Menntavegurinn genginn eins og Fimmvörðuháls - til gleði og góðs ..

Þar sem ég er (enn) að starfa að skólamálum, rifjaðist upp þessi dæmisaga sem ég skrifaði á bloggið árið 2008. Hún er í raun klassísk og langar mig að deila henni á ný! ;-) .. smá endurskoðaðri og uppfærðri.

SmileCoolSmileGrinCoolKissing

Þegar ég fór í göngu sem bar reyndar heitið "Gengið til góðs"  að hausti 2008 yfir Fimmvörðuháls, hafði allt göngufólki sama takmark (fyrir utan auðvitað að ganga til góðs):  

Það að komast í Þórsmörk og halda veislu í framhaldinu. Ég hafði lesið á upplýsingavef að þessi ganga tæki um 9 - 10 klst með stoppum.  Alveg frá upphafi hafði verið í boði að hópurinn myndi skiptast; þ.e.a.s. um tuttugu af sjötíu manns ætluðu að þiggja rútufar hluta leiðarinnar, sem var í raun mest upp í móti.

Þegar við hin, fimmtíu höfðum gengið í ca. 30 mínútur, sáum við að teygst hafði úr hópnum leiðsögumenn ákváðu að skipta honum í tvennt.  Þá sem völdu að ganga hratt og þá sem völdu að ganga hægar.

Þeir sem notuðu rútuna, eru að sjálfsögðu eins og þeir nemendur sem þurfa meiri stuðning upp erfiðasta hjallann. 

Þeir sem vilja fara hratt, eru þeir sem finnst ekkert gaman að göngu, nema spretta vel úr spori og svitna ærlega.

Þriðji hópurinn er þá sá hópur sem vill fara nokkuð hratt og örugglega, en gefa sér þó tíma til að njóta útsýnis, taka sér góðar pásur, eins og nemendur sem vilja njóta meira félagslífs.

Það sem gerist þegar stór hópur gengur saman, er að einhverjir dragast aftur úr og aðrir vilja ganga hraðar. Ef þess er krafist að sá hópur sem vill ganga hraðar er alltaf að bíða eftir hinum, fer honum að leiðast, hann kólnar niður og gleðin yfir göngunni minnkar. 

Það sama er um miðhópinn, honum leiðist að bíða eftir þeim hægfarnasta, og bæði hægfarnasta og miðhópnum leiðist að láta bíða eftir sér og finnst þeir vera skyldugir að flýta sér því þeir, annað hvort, geta það ekki, eða njóta þá ekki göngunnar sem skyldi.

Að setja sama tíma á alla nemendur t.d.  í framhaldsskóla; fjögur ár, er að mínu mati orðið úrelt fyrirbæri. Ég held að við getum minnkað skólaleiða að miklu marki og brottfall í framhaldi af því.

Allir eiga að geta keppt að sama lokamarkmiði, á sínum hraða innan ákveðins ramma, ef vel er að verki staðið.

Þetta var nú það sem ég var að pæla í 2008, en þá var ég líka starfandi aðstoðarskólastjóri í Menntaskólanum Hraðbraut og þekkti vel þessa nemendur sem þurftu aukinn hraða til að hafa gaman af náminu, nú eða aðra aðferðafræði við námið.  Enn er ég að starfa með nemendum og enn að hindra brottfall nemenda.

 

Munum að gleðin er eitt aðal veganesti til að ná árangri (ég heyrði það á virðulegu námskeiði í HR)

- hvort sem er í námi eða bara í lífinu sjálfu.

Til að nemendur upplifi gleði þurfa þeir að hafa verkefni við hæfi.  

Gleðilaust nám = leiðinlegt nám! ..  

skoppa og skrítla

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Alltaf góð Jóhanna mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.3.2011 kl. 17:30

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk Ásthildur mín!

Jóhanna Magnúsdóttir, 3.3.2011 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband