1.4.2011 | 05:55
Vantrúar- og kristinnar trúar, Já - og Nei trúar fólk sameinast í bænahring fyrir IceSave á Ingólfstorgi í hádeginu í dag
Lítill fugl hvíslaði því að mér að við ættum von á hópi fólks úr ólíkum áttum, pólitískt, ópólitísk, trúar og vantrúar, og að sjálfsögðu Já- og Nei sinnum til að mynda hring á Ingólfstorgi og biðja fyrir bestu mögulegu útkomu í IceSave málinu.
Þetta eru mjög áreiðanleg skilaboð sem hægt er að treysta, enda fuglahvísl ávallt óbrigðul og óskeikul (sem páfinn) fréttauppspretta sbr. smáfugla AMX.
Öll sverð munu slíðruð, múrar milli manna felldir og farið verður með möntruna:
"Allt sem við viljum er friður á jörð"
Ath! Yoko mun því miður ekki geta verið á svæðinu, en John hefur boðað komu sína (skv. Sigurði Haraldssyni, eldgosaspámiðli) og búið er að setja ljósaseríur á steinsúlurnar sem tákna öndvegissúlur Ingólfs og munu þær gegna hlutverki friðarsúlna í dag. Hjalti Rúnar, sérlegur áhugamaður um bænahald, mun leiða samkomuna.
You Save - I(ce)Save
Flokkur: Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 07:14 | Facebook
Athugasemdir
Ég mæti... sjáumst
Jónína Dúadóttir, 1.4.2011 kl. 06:50
Sjáumst þá sprækar!
Jóhanna Magnúsdóttir, 1.4.2011 kl. 07:01
p.s. um að gera að breiða út gleðiboðskapinn!
Jóhanna Magnúsdóttir, 1.4.2011 kl. 07:54
Er þessi viðburður í tilefni dagsins?
Guðmundur Ásgeirsson, 1.4.2011 kl. 08:41
"Carpe Diem" ..
Jóhanna Magnúsdóttir, 1.4.2011 kl. 08:55
Eh 1. apríl?!
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 1.4.2011 kl. 09:10
Jóhanna Magnúsdóttir, 1.4.2011 kl. 09:29
"Breaking News" .. Justin Bieber mun leiða sönginn!
Jóhanna Magnúsdóttir, 1.4.2011 kl. 10:44
Hahahaha vildi að þetta væri virkilega að gerast.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.4.2011 kl. 11:30
Vantrú og bæn - nefnt í sömu andrá gat ekki gengið upp Jóhanna! En vel gert í tilefni dagsins!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 1.4.2011 kl. 12:04
Sammála þessu Ásthildur!
Jóhanna Magnúsdóttir, 3.4.2011 kl. 21:11
Takk Haukur, ... varð að nota tækifærið.
Jóhanna Magnúsdóttir, 3.4.2011 kl. 21:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.