15.2.2011 | 08:30
Smá svona "andans" í þjóðmálaumræðuna ...
Okkur mörgum líður eins og Ísland sé í einhvers konar "allt að fara til andskotans" ástandi í efnahagsmálum og pólitík. Vissulega hafi komið kreppa og efnahagshrun, en úrvinnslan sé einna verst. Það er að segja hvernig uppbygging hefur farið fram, eða hvernig hún hefði átt að fara fram. Þar er hver höndin upp á móti annari, en vantar mikið upp á "Love, peace and harmony" .. eða ást, frið og samkennd.
Nú standa mál eins og Icesave og skólamálin hæst - og ekki að ástæðulausu. Þarna er annars vegar verið að ræða fjárhagsgrundvöll eða hluta fjárhagsgrundvallar þjóðar, og hins vegar menntunargrunn þjóðar. Það er ekkert smáræði.
Grunnurinn, eða stoðirnar skipta nefnilega öllu máli, og að þeim ber að hlúa og þær skal styrkja.
Þegar að svona herjar á, eru margir kvíðnir, leiðir, þungir, vonlitlir o.s.frv. (ég verð bara leið af því að skrifa svona mikið af neikvæðum orðum!!!)
Við þurfum að hleypa inn fersku og jákvæðu lofti, fylla lungun af gleði og kærleika og sjá hvort að með því er ekki hægt að fara að starfa saman - en ekki sundur eins og búið er að gera undanfarið. Breyta niðurrifi í uppbyggingu. Því að t.d. þessi niðurskurður í skólamálum er ekkert annað en að rífa stoðir undan þjóðfélaginu! Það þarf að horfa í yfir-yfirstjórnun, bílastyrki, fríðindi, stjórnarsetuþóknanir (ofan á súperlaun) öll þessi "duldu" laun, sem að almennt launafólk fær ekki og gætu verið, þegar saman safnast, peningar sem gætu nýst til að viðhalda og bæta um betur skólakerfið og fagmennskuna. Það þarf að fara fram á mannsæmandi lágmarkslaun, OG það má alveg líka setja hatt á hámarkslaun. Ég fullyrði að það hefur enginn gott af því að fá meira en milljón í laun á mánuði! .. (reyndar er það óþarflega há upphæð). "Toppurinn" þarf líka að átta sig á því að ef að grunnurinn hrynur þá hrynur hann með og hvar stendur hann þá, þegar að ekki er lið til að halda honum uppi?
En hvað getum við gert, hér og nú? Byrjað á því að breyta hugarfarinu, hugsað jákvætt, dregið að okkur jákvæðni eins og segulstál og sent alla okkar jákvæðu orku í allar áttir.
"Low energy attracts low energy. By
changing your inner thoughts to the
higher frequencies of love, harmony,
kindness, peace, and joy, you'll attract
more of the same, and you'll have
those higher energies to give away."
Dr Wayne Dyer
(Lausl. þýðing) Veik orka dregur að sér veika orku. Með því að breyta hugsunum okkar í sterkari orkusvið kærleika, samkenndar, góðvildar, friðar og gleði, dregur þú að þér hið sama, og þú hefur þessa sterku orku að gefa.
Tölum fallega um hvert annað - við erum öll jafngild sem manneskjur og eigum að njóta virðingar og mannhelgi sem slík. Hvað við gerum og störfum er svo önnur "ella" .. en það er auðvitað plús að það sé virðingarvert og sé í þágu bæði okkar og samfélagsins. (Ekki bara okkar)
(Fyrir raunvísindamennina: Hér er orka ekki eðlisfræðilegt hugtak ;-)) ..
Athugasemdir
Veistu, þetta fer allt í eina hönk hjá þér þegar þú ferð út í orkusvið og svoleiðis; Svona "The secret" dæmi sem flestir vita að var ekkert nema enn eitt svindlið til að plata peninga af fólki.
Þannig að þú mátt taka allt út sem minnist á slíkt, Þessi Dr Væl Skæl blah... annað var ágætt
Peace :)
doctore (IP-tala skráð) 15.2.2011 kl. 09:04
doctore, þú ert bara flottur þó ég sé ekki sammála þér í þessu, því meira skæl og væl (eins og þú kallar það) því betri útkoma.
Takk Jóhanna mín fyrir góðan pistil.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.2.2011 kl. 11:11
Ég veit satt að segja ekki hvorir eru betri, trúleysinginn sem ekki er aðeins laus við trú á Guð, heldur líka persónulega mjög illa við hann (eða hugmyndina) og virðist fá eitthvað kikk út úr því að mannleg hegðun mun aldrei skána, eða frjálslyndi krissinn sem líður verst vegna þess að honum líður ekki ver.
Einhvern veginn virðist að ekki hjálpa lengur að hafa yfir hið augljósa; sameinaðir stöndum vér o.s.f.r. Verum jákvæð o.s.f.v.
Til þess að öðlast "jákvætt" hugarfar, þarf að skilgreina hvað jákvætt þýðir og þar stendur hnífurinn í þessum vanhelga gullkálfi. Þingmönnum mörgum finnst jákvætt að samþykkja Icesave 3, aðrir telja það neikvætt og vilja tækifæri til að hafna samningunum. -
Og svo almennt um jákvætt hugarfar. Það hefur engin lengur traust, hvað þá umboð, til að skilgreina fyrir lýðinn hvað jákvætt hugarfar er. Predikarar með umvöndunum sínum eru bara álitnir haldnir púrítaníksum ótta um að einhver sé hamingjusamur einhversstaðar og margir "syndarar" óska þess að þeir sem segjast endurfæddir hefðu aldrei fæðst í fyrra sinnið, vegna þess hve sjálfumglaðir þeir eru.
Stjórnmálamenn eru allir með sama markinu brenndir þannig að krakkar spyrja mömmur sínar hvort þeir hafi fæðst svona illir eða hvort umhverfið hafi gert þá svona. ÞAð er ekki hægt að vonast eftir miklu úr þeirri átt, alla vega.
Þú ræðir skólakerfið og gildi menntunar. Hvers virði er menntun sem leiðir af sér þjóðfélag á borð við það sem nú blasir við Íslendingum? Íslendingar hafa sama viðhorf til menntunar og kynlífs, það er allt í lagi svo sem, svo fremi sem þú þarft ekki að borga fyrir það.
Svanur Gísli Þorkelsson, 15.2.2011 kl. 13:25
Trúarbrögð/guðir eru öfl kúgunar Svanur; Sjáðu bara sjálfan þig, þú kúgar sjálfan þig með trúarbrögðum sem hata það sem þú ert.
Þú neitar að sjá kúgunina vegna græðgi í það sem þú getur ekki fengið..
Menntun gerði samfélagið ekki það sem það var... þetta var heldur ekki allt samfélagið, bara nokkrir siðleysingjar.
Jesú myndi fyrirgefa þessum mönnum, samkvæmt hornsteini íslands.. Just kiss his imaginary ass, say he rules; Bang all clear
doctore (IP-tala skráð) 15.2.2011 kl. 13:55
Mesta græðgin sem til er hlýtur að vera egó flipp þeirra sem loka augunum og ekkert vilja sá, en öfundast þess í stað út í þá sem horfa óhikað í kringum sig.
Græðgi þeirra í völd yfir náunga sínum er blönduð sjálfsmeðaumkun því þeir reyna stöðugt að réttlæta sig með að telja sjálfum sér trú um að þeir séu "röddin í eyðimörkinni" með sannleikann sem gerir aðra frjálsa.
Að þessu sinni er stóri sannleikurinn, að ef fólk sem fylgir eigin sannfæringu er það að láta skoðanir sínar kúga sig. Heyr, heyr eyðimerkurröddina DoctorE.
Ef menntunin var og er svona góð þá mundu þessi nokkru rotnu epli ekki hafa náð að spilla hinum. En það sem verra er, vandræðagangurinn við að koma þessum eplum úr tunnunni og ganga frá öðrum afleiðingum rotnunarinnar ber þess vitni að þjóðin er heltekin af efnishyggju - Íslendingar skeyta langflestir aðeins um peninga. Það er eins og þeir hafi aldrei vitað um neitt annað sem er þess virði að sækjast eftir því. - Ég kenni um menntun og uppeldi sem byggir eingöngu á efnishyggju.
Svanur Gísli Þorkelsson, 15.2.2011 kl. 14:39
Græðgi þín Svanur er að þú telur sjálfan þig vera svo spes... að þú ferð og dýrkar hreina vitleysu, vitleysu sem hatar þig að auki; Allt þetta bara vegna þess að þú ert svo gráðugur í eilífi líf; Þú ert tilbúinn að sleppa vitinu fyrir þessa græðgi þína.
Sjáðu svo mig.. ég er dauður þegar ég er dauður, game over: Ég fór ekki í neitt fjármálasukk, hreinlega hafnaði Glitni þegar hann bauð mér upp á fjármálasukk í upphafi ársins 2008.
Og hættu svo að bulla um að þetta sé menntun að kenna, þú ert eins og fáráðlingur þegar þú talar svona; Er hreinlega búinn að gleyma allr mannkynssögunni, þar sem þetta "andlega" crap sem þú vælir svo mikið um, hreinlega tróð fólk ofa<n í ræsið, þetta "andlega" var hreinlega búið til, til þess eins að gera fólk ánægt með vosbúðina í ræsinu.
Þetta er ekki skoðun sem þú ert með Svanur, þetta er græðgi í sinni tærustu mynd... útrásarvíkingar eru peð/lömb á miðað við útrásarmumma/útrásarsússa/útrásargudda.
Mundu líka eitt, um leið og þú ætlar að tala um Stalín og aðra.. þeir vildu einmitt vera útrásarguddar
Svo deyr Svanur, game over; Whole life wasted on greed
doctore (IP-tala skráð) 15.2.2011 kl. 15:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.