa fegrunarráð - "nota þessa dropa" - "þetta krem - gel - gúrkusneiðar - maska - háralit - " .. allt hið besta mál (eða flest).. - sumt af þessu er að vísu ansi dýrt -
En sem betur fer koma líka ráð, þar sem ekki þarf að taka upp budduna - og auka e.t.v. enn meira vellíðan okkar, eina og að "ganga útí rigningunni - anda djúpt - drekka vatn - brosa" ..
Ég tók eftir því í speglinum í morgun (ég er að verða fimmtug) að mér fannst ég fallegri en nokkru sinni fyrr (alveg satt) - ég er bara í nokkuð meðalholdum, ekkert hefur í raun breyst, ekkert nema hvernig ég sé sjálfa mig.
Í stað gagnrýni er kominn kærleikur og virðing.
Áður leitað ég eftir göllum þegar ég leit í spegilinn, nú horfi ég á mig sem sköpun - sem listaverk og það eigum við öll að gera. (Ég veit þetta er erfitt, það er búið að ala okkur upp í að trúa öðru).
Ég hef undanfarið ár, unnið systematískt í því að taka inn gott andlegt fæði og forðast neikvæðni, og ef að fólk hefur verið mjög neikvætt hef ég í sumum tilfellum bara talað við það og sagt því að ég væri að vinna í sjálfri mér og ég fyndi til nekvæðninnar í sjálfri mér þegar það væri að bölsótast, eða kvarta, og hvort það væri til í að hlífa mér, því ég tímdi í raun ekki að hætta að umgangast það - eða skemmtilega hluta þess. - Það virkar vel - það er framsetningin sem skiptir máli. Ekki setja það fram í ásökunartón: "Þú ert neikvæð/ur" .. Þá erum við "dead meat" ..
Í raun er þetta bara að vekja okkar eigin neikvæðni, sem við e.t.v. viljum ekkert með hafa.
Þetta virkar í raun í báðar áttir, - sum vilja vera neikvæð - og finnst jákvæðir einstaklingar óþægilegir, fólk sem hlær mikið og hefur gaman, pirrar það - því sumum vill hreinlega (ómeðvitað) líða illa - eða hvað? .. Finnst óþægilegt þegar því líður illa að aðrir séu glaðir. Að sama skapi finnst mörgum óþægilegt að líða vel þegar öðrum líður illa, og halda að þeir geri gagn með því að líða illa með þeim. Ef það væri svoleiðis, þá ættum við að skríða ofan í holuna með þeim þunglyndu og leggjast þar, ég hef alveg verið í þessari holu, en ekki myndi ég vilja sjá að ég hefði skapað það ástand hjá öðrum að þeir yrðu þunglyndir líka! :-/
Nei - ég vil miklu frekar sjá að það sé glatt fólk í kringum mig, sjá að það er hægt að lifa þessu lífi lifandi en ekki bara sem einhverja þrautagöngu sem þarf að afplána. Það dregur mig af stað, - en auðvitað má bjóða fram hendi og láta vita að við séum til staðar, þegar "holubúinn" er tilbúin/n í hjálp. Við verðum í raun að gera það, - og það er eina leiðin. (Nú er ég orðin aðeins of djúp).
En nóg um það! - Ég var að tala um fegrunarráð, og þau liggja m.a. í þessu:
- Tala fallega til sjálfs sín (Mér þykir vænt um mig, samþykki mig, virði mig og fyrirgef mér - og er þakklát fyrir mig ...) - Trúið mér, við stundum alveg nóg af neikvæðu sjálfstali og það er í raun svaka átök að snúa við - en ég mæli með þessu upphátt, setja minnismiða á spegilinn.
- Dáumst að sjálfum okkur, hrósið fyrir það sem vel er gert en byggjum okkur upp ef miður fer, - lærið af því en ekki fara í sjálfsásökunargírin eða skömmina
- Að sjálfsögðu tölum við líka fallega um og við náungann - forðumst skammir, ljót orð, leiðindi eins og heitan eldinn - prófum að breyta neikvæðum athugasemdum sem brjóta niður í uppbyggilegar
- Forðumst allan utanaðkomandi ljótleika - og verum HEIÐARLEG við okkur sjálf og aðra.
- Elskum og virðum aldur okkar og elskum okkur skilyrðislaust ...
- Munum að við erum öll eitt - öll jöfn og að Guð fer ekki í manngreinarálit ....
Þessi ráð eru örugglega fleiri, - jú - fara snemma að sofa, lesa uppbyggilegar bókmenntir, elska okkur sjálf, annað fólk og lífið allt -
Tökum síðan alla þessa punkta að ofan, og umbreytum því sem sagt er um andlegt fæði í líkamlegt fæði, - forðumst hið óholla, það sem gerir okkur vont, það sem hefur neikvæð áhrif á heilsuna, við kunnum og vitum þetta allt ... ( .. ef við lesum grein um einhvern hrylling, - líður okkur eins og þegar við höfum borðað yfir okkur af einhverju sem gerir líkamanum vont)
en besta fegrunarráðið af öllum:
Gefðu þér gott faðmlag ...
BINGÓ .. þú ert bjútífúl og verður bjútífúl! ..
We are bjútífúl - no matter what "they" say ... veljum okkur orðin sem við tökum til okkar, segjum nei takk við niðurbrjótandi umhverfi - og já takk við góðu og höldum áfram að vera falleg - sama hvað aðrir (lesist Marta María) eru að pípa ..
Athugasemdir
Þú ert BEAUTIFUL
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.10.2011 kl. 11:25
Svo sakar ekki að taka D vítamín og borða vel af fiski :)
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.10.2011 kl. 01:47
Ahh... hvað mér líður vel eftir að lesa þetta hjá þér... mér líkar þetta vel sem þú ert að segja frá....
... anda djúpt, drekka vatn og brosa... og svo D-vítamínin og fiskurinn sem Jóna Kolbrún skrifar um... þetta eru langbestu fegrunarráðin
Jónína Dúadóttir, 20.10.2011 kl. 18:53
þið eruð bjútífúl .. .já D vitamínið er örugglega hið besta mál og auðvitað fiskurinn, svo verðum við svo gáfaðar af honum!
Jóhanna Magnúsdóttir, 21.10.2011 kl. 05:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.