Úlfar Þormóðsson, Guð og bláberin ..

Ég fylgdist með viðtali við Úlfar Þormóðsson í Kastljósi í gær þar sem hann lýsti leit sinni að Guði í Biblíunni.  

Það skrítna við viðtalið var að hann sagðist hafa leitað með Guði.  Skil því ekki hvers vegna hann var að leita að einhverju/m sem hann hafði þegar fundið?  Jæja. 

Sá Guð eða guðsmynd sem hafði hans athygli var hinn vondi Guð sem eyddi heilum þorpum og var bara hreint og út illgjörn vera eða hugmynd. 

Ég ætti ekki að þurfa að skrifa þetta en finnst ég þurfa það að gefnu tilefni: 

Þegar að þessar guðshugmyndir eru settar fram fyrir þúsundum ára, þá er menntun og þekking manna á því stigi að þeir álíta að þruma sé rödd Guðs, náttúruhamfarir og sjúkdómar séu hefnd Guðs o.s.frv. 

Það eru vissulega einhverjir á því "stigi" enn í dag, jafnvel þó að þekking heimsins hafi sýnt fram á annað. 

Úlfar kvartaði undan því að prestar týndu aðeins bestu berin, eins og bláberin - hin safaríku. 

Hvers vegna ekki? 

Ef við værum skynlaus og/eða viljalaus - þá myndum við kannski leggja okkur til munns súr, vond eða jafnvel eitruð ber.  En er maðurinn þannig?

Af hverju skyldum við ekki velja hið góða og hafna hinu illa?  Mér finnst hann algjörlega fara fram hjá hinum frjálsa vilja.  

Ef að vilji einhvers er að finna illan Guð þá finnur hann örugglega illan Guð.  En ef þú leitar að kærleiksríkum Guði þá finnur þú kærleiksríkan Guð. 

Nýlega kom ég upp í sumarbústað og hitti þar fyrir föðursystur mína,  hún bauð mér nýtínd bláber með grískri jógúrt - nammi, namm. 

Ég held að Úlfar hafi leitað langt yfir skammt og lesið of mikið til að leita að Guði,  því að Guð er í hjarta hvers manns.                                               

blaber.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Er ekki komin með sjónvarpið í tengingu, svo eigi sá ég þetta viðtal, en góður pistill hjá þér vinkona eins og ævilega
Kveðja
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.9.2010 kl. 09:25

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Sæl Milla mín, ég ætla að reyna að setja tengil á viðtalið. Er með nýlega tölvu og er enn að læra á hana.

kær kveðja,

Jóhanna

Jóhanna Magnúsdóttir, 16.9.2010 kl. 09:31

3 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Þormóður var bara að segja að guð í biblíunni sé ekki sá guð sem klerkarnir tala um að sé að finna í henni. Siðaboðskapurinn er tvístraður og oft skrýtinn, hegðun guðs stundum óþverraleg og fleira í þeim dúr.

Biblían í heild er að hans mati ekki lýsing á góðum guði. Svo einfalt er það. Það ætti hver heilsteypt manneskja að geta sætt sig við að sé eðlileg niðurstaða sumra af að lesa þetta rit. Það að prestar velji bara berin úr bókinni eftir hentugleika virkar óheiðarlegt á suma og sem djúp speki á aðra.

Helgi Seljan átt i hinsvegar augljóslega í mestu erfiðleikum við að tala við heiðarlegan mann með óvinsælar skoðanir. Það fannst mér eiginlega pínlegast við þetta viðtal.

Kristinn Theódórsson, 16.9.2010 kl. 09:38

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það væri gaman að hlusta á svona rassbögu

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.9.2010 kl. 09:39

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

"Þormóður var bara að segja að guð í biblíunni sé ekki sá guð sem klerkarnir tala um að sé að finna í henni."

Veistu hvað það eru margir "guðir" í Biblíunni Kristinn, eða guðsmyndir?  Þær eru örugglega jafn margar og berjategundir á Íslandi eða fleiri. Ég er ekki svo klár í náttúrufræði.  Á einum stað stendur t.d. "Guð er kærleikur" .. 

Ég er langt frá því að vilja upphefja bók sem heilaga.  Manneskjan er mun heilagri fyrir mér og þess vegna tel ég að hún geti og eigi að velja hið góða frá hinu illa. 

Biblían er vissulega sönn, því að hún er eins og lífið. Í henni er allt frá hinu ljótasta til hins fegursta.  EN hana á EKKI að lesa með innblæstri manna sem voru uppi í fortíð. 

Fólk á að lesa hana með sínum eigin innblæstri, hvort sem það trúir því að það sé með Guð í hjarta eða standi algjörlega eitt og óstutt.  Það er viðhorf manneskjunnar sem skiptir máli.  Sá sem hefur tileinkað sér illsku nýtir sér illskuna í Biblíunni,  á því er engin spurning og þess vegna hef ég persónulega varað við Biblíunni og tel reyndar í sumum tilvikum að hún sé hættuleg.  Akkúrat vegna þess að menn setja ábyrgðina á hana (segja það vera Guð) í staðinn fyrir að taka ábyrgð sjálfir. 

Spurningin stendur eftir hvort við séum fær um að greina á mili berjanna, eða hvort að við étum þau án umhugsunar.  Svipuð líking og um að éta eitthvað hrátt. 

Mér fannst Úlfar Þormóðsson minna á ákveðinn læknisgrímuklæddan einstakling á blogginu ef ég á að vera hreinskilin, þó í mun hógværari útgáfu.  

Helgi Seljan átti erfitt, sammála því, enda eflaust óvanur að tjá sig um trúmál. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 16.9.2010 kl. 09:50

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

.. nú verð ég víst að taka pásu og fara til tannsa og fleira, hlakka til að heyra í ykkur ..

Jóhanna Magnúsdóttir, 16.9.2010 kl. 09:53

7 Smámynd: Arnar

Jóhanna, þú talar um guð í eintölu og segir biblíuna sanna.  Samt segirðu að það séu margir guðir í biblíunni.  Hvernig passar það saman?

Þetta er akkurat það sem kallinn var að benda á og margir trúvillingar hafa bennt á áður (og reyndar margir bókstafstrúarmenn).

Kristnir trúa á biblíuna og þeir trúa á einn guð en þeir trúa samt ekki á allt sem guðinn þeirra gerir í biblíunni heldur bara það sem hentar hverju sinni.

Arnar, 16.9.2010 kl. 10:27

8 Smámynd: Linda

Vel sagt hjá þér Jóhanna.  Mér þótti  líka fróðlegt að hann skildi líta fram hjá orðum Jesú þar Jesú sagði ,, Þið farísear og nöðrukyn" í beini tilvitnun til bókstafstrúar Faríseana.  Það þarf að greina á milli hver, hvað og hvenær í ritningunni, auk þess ef við tökum boðorðin og ekki síst litlu biblíuna eins og hún er kölluð, þá erum við með mjög góðan leiðara til lesningar ritningarinnar.

 Blessunar kveðja til þín og þinna.

Linda, 16.9.2010 kl. 10:28

9 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Jóhanna

Ég þekki þitt viðhorf til þessara mála ágætlega og er ekki að segja að það sé neitt að því viðhorfi. Þú ert hinsvegar einum of fljót að einfalda fyrir þér viðhorf Þormóðs og stjaka því til hliðar.

Sú gagnrýni á kristnina að biblían í heild sinni sé undarleg lesning sem þurfi að gefa sér einkennilegar forsendur við að túlka svo samtímanum sé ekki misboðið er einfaldlega gagnrýni sem á rétt á sér og má alveg heyrast. En sú gagnrýni hentar ekki fólki og það bregst dálítið undarlega við á köflum, eins og hann Helgi greyið sem var eins kúkur í þessu viðtali.

Kristinn Theódórsson, 16.9.2010 kl. 12:18

10 Smámynd: Kristinn Theódórsson

En hversu heilbrigð er trú sem hrekkur undan þegar talað er um hlutina af hreinskilni? Mér finnst að glaðlynd trúmanneskja eins og þú sjálf eigir að vera gott fordæmi í þessum efnum og segja bara já, þetta er alveg rétt hjá Þormóði, sá guð sem flestir halda upp á í dag er því miður örlítið vandfundnari í biblíunni en margur skyldi ætla.

Kristinn Theódórsson, 16.9.2010 kl. 12:21

11 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Annars var ég einmitt að skrifa pistil um þessi mál, kannski á dálítið óvæntum forsendum:

Um guð og leit allra að honum

Kristinn Theódórsson, 16.9.2010 kl. 12:38

12 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Úlfar á ég við, ekki Þormóður...

Kristinn Theódórsson, 16.9.2010 kl. 13:43

13 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Arnar þú skrifar: "Jóhanna, þú talar um guð í eintölu og segir biblíuna sanna.  Samt segirðu að það séu margir guðir í biblíunni.  Hvernig passar það saman?"

Alltaf þegar ég ræði um Guð þá er ég að tala í eintölu því að ég tala út frá þeim eina Guði sem ég trúi á. Út frá minni "hugmynd" um Guð.  Það er augljóst að það eru margar hugmyndir af Guði í Biblíunni og það fer eftir því hver skrifar.  Guð er í raun andi sem tilheyrir okkur öllum og tengir okkur saman í eina heild. Því miður er stundum farið illa með Guð og hann "misnotaður" til illra verka. Svona eins og að drekkja fólki eins og kemur fram í Nóaflóðssögunni o.fl. 

Það sem ég meina þegar ég segi að Biblían sé sönn, er ekki að það eigi að lesa þar sögur sem einhvers konar sagnfræði eða líffræði.  Því fer fjarri.  En ef þú spyrð hvort að lífið sé satt - hverju myndir þú svara?  Já lífið er satt. Í því er barátta góðs og ills, og því miður er hið illa alltaf að birtast eins og endalausar fréttir sem dynja á af illri meðferð barna, morðum, nauðgunum o.s.frv.  þetta er allt satt og þetta er allt í Biblíunni. Nefndu það og það er í Biblíunni.  En þó að lífið bjóði upp á ógeð er það ekki þannig að við eigum að nýta okkur það.  

Mér datt ekki í hug að kenna söguna um Nóaflóðið þegar ég kenndi í sunnudagaskóla því mér fannst hún ljót.  Ég kenndi fallega siðfræði og náungakærleika og valdi úr safaríka og uppbyggilega "fæðu" fyrir börnin,  eitthvað sem hjálpaði þeim við að skilja hvað náungakærleikur byggðist á. 

Síðan segir þú: 

"Kristnir trúa á biblíuna og þeir trúa á einn guð en þeir trúa samt ekki á allt sem guðinn þeirra gerir í biblíunni heldur bara það sem hentar hverju sinni."

Nei, kristnir trúa ekki á Biblíuna, eða eiga ekki að gera það - það er skurðgoðadýrkun og hún er reyndar forboðin í Biblíunni. Kristnir trúa á Guð, Jesú og Heilagan anda.  "Guðinn þeirra" eins og þú nefnir er ekki hefndarguð eða fjöldamorðingi.  Hvers vegna í ósköpunum ætti fólk að hafa slíkan Guð?? .. Jú, ef það væri brjálað eða jú, ef það væri sjálft fjöldamorðingjar eða hefnigjarnt.  

Biblían er full af þversögnum og mótsögnum, svo það er hreinlega ekki hægt að trúa ÖLLU sem þar stendur.  Jafnvel bókstafstrúarmaðurinn þarf að velja á milli.

Þetta er alltaf spurning um að þekkja muninn á réttu og röngu, velja safaríku bláberin en skilja óætu berin eftir eða þau sem maður verður jafnvel veikur af. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 16.9.2010 kl. 15:18

14 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

"En hversu heilbrigð er trú sem hrekkur undan þegar talað er um hlutina af hreinskilni? Mér finnst að glaðlynd trúmanneskja eins og þú sjálf eigir að vera gott fordæmi í þessum efnum og segja bara já, þetta er alveg rétt hjá Þormóði, sá guð sem flestir halda upp á í dag er því miður örlítið vandfundnari í biblíunni en margur skyldi ætla."

Kristinn, ég get ekki sagt að "ég hrökkvi undan" - ég er bara ósammála Úlfari, þeim sem þú kallar Þormóð - en leiðréttir að vísu síðar. 

Ég held að við finnum í raun það sem við leitum að. Úlfar er varla að átta sig á því fyrst í dag að það er allur þessi ljótleiki í Biblíunni?  Það eru engar nýjar fréttir. 

Það er svo merkilegt með okkur að við sjáum yfirleitt helst það sem við beinum athyglinni að.  Ég gerði meira að segja tilraun um daginn - fór út að ganga og ákvað að beina athyglinni að öllu sem væri rautt. (Já hljómar klikk, en svona er ég bara).  Allt í einu sá ég öll rauðu húsþökin, rauðu bílana og það sem mér þótti fyndnast - rauðu glitaugun eða ljósin aftan á bílunum voru sérlega áberandi! 

Flestir þekkja það eflaust líka að þegar þeir kaupa t.d. nýja bíltegund,  fara þeir að sjá þessa sömu bíltegund út um allt.  Það er ekki vegna þess að bílunum fjölgar heldur veita þeir þessari tegund athygli. 

Þegar sá sem les Biblíuna er með illan Guð í huga. Þá finnur hann illan Guð og veitir þeirri guðsmynd athygli.  En þegar þú leitar að guðsmynd hins góða þá finnur þú hana og veitir henni athygli.  Það fer því eftir viðhorfi þess sem les hvort að hann finnur Guð "sinn" i Biblíunni eða ekki.  Það má því segja að við lesum með mismunandi gleraugum, miðað við hvaða forsendur við gefum okkur. 

Þarna er ég auðvitað að tala á tilfinningalegum forsendum en ekki fræðilegum. Það er að sjálfsögðu hægt að gera akademíska úttekt á guðsmyndum Biblíunnar. 

Einhver hlýtur að hafa tekið þær saman. 

Í fyrsta lagi getum við pælt í því að Guð skapaði manninn í sinni mynd, skapaði þau karl og konu.  Eru þá ekki karl og kona ákveðnar guðsmyndir?  

Það er þó áberandi að mun fleiri karlmyndir eru af Guði en kvenmyndir, enda það eflaust í takt við tíðarandann.  Jesús kallaði Guð "föður" svo það fór ekki á milli mála hvers "kyns" hann var fyrir honum.  

Svo man ég eftir:  Guði sem er sem:  föður, hirði, bjargi, verði, hænu, kærleika, huggara ... 

Ekkert af því eru "ljótar myndir Guðs" .. og þær ekki vandfundnar þeim sem vija finna. 

Hér smá stolið frá Arnfríði Guðmundsdóttur: 

"Guð Gamla testamentisins er gjarnan faðir, konungur eða dómari, en sjaldan lýst í kvenlegum hlutverkum, en þó eru þar undantekningar á (til dæmis Jesaja 66:13). Í Nýja testamentinu er gjarnan talað um Guð sem föður, hirði, konung, en einnig er Guði líkt við konu sem leitar að týndri drökmu (Lúkas 15:8) og aðrar kvenkenningar á Guði eru til í Nýja testamentinu"

Að öllu þessu sögðu þá skil ég "the point" þ.e.a.s. að bók með þessum óhugnanlegu sögum af Guði skuli sé notuð sem trúarbók. 

Ég hef efast stundum hugsað að setja ætti miða á Biblíuna "Ekki fyrir börn og viðkvæma" nákvæmlega vegna þess að hún inniheldur margt ljótt.  Á sama hátt er veröldin sem við lifum í ekki fyrir börn og viðkvæma vegna þess mikla ljóta. 

Gamla testamentið þykir nauðsynlegt til að útskýra þann grunn sem Jesús kemur frá og það sem hann er í raun að mótmæla.  Gamla testamentið inniheldur að sjálfsögðu margt fallegt, margar gífurlega flottar setningar og sálma. Sálm 23 sem er sunginn í flestum jarðarförum.  "Þó ég gangi um dimman dal, þá óttast ég ekkert illt því þú ert hjá mér" .. Þar er enginn vondur Guð sem þarf að óttast, heldur þessi hirðir sem lætur sig varða náungann og með nærveru sinni gerir það að verkum að manneskja gengur óhrædd í gegnum erfiðleika og hefur kannski til að bera það hugrekki sem hún annars hefði ekki.  

Lausn?  Ný Biblía?   

Biblían er vissulega hættulegt vopn í röngum höndum, ekki síður en hamarinn. Með hamri er hægt að byggja hús en líka rota mann. 

Spurningin er hvort að fólk í leit sinni að Guðs vilja, álykti sem svo að það sé hans vilji að það roti mann, eða meiði á annan hátt með hamrinum. Það hvíli í þeirri vissu vegna þess að "það standi í Biblíunni." ... 

Jóhanna Magnúsdóttir, 16.9.2010 kl. 17:33

15 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Merkileg fyrirsögn hjá þér "Guðlausum" Kristinn,  "Um guð og leit allra að honum" .. ertu að meina að allir séu í raun að leita að Guði? ..

Jóhanna Magnúsdóttir, 16.9.2010 kl. 17:35

16 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Jóhanna

Þú gerir lítið úr greind og manndómi Úlfars á nákvæmlega sama hátt og þér þykir gert þegar trúfólk er sagt trúa á heimskulega hluti af því eitthvað segir í trúarriti þess.

Úlfar er réttilega að segja að í biblíunni sé að finna ótaldæmi um það hvernig guð, að því er virðist, verðlaunar skepnuskap og vonsku auk þess sem hann beitir sér sjálfur fyrir hörmungum og illsku.

Þá kafla kjósa menn að sjá ekki, eins og þú segir, Jóhanna, og um það er gott eitt að segja. En það að einhver kjósi að gera grein fyrir þeim þýðir ekki um leið að sá hinn sami rembist við að sjá þá, hann er kannski bara ekki að rembast við að sjá þá ekki. Það er þessi rembast við að sjá þá ekki hegðun sem honum þykir áhugaverð.

Þú mátt hvorki gefa þér að hann sé svo illur að verða að sjá illa hluti í biblíunni, eða svo óupplýstur að þetta sé að koma honum á óvart. Það eru fordómar og þá fordóma gerði Helgi Seljan sig líka sekan um, því honum þótti það ekki fallegt að fjalla svona um þessa heilögu belju kristindómsins.

Margir eru þannig þenkjandi að þeim finnst róttæk og samfélagsmiðuð túlkun á biblíunni vera að gefa sér guðlegt vald yfir boðskapnum. Í dag er orðið ljóst að svo margt í biblíunni stangast á við vilja og siðferði samfélagsins að það þarf að taka ákvörðun af einhverju tagi um túlkun hennar til að hún teljist ekki boða vonda hluti. Þá er tekin sú stefna að hún boði aðeins það í henni sem fólki þykir fallegt - og það sé rétt aðferð við lestur hennar - því annars sé maður bara að leita að illsku - en þetta síðasta er náttúrulega rangt. Fólki er bara misgefið að taka aðeins alvarlega hluti sem þykja fallegir og heppilegir.

"Kvartaði" Úlfar yfir því að bestu berin væru valin úr biblíunni, eða benti hann bara á það og velti vöngum yfir því?

Ég held að Úlfar hafi leitað langt yfir skammt og lesið of mikið til að leita að Guði,  því að Guð er í hjarta hvers manns.

Kannski er Úlfar í fínu sambandi við guð og gengur jafnvel betur en öðrum að finna hann ef eitthvað er, en hefur ekki þörf fyrir að mála hann mjög geðþekkum litum, heldur er tilbúinn að lifa við að hann sé eins og honum er lýst í biblíunni, það gaf hann a.m.k. í skyn á leið úr salnum.

Það eru vægir (og alveg fyrirgefanlegir) fordómar í skrifum þínum um þetta mál, því þú ert þrátt fyrir allt höll undir dálitinn biblíutabúisma, þrátt fyrir að standa þig annars jafnan vel í þeim efnum. Þú ert ekki tilbúin að fallast á að guð sé etv. betur lýst með ýmsum öðrum orðum en kærleika og elsku - allavega ekki þegar Úlfar gerir það.

Til fróðleiks bendi ég á þessa grein um annan guð biblíunnar en þann sem kirkjan boðar.

-

Merkileg fyrirsögn hjá þér "Guðlausum" Kristinn,  "Um guð og leit allra að honum" .. ertu að meina að allir séu í raun að leita að Guði? ..

Þegar búið er að skilgreina guð eins og ég gerði í greininni er hann ekki lengur í mótsögn við sérlega margt sem trúlausir þykjast hafa ástæðu til að gefa sér um heiminn og öll getum við verið sammála um að við óskum þess að finna lífsspeki sem hámarkar okkur sem mannverur, þeas. sem hugsandi verur með samkennd. Ef það er guð, þá eru líklega allir að leita hans.

Kristinn Theódórsson, 16.9.2010 kl. 18:32

17 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

"Úlfar er réttilega að segja að í biblíunni sé að finna ótaldæmi um það hvernig guð, að því er virðist, verðlaunar skepnuskap og vonsku auk þess sem hann beitir sér sjálfur fyrir hörmungum og illsku."

Já, og er okkur ekki ætlað að skilja (í nútímanum) að þetta voru hugmyndir manna þá- alveg eins og eru í dag um t.d. að vilji Guðs sé að konur séu grýttar? Telur þú tilgang Úlfars vera að upplýsa fólk (og þá hverja) um vondu kaflana í Biblíunni. Ég er að velta því fyrir mér hver er tilgangur Úlfars með þessu? Ég hef svo sannarlega ekki lesið bókina hans og hef bara viðtalið til að byggja á.

Hvaða hvöt liggur að baki þess að vilja upplýsa um hinar ljótu myndir Guðs í Biblíunni? Ætli það sé hvöt til að frelsa heiminn undan Guði - frelsa undan kristni. Er það sannleiksástin?

Það var ekki meiningin hjá mér að gera lítið úr Úlfari eða hans manndómi. Ég er alltaf að komast betur og betur að ófullkomleika mínum! ;-)

Ein kona skrifaði á Facebook að Guð Biblíunnar væri óféti "eins og Úlfar segði".. Með allar þessar guðsmyndir þá hlýtur það að vera val þessarar konu að sjá Guð sem óféti. Ekki vegna þess að þessi kona sé vond eða ill.

Skrifa meira síðar.

Jóhanna Magnúsdóttir, 16.9.2010 kl. 19:39

18 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Það sem þarf að hafa í huga:

Náttúruhamfarir, þrumur og eldingar, flóð, þurrkur, sjúkdómar - allt þetta þurftu menn að fá skýringar á. Vegna þess að þeir lifðu ekki árið 2010 vissu þeir ekki skýringarnar en bjuggu til þennan aðila "Guð" sem var valdur að þessu öllu. Þetta hafa verið svona "eftiráskýringar" .. eins og þegar við sjáum stóran stein og þjóðsaga er búin til um skessuna sem þoldi ekki ljósið og varð að steini.

Jóhanna Magnúsdóttir, 16.9.2010 kl. 20:01

19 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Þú ert að feta þig niður hættulegan stíg þarna, Jóhanna.

Ef þetta og hitt er bara bull sem er tilkomið vegna þekkingarleysis mannsins, þá er ekkert því til fyrirstöðu að sitthvað fleira, ef ekki allt, sé bull af sama tagi og af sömu sökum.

Ég tel að eina leiðin í gegnum biblíuna sé að sleppa því að keyra hana í gegnum rökhugsun af neinu tagi. Því til að halda í réttinn til að trúa á góðan og fallegan guð þarf maður einfaldlega að velja að trúa á slíkan guð og viðurkenna að sú ákvörðun verði ekki með góðu móti varin með biblíunni.

Kristinn Theódórsson, 16.9.2010 kl. 20:20

20 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Já, mér sýnist Úlfar hafa verið að benda á óheiðarleikann hjá prestastéttinni og mörgum kristnum mönnum. 

Ef að prestar kæmu bara út og segðu: "Já, það er helling af ljótum sögum og vondum boðskap í biblíunni, og guðinn þar er oft á tíðum hreinræktað illmenni.... en við viljum bara einblína á góðu kaflana.", þá væri allt í góðu. 

En klerkarnir gera þetta alls ekki. Þeir fást varla að viðurkenna ógeðið, rembast eins og þeir geta við að snúa út úr vandræðalegum versum, svo þegar þeir eru búnir að öllu þessu, þá dásama þeir biblíuna og segja að hún sé með svo fallegan boðskap og ég veit ekki hvað.

Það er gott hjá Úlfari að benda á þetta ógeð svo að fólk átti sig annars vegar á því að biblían er ljót bók og hins vegar á því að ríkiskirkjuprestarnir eru óheiðarlegir. 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 16.9.2010 kl. 20:22

21 identicon

Hjalti,

Mig langar til að leggja fyrir þig eina spurningu:

Segjum sem svo að þú værir kristinn maður, þú hefðir Biblíuna sem lífsbók og myndir vilja fylgja öllu sem stæði þar.  Segjum sem svo að dóttur þinni yrði nauðgað hérna í Reykjavík og það teldist ekki sannað að hún hefði kallað á hjálp, myndir þú þá grýta hana til dauða við borgarmörkin?

Ef svarið er já, ert þú þá á þeirri skoðun að mér, sem kristnum manni, bæri að framfylgja þessu?

Svarað þú nú án skætings og útúrsnúninga, ég er bara að leita að svari við þessari spurningu hjá þér.

Valur (IP-tala skráð) 16.9.2010 kl. 22:07

22 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Valur, ég vona að þú takir þetta ekki sem útúrsnúning, en þú þarft eiginlega að koma með nákvæmari útskýringar á því hvað þú átt við svo að ég geti reynt að svara þessu. En í raun er það vonlaust, því hversu nákvæmur sem þú ert, þá er alltaf hægt að teygja og túlka biblíuna endalaust.

Það er alveg hægt að halda því fram að þér beri að fara eftir þessu og vitna t.d. í orð í GT um að lögmálið sé eilíft og orð Jesú í NT um að ekki stafkrókur falli úr gildi. En þú getur alveg eins sagt að það sé um refsingar ríkisvaldsins, ekki einstaklings að ræða. Og svo geturðu komið með alls konar svona ástæður.

Málið er að biblían er ekki með einn allsherjarboðskap og því er kannski svarið mitt, það er ekki hægt að nota biblíuna sem "lífsbók", hún er ekki með heildstæðan boðskap.

En þetta er góð spurning, fékk mig til að hugsa ;) Hvað finnst þér?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 16.9.2010 kl. 22:44

23 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Þakka þér Kristinn fyrir hreinskilinn og sanngjarnan málflutning.

"Ég tel að eina leiðin í gegnum biblíuna sé að sleppa því að keyra hana í gegnum rökhugsun af neinu tagi. Því til að halda í réttinn til að trúa á góðan og fallegan guð þarf maður einfaldlega að velja að trúa á slíkan guð og viðurkenna að sú ákvörðun verði ekki með góðu móti varin með biblíunni."

Þetta er mergurinn malsins og lykillinn að framsetningu Páls postula á fagnaðareindinu. "Trúin er von um þá hluti, sem eigi verðu auðið að sjá". Páll var að sögn einhver mesti gáfumaður sögunnar, en þegar hann reyndi að bregða fyrir sig rökfimi heimspekinnar í Aþenu brást honum algerlega bogalistin. Frá því er skýrt samviskusamlega í Postulasögunni. Ekkert skorti á menntunina hjá Páli til að beita þessari aðferð.

Á þetta hef ég bent áður í umræðum af þessu tagi við litlar undirtektir einkum þeirra, sem halda vilja hinum trúaaða við mælistiku rökvísinnar.

En nú hefur þú Kristinn opnað ljósglufu, sem vísar til skilnings á því, að hinn trúaði á ekki heima í þess háttar leik og ekki sanngjarnt að ætlast til, að hann taki þatt í honum.

Sigurbjörn Sveinsson, 16.9.2010 kl. 22:56

24 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Þakka þér fyrir undirtektirnar, Sigurbjörn.

Kristinn Theódórsson, 16.9.2010 kl. 23:32

25 identicon

Sæll Hjalti,

Ég get sagt þér mína sýn á þessu, byrjum á að skoða það sem Jesús sagði um lögmálið:

Mat 5:18 Sannlega segi ég yður: Þar til himinn og jörð líða undir lok, mun ekki einn smástafur eða stafkrókur falla úr lögmálinu, uns allt er komið fram.

Hvernig má þetta vera þegar eftirfarandi kemur fram í Efesus bréfi:

Eph 2:13 Nú þar á móti eruð þér, sem eitt sinn voruð fjarlægir, orðnir nálægir í Kristi, fyrir blóð hans.

Eph 2:14 Því að hann er vor friður. Hann gjörði báða að einum og reif niður vegginn, sem skildi þá að, fjandskapinn milli þeirra. Með líkama sínum

Eph 2:15 afmáði hann lögmálið með boðorðum þess og skipunum til þess að setja frið og skapa í sér einn nýjan mann úr báðum.

Eph 2:16 Í einum líkama sætti hann þá báða við Guð á krossinum, þar sem hann deyddi fjandskapinn.

Taktu eftir þessu feitletraða.  Með líkama sínum afmáði hann lögmálið, en samt er ekki stafkrókur úr því fallið úr gildi.  Þetta er vel skiljanlegt fyrir mér.  Ef lögmálið væri fallið úr gildi þá þyrftum við t.d. ekki að fara eftir boðorðunum 10 en það er lagt rík áhersla á þau í Nýja Testamenntinu en þau eru hluti af því þeim sáttmála sem var tekin í gildi á Sínaífjalli.  Enda tiltekur höfundur það að Jesús hafi líka afmáð lögmálið með boðorðum þess (stjórnarskrá sáttmálans).

Exo 24:8 Þá tók Móse blóðið, stökkti því á fólkið og sagði: "Þetta er blóð þess sáttmála, sem Drottinn hefir gjört við yður og byggður er á öllum þessum orðum."

En hvað er átt við í Efesus bréfi þegar sagt er að Jesús hafi með líkama sínum afmáð lögmálið?  Svarið við þessari spurningu er einfalt.  Hann afmáði lögmáls "verkin".  Boðorðin 10 falla ekki undir þau.  Hann tók á sig allt það blóð sem varð af þeim sáttmála sem tók gildi á Sínaífjalli.  Hvenær tók nýr sáttmáli gildi?

Mat 26:26 Þá er þeir mötuðust, tók Jesús brauð, þakkaði Guði, braut það og gaf lærisveinunum og sagði: "Takið og etið, þetta er líkami minn."

Mat 26:27 Og hann tók kaleik, gjörði þakkir, gaf þeim og sagði: "Drekkið allir hér af.

Mat 26:28 Þetta er blóð mitt, blóð sáttmálans, úthellt fyrir marga til fyrirgefningar synda.

Mat 26:29 Ég segi yður: Héðan í frá mun ég eigi drekka af þessum vínviðar ávexti til þess dags, er ég drekk hann nýjan með yður í ríki föður míns."

Við síðustu kvöldmáltíðina var nýji sáttmálin undirritaður en tekur gildi við upprisu Jesú Krists, þegar hinn jarðneski Jesú verður himneskur Jesú (Heilagur andi).  Skoðum hvað sagt er um þetta í Hebreabréfinu en það er skrifað til Gyðinga:

Heb 8:5 En þeir þjóna eftirmynd og skugga hins himneska, eins og Móse fékk bendingu um frá Guði, er hann var að koma upp tjaldbúðinni: "Gæt þess," segir hann, "að þú gjörir allt eftir þeirri fyrirmynd, sem þér var sýnd á fjallinu."

Heb 8:6 En nú hefur Jesús fengið þeim mun ágætari helgiþjónustu sem hann er meðalgangari betri sáttmála, sem byggist á betri fyrirheitum.

Heb 8:7 Hefði hinn fyrri sáttmáli verið óaðfinnanlegur, þá hefði ekki verið þörf fyrir annan.

Heb 8:8 En nú ávítar Guð þá og segir: Sjá, dagar koma, segir Drottinn, er ég mun gjöra nýjan sáttmála við hús Ísraels og við hús Júda,

Heb 8:9 ekki eins og sáttmálann, er ég gjörði við feður þeirra á þeim degi, er ég tók í hönd þeirra til að leiða þá út af Egyptalandi, því að þeir héldu ekki minn sáttmála, og ég hirti eigi um þá, segir Drottinn.

Heb 8:10 Þetta er sáttmálinn, sem ég mun gjöra við hús Ísraels eftir þá daga, segir Drottinn: Ég mun leggja lög mín í hugskot þeirra og rita þau á hjörtu þeirra. Ég mun vera Guð þeirra, og þeir munu vera lýður minn.

Heb 8:11 Og enginn mun þá kenna landa sínum og enginn bróður sínum og segja: "Þekktu Drottin!" Allir munu þeir þekkja mig, jafnt smáir sem stórir.

Heb 8:12 Því að ég mun vera vægur við misgjörðir þeirra og ég mun ekki framar minnast synda þeirra.

Heb 8:13 Þar sem hann nú kallar þetta nýjan sáttmála, þá hefur hann lýst hinn fyrri úreltan. En það, sem er að úreldast og fyrnast, er að því komið að verða að engu.

Taktu eftir þessu síðasta, hér kemur það skýrt fram að gamall sáttmáli sé úreltur og nýr tekin við.  Sáttmáli og lögmál er ekki það sama, lögmálsverkin voru hluti af gamla sáttmálanum, þau eru nú úrelt og nýtt tekið við.

Heb 9:1  Nú hafði fyrri sáttmálinn líka fyrirskipanir um þjónustuna og jarðneskan helgidóm.
Heb 9:2  Tjaldbúð var gjörð, hin fremri, og í henni voru bæði ljósastikan, borðið og skoðunarbrauðin, og heitir hún "hið heilaga".
Heb 9:3  En bak við annað fortjaldið var tjaldbúð, sem hét "hið allrahelgasta".
Heb 9:4  Þar var reykelsisaltari úr gulli og sáttmálsörkin, sem öll var gulli búin. Í henni var gullkerið með manna í, stafur Arons, sem laufgast hafði, og sáttmálsspjöldin.
Heb 9:5  En yfir henni voru kerúbar dýrðarinnar og breiddu vængina yfir náðarstólinn. En um þetta hvað fyrir sig á nú ekki að ræða.
Heb 9:6  Þessu er þannig komið fyrir. Prestarnir ganga stöðugt inn í fremri tjaldbúðina og annast þjónustu sína.
Heb 9:7  Inn í hina innri gengur æðsti presturinn einn, einu sinni á ári, ekki án blóðs. Það ber hann fram vegna sjálfs sín og fyrir syndir lýðsins, sem drýgðar hafa verið af vangá.
Heb 9:8  Með því sýnir heilagur andi, að vegurinn til hins heilaga er enn eigi kunnur orðinn, á meðan fremri tjaldbúðin enn stendur.
Heb 9:9  Hún er ímynd þess tíma, sem nú er. Hér eru fram bornar gjafir og fórnir, sem megna ekki að færa þeim, sem innir þjónustuna af hendi, vissu um að vera fullkominn.
Heb 9:10  Þetta eru aðeins ytri fyrirmæli, ásamt reglum um mat og drykk og ýmiss konar þvotta, sem mönnum eru á herðar lagðar allt til tíma viðreisnarinnar.
Heb 9:11  En Kristur er kominn sem æðsti prestur hinna komandi gæða. Hann gekk inn í gegnum hina stærri og fullkomnari tjaldbúð, sem ekki er með höndum gjörð, það er að segja er ekki af þessari sköpun.
Heb 9:12  Ekki fór hann með blóð hafra og kálfa, heldur með eigið blóð, inn í hið heilaga í eitt skipti fyrir öll og aflaði eilífrar lausnar.
Heb 9:13  Ef blóð hafra og nauta og askan af kvígu, stráð á menn, er óhreinir hafa gjörst, helgar til ytri hreinleika,
Heb 9:14  hve miklu fremur mun þá blóð Krists hreinsa samvisku vora frá dauðum verkum, til að þjóna Guði lifanda, þar sem Kristur fyrir eilífan anda bar fram sjálfan sig sem lýtalausa fórn fyrir Guði.
Heb 9:15  Þess vegna er hann meðalgangari nýs sáttmála. Hann dó og bætti að fullu fyrir afbrotin undir fyrri sáttmálanum, til þess að hinir kölluðu mættu öðlast hina eilífu arfleifð, sem heitið var.
Heb 9:16  Arfleiðsluskrá tekur ekki gildi fyrr en sá er dáinn, er hana gjörði.
Heb 9:17  Hún er óhagganleg, þegar um látna er að ræða, en er í engu gildi meðan arfleiðandi lifir.
Heb 9:18  Þess vegna var ekki heldur hinn fyrri sáttmáli vígður án blóðs.
Heb 9:19  Þegar Móse hafði kunngjört gjörvöllum lýðnum öll boðorð lögmálsins, þá tók hann blóð kálfanna og hafranna ásamt vatni og skarlatsrauðri ull og ísópi og stökkti bæði á sjálfa bókina og allan lýðinn
Heb 9:20  og mælti: "Þetta er blóð sáttmálans, sem Guð lét gjöra við yður."
Heb 9:21  Sömuleiðis stökkti hann blóðinu á tjaldbúðina og öll áhöldin við helgiþjónustuna.
Heb 9:22  Og samkvæmt lögmálinu er það nálega allt, sem hreinsast með blóði, og eigi fæst fyrirgefning án úthellingar blóðs.
Heb 9:23  Það var því óhjákvæmilegt, að eftirmyndir þeirra hluta, sem á himnum eru, yrðu hreinsaðar með slíku. En sjálft hið himneska krefst betri fórna en þessara.
Heb 9:24  Því að Kristur gekk ekki inn í helgidóm höndum gjörðan, eftirmynd hins sanna helgidóms, heldur inn í sjálfan himininn, til þess nú að birtast fyrir augliti Guðs vor vegna.
Heb 9:25  Og ekki gjörði hann það til þess að frambera sjálfan sig margsinnis, eins og æðsti presturinn gengur inn í hið heilaga á ári hverju með annarra blóð.
Heb 9:26  Þá hefði hann oft þurft að líða frá grundvöllun heims. En nú hefur hann birst í eitt skipti fyrir öll við endi aldanna til að afmá syndina með fórn sinni.
Heb 9:27  Og eins og það liggur fyrir mönnunum eitt sinn að deyja og eftir það að fá sinn dóm,
Heb 9:28  þannig var Kristi fórnfært í eitt skipti til þess að bera syndir margra, og í annað sinn mun hann birtast, ekki sem syndafórn, heldur til hjálpræðis þeim, er hans bíða.

Hérna er lagt áherslu á að blóð Jesú sé eina raunverulega blóðfórnin og þessi fórn ein geti hreinsað syndir, hitt hafi frekar verið fyrir samvisku mannanna en það er samviskan sem þetta snýst að stórum hluta um, Gyðingar trúðu því að þeir væru að hreinsa syndir sínar með lögmálsverkunum og því lagaðist samviska þeirra eilítið, gæti hafa hjálpað þeim við að ganga inn um himnahliðið.  Skoðum meira um þetta:

Heb 10:1  Lögmálið geymir aðeins skugga hins góða, sem er í vændum, ekki skýra mynd þess. Ár eftir ár eru bornar fram sömu fórnir, sem geta aldrei gjört þá fullkomna til frambúðar, sem ganga fram fyrir Guð.
Heb 10:2  Annars hefðu þeir hætt að bera þær fram. Dýrkendurnir hefðu þá ekki framar verið sér meðvitandi um synd, ef þeir hefðu í eitt skipti fyrir öll orðið hreinir.
Heb 10:3  En með þessum fórnum er minnt á syndirnar ár hvert.
Heb 10:4  Því að blóð nauta og hafra getur með engu móti numið burt syndir.
Heb 10:5  Því er það, að Kristur segir, þegar hann kemur í heiminn: Fórn og gjafir hefur þú eigi viljað, en líkama hefur þú búið mér.
Heb 10:6  Brennifórnir og syndafórnir geðjuðust þér ekki.
Heb 10:7  Þá sagði ég: "Sjá, ég er kominn - í bókinni er það ritað um mig - ég er kominn til að gjöra þinn vilja, Guð minn!"
Heb 10:8  Fyrst segir hann: "Fórnir og gjafir og brennifórnir og syndafórnir hefur þú eigi viljað, og eigi geðjaðist þér að þeim." En það eru einmitt þær, sem fram eru bornar samkvæmt lögmálinu.
Heb 10:9  Síðan segir hann: "Sjá, ég er kominn til að gjöra vilja þinn." Hann tekur burt hið fyrra til þess að staðfesta hið síðara.
Heb 10:10  Og samkvæmt þessum vilja erum vér helgaðir með því, að líkama Jesú Krists var fórnað í eitt skipti fyrir öll.
Heb 10:11  Og svo er því farið um hvern prest, að hann er dag hvern bundinn við helgiþjónustu sína og ber fram margsinnis hinar sömu fórnir, þær sem þó geta aldrei afmáð syndir.
Heb 10:12  En Jesús bar fram eina fórn fyrir syndirnar og settist um aldur við hægri hönd Guðs
Heb 10:13  og bíður þess síðan, að óvinir hans verði gjörðir að fótskör hans.
Heb 10:14  Því að með einni fórn hefur hann um aldur fullkomnað þá, er helgaðir verða.
Heb 10:15  Og einnig heilagur andi vitnar fyrir oss. Fyrst segir hann:
Heb 10:16  Þetta er sáttmálinn, er ég mun gjöra við þá eftir þá daga, segir Drottinn. Lög mín vil ég leggja í hjörtu þeirra, og í hugskot þeirra vil ég rita þau.
Heb 10:17  Síðan segir hann: Ég mun aldrei framar minnast synda þeirra eða lögmálsbrota.
Heb 10:18  En þar sem syndirnar eru fyrirgefnar, þar þarf ekki framar fórn fyrir synd.
Heb 10:19  Vér megum nú, bræður, fyrir Jesú blóð með djörfung ganga inn í hið heilaga,
Heb 10:20  þangað sem hann vígði oss veginn, nýjan veg og lifandi inn í gegnum fortjaldið, það er að segja líkama sinn.
Heb 10:21  Vér höfum mikinn prest yfir húsi Guðs.
Heb 10:22  Látum oss því ganga fram fyrir Guð með einlægum hjörtum, í öruggu trúartrausti, með hjörtum, sem hreinsuð hafa verið og eru laus við meðvitund um synd, og með líkömum, sem laugaðir hafa verið í hreinu vatni.

Lögmálið geymir aðeins skugga hins góða, það gat aldrei verið endanleg lausn fyrir mannkyn enda gilti það aðeins fyrir Gyðinga.  Guð, hins vegar, af örlæti sínu gaf son sinn svo Gyðingar gætu hætt að stunda lögmálsverk og við heiðingjarnir gætum eignast eilíft líf fyrir náð Jesú Krists.  Athugið að í versi 10:6 þá er hér verið að vitna í Sálmana sem voru skrifaðir hundruðum ára fyrir fæðingu Jesú en margir spádómar rættustu í Jesú Kristi, lífi hans, starfi og í Krossdauða hans.

En hvað er átt við með gömlum sáttmála?  Guð gerði fyrst sáttmála við Abraham og síðan sáttmála við Ísraelsmenn þar sem Móse var meðalgangari sáttmálans, skoðum tilurð sáttmála Guðs við Abraham:

Gen 17:1  Er Abram var níutíu og níu ára gamall, birtist Drottinn honum og sagði: "Ég er Almáttugur Guð. Gakk þú fyrir mínu augliti og ver grandvar,
Gen 17:2  þá vil ég gjöra sáttmála milli mín og þín, og margfalda þig mikillega."
Gen 17:3  Þá féll Abram fram á ásjónu sína, og Guð talaði við hann og sagði:
Gen 17:4  "Sjá, það er ég, sem hefi gjört við þig sáttmála, og þú skalt verða faðir margra þjóða.
Gen 17:5  Því skalt þú eigi lengur nefnast Abram, heldur skalt þú heita Abraham, því að föður margra þjóða gjöri ég þig.
Gen 17:6  Og ég mun gjöra þig mjög frjósaman og gjöra þig að þjóðum, og af þér skulu konungar koma.
Gen 17:7  Og ég gjöri sáttmála milli mín og þín og þinna niðja eftir þig, frá einum ættlið til annars, ævinlegan sáttmála: að vera þinn Guð og þinna niðja eftir þig.
Gen 17:8  Og ég mun gefa þér og niðjum þínum eftir þig það land, sem þú nú býr í sem útlendingur, allt Kanaanland til ævinlegrar eignar, og ég skal vera Guð þeirra."
Gen 17:9  Guð sagði við Abraham: "Þú skalt halda minn sáttmála, þú og niðjar þínir eftir þig, frá einum ættlið til annars.
Gen 17:10  Þetta er minn sáttmáli, sem þér skuluð halda, milli mín og yðar og niðja þinna eftir þig: Allt karlkyn meðal yðar skal umskera.
Gen 17:11  Yður skal umskera á holdi yfirhúðar yðar, og það sé merki sáttmálans milli mín og yðar.
Gen 17:12  Átta daga gömul skal öll sveinbörn umskera meðal yðar, ættlið eftir ættlið, bæði þau, er heima eru fædd, og eins hin, sem keypt eru verði af einhverjum útlendingi, er eigi er af þínum ættlegg.
Gen 17:13  Umskera skal bæði þann, sem fæddur er í húsi þínu, og eins þann, sem þú hefir verði keyptan, og þannig sé minn sáttmáli í yðar holdi sem ævinlegur sáttmáli.
Gen 17:14  En óumskorinn karlmaður, sá er ekki er umskorinn á holdi yfirhúðar sinnar, hann skal upprættur verða úr þjóð sinni. Sáttmála minn hefir hann rofið."
Gen 17:15  Guð sagði við Abraham: "Saraí konu þína skalt þú ekki lengur nefna Saraí, heldur skal hún heita Sara.
Gen 17:16  Og ég mun blessa hana, og með henni mun ég einnig gefa þér son. Og ég mun blessa hana, og hún skal verða ættmóðir heilla þjóða, hún mun verða ættmóðir þjóðkonunga."
Gen 17:17  Þá féll Abraham fram á ásjónu sína og hló og hugsaði með sjálfum sér: "Mun hundrað ára gamall maður eignast barn, og mun Sara níræð barn ala?"
Gen 17:18  Og Abraham sagði við Guð: "Ég vildi að Ísmael mætti lifa fyrir þínu augliti!"
Gen 17:19  Og Guð mælti: "Vissulega skal Sara kona þín fæða þér son, og þú skalt nefna hann Ísak, og ég mun gjöra sáttmála við hann sem ævinlegan sáttmála fyrir niðja hans eftir hann.
Gen 17:20  Og að því er Ísmael snertir hefi ég bænheyrt þig. Sjá, ég mun blessa hann og gjöra hann frjósaman og margfalda hann mikillega. Tólf þjóðhöfðingja mun hann geta, og ég mun gjöra hann að mikilli þjóð.
Gen 17:21  En minn sáttmála mun ég gjöra við Ísak, sem Sara mun fæða þér um þessar mundir á næsta ári."
Gen 17:22  Og er Guð hafði lokið tali sínu við Abraham, sté hann upp frá honum.
Gen 17:23  Þá tók Abraham son sinn Ísmael og alla, sem fæddir voru í hans húsi, og alla, sem hann hafði verði keypta, allt karlkyn meðal heimamanna Abrahams, og umskar hold yfirhúðar þeirra á þessum sama degi, eins og Guð hafði boðið honum.
Gen 17:24  Abraham var níutíu og níu ára gamall, er hann var umskorinn á holdi yfirhúðar sinnar.
Gen 17:25  Og Ísmael sonur hans var þrettán ára, er hann var umskorinn á holdi yfirhúðar sinnar.
Gen 17:26  Á þessum sama degi voru þeir umskornir Abraham og Ísmael sonur hans,
Gen 17:27  og allir hans heimamenn. Bæði þeir, er heima voru fæddir, og eins þeir, sem verði voru keyptir af útlendingum, voru umskornir með honum.

Hér er talað um líkamlega umskurn, en gildir þetta um nýjan sáttmála?  Lítum á hvað Efesus bréf segir:

Eph 2:12  Sú var tíðin, er þér voruð án Krists, lokaðir úti frá þegnrétti Ísraelsmanna. Þér stóðuð fyrir utan sáttmálana og fyrirheit Guðs, vonlausir og guðvana í heiminum.
Eph 2:13  Nú þar á móti eruð þér, sem eitt sinn voruð fjarlægir, orðnir nálægir í Kristi, fyrir blóð hans.

Hér kemur þetta skýrt fram, nýji sáttmálin gildir um okkur heiðingjana, höldum áfram:

Eph 2:16  Í einum líkama sætti hann þá báða við Guð á krossinum, þar sem hann deyddi fjandskapinn.
Eph 2:17  Og hann kom og boðaði frið yður, sem fjarlægir voruð, og frið hinum, sem nálægir voru.
Eph 2:18  Því að fyrir hann eigum vér hvorir tveggja aðgang til föðurins í einum anda.
Eph 2:19  Þess vegna eruð þér ekki framar gestir og útlendingar, heldur eruð þér samþegnar hinna heilögu og heimamenn Guðs.
Eph 2:20  Þér eruð bygging, sem hefur að grundvelli postulana og spámennina, en Krist Jesú sjálfan að hyrningarsteini.
Eph 2:21  Í honum er öll byggingin samantengd og vex svo, að hún verður heilagt musteri í Drottni.
Eph 2:22  Í honum verðið þér líka bústaður handa Guði fyrir anda hans.

Þetta segir Páll, heilagur Postuli við heiðingjana. Skoðum þetta með umskurnina betur:

Rom 2:25  Umskurn er gagnleg ef þú heldur lögmálið, en ef þú brýtur lögmálið, er umskurn þín orðin að engu.
Rom 2:26  Ef því óumskorinn maður fer eftir kröfum lögmálsins, mun hann þá ekki metinn sem umskorinn væri?
Rom 2:27  Og mun þá ekki sá, sem er óumskorinn og heldur lögmálið, dæma þig, sem þrátt fyrir bókstaf og umskurn brýtur lögmálið?
Rom 2:28  Ekki er sá Gyðingur, sem er það hið ytra, og ekki það umskurn, sem er það hið ytra á holdinu.
Rom 2:29  En sá er Gyðingur, sem er það hið innra, og umskurnin er umskurn hjartans í anda, en ekki í bókstaf. Lofstír hans er ekki af mönnum, heldur frá Guði.

Hér talar Páll um umskurn andans, þú þarft ekki líkamlega umskurn lengur eftir að nýr sáttmáli er tekin við heldur andlega umskurn, en hvað er átt við með andlegri umskurn?  Svara því síðar.

En niðurstaða mín hlýtur að vera sú að ég þurfi ekki að fremja þau lögmálsverk sem boðuð eru í gamla sáttmálanum þó svo að ég sé kristinn maður.

Valur (IP-tala skráð) 17.9.2010 kl. 00:04

26 identicon

Hjalti,

Ég útskýrði þetta ekki nógu vel með meint conflict milli Efesus bréfs og Matteusarguðspjalls:

Það fellur engin stafkrókur úr lögmálinu, það er ennþá til staðar en lögmálsverkin eru dauð því það er búið að færa hina einu og endanlegu fórn, Jesú Krist.  Þannig afmáði hann lögmálið með líkama sínum, stjórnarskrá lögmálsins stendur þó uppúr.  Við sem erum undir náðinni megum ekki brjóta hana vísvitandi og margsinnis því þá erum við að misnota náðina, þess vegna er svo mikilvægt að eignast anda Drottins inní líf sitt, svo maður sjái munin á réttri hegðun og rangri.

Það er gott fyrir okkur að skoða lögmálið til þess að minna okkur á hvað hann, Jesús Kristur, gerði fyrir okkur.  Lögmálið er í gildi en við þurfum ekki að framkvæma lögmálsverkin.

Valur (IP-tala skráð) 17.9.2010 kl. 00:20

27 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Obb, obb, obb, þetta er orðið nokkuð þungt í vöfum - Biblían farin að birtast á síðunni minni! ;-)

Ég verð að viðurkenna að nú verð ég að sinna aðkallandi verkefnum (öðru en bloggi) og kemst því miður ekki til að gera athugasemdir.

Jóhanna Magnúsdóttir, 17.9.2010 kl. 10:08

28 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Þar sem ég hef ekki opið fyrir þennan læknisgrímuklædda einstakling á blogginu - þá dæmast eftirfarandi ummæli í athugasemd minni hér að ofan dauð og ómerk: 

"Mér fannst Úlfar Þormóðsson minna á ákveðinn læknisgrímuklæddan einstakling á blogginu ef ég á að vera hreinskilin, þó í mun hógværari útgáfu. "

Ég ætlaði að taka út alla athugasemdina, en það hefði riðlað umræðunni.  

Jóhanna Magnúsdóttir, 17.9.2010 kl. 12:09

29 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Skil ekki alveg afhverju þetta eigi að vera einhver ,,ný tíðindi".  þ.e. að til eru ýmis atriði í Biblíu sem eru ekkert í kortunum í dag vegna himins og hafs og ljósára á milli tima og þ.a.l.  viðhorfa samfélags til margskonar atriði, td. gagnvart konum og börnum.

Viðhorfin sem við höfum í dag þessu viðvíkjandi eru ekki síst komin til útfrá kristni eða trú eða mótuð af slíkum viðhorfum.  það er bara þannig.

Að sjálfsögðu lýsa skrif frá bronsöld nánast allt örðru viðhorfi til samflelags og reglna þar að lútandi.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.9.2010 kl. 12:35

30 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Edit:  ,,Viðhorfin sem við höfum í dag þessu viðvíkjandi eru ekki síst komin til útfrá kristni eða trú eða viðhorfin sterklega mótuð af kristni og bíflíu." 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.9.2010 kl. 12:40

31 identicon

Kristinn segir: "Helgi Seljan átt i hinsvegar augljóslega í mestu erfiðleikum við að tala við heiðarlegan mann með óvinsælar skoðanir. Það fannst mér eiginlega pínlegast við þetta viðtal."

Þetta kemur frá manni sem gerði við mig samning um að loka ekki á mig á sínu bloggi en gerði það nú samt bara vegna þess að honum líkaði ekki við það sem ég sagði. Mér finnst nú að svona kúkar (svo ég noti nú orðalag Kristins sjálfs um aðra) ættu nú ekki að vera að hneykslast mikið í þessa átt þegar þeir geta sjálfir ekki rætt við menn á málefnalegan hátt.

Hólímólí (IP-tala skráð) 17.9.2010 kl. 18:48

32 identicon

Talandi um pínlega hluti. Ég myndi segja að það væri langtum pínlegra að lesa bloggið hjá "gruflað og pælt" , heldur en að horfa á þetta viðtal

Steinn G (IP-tala skráð) 17.9.2010 kl. 18:53

33 identicon

Steinn G: Gruflað og pælt-bloggið hans Kristins Theódórssonar er líka ritskoðað og falsað af téðum Kristni. Þess vegna er það ekki bara pínlegt, heldur líka marklaust.

Hólímólí (IP-tala skráð) 17.9.2010 kl. 18:58

34 Smámynd: Omnivore

Er ekki óþarfi að taka í gíslingu öll blogg sem Kristinn kemur nálægt Hólímólí?.

Það fer ekki fram hjá nokkrum manni sem les mosku umræðuna að þú varst þar enigöngu til að vera með dólg og útúrsnúninga.

Þú ættir frekar að senda Kristni e-mail heldur en að koma með komment á blogg Jóhönnu sem kemur málinu ekkert við.

Skrítið hvernig það koma alltaf einhverjir óskráðir hérna inn þegar þú nærð að efna til illinda. Skrítið að þeir séu alltaf sammála þér og grunsamlega nálægt þínum eigin kommentum í tíma...

Omnivore, 18.9.2010 kl. 11:24

35 Smámynd: Billi bilaði

Flottur pistill, og fín svör við athugasemdum. Takk fyrir lesningua.

Billi bilaði, 18.9.2010 kl. 14:01

36 identicon

Styrmir/Omnivore ... þér kemur nákvæmlega ekkert við hvort og hvar ég set inn athugasemdir. Ef þér finnst þú þurfa að kvarta yfir því af hverju notar þú þá ekki þína egin síðu til þess í stað þess að misnota annarra manna síður?

Ps. Þessi Stenn G. er ekki á mínum vegum og ég veit ekkert hver þetta er. Þú og þið hjá Vantrú eru bara haldnir einhverju ofsóknarbrjálæði hvað þetta snertir. Það er fullt af fólki sammála mér í því að það sé mikil mótsögn falin í að vera á móti skipulögðum trúarbrögðum en samt ekki á móti útbreiðslu þeirra. Fáránleg tvíhliða afstaða og fölsk.

Hólímólí (IP-tala skráð) 18.9.2010 kl. 19:02

37 Smámynd: Omnivore

Ég er ekki í vantrú Hólímólí

Omnivore, 19.9.2010 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband