Manneskja- ekki eins og þú, heldur bara þú ..

Á frábæru námskeiði í Opna Háskólanum í HR um lífsgæði,  fengum við fyrirlestur og æfingar í jóga.  Vænt þótti mér um að læra að gælunafnið mitt Jóga þýðir "Union" eða sameining,  ekki skóla - heldur líkama og sálar.   

Auður Bjarnadóttir hjá Jógasetrinu var leiðbeinandi okkar,  með þetta líka nærandi og jákvæða viðmót. 

Við gerðum froska-, hunda-, fjalla-, trjáa- og ég veit ekki hvað- æfingar  og allt með gleði. Það var mjög áhugavert að prófa þetta og reglan var að dæma okkur ekki.

Úff, það er erfitt og datt ég iðulega í það að dæma mig fyrir stirðleika.  Skamma sjálfa mig fyrir að hafa ekki verið að hreyfa mig nóg undanfarið.  

Í staðinn fyrir að skammast í sjálfri mér á ég auðvitað bara að byrja á 0 punkti, með hreina blaðsíðu og nýta þessa upplifun og draga af henni lærdóm.  Jú, ég þarf að liðka mig og hreyfa meira.  Ég held að Jóga gæti alveg orðið leið Jógu! 

En þetta er bara forsagan, þó að margt sitji eftir eftir að hlusta á Auði og ég hafi skrifað niður hvaða reykelsi hún notaði og ýmsan fróðleik, þá sagði hún okkur söguna af manni sem fór að læra í Sanford háskóla.  Pabbi hans gaf honum í "veganesti"  að sama hvað hann lærði og gerði, alltaf yrði einhver sem skaraði fram úr honum. (Stundum "pain in the ass" eða verkur í rass þessir foreldrar!). 

Sonurinn svaraði þá,  "það er ekki rétt - enginn getur orðið betri ég en ég" .. 

Auðvitað eigum við að leitast við að vera besta eintakið af okkur sjálfum.  Rækta þær gjafir og gáfur sem okkur eru gefnar.  "A gift" er gjöf á ensku, en þýðir líka gáfa. Það er ekki að ástæðulausu.  Það er eiginlega bara hirðuleysi að fara ekki vel með það sem okkur er gefið.  Gáfurnar okkar, hæfileikar okkar eru fræ sem við þurfum að vökva, gefa birtu og yl, akkúrat til að þær dafni. 

(Smá fróðleiksmoli úr Biblíunni - þar er talað um talentur og hvernig við förum með þær, en auðvitað eru talenturnar bara hæfileikar, sbr. talents á ensku.)

Það er mikilvægt að grafa ekki talentur sínar, hylja ekki hæfileika sína, heldur einmitt að láta ljósið skína á þig og hæfileika þína til þess að þú náir að skína.  

Allir hafa hæfileika, en á mismunandi sviðum.  Það er mikilvægt að lista upp sína hæfileika - sína kosti, því þannig er auðveldara að rækta þá.  Ef þú ert í vafa, spurðu þá fólkið í kringum þig.  Hvaða kosti hef ég? ..  Það á eftir að koma þér á óvart hvað þú hefur í raun marga kosti. Sjálfsþekking er mikilvæg, einmitt til þess að við getum kannast við og ræktað hið góða,  það sem við veitum athygli vex. (Það er staðreynd). 

Þegar við áttum okkur á því að engin/n verður betri við en við, þá er líka mikilvægt að sættast við okkur sjálf, og reyndar ekki bara að sættast, heldur að þykja vænt um okkur sjálf. 

Það verður aldrei neinn betri þér í að vera þú ..  takmarkinu er náð þegar við höfum gert okkar besta, en ekki besta einhvers annars!

 

Þú ert dásamleg sköpun, 

sem ert gerð til að blómstra og ilma

Gefa angan þína öðrum

svo þeir fái að blómstra og ilma.  

lotus_flower_imgp7600-650.jpg

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dagný

Góður og uppörvandi pistill. Hún Auður í Jógasetrinu hefur svo sannarlega breitt út ilminn sinn og látið aðra blómstra

Dagný, 30.3.2011 kl. 09:42

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Elli minn fór í jógatíma hjá Mörthu Ernst um daginn, ætlar að taka mig með næst þegar hann fer.  Ætla að skoða þetta.  Hitti reyndar vini mína í Austurríki sem tantra eða hvað það nú heitir, og kenndu mér þessi orð sem þau hafa til að tala til almættisins.  Ég nota þau mikið þegar ég er á niðurleið.  Þetta er yndislegt fólk sem hefur umvafið dóttur mína og fjölskyldu.  Það er svo gott að finna fallegar manneskjur sem eru gangandi englar hér á jörðinni og gefa af sér innri gleði og umhyggju.  Þú er líka þannig manneskja. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.3.2011 kl. 11:28

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Þakka þér fyrir Dagný, varð einmitt vör við þennan ilm.

Jóhanna Magnúsdóttir, 30.3.2011 kl. 21:11

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Frábært Ásthildur, ég held að þetta sé sniðugt að iðka með maka sínum ;-)

Og TAKK fyrir falleg orð í minn garð.

Jóhanna Magnúsdóttir, 30.3.2011 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband