SKORTDÝR? .....


Ég man hvar ég heyrði þetta orð fyrst, en man ekki hvort það var Guðni Gunnarsson, lífsráðgjafi eða Þorvaldur Þorsteinsson, rithöfundur sem sagði það á undan. Ég hlustaði á þá báða í Listhúsinu  Engjateigi, af sitt hvoru tilefninu.  þar sem nú eru Rope-Yogastöðin og veitingahúsið Gló. Ég held þeir noti það báðir.

Yfirlýsingin var eitthvað á þennan veg "Maðurinn er skortdýr" -

Það þarf ekki ríkt hugmyndaflug til að átta sig á hvað liggur þar á bak við.

Mér finnst gaman að hlust á heimsmyndarpælingar þessarra manna og mér finnst líka gaman að hlusta á Brene Brown. Reyndar Eckhart Tolle, Paul McGee, Stephen Fry,  Geneen Roth,  Carl Sagan (heitinn) og svo má lengi telja. 

Reyndar hefur heimsmynd mín mótast af fleiri hlutum en spekingum sem heyrist hæst í, - það er líka í umgengni við fólk, umgengni við gamla fólkið, börnin, unglinga, fjölskylduna, vini ... og mest hef ég lært af börnum, - og þá eru ekki börnin mín undanskilin (og barnabörn)  og af samskiptunum við þau. 

Það dásamlega er að fólk er yfirleitt að segja sama hlutinn en er með ólíkar nálganir. Yfirleitt má líka finna þetta sama hjá heimspekingum sem voru uppi fyrir þúsundum ára, og margt af þessu er í Biblíunni. 

Það hljómar einhvern veginn svona, svo dæmi séu tekin: 

"Hafið ekki áhyggjur af morgundeginum, morgundagurinn hefur sínar áhyggjur" ..

"Etið, drekkið og verið glöð" .. 

Í fyrirlestri Brene Brown, sem er bandarískur Doktor, sem hefur lagst í miklar rannsóknir á mannlegu eðli og samskiptunum sérstaklega með orðin "Shame" og "Vulnerability" eða skömm og berskjöldun,  í huga,  talar hún um þarfalista (Want-list) og svo gleðilista (Joy-list) og skoðar þar muninn á. 

Þegar við erum að gera okkur óskalista yfir hvað okkur vantar/þörfnumst. það er smá munur þar á en oft óljós því hann getur verið afstæður miðað við hugarfar okkar,  í hvaða menningu við búum og á hvaða tímaskeiði. 

Við getum hugsað til þarfapíramída Maslows, sem er í raun umdeildur.  En grunnþarfirnar þar eru líkamlegar, þ.e.a.s. að fá næringu og að geta losað sig við úrgang. 

Auðvitað er erfitt að sinna nokkrum hlut glorhungraður og hrikalega mál á klósettið! - En þetta er samt ekki alveg svona einfalt. Ég ætla ekki að fara út í rökræður um það hér, en þessi píramídi er um margt deilanlegur og kannski ekki alveg rétt að setja upp píramída, heldur einhvers konar flæði, - andlegar þarfir til jafns við líkamlegar? - 

Ástæðan: Jú, við erum ekki aðskilin: líkami, hugur og sál er allt eitt. 

 tharfapyramidi.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En komum aftur að listunum okkar tveimur: 

Ef þú myndir setjast niður og hugsa þér hvað þig langar í til að gera þig hamingjusama/n?

---- gerðu lista í huganum, því engir tveir listar eru alveg eins þó sumir séu líkir eftir því hvar og hvenær við erum stödd í lífinu. 

Ef þú myndir síðan búa til "Gleðilista" .. það er að segja að hugsa til baka og hugsa: "Á hvaða stundum lífs míns hef ég verið hamingjusömust/hamingjusamastur?" ..  Hvað hefur glatt mig mest? 

Ég get alveg deilt með ykkur mínum upplifunum;  Þær tengjast allar góðum stundum, góðum tíma með vinum og/eða fjölskyldu. 

Notalegum kvöldstundum þar sem við sitjum og spilum og leikum (mér finnst svakalega gaman að spila borðspil.)  Notalegum stundum með ástvini, sitja saman, kúra og gæla. 

Samveru vinkvenna eða systra þar sem við röbbum, göngum og gerum eitthvað saman.

Samveru með fólkinu í kvikmyndaklúbbnum mínum... 

Skemmtilegum kaffihléum í vinnunni, þar sem fólk grætur af hlátir yfir ótrúlega fyndnum frásögum hinna. 

Upplifun á aðfangadagskvöldi, með þeim sem mér þykir vænt um - þegar sest er niður við matarborðið klukkan sex og allt er klárt, - það er að vísu svolítið ljúfsárt .. 

Kvöldverður við kertaljós,  við tvö saman..

Gönguferð og kelerí í grasinu ... 

------

Þær tengjast útivist, gönguferðum, samveru með fólki, faðmlögum  ...  nánd

Vegna þess að lífið er dscn1537.jpgekki svart/hvítt eða einfalt,  þá blandast auðvitað efnislegir  hlutir inn í gleðilistann, - auðvitað finnst okkur flestum gaman að eiga fallega hluti og föt, fallegt hús o.s.frv. og langar oft til að eiga slíkt.

En eins og þegar Palli var einn í heiminum, þá myndum við fljótt finna að það er einskis að njóta ef ekki er neinn til að njóta með. 

 

Ef við værum ein alla ævina, þá myndum við ekki njóta þess að ganga í dýrustu fötum heimsins, eiga fallegast húsið og keyra um á flottasta bílnum.  Við myndum njóta þess í svakalega stuttan tíma a.m.k. 

Það sem skiptir máli er því nándin, samskiptin við annað fólk.  Samskipti eru flæði milli manna, og góð samskipti byggjast að sjálfsögðu á Þér, þ.e.a.s. að þú getir gefið og þegið.  Þess vegna er þessi mikla áhersla á sjálfsþekkingu, sjálfstraust, og sjálfsmyndaruppbyggingu.

Einangrun, aðgreining og einmanaleiki eru stóru vandamálin - og vond samskipti, enda eru þau upphafið að ófriði og stríði.

Fátt er eins vont og að eiga ekki einhvern að.  

Það er gott að draga sig í hlé við og við, í fullvissunni um að þarna úti sé einhver sem þyki vænt um okkur og sem okkur þykir vænt um.  En það er örugglega vont að vera ein/n á báti.

"Maður er manns gaman" ....  

Við getum vel verið ein um stund, og það getur verið hollt og gott,   en þegar á reynir og teygist á,  verðum við svolítið eins og Palli, sem var einn í heiminum; okkur skortir samskipti við annað fólk. 

Öll þurfum við athygli, heyra og vera heyrð, sjá og vera séð, snerta og vera snert. 

Það eru margir einangraðir eða einmana, - jafnvel þó þeir séu ekki einir. Kannski vegna þess að þá skortir jafningja til að deila með stundum og eiga í andlegum og/eða líkamlegum samskiptum við. 

Sem betur fer er fólk farið að þora að viðurkenna þetta, - það er fyrsta skrefið að breytingu.

Það er ekkert að því að þrá eðlileg samskipti, athygli, hlustun, að vera séð og snert. 

Brene Brown talar um orðin skömm og berskjöldun, - og mikilvægi þess að lifa af heilu hjarta. 

Þegar við viðurkennum að okkur skortir nándina, þá erum við að fella varnir, fella grímur og við erum að viðurkenna að við skömmumst okkar ekkert fyrir það.  Það er allt of mikill feluleikur í gangi og óheiðarleiki, sem sýnir sig m.a. í því að pör/hjón tala ekki saman og annað er farið að leita út fyrir ramma hjónabandsins til að uppfylla þarfir fyrir athygli, snertingu, hlustun, snertingu. 

(En það er efni í annan pistil) ... 

Látum TOMMY eiga síðasta/síðustu orðin:  

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir


Hér er ég að ræða um þörfina fyrir nánd (skortinn á nánd?) - að vera séð, heyrð, snert - veitt athygli.  Kannski Facebook eða önnur rafræn samskipti sjái um eitthvað af þessu, enda náum við jafnvel að "snertast" andlega í gegnum þau, en ekkert kemur í staðinn fyrir alvöru faðmlag ;-) 

Jóhanna Magnúsdóttir, 18.9.2011 kl. 10:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband