"Allt sem þú veitir athygli vex og dafnar" ..

Hvað sem Ólafur sagði annað í þessari yfirlýsingu sinni, þá náðu þessi orð hans um að tala upp íslenskt atvinnulíf til minna eyrna.  Ég er að lesa bók Guðna Gunnarssonar um Mátt Viljans, og á forsíðu hennar standa þau orð sem ég setti í titil "Allt sem þú veitir athygli vex og dafnar" .. 

Ef við tölum eitthvað niður þá fer það niður og ef við tölum eitthvað upp þá fer það upp, það er mín einlæga trú og ekki aðeins trú - heldur reynsla. 

Ef þú segir nógu oft við þig að ástandið sé ömurlegt, hversu miklar líkur eru á því að það verði ömurlegt áfram?  Ég myndi segja 100% líklegt ...      Þannig að "thumbs up"  fyrir forsetanum frá mínum bæjardyrum séð. Reynum að horfa hlutlaust á þessa ræðu, hvort sem okkur líkar vel við manninn eða ekki, og aðrar gjörðir hans,  hvort að þarna liggi ekki mörg sannleikskorn?  

Ég fór nýlega í heimsókn til CCP með hóp af unglingum, þar sagði leiðsögumaðurinn frá því hvað þeir græddu hrikalega mikið dag hvern.  Þar er blómlegt starf í gangi.  Samt sem áður er þetta fyrirtæki, eða forsvarsmenn þess,  með hótanir um að flýja land vegna efnahagsástandsins. 

Hvenær er nóg nóg?  Eða hvað er ég að misskilja? 

 ---

daffodil.jpg


mbl.is Hættið að tala niður íslenskt atvinnulíf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

ég er stolt af Ólafi Ragnari Grímssyni, hann er málsvarinn sem okkur hefur vantað svo lengi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.4.2011 kl. 16:07

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Ég fékk svona "feelgood" tilfinningu eftir viðtalið.  Svo vil ég bæta við hvað atvinnulíf varðar, að hér er allt vaðandi í hönnunarfyrirtækjum, nýjum og flottum kaffihúsum o.fl. o.fl.  hvernig væri að fjölmiðlar tækju svona upphafningarviku, þ.e.a.s. að veita athygli öllu því góða starfi sem er í gangi og sæju svo hvernig færi?

Jóhanna Magnúsdóttir, 10.4.2011 kl. 16:58

3 Smámynd: Dagný

Sammála. Ég brosti líka allt viðtalið og var reglulega stolt af forsetanum okkar.

Dagný, 10.4.2011 kl. 23:54

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er nefnilega málið Gylfi og Vilhjálmur hafa einmitt verið að tala málin niður með því að einblína einungis á það neikvæða. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.4.2011 kl. 09:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband