5.4.2011 | 07:31
11 kjósa JÁ, 65 kjósa NEI ... hef þetta opið út vikuna ...
Er með skoðanakönnun í gangi hér vinstra megin á síðunni. Mikill meirihluti hefur hakað við að samþykkja ekki IceSave III samninginn. Ég ætla að halda þessu opnu áfram, fá helst um 1000 manns til að taka þátt.
Vil minna á það að virða hvert annað sem manneskjur þó við séum með andstæðar skoðanir og set hér inn það sem ég sá hangandi upp á kennarastofu í Hagaskóla um Bergmál lífsins, en það er svona eitthvað í þá áttina að brosa til heimsins og heimurinn brosir til þín.
Feðgar voru í göngu upp í fjöllum.
Allt í einu, dettur sonurinn og meiðir sig og öskrar: "AAAhhhhhhhhhhh!!!"
Hann verður voða hissa þegar hann heyrir rödd einhvers staðar í fjöllunum svara sér: "AAAhhhhhhhhhhh!!!"
Af forvitni öskrar hann til baka: "Hver ertu?"
Honum er svarað: "Hver ertu?" Hann öskrar: "Hver ertu?" Honum er svarað: "Hver ertu?"
Sonurinn er orðinn pirraður og svarar: "Heigull!"
Honum er þá svarað: "Heigull!"
Sonurinn horfir á föður sinn og spyr: "Hvað er að gerast ?"
Faðirinn brosir og segir og taktu nú vel eftir:
Faðirinn öskrar upp til fjallana: "Ég dáist að þér!"
Hann fær svar: "Ég dáist að þér!"
Aftur öskrar faðirinn: "Þú ert meistari!"
Honum er svarað um hæl: "Þú ert meistari!"
Sonurinn er hissa, en skilur ekki hvað er um að vera.
Faðirinn útskýrir: Fólk kallar þetta bergmál, en í raun er þetta lífið sjálft.
Lífið gefur til baka allt sem þú segir og gerir.
Lífið endurspeglar gjörðir okkar.
Ef þú vilt meiri kærleik í heiminn í dag, byggðu upp meiri kærleik í hjarta þínu.
Ef þú vilt bæta lið þitt, bættu þig.
Þessi tenging á við um alla hluti lífsins.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:04 | Facebook
Athugasemdir
Tölurnar hafa breyst og hlutfallið líka nú eru 28 með JÁ og 66 með NEI, ca 30% á móti 70% .. spennandi að fylgjast með þróuninni.
Jóhanna Magnúsdóttir, 5.4.2011 kl. 07:49
.. 100 hafa svarað - og prósentan er akkúrat 30/70. .. Takk fyrir að taka þátt!
Jóhanna Magnúsdóttir, 5.4.2011 kl. 08:03
MYKIÐ ER ÉG ÞÉR SAMMÁLA.
Jón Sveinsson, 5.4.2011 kl. 08:49
Frábært að sjá þetta. Og sagan er alveg meirihátta, hef heyrt hana áður, en svona sögur þarf maður að heyra oft og mörgum sinnum til að muna um hvað lífið snýst.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.4.2011 kl. 09:18
já þetta er gott.
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 5.4.2011 kl. 10:30
Ég er búinn að hafa skoðanakönnun hjá mér í nokkurn tíma og svona er staðan:
Spurt er
Gunnar Th. Gunnarsson, 5.4.2011 kl. 12:03
Þú ert frábær
Jónína Dúadóttir, 5.4.2011 kl. 13:23
Ógurleg mistök, ætlaði að segja JÁ en ýtti óvart á NEI. Vona að ég geri ekki eins á laugardaginn.
Emil Hannes Valgeirsson, 5.4.2011 kl. 15:20
Jóhanna. Ég spyr oft sjálfan mig. Eru stjórnvöld aldrei samstíga fólkinu í landinu. Skynja þau aldrei huga þess s.s. í Icesafe eða ESB. Þau virðast vera virkilega á móti þegnum landsins. Ég var/er með könnun varðandi ESB og þar líka eru ca. 70% á móti og 30% með. Hreinsum Icesafe út og næst ESB.i
Valdimar Samúelsson, 5.4.2011 kl. 15:21
Við sjáum hvert stefnir .. það er mikil slagsíða á "Nei-ið" svo ég hef sterka trú á að það verði ofan á í eiginlegri atkvæðagreiðslu.
Æ, vont að þú ýttir á rangt Emil frændi!.. svona getur manni orðið fótaskortur á fingrinum!
Skoðanakannanirnar eru á svipuðu róli hjá okkur Gunnar - spurning hvort þær væru öðru vísi á öðrum miðli?
Sagan er góð - Ásthildur, og þið öll sem hafið kommentað um hana, ég féll alveg fyrir henni þegar ég sá hana.
Valdimar, ætli við verðum ekki bara að fara að stunda svona þjóðaratkvæði til að fá fram vilja þjóðarinnar?
Jóhanna Magnúsdóttir, 5.4.2011 kl. 22:12
Góðir hlutir virðast gerast, þrátt fyrir allt
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.4.2011 kl. 01:16
Þetta er allt að koma.
Jóhanna Magnúsdóttir, 6.4.2011 kl. 06:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.