13.8.2010 | 23:36
Ég er Solla stirða sem þyngist við hreyfingu..
Nú er ég búin að stunda hreyfingu í lágmark klukkutíma sl. sex daga. Vika eitt af þremur búnar í "Súperátak 3x5" í World Class. Hælírass, þrjúhné og ýmsar aerobikk æfingar eru stundaðar á pallinum og svitalækir leka niður eftir hryggsúlunni og handleggjunum. Hef samt ekki pælt í að láta fjarlægja svitakirtla eins og rætt var að væri "in" í Fréttablaðinu.
Auðvitað styrki ég bingóvöðva sem aðra vöðva, en er pinku súr að hafa þyngst um hálft kíló síðan á mánudag, ekki það sé dauðasök. Hef þó tekið eftir að matarlystin hefur aukist - en þá er auðvitað að eiga rétta snarlið við höndina, s.s. ávexti og grænmeti - en ekki restina af kjúklingaleggjunum frá því í gærkvöldi - "slurp" ..
Eitt sem ég er ekki; það er liðug. Er kannski líkust Sollu Stirðu sé miðað við eitthvað Celebrity!
Jæja, nú fer í hönd helgarfrí frá ræktinni, en að sjálfsögðu mun konan stunda léttar göngur áfram - ekki með hund í bandi, heldur hundur með hana í bandi!
Heyrði annars fyndinn brandara á Útvarp Klaga í dag, þættinum "skrúfan er laus" eða eitthvað álíka..
Hvernig þekkir þú hafnfirskan sjóræningja frá öðrum sjóræningum?
Hann er með leppa fyrir báðum augum!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.