Frelsið til að velja milli góðs og ills, - er okkur treystandi til að velja en láta ekki velja okkur?

Fyrir mörgum árum skrifaði ég grein sem hét "Setjum sígarettuna í sóttkví" og byggðist hún á sömu hugmyndafræði og nú er í gangi hjá þessum níu þingmönnum sem standa að frumvarpinu um tóbakið í apótek o.fl. í þeim dúr. Ég tel mig hafa lært ýmislegt síðan, og gert mér ljóst að þessi aðferð að að banna virkar þveröfugt á landann.

Í þessu samhengi kemur upp dæmisagan um sólina og vindinn sem voru að metast um hvert þeirra væri máttugra.  Vindurinn var borubrattur og stakk upp á því við sólina að þau veðjuðu hvort þeirra gæti verið sneggra að ná skikkju utan af manni sem þau sáu þarna á gangi. 

 

Vindurinn fór að blása, - hamoral-stories-for-children2-300x164.jpgnn blés og blés, en eftir því sem hann blés meira vafði maðurinn skikkjunni fastar utan um sig, vindurinn gafst því upp.   Sólin tók þá við og skein glatt á manninn, hún skein svo heit að hann tók þá ákvörðun að honum liði betur án skikkjunnar og fór úr henni. 

Það má kannski segja að þessi "samningatækni" sé það sem kallað er "win-win" situation. Sólin fær það sem hún vill og maðurinn fær það sem hann vill. - 

Þetta er býsna einfalt dæmi,  en mér finnst það alveg geta skýrt muninn þó dæmisögur gangi aldrei alveg upp. 

Ég er ein af þeim sem hef lengi verið á móti reykingum,  og sérstaklega finnst mér sorglegt að sjá unga fólkið hefja sinn "reykingarferil" en eins og áður sagði duga ekki svona boð og bönn, hvorki gagnvart reykingum né annarri fíkn.  Það segir sagan okkur og þá fara undirheimarnir í gang og svarti markaðurinn.  Með því aukast einnig ofbeldisglæpir. 

En hvað skal þá til bragðs taka? 

Jú, á sama hátt og fólki er "sagt" að byrja að reykja, verður að "segja" því að hætta.  Með góðu en ekki með illu.  Með dulbúnum áróðri. Fólk lætur segja sér að byrja,  jafnvel þó að það viti af óhollustunni,  og þá verður bara að nota sömu kænskuna til að fá fólk til að hætta.  Það verður bara að halda áfram að beita forvörnum, nota hluti sem virka.

Með því að lyfta hulunni af tóbaksiðnaðinum, hverja við erum að fita með því að reykja, hverjir hagnast á því að fólk sogar að sér eiturefni.  Þetta er billjóna-business. Hver vill í raun fita þann gullkálf?  Við ættum að fá tannlækninn til að  lýsa manni með ónýtar tennur eftir reykingar, sjúkraþjálfann konu á besta aldri sem er komin í hjólastól, með lungnaþembu og lítur út fyrir að vera tuttugu árum eldri,  eða hjúkrunafræðing sem lýsir reynslunni af fólki með súrefniskúta á Reykjalundi.  Ef svona samræður yrðu teknar upp og settar á Youtube,  myndu eflaust einhverjir hugsa sig tvisvar um.  Þó er slíkur áróður ekki alltaf að virka, það er helst ef talað er um útlit, lykt og getuleysi sem það hefur áhrif.  

Svo verður það að játast, - að þrátt fyrir skaðsemi reykinga, þá eru einhverjir kostir við það - sem snúa að félagslegri heilsu.  Það kom bersýnilega fram í myndinni "Englar alheimsins og margir þekkja það að mjög margir sem veikjast af geðsjúkdómum leita fróunar í tóbaksreyknum" ..  Menn hittast í tóbakspásum - til að rabba saman. 

Þetta er eflaust svipað og þegar sá sem tekst ekki á við tilfinningar sínar, eða er ekki fær til þess  úðar í sig snakki eða súkkulaði þrátt fyrir offitu.  

Bottom line;  Við þurfum að tala meira saman, gera meira skapandi og skemmtilegt, fylla upp í tómarúmið - eða bæta úr "sogþörfinni"  með öðru en tóbaki, áfengi, óhollum mat o.s.frv.  Kannski er sígarettan bara snuð hins fullorðna?   Við höfum misjafna þörf fyrir það - sum alveg háð því. 

Það er STÓRA verkefnið okkar að venja okkur af þessu snuði, - nú eða finna okkur eitthvað sem ekki skaðar heilsu okkar.  Tómstundir, félagsskap o.s.frv.

Lausnin er EKKI að setja allt hið "vonda" í efstu hillurnar svo að fólk nái ekki í það, - því að jú, það mun ná í það einhvern veginn og finnast það jafnvel meira spennandi svona í fjarska og forboðið. 

Það þarf ekki sálfræðing til að finna það út. 

Við verðum í raun að geta umgengist það,  vegna þess að við þurfum að taka ákvörðun um hvað við viljum.  Við látum það heldur ekki velja okkur. 

Við erum fædd með þennan dásamlega frjálsa vilja, vilja til að velja milli góðs og ills, - og þá er bara að þekkja hvað er gott og hvað er illt.  

Þekkja muninn á löngun og vilja og þekkja þá sinn raunverulega vilja. 


mbl.is Tóbak verði bara selt í apótekum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyþór Örn Óskarsson

Alveg sammála - mjög gott hjá þér..........

Eyþór Örn Óskarsson, 1.6.2011 kl. 00:44

2 Smámynd: Arnar

Hver ákveður hvað er gott og hvað er íllt?

Fyrir ekki svo löngu þóttu sígarettur góðar, nú þykja þær vondar.

Arnar, 1.6.2011 kl. 09:57

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Flott dæmisagan og ég er sammála þér það gengur ekki að banna hluti, heldur reyna að hafa áhrif til góðs.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.6.2011 kl. 11:30

4 identicon

Hey mjög gott blogg! romanse

plotki (IP-tala skráð) 1.6.2011 kl. 11:41

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Arnar, þú verður eflaust að kynna þér málið, eigum við ekki að segja að nýjustu rannsóknir gildi?  Svo þarft þú auðvitað að velja hvað þú teljir að henti líkama þínum, hversu mikið þú ert til í að taka inn af óhollustu og í hvaða formi.

Lykilatriðið er að hver geti valið fyrir sig, en að sjálfsögðu með þeim formerkjum að hans eða hennar val stigi ekki á tærnar á náunganum.  

Jóhanna Magnúsdóttir, 1.6.2011 kl. 12:23

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Já Ásthildur, ég held að upplýsing, fræðsla, menntun - sé það sem þurfi. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 1.6.2011 kl. 12:24

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk Eyþór, það má líka vera ósammála - ég hef gott af því að heyra mótrök og kljást við þau.  Tilgangur minn er ekki að sýna fram á að ÉG hafi rétt fyrir mér, heldur að fá fram þankahríð frá sem flestum. Við vinnum þetta saman, og takmarkið er að gera betri heim fyrir komandi kynslóð.

Jóhanna Magnúsdóttir, 1.6.2011 kl. 12:25

8 Smámynd: Arnar

Ef 'nýjustu rannsóknir gilda' þá hljóta 'nýjustu skoðanir að gilda' líka varðandi hvað er gott og hvað er illt hverju sinni.

Eða með öðrum orðum, gott og illt er afstætt, fer eftir tíðaranda og hefur ekkert með guð eða boðskap biblíunar að gera.

Þannig að ég get valið eitthvað sem mér finnst gott en þér (eða einhverjum öðrum) finnst það illt?

Ef það á eitthvað vit að vera í þessu 'frjálsan vilja til að velja gott eða illt' þá þarf að vera eitthvað fast viðmið, einhver algild skilgreining á 'gott' og 'illt' svo það sé ekki hægt að færa bara mörkin.

Td. samkvæmt kristinni trú kæmist ég ekki inn í himnaríkið þótt ég eyddi restinni af ævinni og öllum mínum kröftum í góðgerðamál.  Ég gæti sem sagt 'kostið gott' en það væri samt ekki nógu gott fyrir ykkur trúuðu bara af því að ég trúi ekki með ykkur.

Arnar, 1.6.2011 kl. 14:04

9 Smámynd: Arnar

En.. þá er ég kannski kominn eitthvað út fyrir upphaflegt efni færslunar hjá þér :)

Arnar, 1.6.2011 kl. 14:20

10 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

þegar ég tala um rannsóknir - þá tala ég um t.d. um hollustu tóbaks.  Ég held að það sé enginn vafi á því að það er óhollt, en eins og ég tala um í greininni, þá virkar tóbak sem félagslegur þáttur á móti og spurning þá hvort að það þarf ekki hver og einn - hver og ein manneskja að meta áhættuþætti fyrir sig?

Lífið er ekki svart hvítt, þá væri það voðalega einfalt.  

Ég hef aldrei dæmt einn einasta mann sem verri mér fyrir að vera ekki trúaður.  Svo ég skil ekki alveg hvað þetta hefur með færsluna að gera, - enda minnist þú á það sálfur þarna í athugasemd.  

Ég get alveg sagt þér hvernig ég tek Biblíuna, - og ég tala bara fyrir sjálfa mig; Biblían er bókmenntaverk síns tíma. Hún er full af speki, ljóðum, mýtum, dæmisögum o.s.frv.  Þar skrifa menn sínar upplifanir af Guði.  Þær eru eins misjafnar og þær eru margar, allt frá Guði sem drekkir fólki í flóði til Guðs sem er kærleikurinn sjálfur.  

Þegar ég les Biblíuna, les ég ekki með innblæstri þessara manna, heldur með mínum eigin innblæstri, með minni lífsreynslu, menntun o.s.frv. s.s. af mínum sjónarhóli.  Ég er búin að læra að t.d. ofbeldi er ekki fallegt, ég get ekki séð það tengjast kærleika á neinn hátt.  Því hef ég ekki tileinkað mér Guð sem einhver fornaldarmaðurinn hefur séð fyrir sér þegar að náttúruhamfarir hafa skollið á, og ekki kunnað aðra skýringu.  

Kannski hefði ég haldið að eldingar væru Guð - ef ég hefði verið uppi á sama tíma, en nú höfum við náð það langt í vísindum að við vitum að eldingar og flóð eru bara hluti náttúrunnar og það er enginn Guð sem ákveður að láta þetta falla á fólk. 

Himnaríki fyrir mér (og það stendur meira að segja í Biblíunni á einum stað a.m.k.) er í hjörtum okkar.  Það er lýsing á góðu ástandi.   Þegar við erum í Núinu erum við í himnaríki.  Sumum finnst loðið að kalla það himnaríki, en það er einmitt svo margt loðið í henni veröld og komum við þá aftur að hinu svart/hvíta.  

Um daginn var mér sagt að ég talaði tóma grænsápu.  Grænsápan getur þýtt bull og hún getur þýtt ákveðna tegund sápu.   Orðið grænsápa er því notað á mismunandi vegu.  Hið sama á við um himnaríki,  himnaríki er staður sem sumir halda að sé aðeins eftir dauðann - og sumir segja fyrir "útvalda"  .. og svo segja sumir að himnaríki sé staður í sjálfum þér.   Ég held að fyrst og fremst þurfum við að trúa því að við séum þar, við þurfum ekkert að pæla í hvað öðrum fnnst. Við vitum best hvort að við höfum lifað heiðarlegu lífi,  þá helst gagnvart okkur sjálfum. 

Það er aldrei of seint að byrja, því lífið býður nýja blaðsíðu á hverjum degi, hverju andartaki. 

Ég er lítið fyrir merkimiða Arnar, mér er alveg sama hvort að ég kallist kristin eða ekki.  Það er ekki aðalmálið. Ég held að aðalmálið sé að á hverjum stað og hverjum tíma séum við heil gagnvart sjálfum okkur og öðrum, virðum og elskum okkur - og náunga okkar.  Það vill svo til að það er líka einn af kjarna í kristnum boðskap. Upprisan er það líka, en hana túlka ég svipað og með blaðsíðurnar - að við fáum nýtt líf á hverri sekúndu.  Við deyjum og lifnum til nýs lífs "as we breath" ..  - þetta er eflaust óhefðbundið, en svona trúi ég. 

Það dugar mér - ég er ekki að troða því upp á aðra, en er alveg til í að tjá mig um það hvernig ég hugsa. 

Að lokum,  auðvitað velur þú hvað þér finnst gott, en velur ekki það sem aðrir segja þér að þér eigi að finnast gott.  Þá ertu ekki heiðarlegur gagnvart sjálfum þér.  Þessu fylgir þó sú kvöð að það sem þér finnst gott að iðka eða stunda gangi ekki á rétt annarra. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 1.6.2011 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband