1.12.2010 | 09:44
Að vera kát en ekki óþolandi kát ...
Í dag vaknaði ég glöð - og var með ákveðið lag í huga frá Peggy Lee - "vinkonu" minni frá unga aldri. Ég hafði nefnilega verið að hlusta á það á Youtube í gærkvöldi og var svo ánægð að muna eftir því í morgun og hlusta á það. Ég hljóma auðvitað eins og einhver óþólandi kát manneskja - en ef það gleður einhvern að ég er ekki óþolandi kát, þá játast ég því alveg. Ég er bara í uppbyggingu og það gengur svona fj.... vel! Framkvæmd og afleiðing er svona keðjuverkandi. Úr því ég get grátið yfir sorgarlögum þá get ég hlegið yfir gleðilögum og hvort á ég þá að velja svona í morgunsárið? ...
Það er fleira sem er gott að velja - og ég hlustaði á fólk í gær ræða það. Það er gott að velja það að tala ekki illa um aðra, gagnrýna ekki og kvarta. Um leið og við einbeitum okkur að því að leita eftir kostum þeirra sem í kringum okkur eru (stundum okkar nánustu) þá fer okkur sjálfum ósjálfrátt að líða betur - svo þetta er að sjálfsögðu allt upphugsað í eigingjörnum tilgangi. Þ.e.a.s. til að OKKUR líði vel.
Þetta er þessi pæling að meðmæla en ekki mótmæla. Tala vel um en ekki illa. Vera glaður með en ekki fúll á móti ... og svo framvegis.
Þetta er líka spurning um virðingu fyrir náunganum og ekki síst sjálfum sér. Að virða náungann þýðir ekki að við þurfum að virða skoðanir hans - þar liggur oft misskilningurinn.
En fyrst og fremst þurfum við að virða okkur sjálf, nærast á hinu góða til að geta gefið gott af okkur.
Ég óska öllum til hamingju með 1. desember 2010 en það er ekki verra að hafa svona 1. dag mánaðar sem svona upphafspunkt að því að íhuga sín viðhorf og hvort betur megi vanda sig gagnvart sjáflum sér eða öðrum.
Takið ekki textann um að henda pillunum of alvarlega ... Pillur eru ekki "all bad" ..
Athugasemdir
Aldrei hef ég vitað til þess að hægt sé að vera "óþolandi kátur", en vera kanna ð þeim sem hafa ekki glaðlegt lundarfar mislíki kátína annarra.
Í guðs bænum Jóhanna, haltu áfram að vera svona jákvæð og glöð, hoppaðu og dansaðu af vild eftir lögum bernskuáranna og njóttu þess að vera til.
Lífið er að mörgu leiti óskrifað blað, við getum, ráðið hvort við gerum það skemmtilegt eða leiðinlegt.
Mestu og sterkustu hetjurnar geta verið glaðar á erfiðum tímum, því það kostar vinnu.
Það er ekkert mál að vera glaður á góðum tímum, það er nefnilega sjálfsprottið.
Jón Ríkharðsson, 1.12.2010 kl. 18:08
Þú hittir naglann á höfuðið Jón - það er það sem ég meinti með "óþolandi kát" þ.e.a.s. að sumir eiga erfitt með að þola kátínu annarra.
Líf mitt er langt í frá dans á rósum - og hefur stundum eiginlega verið bara dans á þyrnum, en ég rembist eins og rjúpan við staurinn að velja viðbrögð mín en ekki bregðast við og er hreinlega í aðhaldi góðs fólks við það.
"Bikar minn er barmafullur" er setning sem ég kannast allt of vel við ..
En fúllyndi kemur mér ekki langt .. en brosið hefur bjargað oftar en ekki! ..
Jóhanna Magnúsdóttir, 2.12.2010 kl. 00:33
Er nú ekki eitthvað að þeim sem þola ekki kátínu annarra, tel það vera svo, en Jóhanna mín þú ert bara flott og við megum alveg vera kát og upplifa gamla góða tíma
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.12.2010 kl. 18:01
Ég hef nú fengið kvörtun einu sinni, eða tvisvar!
Jóhanna Magnúsdóttir, 3.12.2010 kl. 01:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.