Óformleg skoðanakönnun - hvernig myndir þú kjósa um Icesave?

Ég setti fram einfaldar (sumir sögðu barnalegar) pælingar varðandi Icesave á blogginu hér á undan, margir hafa komið til að tjá sig.  Ég setti þetta fram eins einfalt og mér var unnt, vegna þess að ég er hreint ekkert viss um að meðaljóninn skilji hvað um er að ræða.  Þá er ég að tala um svona bara fólk sem er ekkert að kafa mjög djúpt í pólitík eða efnahagslíf, heldur hefur bara greind eða er upptekið á öðrum sviðum!

Það er augljóst, ennþá, að sitt sýnist hverjum.  Margir hafa kallað eftir þjóðaratkvæði,  en spurningin má að sjálfsögðu ekki vera: "Eigum við að borga eða ekki borga?" eins og mér finnst svo margir hafa skilið þetta.  Þetta er spurningin um hvort að samþykkja eigi nýja Icesave samninginn og þá vissulega borga.  Þó ekki eins mikið og kom fram í fyrri samningi,  eða hvort að Íslendingar eigi að freista þess að fara dómstólaleið og láta sækja peningana til sín,  nú eða ekki.  Ef við vissum hvar dómurinn félli, þá væri þetta engin spurning,  en möguleiki er á því að dómurinn falli okkur í óhag. 

Er sú áhætta, að fara mögulega fyrir dómstóla,  of stór?  

Er áhættan við að skrifa undir nýja samninginn of stór? 

Er þetta s.s. spurning um áhættu? 

Ef hver og einn hugsar fyrir sig, þetta væri hans eigið heimili og fjölskylda.   Hann gæti valið um að semja um skuldir sem væri samt ekki 100% víst að hann ætti að borga,  eða að láta sækja það til sín eftir dómstólaleið.  Hvort myndir þú velja? 

Nú ert þú þingmaður og þarft að segja Nei eða Já - nú eða sitja hjá.  Ég set upp skoðanakönnun og endilega taka þátt. 

"Þingmaður og svarið er ......... "

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

skoðanakönnunin er hér til vinstri á síðunni - frá þér séð ;-)

Jóhanna Magnúsdóttir, 6.2.2011 kl. 10:05

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Fékk góða ábendingu, þar sem upphaflega hljóðaði annað svarið upp á að velja dómstólaleið, en mér var bent á (sem er að sjálfsögðu rétt) að dómstólaleiðin er ekki mál Íslands.  "Það sé nefnilega mál kröfuhafa, eins og venja er í kröfurétti. Sá, sem sætir kröfu, leggur ekki mál fyrir dóm að fyrra bragði."

Ég leyfði mér því að breyta svörunum - en þó bara til að svara nei eða já hvort að fólk myndi vilja að skrifað yrði undir nýja  Icesavesamninginn eða ekki. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 6.2.2011 kl. 10:41

3 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Niðurstaðan verður áhugaverð...

Ágúst H Bjarnason, 6.2.2011 kl. 11:35

4 identicon

Mér finnst að fólk/almenningur verði að fá að kynna sér - eða fá almennilega kynningu á þessum nýja samningi. Hann er flókinn og maaaargar blaðsíður og ekki fyrir hvern sem er að átta sig á því hvað í honum felst. - án þess að vera að gera lítið úr fólki. Mér finnst alveg hafa gleymst að kynna innihaldið. Hvernig væri að eyða tíma í það? Hver er nákvæmlega munurinn frá síðasta samningi? hvernig er þessi öðruvísi? Hvað gæti gerst ef... eignir Landsbankans verða meiri/minni en nú er vitað...? Hvað með gengið?

tvístígandi (IP-tala skráð) 6.2.2011 kl. 22:14

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Myndir þú vilja að skrifað yrði undir nýja Icesave samninginn?

Nei, ég vil ekki að skrifað sé undir nýja Icesavesamninginn. 67,9%

Já, ég vil að skrifað sé undir nýja Icesavesamninginn. 30,8%

Ég sit hjá 1,3%

159 hafa svara

Jóhanna Magnúsdóttir, 9.2.2011 kl. 08:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband