Jarí, jarí á sunnudagsmorgni ... og þrjú mikilvæg atriði til að öðlast hamingjuna

Góðan dag, hér ætla ég aðeins að tala um daginn og veginn, sem sumir kalla "jarí, jarí".. 

Ég er búin að vera lasin eiginlega alla vikuna og var orðin nett óþolinmóð að fá hausinn á mér aftur í lag (eins og hann hafi einhvern tímann verið það?) og heilsuna. Þetta er allt að koma. Ég reyndi samviskusamlega að mæta í vinnu á fimmtudag, en bara svitnaði og kólnaði til skiptis og höfuðið virkaði ekki alveg, mundi ekki einu sinni lykilorðið inn á tölvuna mína, sem er mjööög einfalt.  Af þessum orsökum missti ég líka af vinnustaðagleðinni sem var á föstudag, sem mér finnst ferlega leiðinlegt, því það er gaman að kynnast nýjum vinnufélögum í gegnum annað en bara að vinna saman. 

Nóg um það, ég var að horfa á hálfgerða hryllingsmynd í gærkvöldi, einhvers konar samsæriskenningu um Elítu í Ameríku sem stjórnaði heiminum. Meira að segja gæti stjórnað því hvar hvirfilvindar lentu með einhverri rafeindatækni. Þetta var ekki bíómynd heldur heimildarmynd!!  Hverju á maður að trúa?  En auðvitað dreymdi mig illa eftir svona samsæriskenningar. Þeir sögðu frá því að þessi Elíta stjórnaði efnahagskerfi heimsins. Árið 2011 á dollarinn að falla það hratt að fólk í BNA á ekki eftir að hafa efni á að versla sér í matinn,  það verði þó til nægur matur í hillum búðanna.  Ég slökkti á þessu í miðju kafi, en sýndist að þeir væru búnir að ákveða þriðju heimsstyrjöldina 2012 líka.  Það er einhver Lindsey Williams sem segist vera í sérstöku sambandi við þessa Elites - en svarið við hugmyndum hans má sjá hér: 

Í gær fékk ég hringingu frá Saga film - en ég er á skrá þar sem aukaleikari, og beðin um að koma í smá "gig" í dag. Ég fer í það í smástund en svo er aðal "gigið" að fara með mömmu í boð til Margrétar konunnar hans Jóns frænda heitins, sem hefði orðið 80 ára 26. janúar sl. hefði hann lifað blessaður. 

Gaman hvað þau eru ræktarleg,  föðurfjölskyldan mín, og dugleg að kalla fólk saman. 

Ég er enn að bíða eftir að fá íbúð, en er orðin mjög heit með íbúð hér á Holtsgötunni í sama húsi og Hulda systir.  Ég sakna fjölskyldulífs MJÖG mikið,  langar ekkert meira en að sameina börnin mín, en það verður víst biðtími í það af ýmsum aðstæðum. Stærsta er auðvitað sú að sú elsta, Eva Lind, er í Danmörku með sína fjölskyldu. 

Ég er ungamamma í hjarta mínu, langar svo að hafa ungana mína undir vængnum - en veit að það er kolröng hugsun. Þeir eru löngu flognir úr hreiðrinu og orðin vel fleyg og þurfa ekki að vera undir væng móður sinnar.  Það er meira mín þörf en þeirra. 

Jæja, þetta var mitt jarí, jarí .. á sunnudagsmorgni.  Svolítið persónulegt - en það er ég. Ég er persónuleg og sit uppi með sjálfa mig. 

Að lokum; verð að deila þessu.  Var að lesa á bloggsíðu Magga Múr: 

Eftir tveggja áratuga íhugun hefur Abraham komist að þeirri niðurstöðu að þrjú atriði eru mikilvægust til að öðlast hamingjuna;

1. Hugsaðu góðar hugsanir.

2. Drekktu meira vatn.

3. Andaða djúpt. 

www.abraham-hicks.com  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Frábær eins og alltaf, en hvað ég skil ungamömmuna í þér, ég er svona líka.  Tek undir þetta með atriðin þrjú.  Knús inn í daginn Jóhanna mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.1.2011 kl. 10:17

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Góðan dag Ásthildur, ég svolgra í mig vatni, anda djúpt og hugsa hamingjusamar hugsanir!

Jóhanna Magnúsdóttir, 30.1.2011 kl. 11:02

3 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Góð hugvekja á sunnudegi, frænka. ,,Ég er persónuleg og sit uppi með sjálfa mig". Góð :-) Og lífsreglurnar jafngóðar. Hef reynt að hafa það í huga þegar ég blogga, en krefst hörku stundum.

Jón Baldur Lorange, 30.1.2011 kl. 17:23

4 identicon

Hjartans þakkir, Jóhanna mín, fyrir að senda mér tengilinn á færsluna þína frá því í nóvember þetta er góð speki, ég ætla að reyna að tileinka mér hana

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 21:01

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heyr, heyr

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 31.1.2011 kl. 01:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband