"HELVÍTIS FLOKKING FLOKK" ...

Ég er að sjálfsögðu á móti svona ljótum fyrirsögnum, en nú brýtur nauðsyn lög.

Flokkakerfið er ekki fyrir Ísland, - við hljótum að fara að læra. 

Flokkarnir virka þannig að flestir meðlimir verða meðvirkir með sínum flokki, - sama hvaða grautur er borinn á borð, sá sem tilheyrir flokknum líkar grauturinn en öðrum klígjar við. - Þannig virðist forritið virka, þó auðvitað séu þar undantekningar á. 

Við erum of lítil of fá og of skyld og of fá til að FLOKKAkerfið virki .. 

 Insanity:

"Doing the same thing over and over again and expecting different results."  Albert Einstein

Okkur gengur illa núna með núverandi stjórn - "face it" og okkur mun ganga illa með Sjálfsæðisflokk við stjórn "been there done that" ..   (lærum vonandi af reynslunni)

En ég er ekki komin hér á bloggið bara til að gagnrýna, eða brjóta niður heldur að varpa fram einu lausninni sem ég sé í stöðunni: 

Það þarf að reka Ísland eins og fyrirtæki,  ráða fólk með menntun, þekkingu, reynslu, hæfni o.s.frv. í hvert embætti fyrir sig, - það þarf ekki eins marga eins og núverandi þingmenn og ráðherra. 

Þess vegna væri hægt að fá hæft fólk með eldmóð og ástríðu að auki, og borga þeim líka fyrir. 

Ráðningin í "störfin" verður að fara fram af erlendri ráðningarstofu, svo að frændi ráði ekki frænda og frænka ekki vinkonu.  

Allir geta sótt um og leitað verður eftir mismunandi hæfileikum, reynslu, þekkingu o.s.frv. Í einhverjum tilfellum verður sérlega leitað eftir fólki sem er hæft í mannlegum samskiptum og getur sett sig í annarra spor.  Leitast verði við að hafa sem fjölbreyttastan hóp, samsettan eins og reyndar er leitað eftir í góðum og sterkum fyrirtækjum! 

Litið verði í öll horn, tekið tillit til náttúrunnar, jaðarhópa,  gamla fólksins, barnanna sem erfa landið,  og hvað hægt er að gera á Íslandi þannig að Ísland verði vörumerki heilbrigðis líkama og sálar. 

Útópía ? - Nei, framtíðarsýn sem við ættum öll að leggjast á eitt um að hafa, og margar hendur (og hausar) geta unnið létt verk. 

Eggjakast? Shocking

_saj3507_jpg_900x1300_q95.jpg

 

 

 

 

 

 

 

Köstum frekar rósum að hvert öðru - ilmurinn mun loða við hönd okkar og öll sitjum við uppi með rósailminn.

red_rose_flowers.jpg


mbl.is Eggjum kastað í þingmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Ég var að lesa þetta yfir og sá að það vantar staf í sjálfstæðisflokkinn og skrifaði sjálfsæðisflokk. Mér finnst þetta freudíska "slip" fingursins svo fyndið, að ég ætla að leyfa því að standa. Þið megið túlka það eins og þið viljið.

Ég vil þó nefna það að ég sé alveg fólk innan þessa flokks sem kann að fylgja eigin hjarta, eins og í svo mörgum flokkum, en það dugar ekki til. -  Bara það yfirhöfuð að búa til flokka skapar aðgreinandi múra.  Svona múrar eru vondir, flokka þjóðina í "við" og "hinir"  - alveg eins og hættan er með þá sem telja sig "sannkristna" og "hina."    .. Við erum öll BETRI ... 

Jóhanna Magnúsdóttir, 1.10.2011 kl. 12:13

2 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Sæl Jóhanna. Áttu þá við að hafa útlendinga við stjórn landsins,ef ekki´,  þá hefði ég haldið að það breytti litlu þó að útlendingar réðu Íslendinga við erum jafn skyld og miklir kunningjar og vinir eftir sem áður. Það þarf bara ábyrgt fólk og heiðarlegt það hlítur að vera hægt að finna það hér, þegar þjófarnir eru ekki búsettir lengur hér.   kv. Bláskjár

Eyjólfur G Svavarsson, 1.10.2011 kl. 15:28

3 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Þörf hugleiðing. Ég trúi því hins vegar að ennþá ættum við að geta þetta með núverandi kerfi, en öðru hugarfari, bættu siðferði og nýju fólki. En þá þurfum við að vinna saman og finna sameiningartákn.  

Jón Baldur Lorange, 1.10.2011 kl. 16:40

4 identicon

Gæti ekki verið meira sammála Jóhanna. Flokkakerfið virka ekki og hefur aldrei virkað.

Þórólfur Hilbert (IP-tala skráð) 1.10.2011 kl. 17:40

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Eyjólfur, - ég er nú bara að hugsa þetta með að láta útlendinga ráða í störfin að fyrirbyggja að þeir sem eru að ráða séu að ráða sín skyldmenni eða vini. Auðvitað getur þetta orðið þannig að frændfólk ráðist í störfin, en það er þá ekki vegna þess að það er frændfólk.  Ég á ekki við að hafa útlendinga við stjórn landsins, aðeins að fá erlenda ráðningaskrifstofu til að ráða til að halda sem mestu hlutleysi.

Við getum alveg verið ábyrg og heiðarleg, en haft tilhneygingu til að ráða frekar eftir skyldleika eða ættum. Þetta þekki ég best úr íslensku þjóðkirkjunni t.d. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 1.10.2011 kl. 18:51

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Jón Baldur, - já - það er gott fólk í öllum flokkum, en ég er samt enn hrædd við innanflokkspot og að að verið sé að hygla flokki frekar en að huga að hag allrar þjóðarinnar.  Það er aldrei hægt að garentera það að starfsmenn fari ekki í eiginhagsmunapot, - en það á þá líka að vera hægt að reka menn fyrir slíkt.

Jóhanna Magnúsdóttir, 1.10.2011 kl. 18:53

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Við erum sammála um margt Þórólfur!

Jóhanna Magnúsdóttir, 1.10.2011 kl. 19:07

8 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Er engin spilling í útlöndum og er ekki fólk skylt þar. Það þarf bara að endurvekja gömul gildi sem heita heiðarleiki og trúmenska En þau einföldu sannindi viðist hafa gleymst að kenna í háskólasamfélgai nútímans. Mentunarskortur varð ekki Íslenskafjármálakerfinu að falli það var siðleysi.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 2.10.2011 kl. 00:31

9 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Jóhanna.

Fyrst þurfa menn að láta á það reyna að starfa með flokkum í stjórnmálum, áður en menn fordæma það hið sama og setja alla flokka undir einn hatt.

Þáttaka almennings í starfi stjórnmálaflokka sem þeir annars kjósa til Alþingis er lítil, allt of lítil, en það vantar ekki að menn komi síðar og skammist og rífist yfir flest öllu sem þeir hinir sömu hefðu getað tekið þátt í að móta, en gerðu ekki.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 2.10.2011 kl. 00:38

10 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Jón Aðalsteinn, jú fólk er skylt í útlöndum og það er spilling þar.

Hér er ég að tala um einfalt dæmi. 

Að setja upp Ísland sem fyrirtæki - vel stjórnað fyrirtæki sem ber hagsmuni neytenda fyrir brjósti.  Fyrirtæki með "gömlu gildin" o.s.frv. 

Ráðningarstofur eru með fólk á sínum snærum sem er sérlega menntað til að greina hvaða hæfileika/eiginleika þarf fyrir störfin.  Fólk tekur ýmis próf og út úr því koma niðurstöður, t.d. um skipulagsgreind, samskiptagreind o.s.frv. 

Að sjálfsögðu dugar ekki prófið eitt - heldur eru einnig viðtal og fólk er metið út frá ýmsu.  Einn maður sagði að þegar hann væri að ráða nýjan starfsmann fær hann með hann út að borða og fylgdist með því hvernig hann kæmi fram við þjónustufólkið.  Viðmót er eitt af því sem þarf að meta líka. 

Ástæðan fyrir því að ég sagði erlenda ráðningarstofu er bara mjög mikil varkárni. Íslenskar ráðningastofur gæta eflaust hlutleysis við ráðningar, EN það er mun meiri hætta á að þar séu frændur/frænkur/vinir þeirra sem sækja um en á erlendu ráðningarstofunum.  Það er nú eina ástæðan.  

Ég skil ekki alveg spurninguna þína Jón um hvort fólk sé ekki skylt í útlöndum, því að hér er ekki um að ræða að útlendingar séu að ráða sín skyldmenni í stjórn, heldur Íslendinga,  þeim óskylda. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 2.10.2011 kl. 09:29

11 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Guðrún María, -  ég efast um að ég væri með aðrar hugmyndir um flokkakerfið þó ég hefði sjálf starfað í flokki.  Hef fylgst með úr fjarlægð - og stundum í nálægð og það sem ég sá jók ekki traust mitt á flokkastarfi.   Flokkakerfið sem slíkt,  sundrar Íslendingum.  Mér finnst bara að Íslendingar eigi að vera einn flokkur.  Um leið og við förum að tjá okkur, þá fara margir ósjálfrátt að reyna að klína einhverjum flokksstimpli á okkur - og hugsa "Er þessi í mínu liði eða liði hinna?" .. 

Ég tel að ef við værum með þetta sérfræðinga- kerfi sem hér um ræðir, og bættum við þjóðaratkvæðagreiðslu í erfiðum málum,  værum við mun betur stödd.

Það þykir að sjálfsögðu öllum sinn flokkur bestur. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 2.10.2011 kl. 09:48

12 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Jóhanna ég er sammála Jóni og frómt út sagt finnst mér afstaða þín til flokkakerfisins barnaleg. Kannski olli þinn flokkur þér svona miklum vonbrigðum? Flokkar eru ekki trúfélög heldur er hugsunin sú að þú finnir þann hóp fólks sem er með skoðanir líkastar þínum í flestum málum. EF þú vilt hafa áhrif á stefnu þess flokks tekurðu þátt í flokksstarfinu og reynir að hafa áhrif á stefnu hans og ákvarðanir. EF þú hefur ekki flokkakerfi, hvernig veistu þá að þeir sem þú kaust til áhrifa séu að öllum líkindum sammála þér í lausnum þeirra vandamála sem upp koma?

Mér finnst þessi klisja þín um eitthvað annað lykta af svekktum VG aðila sem hugmyndafræðilega stendur með stefnu flokks sem er á leiðinni eitthvert allt annað en hann lofaði. Þú villt ekki kosningar því þú veist að Sjálfstæðisflokkurinn hefur náð upp fylgi sínu og þér finnst það fólk sem kýs hann ekki eiga rétt á að nýta atkvæði sitt því þú ert ósammála því hvert þeir vilja stefna. Alvöru pólitík snýst um að komast að samkomulagi og að stjórnvöld fari eftir vilja þegnanna. Það er vandamálið við núverandi Stjórnvöld að það er bara ætt áfram í andstöðu við meirihluta þjóðarinnar.

Það sem þarf er vandaðri pólitík og að okkur þyki öllum aðeins vænna hvort um annað og virðum skoðanir hvers annar. Það þýðir að einnig þarf að virða skoðanir þess stóra hluta þjóðarinnar sem kýs Sjálfstæðisflokk.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 2.10.2011 kl. 11:42

13 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæl Jóhanna.

Ég er samála þér um flest í þessari grein og hef skrifað um málið sjálfur oftar en einu sinni. Sjá t.d. hér, þar sem ég færi rök fyrir því að þátttaka í flokkspólítík sé hreint og beint mannskemmandi.

Svanur Gísli Þorkelsson, 2.10.2011 kl. 11:44

14 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

En Svanur og Jóhanna hvernig ætlið þið þá að bæta flokkana ef enginn nema örfáir starfa í þeim? Ætlið þið bara að afhenda þá fólki sem lítur á stjórnmál sem trúarbrögð sem ekki má breyta eða hafa áhrif á?

Stjórnmálaflokkar eru ekki umboðsskrifstofur andskotans. Þeir eru vettvangur til að hafa áhrif á stefnumótun og framtíðina og hvernig samfélag við viljum lifa í. Áhrif þeirra sem starfa í þeim eru ávallt í réttu hlutfalli við fjölda þeirra sem eru sammála þeim. Lausnin er því að starfa í eða stofna flokk um þau málefni sem brenna heitast. Því er svo mikilvægt að vera virkur þátttakandi eða þegja ella.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 2.10.2011 kl. 12:28

15 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Adda, þakka þér fyrir þínar skoðanir um mínar og þitt innlegg. Ég skrifaði hér í athugasemd að ofan:

"Um leið og við förum að tjá okkur, þá fara margir ósjálfrátt að reyna að klína einhverjum flokksstimpli á okkur - og hugsa "Er þessi í mínu liði eða liði hinna?" ..

Þú skrifar einmitt: 

"Mér finnst þessi klisja þín um eitthvað annað lykta af svekktum VG aðila sem hugmyndafræðilega stendur með stefnu flokks sem er á leiðinni eitthvert allt annað en hann lofaði."

Ég er hvorki svekkt né VG aðili, ég er afskaplega hamingjusöm og ég sé ekki fram á að neinn af stjórnmálaflokkunum nái árangi, því ég hef ekki trú á flokkakerfinu eins og fram hefur komið. 

"Alvöru pólitík snýst um að komast að samkomulagi og að stjórnvöld fari eftir vilja þegnanna" .. skrifar þú.

Er það svo öruggt að einn flokkur geti og vilji farið eftir vilja þegnanna? -  í athugasemd minni þá tek ég það fram að í stærri málum eigi að fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla. Það er vilji þegnnanna.  

Ég treysti sérfræðingum, sem til þess eru ráðnir að sinna ráðuneytum, dómsmála, heilbrigðis- félags o.s.frv. mun betur til að sinna því af heilindum og fyrir almanna hag, en þeim sem eru kjörnir af aðeins hluta þjóðarinnar í þau embætti, oft fólk sem hefur ekki þá sérþekkingu sem þarf.  

Það er ekki nóg að hafa "charisma" og geta talað til að kunna að sinna svo veigamiklum embættum sem látin eru í hendur þessa fólks. 

Þú skrifar jafnframt: 

"Það sem þarf er vandaðri pólitík og að okkur þyki öllum aðeins vænna hvort um annað og virðum skoðanir hvers annar."

Við viljum öll vandaða pólitík, og auðvitað viljum við að okkur þyki vænna um hvert annað,  - við mannfólkið eigum að sjálfsögðu að bera virðingu hvert fyrir öðru, fyrir utan allar skoðanir, fyrir utan stöðu og stétt o.s.frv.  

Ég ber ekki virðingu fyrir skoðun sem ég er hjartanlega ósammála, - skoðanir sem standast ekki mannréttindi eða jafnrétti - en ég ber virðingu fyrir réttinum og frelsinu til að hafa ólíkar skoðanir. 

Ég virði manneskjuna og verðmæti hennar. 

" Því er svo mikilvægt að vera virkur þátttakandi eða þegja ella."

Hvað ertu að segja þarna Adda? 

Að ef þú ert ekki virk í stjórnmálaflokki þá eigi maður að þegja? 

Fólki er sýnd virðing með því að gagnrýna skoðanir þeirra á uppbyggilegan hátt og með rökum.

Hvar sérð þú virðinguna í þínum orðum til mín? - Flokkast það undir virðingu í þínum ranni að kalla afstöðu fólks barnalega eða að áætla það að ég sé svekkt? - ;-)    

Það er mér að meinalausu, - enda ætlast ég ekki til að fólk virði skoðun sem það er ósammála, en ég geri mér vonir um að fólk virði mig sem manneskju, eins og ég virði annað fólk sem manneskjur.  Hverra trúarbragða eða flokka sem þeir/þær tilheyra skiptir mig ekki máli - á meðan fólk er góðar manneskjur sem vinnur með kærleikann að leiðarljósi.

Þá hlýtur eitthvað gott að koma út úr því. 

Ég á vini í öllum flokkum og ber virðingu fyrir fólki í öllum flokkum. 

Ég ætla ekkert að standa í því að  "bæta flokkana"  vegna þess ég hef ekki trú á flokkakerfinu.. auðvitað getur fólk myndað félög um góð málefni, - en að þeirra félag sé hið eina sanna og eina rétta hef ég enga trú á.

Þó þessu verði ekkert breytt eins og hendi er veifað, þá vonast ég til að svona verði þetta að lokum.

Það er allt í lagi að láta sig dreyma. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 2.10.2011 kl. 14:50

16 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Svanur Gísli, ég gat ekki opnað hlekkinn þinn, settu hann endilega inn aftur.

Jóhanna Magnúsdóttir, 2.10.2011 kl. 14:51

17 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

"Þrjóska og barnalegt atferli hefur lengi einkennt stjórnarandstöðu þessa lands og gildir þá einu hvort hægri eða vinstri stjórnarandstaða hefur átt í hlut. Atferlið lýsir sér t.d. í því að vera sífellt á móti, láta flokkspólitík blinda sér sýn og reyna að hindra eða tefja framgang mála. Ábyrgð stjórnmálamanna er mikil, svo og fjölmiðla sem stýra þjóðfélagsumræðunni."

Þetta skrifar Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur,  og vil ég nota þetta sem rök með mínu máli. 

Þetta er fyrirmyndin sem börnin okkar fá

Jóhanna Magnúsdóttir, 2.10.2011 kl. 15:20

18 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Afsakaðu Jóhanna. En hér er hlekkurinn aftur.

Svanur Gísli Þorkelsson, 2.10.2011 kl. 16:53

19 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Gott mál - vel skrifuð grein hjá þér og skýr.

Jóhanna Magnúsdóttir, 2.10.2011 kl. 20:12

20 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Jóhanna ég bið þig afsökunar ef þú heldur að ég hafi verið að tala til þín um að þegja :)

Ég átti við að þeir sem eru í flokkum en taka aldrei þátt í umræðunum geta ekki skammast yfir ákvörðunum.Ég var ekki að ræða um þá sem eru ekki í flokkum. Ég stend við það að ég tel barnalegt að halda að hægt sé að koma því fyrirkomulagi á að kjósa eingöngu einstaklinga. Hvað gerist þegar þú kýst einstakling sem hugnast þér í eldfimu máli þegar eitthvað nýtt eldfimt mál kemur upp og þinn frambjóðandi hefur gjörólíka skoðun á lausninni? Það eru þá óneytanlega minni líkur á að þú fallir nálægt honum í skoðunum en ef þið væruð í sama flokki. Ég er sammála þér og Kolbrúnu um að við verðum að koma betur að sameiginlegum ákvörðunum. Ástæða þess að ég er hlynnt flokkakerfinu er að þannig er hægt að hólfa niður persónulegar skoðanir og þetta margir flokkar ættu að ná að sortera þær nokkuð vel og fólk að geta kosið það sem stendur næst skoðunum þeirra í flestum málum. Flokkakerfið er praktískt líkt og sást þegar yfir 200 manns buðu sig fram í stjórnlagaráðinu og olli algjöru kaosi og þeir sem komust inn voru með fá atkvæði, fárra kjósenda að baki sér.Þannig fá þingmenn sterkt umboð kjósenda með flokkakerfinu. Ef þú finnur ekki flokk geturðu stofnað hann. Vandamálið með þingið í dag er að meirihlutinn telur sig ekki þurfa að hlusta og koma til móts við minnihlutann. Þessu þarf að breyta. Það gengur ekki að hver 4 ár þurfi kannski naumur minnihluti að hafa 0% vægi í ákvörðunum alþingis.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 2.10.2011 kl. 22:03

21 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Afsökunarbeiðni móttekin!

Þú segir:

"Ég stend við það að ég tel barnalegt að halda að hægt sé að koma því fyrirkomulagi á að kjósa eingöngu einstaklinga."

Hvergi í minni grein tala ég um að eigi að kjósa, heldur að ráða fólk til starfsins eins og í fyrirtæki.  

En hvort sem það er að kjósa eða ráða, þá held ég að margar hugmyndir sem við vörpum fram þurfi einmitt að vera barnalegar, - barnalegt er oftast einlægt og einlægni er það sem þarf. Svo má útfæra þær á mismunandi hátt. 

Flokkakerfið hefur auðvitað einhverja kosti, en eins og ég hef áður varpað fram þá sé ég of marga galla, sérstaklega í okkar smáa samfélagi. Kannski virkar það betur erlendis í miklu viðameira umhverfi.  Ég held hreinlega að það gæti verið plús að við séum svona fá, að við gætum rekið Ísland eins og gott fyrirtæki þar sem arðurinn fer allur aftur inn í fyrirtækið til að reka það enn betur. 

Ég þakka þér fyrir athugasemdir þínar, við lærum ekki nema að fá viðbrögð og pússum okkar hugmyndir einmitt með því að hlusta á aðra.  

Niðurstaða mín er þó enn að flokkakerfið sé okkur óhagstætt, - að við þurfum að horfa langt út fyrir rammann og brjóta all verulega niður til að hægt sé að byggja upp á nýtt. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 3.10.2011 kl. 07:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband