Þetta eru gamlar fréttir ...

Ekki lifa í gegnum sjónvarpið .. hugleiðing

"Ég fann gamla "Viku" síðan 1980 og þar var grein um skaðsemi sjónvarps á börn. Hmm.. við erum nú búin að vita þetta lengi. Það sem mér fannst áhugaverðast við greinina var að þar var ekki verið að tala um innihald þess efnis sem verið var að sýna heldur um tímann. Tímann sem börnin nota í að horfa á sjónvarp. Ef þau væru ekki að horfa  (eða í tölvunum) hvað væru þau að gera?

Úti að leika - eflaust. Ég er af þeirri kynslóð sem var úti alltaf þegar færi gafst.  Kom heim úr skólanum og henti frá mér skólatöskunni og hljóp útá stétt. Þar fann maður yfirleitt leikfélaga og ef ekki þá var bara smalað úr næstu húsum. Saltað brauð, fallin spýta, stórfiskaleikur .. hvað sem  var leikið. Á veturna var leikið í snjónum - og verið á skautum á öllum þeim pollum sem fundust. Þetta er svaka nostalgía, en stundum óttast ég hvert við erum komin með börnin okkar. Tæknin hefur stolið leiknum þeirra. Þau horfa á aðra "leika" í sjónvarpi og eru mötuð."

Svona voru nú pælingar mínar árið 2006.  Þær eiga ennþá við,  tíminn er líklegast orðinn meiri fyrir framan tölvu en var árið 2006,  þekki það a.m.k. sjálf,  ver sjálf meiri tíma við tölvuna núna  en við sjónvarpið.  Í raun allt of miklum tíma. 

Hvað með þig?  


mbl.is Sjónvarp ógnar geðheilsu barna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Já þetta eru gamlar fréttir...

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.10.2010 kl. 01:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband