"Ekki gera drauma súra" ..

Eitt af því sem ég heyrði nýlega var þessi setning:

"When the time is on you start and the pressure will be off" .. 

Það sem mér datt helst í hug var frásögn systur minnar sem sagðist hafa verið á leiðinni að taka til í geymslunni sinni í langan tíma, var með það hangandi yfir höfði sér og svo loksins þegar hún dreif í því þá tók það 15 mínútur og var mikill léttir.  (Ég er reyndar með nokkur svona "unfinished business" sem væri gott að klára og tengi því vel við þetta, efast ekki um að þú sért það líka!)

Að taka til í geymslu er svo sannarlega enginn draumur.  En þetta virkar svipað. Við erum með bók í maganum, við erum með alls konar hugmyndir og drauma sem eru að gerjast í okkur.  Hugmyndir sem við geymum og geymum og spurningin sem kemur þá upp hversu langt geymsluþolið er. Geta draumar súrnað? 

Það er talað um "pressure" í enska máltækinu.  Pressan kemur að sjálfsögðu oft innan frá. Pressan getur líka verið tákn um eldmóðinn til að gera hlutina,  svona "Carpé Diem" .. grípa daginn, grípa tækifærið þegar það berst upp í hendur þínar.  Ekki hika við þegar að tækifærið býðst.  Hvort sem þú býður þér það sjálf/ur eða það kemur utan að frá. 

Ég á mér drauma og flest eigum við drauma. Spurning hvort að við þurfum að fresta þeim eða hvort við getum byrjað að láta þá rætast, og spyrja okkur - hvað stoppar þig? Er það eitthvað utanaðkomandi eða ert þú að stöðva drauma þína sjálf/ur?  Hver er þín stærsta hindrun? 

Ég veit svarið fyrir mig: ÉG  ... Whistling

 

 

p.s. pældu aðeins í hver þín stærsta hindrun er - og hvaða úrtölurödd eða raddir þú heyrir. Ég veit að ég er mín stærsta hindrun og stunda niðurbrot með reglulegu eða óreglulegu millibili, ef það er ekki ég þá gef ég út leyfisbréf fyrir aðra að gera það, alveg í tonnum sko, jafnvel raddir úr fortíð eru með leyfisbréf!

..  Eða kannski gaf ég út leyfisbréf sem þarf að ógilda, þykist vera búin að átta mig á þessu öllu, en það er stutt í teygjunni sem kippir manni í gamla farið og þess vegna er mikilvægt að halda henni strekktri og það gerum við með að vera meðvituð um mátt hugans. 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

ALveg sammála. Ég er alltaf á leiðinni að taka til í minni geymslu

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.3.2011 kl. 09:28

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Jóhanna Magnúsdóttir, 1.4.2011 kl. 05:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband