Fótaþvottur...

washing_of_feet006.jpg Ég leyfði mér þann lúxus að fara í fótsnyrtingu í gær.  Já, ég veit - ég hef ekki efni á því, en það er önnur saga.  Den tid den sorg! .. (tid=þegar Visareikningurinn kemur)

Á snyrtistofunni voru tvær ungar stelpur í starfskynningu, en höfðu að vísu, að eigin sögn,  meiri áhuga á hárgreiðslu en  fótsnyrtingu og sást á svip þeirra að þær voru hissa á því að einhver hefði yfirhöfuð áhuga á að eiga við fætur annarra. 

Sú sem mér sinnti sagði þá við þær að starfsgleði hennar kæmi að miklu leyti við það hversu fólki liði miklu betur eftir fótsnyrtinguna og væri oft þakklátt. En frískleiki fótanna skiptir í raun ótrúlega miklu máli. Svo fórum við aðeins að ræða um það hvað margir færu að tala um persónulega hluti, þegar þeir upplifðu snertinguna og fleira í þeim dúr. 

Við getum að sjálfsögðu dekrað við okkur sjálf, farið í fótabað í einhverju góðu baðsalti,  hreinsað siggið, klippt neglur fallega og borið á okkur krem - og fengið út úr því frískar fætur,  en það er ekki það sama og að upplifa það að einhver annar sinni þínum fótum. 

Í raun er það að sinna fótum annarra eitt af þeim auðmjúkustu kærleiksverkum sem um er rætt í Biblíunni, og sýnir á áhrifamikinn hátt hina þjónandi forystu. Fyrirmyndin er skýr, enginn er of "merkilegur" til að þjóna náunga sínum.  

Þó að snyrti- og fótaaðgerðafræðingar fái að sjálfsögðu greitt fyrir sína vinnu, þá held ég að það að þeir sem velji sér þetta starf,  að sinna fótum annarra (yfirleitt konur) séu kærleiksríkar manneskjur. 

 

happyfeet-10toes.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Presturinn lagði einmitt mikið upp úr síðustu kvöldmáltíðinni og því þegar Símon vildi ekki að Jésú þvæði fætur hans.  Og samskiptum þeirra.  En ég fer alltaf að hugsa um raunveruleikan þegar ég hlusta á svona hluti í biblíunni.  Get ekki að því gert.

En það er mikið rétt að það er rosalega notalegt að láta eiga við fæturna á sér.  Ég fór á tímabili reglulega í fótsnyrtingu.  Því það er nefnilega nákvæmlega rétt, undirstaða okkar eru fæturnir og þeirra ástand er okkur dýrmætt.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.4.2011 kl. 11:31

2 identicon

Góð vinkona mín er snyrtifræðingur og fótsnyrtir.Ekki fótaaðgerðarfræðingur.Hún snyrtir (setur í fótabað klippir neglur og græðir)fætur heimilislausra á Dagsetri Hjálpræðishersins í SJÁLFBOÐASTARFI nokkra daga í mánuði.Það er göfugt starf sem hún vinnur.Að hlú að þeim veikustu á þennan hátt er göfugt starf.Og henni finnst þetta ekki merkilegt ,mér finnst þetta með því merkilegra sem ég hef orðið vitni að.Mér finnst yndislegt að fara í svona einu sinni á ári.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 28.4.2011 kl. 12:25

3 Smámynd: Eyþór Örn Óskarsson

Sammála - ég held að almennt geri fólk sér ekki grein fyrir mikilvægi þessa fólks fyrr en það prófar að fá tíma hjá fótsnyrti / fótaaðgerðafræðingi.........

Ég held það séu mjög þroskaðar sálir sem velja sér þetta starf........

Eyþór Örn Óskarsson, 28.4.2011 kl. 14:01

4 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Ég er búin að hafa sömu yndislegu manneskjuna sem fótaaðgerðafraæðing, á sex vikna fresti í ca. 10 ár, alveg ómetanlegt. Hún hefur líka komið á námskeið hjá mér í mósaik og gert frábærilega fallega hluti. Svo hef ég aftur lært að snyrta fætur, með því að fylgjast vel með,  þannig að maðurinn minn nýtur góðs af. Svo merkilegt sem það er, finnst mér bara gaman að leika fótaaðgerðafræðing og láta honum líða vel.

Bergljót Gunnarsdóttir, 29.4.2011 kl. 18:01

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk fyrir athugasemdir öll, ... ég hef akkúrat upplifað þessa tilfinningu þegar að ég fer í fótsnyrtingu að langa til að dekra við aðra ;-)

Jóhanna Magnúsdóttir, 5.5.2011 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband