Ég er hjá mér ..

Enn er ég að bögglast með Mátt viljans, í tvennum skilningi.  Ég er að lesa bókina hans Guðna Gunnarssonar og svo er ég að vinna með mátt míns vilja.  

Guðs er vissulega mátturinn og dýrðin, en mátturinn og dýrðin er líka okkar og fyrir mér er þetta  ekkert sem er aðskiljanlegt.  Ein bestu orðin sem lýsa þessu koma fram í þessum orðumi: 

Trúðu á tvennt í heimi.
Tign sem æðsta ber.
Guð í alheims geimi.
Guð í sjálfum þér.

Þetta ljóð er eftir Steingrím Thorsteinsson sem var uppi frá 1831 - 1851. 

Í Biblíunni stendur:

"Sá sem er af Guði heyrir Guðs orð."  Jóh. 8:47 

Davíðssálmur nr. 23,  Drottinn er minn hirðir er ein af mínum uppáhalds hvatningarleiðum, t.d. til að sigrast á einhverju sem ég óttast að takast á við.  Í bók Guðna Gunnarssonar skiptir hann til gamans (og alvöru) út Drottinn og setur "ég" í staðinn.  Það er áhugavert og eflandi að lesa það.  Það er ekki gert til að gera lítið úr Guði,  heldur til að ítreka þennan mátt sem er bæði Guðs og manna, óaðskiljanlegur.  Því til stuðnings, fyrir þá sem vilja leita staðfestingar í Biblíunni má t.d. bara lesa sköpunarsöguna þar sem stendur að Guð hafi skapað karl og konu í sinni mynd. Þau eru sköpuð til að skapa, sköpuð til að lýsa sem ljós heimsins.

 

Ég er minn hirðir,

mig mun ekkert bresta.

Á grænum grundum læt ég mig hvílast,

leiði mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta.

 

Ég hressi sál mína,

leiði mig um rétta vegu

fyrir sakir nafns míns.

Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,

óttast ég ekkert íllt,

því ég er hjá mér,

sproti minn og stafur hugga mig.

 

Ég bý mér borð

frammi fyrir fjendum mínum,

ég smyr höfuð mitt með olíu,

bikar minn er barmafullur.

 

Gæfa og náð fylgja mér

alla ævidaga mína,

og í húsi mínu

bý ég langa ævi.

 

Ég er minn hirðir 

mig mun ekkert bresta. 

 

Þennan sálm geta allir sungið, landamæralaust  og í vináttu við sjálfa sig og aðra. Það er svo mikilvægt að eiga vináttu sjálfs sín,  því að vissulega þekkjum við það flest að versti óvinurinn, sá sem hindrar okkur í að komast áfram í lífinu,  getur leynst í okkur sjálfum.  

Ég man eftir að hafa farið á fyrirlestur hjá Guðna, á tímabili sem ég var frekar ósátt við lífið og tilveruna. Fannst ég einmana og afskipt, en þegar ég kom heim hugsaði ég hvað ég væri frábær félagsskapur sjálfrar mín, heppin að eiga MIG.  

Guðni fjallar um Dal dimmunnar, "þegar blekkingunni sleppi komum við í dal dimmunnar" til að komast í gegnum þennan dal þurfum við að vera okkar eigið ljós og njóta dalsins.  Nóttin er ekki slæm, myrkrið er ekki slæmt þegar við göngum í gegnum það í ljósi.  

Nóttin er spennandi því þá sofum við og kveikjum oftast á draumunum okkar.  Nóttin er ekkert til að flýja, heldur til að dvelja í og njóta,  á sama hátt og gott er að dvelja í deginum og njóta. Ef við erum alltaf að bíða eftir að það komi nótt og bíða eftir að það komi dagur þá njótum við hvorugs. 

Dveldu í sjálfum/sjálfri þér, dveldu í Guði (eða því afli sem þú kýst eða upplifir) dveldu á þeim stað sem þú ert stödd/staddur í og  þannig hljótum við að lifa í hinu margrómaða Núi, ekki satt? ..

Skrifað uppí rúmi með sjálfri mér og lap-toppnum mínum (að vísu) og á meðan að ég skrifaði steingleymdi ég að ég væri með bullandi höfuðverk, sem brýst nú fram sem óður væri! ..

Eigum góðar stundir með sjálfum okkur og öðrum. Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Einarsson

Good for you.

Himnaríki er innra með þér,,,,þannig ef þú ferð til H tekurðu það meðþ

Ragnar Einarsson, 12.4.2011 kl. 21:50

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Good for you too! 

Jóhanna Magnúsdóttir, 12.4.2011 kl. 22:26

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þetta er uppáhalds sálmurinn minn...  Ég elska þegar hann er sunginn...

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.4.2011 kl. 01:08

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Sammála þér Jóna Kolla.

Jóhanna Magnúsdóttir, 13.4.2011 kl. 06:39

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er bara verið að leggja nafn Gövöðsvið hégóma?  Usssusssusss....þetta tryggir þér nú ekki himnavist.

Annars er mátturinn og dýrðin auglýsingastofa í Reykjavík, ef hún er þá ekki farin á hausinn.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.4.2011 kl. 08:02

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 13.4.2011 kl. 12:03

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Himnaríki öðlast hver sá sem nær því að vera meðvitaður. (Mín persónulega skilgreining og ekki bundin neinni sérstakri bók, þó að lesa megi það út úr ýmsum bókum).  

Jóhanna Magnúsdóttir, 13.4.2011 kl. 14:04

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Yndislegur sálmur.

Ásdís Sigurðardóttir, 13.4.2011 kl. 14:05

9 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

p.s.  ljósið innra með þér, Jón Steinar, er himnaríki.  Sá eða sú sem getur kveikt ljósið er maður sjálfur. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 13.4.2011 kl. 14:24

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mér þykir vænt um að heyra að þú sjáir ljós innan í mér.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.4.2011 kl. 22:28

11 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Jóhanna Magnúsdóttir, 14.4.2011 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband