20.4.2011 | 12:02
Sigrún Óskarsdóttir douze points ..
Sigrún, fersk, frjálslynd og flott fyrirmynd fyrir jafnrétti ... enda ein af þeim sem gekk í forgöngu fyrir jöfnum hjúskaparlögum.
Með kosningu Sigrúnar eygi ég von um bjartari framtíð fyrir þjóðkirkjuna á Íslandi.
Kosning vígslubiskups kærð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Spurt er
Hefur þú farið ein/n í bíó?
Nei - aldrei 23.4%
Einu sinni 19.0%
Nokkrum sinnum 19.1%
Oft 19.4%
Fer alltaf ein/n 19.1%
696 hafa svarað
Nýjustu færslur
- Og Guð skapaði manninn eftir sinni mynd, hann skapaði hann ef...
- Það er til nóg af peningum í heiminum, en ekki nægur kærleik...
- Mætti taka alla flugelda úr umferð fyrir mér ..
- Ég vil þakka þessu fólki fyrir að vera fulltrúar þjóðarinnar ..
- Nóg af landi, nóg af mat, nóg af peningum .... en ekki nógu m...
Færsluflokkar
Bloggvinir
- milla
- roslin
- asthildurcesil
- martasmarta
- huxa
- ollana
- amman
- jodua
- kt
- beggo3
- stjornlagathing
- zordis
- nonniblogg
- sunnadora
- evaice
- muggi69
- larahanna
- don
- zeriaph
- adalbjornleifsson
- jenfo
- ieinarsson
- svanurg
- siggith
- lehamzdr
- jon-o-vilhjalmsson
- luther
- sigvardur
- siggisig
- saemi7
- percival
- agbjarn
- reykur
- valdimarjohannesson
- thorhallurheimisson
- maggadora
- icekeiko
- olijon
- omarbjarki
- maggimur
- huldumenn
- arunarsson
- minos
- ragnarbjarkarson
- joklamus
- einar77
- omnivore
- beggas
- skrekkur
- bookiceland
- ammadagny
- elfarlogi
- elisae
- ameliafanney
- elnino
- diva73
- hildurheilari
- hronnsig
- huldagar
- bassinn
- kuldaboli
- krisjons
- kjana
- kristjan9
- lausnin
- lenaosk
- wonderwoman
- meistarinn
- bjornbondi99
- siggifannar
- sattekkisatt
- athena
- dolla
- stefanjul
- summi
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 20
- Sl. viku: 76
- Frá upphafi: 340267
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 65
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heil og sæl Jóhanna; æfinlega !
Þvert; á móti.
Þjóðkirkjuna; afætu á íslenzku samfélagi, til margra alda, ber að AFNEMA, sem allra fyrst.
Stofnun; sem valsar með 5 - 6000 Milljónir króna skattfjár, undan blóðugum nöglum landsmanna, árlega; á sér öngvan tilverurétt í okkar samtíma - og hefir ekki átt, um langan aldur.
Væri eitthvert nothæft stjórnvald; hér í landinu, væri búið að skipta upp jörðum þeim, sem prestar og prelátar fyrri tíma sölsuðu undir sig, frá for feðrum okkar, sem formæðrum, Jóhanna mín - og afhenda okkur andvirðið, refjalaust.
Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.4.2011 kl. 14:25
Og hvert skyldu þessir peningar fara Óskar, situr kannski biskupinn inní peningatanki og rennir sér fótskriðu eins og Jóakim aðalönd?
Ég þekki ekki hver staðan er á eignum kirkjunnar, en mér finnst óþarfi að "kirkjan" eigi endilega jarðir. Það hlýtur að vera hægt að gera þetta upp ef að aðskilnaður verður milli ríkis og kirkju - en skoðum eftirfarandi:
Það eru kostir og gallar við að hafa þjóð-kirkju. Hvað er það sem er í boði í dag fyrir utan hefðbundnar sunnudagsmessu, hátíðarmessur o.fl.:
Þjóðkirkjan er í sífelldri endurskoðun (þó að mínu mætti mætti hún vera róttækari) í þjóðkirkjunni er jafnréttisnefnd og þar er uppi jafnréttisáætlun. Þjóðkirkjan vinnur með það í bakgrunni að tala "tungumál beggja kynja" dæmi um slíkt er að lesa: "Þau sem látin eru" en áður var lesið: "Þeir sem látnir eru" .. Málfar mótar og vissulega mótar kirkjan þar sem margir hlusta á það sem þar er mælt og lesið.
Í byggðalögum úti á landi eru prestar oft eins og sameiningaraðili á erfiðum tímum og sem betur fer á gleðitímum líka.
Við höfum flest þurft að nota þjónustu presta og þjónusta þeirra er sko alls ekki, og langt í frá, miðuð við einn sunnudag í viku. Margir prestar þurfa að vera á vakt eða bakvakt 24 stundir sólarhringsins.
Innan kirkjunnar starfar margt hæft fólk og velviljað, líka fólk sem gagnrýnir lög og stjórn kirkjunnar eins og þessi grein Dr. Arnfríðar Guðmundsdóttur ber með sér.
--
Að þessu sögðu þá tel ég að það sem þurfi að vera á hreinu:
Ég vonast til að hægt sé að skera niður eitthvað af ytra umbúnaði kirkjunnar, en tel að innra starf hennar og starf prestanna sé mikilvægt íslensku þjóðfélagi og að sjálfsögðu eiga prestar að fá laun eins og annað starfsfólk. Það myndi enginn neita sálfræðingum að fá greitt fyrir sína vinnu - og sálfræðitíminn kostar 10.000.- krónur! .. Ekki allir sem hafa efni á slíku. Sú sálgæsla sem verið er að sinna, í einkasamtölum, í áðurnefndu starfi t.d. aldraðra og eftirfylgni við syrgjendur, er yfirleitt mjög fagleg og bráðnauðsynleg. Ég veit ekki hvað margir það eru sem tala um hvað sjúkrahúspresturinn hefur verið hjálplegur!
Ath. Tónlistarfólkið sem spilar í kirkjunum þarf líka að fá greitt fyrir sína vinnu, flestir hika ekki við að borga sig inn á tónleika.
Mikill meiri hluti þjóðarinnar er að nýta sér þjónustu kirkjunnar á einn eða annan hátt og í velferðarsamfélagi er það nú þannig að við borgum fyrir hvert annað.
Þjóðkirkjan er ekki gallalaus, það vitum við öll og svona stór stofnun þarf sterkan framkvæmdastjóra og ákveðinn, leiðtoga sem þorir að taka á starfólki sem ekki sinnir vinnunni sinni eins og það á að gera. Innra eftirlitið og sjálfsmatið ætti ekkert endilega að vera í höndum presta og eiginlega alls ekki, því það er alltaf hætta á einkavinavæðingu. Kvartanir ættu að eiga greiða leið inn í biskupsstofu og það þarf að hlusta á þær og vinna í þeim.
Gaman væri að sjá hvernig aðrir sjá fyrir sér þennan aðskilnað og hvað fólk vill sjá í staðinn og hvort það haldi að það komi til með að sleppa að borga fyrir þjónustuna?
Kirkjan þarf að standa undir nafni sem ÞJÓÐ - KIRKJA, samfélag þar sem þeir sem telja sig tilheyra henni geta komið saman, fagnað saman, syrgt saman o.s.frv. SAM-félagið er það sem skiptir mestu máli, samfélagið við hvert annað.
Ég tek það fram, að ég myndi vilja fleira fólk í forgöngu og yfirstjórn kirkjunnar eins og Sigrúnu Óskarsdóttur, en nýir vendir sópa best og það þarf að sópa í kirkjunni. Hún verður ekkert afnumin á einu augabragði, og ég efast um að það sé meiri hluti fyrir slíku í landinu.
Með bestu kveðjum til þín einnig Óskar Helgi,
Jóhanna Magnúsdóttir
Jóhanna Magnúsdóttir, 20.4.2011 kl. 15:47
p.s. af prinsip-ástæðum skráði ég mig úr þjóðkirkjunni fyrir ári síðan, vegna vonbrigða með yfirstjórn kirkjunnar, að hún skyldi ekki ganga í fararbroddi hvað varðaði vígslu samkynhneigðra, þrátt fyrir viljayfirlýsingu 110 guðfræðinga - og presta (sem síðar fengu mannréttindaviðurkenningu Samtakanna 78) og lét "skikka" sig til að fara eftir þeim lögum eftir samþykkt á alþingi og vegna þess hvernig, að sama stjórn, dró fæturnar í biskups málinu stóra.
Ég stend utan trúfélaga, en ég er nokkuð viss um að mér yrði ekki á dyr vísað í kirkjunni ef ég bæði um þjónustu, enda er fólk ekki spurt að félagsaðild. Mér finnst vont að vera svona hvorki - né, en eins og fram kemur í blogginu þá eygi ég bjartari framtíð fyrir þjóðkirkjuna ef að hún endurnýjar forystuna og fer jafnframt í tiltekt hjá sjálfri sér, skoðar sóknartækifæri, ógnir, veikleika og styrkleika.
Þá endurskoða ég mína aðild, og eflaust fleiri.
Kirkjan verður að ganga fram í forgöngu fyrir jafnrétti, ef hún gerir það ekki hver á þá að gera það?
Jóhanna Magnúsdóttir, 20.4.2011 kl. 16:13
Heil á ný; Jóhanna mín !
Geti Íslendingar ekki; undirgengist siði og venjur Austurkirkjunnar, með 90tug falt minni tilkostnaði, en nú er hér til staðar, í uppihaldi og skrumi Lútherskra, má þá alveg eins, benda á hinn kyrrláta söfnuð Ásatrúarfólks - svo og hina geðþekku Shamanista (andatrúarmenn), austur í Mongólíu, ef taka þyrfti upp annað hefða- og siða kerfi, kæra Jóhanna.
Þakka þér jafnan; fyrir vandaða málafylgju þína - sem vel unna, og skýr og skrumlaus andsvör þín, einnig.
Með; sízt lakari kveðjum - en þeim fyrri /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.4.2011 kl. 17:21
Allt sem þú nefnir um starf kirkjunnar er fyrst og fremst fyrir kirkjuna. Þetta er trúboð i grunninn. Meira að segja kórastarfið. Starf fyrir aldraða segir okkur það að þeir sem enn hafa áhuga án sérstaks erindis eru kynslóðir sem eru að hverfa.
Þetta kostar enga 6 milljarða að reka. Þetta eru 110 prestar for crying out loud. Framlagið er það sama og kostaði að byggja Hvalfjarðargöng á sínum tíma og nema sem svarar hálfum Héðinsfjarðargöngum á ári! (Þau lengstu á Íslandi ef mig misminnir ekki)
Þetta eru 1.800 5 milljón króna fólsksbílar á 12 mánuðum. 2 togarar...etc.
Óskar hefur rétt fyrir sér. Þetta á að leggja af.
Jón Steinar Ragnarsson, 20.4.2011 kl. 21:45
Gleymdu svo ekki að í ofanálag þá borgar fólk fyrir hvert einasta viðvik prestanna. Jarðafarir, skírnir, fermingar, giftingar etc. Þetta er big business.
Þetta framlag er 3 sinnum rekstur landhelgisgæslunnar. Þetta er helmingi meira en kostar að reka RUV.
Segðu mér ekki að þú sért svona blind á tölur. Þetta er alger vitfirring.
Jón Steinar Ragnarsson, 20.4.2011 kl. 21:51
Góðan dag og gleðilegt sumar og þakka athugasemdir Óskar og Jón Steinar:
Jón Steinar, þú segir:
"Allt sem þú nefnir um starf kirkjunnar er fyrst og fremst fyrir kirkjuna. Þetta er trúboð i grunninn. Meira að segja kórastarfið"
Þarna erum við ekki sammála, Jón Steinar, en auðvitað tölum við alltaf út frá okkar sjónarhóli.
Það jákvæða við að syngja í kór fyrir einstakling er gífurlega mikið: viðkomandi fær útrás fyrir sönggleði sína og nýtur samveru söngfélaga. Þetta er á við þunglyndismeðferð fyrir suma. Mig grunar að inntökuskilyrðin séu nú ekki svo svakaleg í kirkjukórana, t.d. á fámennum stöðum úti á landi.
Svo má benda á það að ekki eru allir sammála því að trúboð sé af hinu illa og þjóni kirkjustofnuninni einni en ekki fólkinu. Prédikun á að vera fagnaðarerindi. Uppbyggileg og hressandi næring og er það í mörgum tilfellum.
Kostnaður við að reka þetta batterí fer nú ekki bara laun presta. Það þarf fleira fólk til að reka batteríið, það segir sig sjálft. Kórstjórarnir, skúringafólk, kirkjuverðir, æskulýðsstarfsfólk, hljóðfæraleikarar, starfsfólk á biskupsstofu o.fl.fá sín laun. Húsnæði þarf að reka og kaupa aðbúnað o.s.frv. Kirkjan styður við listsköpun af ýmsu tagi, listin er okkur líka lífsnauðsynleg (þó ýmsir haldi öðru fram).
En eins og fram kemur í pistilinum mínum, þá má örugglega fara í það að skoða hagræðingu - hvort að hægt sé að spara einhvers staðar. Auðvitað kostar helling að reka batteríið, en það sem ég er að benda á er að peningur fer í mög svo þarfa samfélagsþjónustu.
Strákar, við ákveðum þetta ekki hér og nú en leggjum málið bara í þjóðaratkvæði. Á að leggja kirkjuna af eða ekki?
Ég tel að kirkjan sé komin til að vera, og í staðinn fyrir að hrópa burt sé mun eðlilegra að nýta hana til góðs fyrir samfélagið. Það má gera breytingar, meira að segja dramatískar, en þær verða einmitt með fólki sem er tilbúið að endurskoða og einfalda starf hennar.
Óskar bendir á Ásatrúarfélagið og Shamanista. Öllum er frjálst að vera í því, einnig Vottum Jehóva, Hvítasunnukirkjunni, kaþólsku kirkjunni, fríkirkjum ýmsum, Siðmennt o.s.frv.
Í samfélagi manna upplifa menn dýnamík - sumir með Guði og aðrir án Guðs - sumum finnst dynamíkin, eða krafturinn vera Guð.
Kirkjan er að sjálfsögðu fólkið og samspil þess bæði einslega og í samveru. Messa í kirkjuhúsi er bara eitt form.
Man eftir aðventutónleikum KK og Ellenar í Borgarleikhúsinu, þar sem stemningin var frábær. Það var ekki síður trúboð en í mörgum messum og höfðar eflaust til breiðari hóps. Söngvar á trúarlegum nótum í bland við ýmislegt annað, kertaljós og góð samvera.
Það kvartaði enginn yfir því að borga fyrir þetta, en örugglega einhver sem vildi komast en hafði ekki efni.
Jóhanna Magnúsdóttir, 21.4.2011 kl. 09:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.