Er enginn hagur fyrir Evrópusambandið að Ísland verði aðili? ..

„Ég tel að á þessari stundu sé enginn möguleiki á því að Ísland fái aðild að Evrópusambandinu. Á því er enginn möguleiki."

"Þetta segir Sylvester Eijffinger, prófessor í hagfræði við Tilburg-háskóla og einn ráðgjafa Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands í Icesave-deilunni, í Morgunblaðinu í dag um afleiðingar þess ef íslensk stjórnvöld efni ekki nýja Icesave-samninginn fyrir aðildarumsókn Íslands að ESB."

Halló! -  nú verð ég að viðurkenna að ég þekki ekki vel til hvað er í því fyrir Ísland að fara í ESB og á móti hvað er í því fyrir ESB, en finnst þetta svolítið dramatískt  að vegna "hegðunar" Íslendinga varðandi IceSave séu uppi svona aðdróttanir og yfirlýsingar um að Ísland fái ekki aðild. 

Mér finnst vont að þarna úti séu einhverjir aðilar sem eru með hótanir um hvernig íslenska þjóðin eigi að sitja og standa.  

Ég er fylgjandi því að fella niður múra, tengjast sem flestum - en það verður að vera á grundvelli vinskapar og bræðralags ekki einhverra þvingana og kúgunar.  

Þetta lítur ekki út fyrir að vera upphaf á fallegri vináttu ef að verið er að hóta svona. Það má taka dæmi um um par í giftingarhugleiðingum og  einhver sem tengdist brúðgumanum kæmi og segði:

„Ég tel að á þessari stundu sé enginn möguleiki á því að Kalli giftist henni Stínu.  Á því er enginn möguleiki."  

Nú, jæja ef að Kalli vill ekki Stínu þar sem hún hegðar sér ekki skv. hans geðþótta, er það ekki bara hans tap? ..

Auðvitað hljótum við að sækjast eftir "Win-Win" sambandi en ekki að fá að kúra upp í hjá einhverjum ofstopamanni.  Nú nema að íslenska þjóðarsálin sé spennt fyrir að vera undirgefin? ..   Öðru vísi mér áður brá.

"A beautiful freindship" .. 

 

 


mbl.is Hóta að standa í vegi aðildar að ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er lýsandi fyrir það sem koma skal. Ef við högum okkur ekki eins og ESB vill þá erum við ekki velkomin. Það á ekki að vera eyða skattfé Íslands sem er af skornum skammti í umræður sem að leiða ekki til neins. Gs.

Guðlaugur (IP-tala skráð) 11.4.2011 kl. 08:32

2 Smámynd: Sandy

Allar götur frá falli bankanna hefur verið hótað að við fengjum ekki inngöngu í ESB, en hver er það sem segir þessum háu herrum að íslendingar vilji yfir höfuð ganga þarna inn, höfum við verið spurð? Að minu viti höfum við ekkert þarna inn að gera. Ég er sammála því að við ættum að eiga góð samskipti við aðrar þjóðir, en við ættum að hafa þau á jafnréttisgrundvelli.

Sandy, 11.4.2011 kl. 08:57

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég vona bara að hollendingar standi við þessi orð og þeir hafni okkur sem meðlim í ESB. Ég vildi að stjórnin okkar hugsaði svona líka.

Valdimar Samúelsson, 11.4.2011 kl. 09:27

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Hvers vegna erum við með stjórn sem vinnur gegn hagsmunum almennings til að þóknast nokkrum útvöldum elítumönnum?

Sigurður Haraldsson, 11.4.2011 kl. 10:10

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ööö nei.  það er enginn hagur fyrir evrópu að fá ísland í EU.

Reyndar ekkert nema leiðindi fyrir þá vegna eilífs argaþrasáráttu ísl.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.4.2011 kl. 12:43

6 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæl Jóhanna

Ég held þetta sé alrangt mat.

ESB er félag þjóða Evrópu sem snýst fyrst og síðast um frið og hagsæld þessara þjóða.

Deilur um skiptinu á fé úr einhverju þrotabúi skiptir engu í þessu stóra samhengi.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 11.4.2011 kl. 13:23

7 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Mikið væri maður þakklátur ef maður heirði aldrei minst á ESB.Við viljum eiga Auðlindir okkar sjálfir til sjávar og sveita.

Vilhjálmur Stefánsson, 11.4.2011 kl. 13:37

8 identicon

Ég væri bara mest til í sjá afhverju þetta ESB mál er komið útí aðildarumsóknar.  Þetta var ekki það sem var lagt upp með hjá þessari verklausu stjórn en sökum hvers er SJS að leyfa þessu að ganga þetta langt?  Er það valdafíkn hjá honum?  Eru þau gömlu orðin svo kölkuð að þau sjá ekki lengra en groundhog day þar sem þau halda að morgundagurinn sé sá sami og hrunið varð? Hvað er svo málið með að Jóhanna virðist brjóta kynjalög og stuttu seinna þá fer foringjaræðið hans SJS í að taka konu sem var í fæðingarorlofi úr starfi og það kalla ég rússneska kosningu.  Hvernig er þessu liði statt í sálarlífinu? 

Og með Icesave þá skipti það greinilega engu máli fyrir ríkið því stjórnin hélt engum vörnum uppi fyrir já-inu hvort sem það var vegna þess að hún er bara vanhæf til að gera nokkurn skapaðan hlut annað hvort af áhugaleysi til að koma okkur í ESB eða bara hreinlega heimsku.

Melatonin (IP-tala skráð) 11.4.2011 kl. 17:50

9 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk fyrir athugasemdir,  er búin að vera veik í dag og hef ekki haft heilsu í að sýna viðbrögð - en þakka ykkur fyrir að taka þátt í umræðunum! 

Jóhanna Magnúsdóttir, 11.4.2011 kl. 19:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband