19.6.2011 | 17:01
Í tilefni Kvenréttindadagsins 19. júní
19. júní er hátíðisdagur þar sem þvi er fagnað að 19. júní 1915 fengu konur á Íslandi kosningarétt til Alþingis þegar konungur samþykkti nýja stjórnarskrá.
Konur hafa lengi verið tengdar við efni og karlar anda, og kemur skýrast fram í skiptingunni "Móðir jörð" "Faðir Himinn" .. eða faðir sem er á himnum. Hið kvenlega hefur verið hið holdlega og karllega hið andlega.
Allir gera sér þó eflaust grein fyrir eitt virkar ekki án hins. Líkaminn einn og sér er ófullkominn án anda og andinn er ófullkominn án líkama og jafnvægið á milli er það sem skiftir máli. Þess vegna skiptir svo miklu máli að virkja hið kvenlega, kvenleg gildi til jafns við karllæg gildi.
Karlar og konur eiga ekki að keppa sín á milli, heldur að hreyfa samfélagið jafnt með karlmennsku og kvenmennsku. Íslenskir feður vilja alveg örugglega sjá dætur sínar hafa sama rétt, sömu laun fyrir sömu vinnu og að þær séu virtar að verðleikum, ekkert síður en synir þeirra.
Við erum bara með svo gamalgróna heimsmynd, sem við erum hægt og rólega að vinna á, og bæði kalar og konur eiga oft erfitt með að venja sig við nýja tíma. Nýlega var keypt grill í vinnunni hjá mér, og þar starfa karlar í minnihluta. Samt kom ung samstarfskona hlaupandi til að athuga hvort að einn karlmaðurinn gæti ekki örugglega grillað pylsurnar. Annað svona dæmi kom upp í Hagaskóla þegar að kona gekk að mér og karlkyns samstarfsélaga mínum og sagði; "æ, þú ert karl getur þú ekki lagað faxtækið fyrir mig?" Til að gera langa sögu stutt, tók ég að mér bæði verkin. Í fyrra dæminu var karlinn bara of upptekin, en ég ekki og það þarf ekki karlmann til að grilla pylsur, eða hvað sem er. Í hinu síðara, þá hef ég mikla reynslu af skrifstofustörfum og tækjum, þannig að ég kom faxinu í gang með smá fiffi.
Við verðum að kveikja á perunni konur, - og líka átta okkur á því að við getum skipt um hana sjálfar.
"Þori ég, get ég, vil ég, - já, ég þori get og vil.
Við eigum ekki að hætta að gera hlutina fyrir hvert annað, dekra við hvert annað og hella í bikar hvers annars. En ekki láta eins og við getum ekki einföldustu hluti "bara af því við erum ekki karl" ..
Upphafning andans hefur verið ríkjandi, og lítið gert úr líkamanum. Honum byrjað eitur (reykingar, dóp, transfita o.s.frv.), brenndur í sól, ofnýttur til vinnu, niðurlægður ef hann er ekki með rétta "lúkkið" - misnotaður á alla mögulega vegu, - af okkur sjálfum. Það er ekki útlitsdýrkun, heldur virðing gagnvart þessum líkama, þessu eina farartæki sem okkur er úthlutað og á að endast út lífið.
Á sama hátt og við misvirðum líkamann misvirðum við móður Jörð, það er svo sannarlega gott að rækta hana, og nýta það sem við þurfum, en við göngum oft býsna illa og óþarflega um hana.
Eftirfarandi Móðurbæn kemur úr gömlu handriti sem var upphaflega á arameísku, svokallað kryptískt guðspjall. Ólafur Ragnarsson (Í Hvarfi) fékk þetta handrit frá líbanskri konu fyrir um 20 árum og heillaðist af því en þar voru tvær bænir, bæði faðir vor og móðir vor.
Þetta varð til þess að hann þýddi handritið og gaf út undir heitinu "Friðarboðskapur Jesú Krists" en í dag eru þessi handrit gefin út sem "Friðarboðskapur Essena" þetta var um 1990.
Helsta útbreiðsla bænarinnar er á ábyrgð hljómsveitarinnar Sigur-Rós VON... þeir heilluðust af móðurbæninni og hún varð textinn af laginu "Hún Jörð"...
Móðir vor sem ert á jörðu,
Heilagt veri nafn þitt.
Komi ríki þitt,
og veri vilji þinn framkvæmdur í oss,
eins og hann er í þér.
Eins og þú
sendir hvern dag þína engla,
sendu þá einnig til oss.
Fyrirgef oss vorar syndir,
eins og vér bætum fyrir
allar vorar syndir gagnvart þér.
Og leið oss eigi til sjúkleika,
heldur fær oss frá öllu illu,
því þín er jörðin
Líkaminn og heilsan.
Amen
Athugasemdir
Hún, sólin er lífgjafi alls á jörðinni, þó skín hún af honum himni.
Harmonía er það sem gildir. Auðvitað erum við fædd af sitthvoru kyninu til þess að sú harmonía geti orðið. Það er ekkert til sem heitir að vera annars flokks. Stöndum því vörð um öll bestu gildi mannsins, svo enginn verði undir, innan þess ramma sem við getum haft áhrif.
Slæmar hugsanir fá engu áorkað, en djörfung og dugur fleyta okkur langt, konum sem körlum, svo og jákvæð hugsun sem getur örugglega flutt fjöll, eins og bænin.
Til hamingju með daginn!
Bergljót Gunnarsdóttir, 19.6.2011 kl. 17:24
Til hamingju með daginn konur - að sjálfsögðu á ekki að hampa öðru kyninu á kostnað hins......
ég koms einusinni fyrir alllöngu yfir gamla útgáfu af faðirvorinu sem hófst svona:
Faðir-móðir vor
þú sem ert uppi yfir oss
innra með oss
og allt um kring
---------------------------
Almættið (eða hvað sem við viljum nefna það) hlýtur að vera hafið yfir kyngreiningu, enda kynfæri bara tól til að viðhalda mannkyninu.........
Eyþór Örn Óskarsson, 19.6.2011 kl. 20:24
Flottur pistill að venju
Væri ekki sniðugt að breyta Kvenréttindadeginum í Mannréttindadaginn?
Margrét St Hafsteinsdóttir, 19.6.2011 kl. 21:32
það vesta sem gat komið fyrir þjóð vora að Konur fengu koningaerétt....
Vilhjálmur Stefánsson, 19.6.2011 kl. 23:32
Fyrirgefðu Jóhanna, ég má bara til.
Vilhjálmur, eru nokkuð kallaður Villi? Ef svo er legg ég bara til að hér eftir verðirðu kallaður Villi tilli.
Bergljót Gunnarsdóttir, 20.6.2011 kl. 00:18
Hæ, hæ, - gleymdi alveg að koma hér inn, takk fyrir athugasemdir. Villi er eflaust að reyna að vera fyndinn. ;-)
Magga ég er nú ekki alveg til í að fórna kvenréttindadegi, en það má alveg vera til mannréttindadagur líka!
Jóhanna Magnúsdóttir, 21.6.2011 kl. 16:17
Sammála Jóhanna. Alls ekki fórna kvenréttindadeginum. Hann á sér svo merkilega sögu, og verður að vera til sem slíkur. Það væri að bregðast þeim sem börðust fyrir því sem okkur finnst svo sjálfsagt í dag.
Auðvitað var Villi að grínast, annars hefði ég aldrei svarað svona
Hann er góður drengur og við hittumst alloft, hér og það á blogginu.
Bergljót Gunnarsdóttir, 21.6.2011 kl. 21:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.