13.7.2010 | 11:44
Sjö vikum og 7,2 kg síðar ....
Þann 25. maí tók ég þá ákvörðun að ég ætlaði ekki að bera aukakílóin mín lengur, það er óhollt og óhagkvæmt, klæðir mig illa og reynir á hnén.
Við vitum öll muninn á að ganga með þyngd í bakpoka og vera farangurslaus. Ég er því búin að vera að kasta af mér kílóum, gramm fyrir gramm, með - eins og þeir sem fylgst hafa með - þeirri aðferð aðallega að breyta mataræði og sýna aga.
Tíminn er dýrmætur, því eru flestir sammála og það er líkaminn okkar líka.Sumir segja að við getum allt sem við viljum, - en auðvitað er það innan ákveðinna marka. En við verðum líka að vilja nógu sterkt og stundum held ég að leti eða viljaleysi sé stærsta vandamál okkar þegar kemur að því að tapa þessum kílóum sem við erum svo ósátt við og viljum bara alls ekkert hafa utan á okkur.
Við kunnum þetta ÖLL - það þarf að borða minna og hreyfa sig meira. Einfaldasta formúla í heimi.
Við vitum þó líka að líkaminn þarf að ganga og því þarf þessi matur að koma í smáum skömmtum en reglulega svo ekki verði sykurfall eða við verðum hungruð. Það á EKKI að svelta sig. Það Á að borða. Það er kannski það flókna við þetta, það væri einfalt ef við gætum bara sleppt að borða mat - svona eins og að sleppa að reykja. En trixið er að sleppa sem mest af þeim mat sem fitar mest.
Nóg af prédikun, en s.s. niðurstaða mín "Where there is a will there is a way" Síberíukúrinn sem er ekki kúr og tengist ekkert Síberíu var "my way" .. Breyting á mataræði, borða skynsamlega og hreyfa sig örlítið meira, ekkert extreme.
Takmarkinu var náð sl. sunnudag þegar komin voru 7,1 kg, en í morgun höfðu farið af 100 grömm í viðbót. Ég eldaði í gær mat fyrir fjölskylduna, hlaðborð með ýmsu góðgæti. Allt hollt og nærandi og fitusnautt, en þó 5% sýrður rjómi og örlítill rjómaostur.
Kjúklingarétturinn var þannig að ég setti heilhveiti tortillur í botninn á fati, smurði þær með þunnu lagi af rjómaosti, steikti kjúlingalundir upp úr mexíkókryddi, raðaði þeim á tortillurnar, skar niður púrrulauk og setti yfir og nokkra jalapeno. Hellti yfir einni krukku af salsa. Lokaði svo með tortillum og setti svo tómatateninga "Diced tomatoes" yfir og bakaði þetta í ofni og setti aðeins á grillið í restina. Öllum líkaði vel og ungum frændum líka. Þetta var svona eins og mexíkó kjúklinga lasagna. Auðvitað má nota kotasælu í stað rjómaosts líka.
Meðlæti voru kjúklingabaunir, brokkolí, hvítlaukur, sveppir - allt blandað í fat, smá ólífuolía og vel kryddað með jurtasalti, chilli, pipar og einhverju kryddi sem ég átti í hillunni. Þetta bakaði ég líka í ofninum.
Steikti á pönnu teninga úr sætum kartöflum, púrrlauk og papriku og setti graskersfræ út í -kryddaði með rósmarín og jurtasalti.
Svo var ég með einfalt cous- cous.
Þetta var síðan borið fram með salsa og sýrðum rjóma (muna aðeins 5%)
Síðan fær maður sér á diskinn og þá er enn á ný tekin ákvörðun í huganum "hvað ætla ég að borða mikið?" Þú raðar á diskinn þvi sem þér finnst hæfilegt - svipað og á veitingastað og færð þér svo EKKI meira og borða aldrei þannig að þér líði illa af áti.
Þann 25. maí var ég í BMI eða þyngdarstuðli "Overweight" en hann var 27,1, en í dag 13. júlí er þyngdarstuðull 24.8 - "Normal Weight" ..
Þú getur fundið út þinn þyngdarstuðul með því að smella á þessa síðu.
- Underweight = <18.5
- Normal weight = 18.524.9
- Overweight = 2529.9
- Obesity = BMI of 30 or greater
Ég heyri stundum fólk segja í kringum: "æi áttu eitthvað líf, er þetta ekki leiðinlegt, æ, það er nú sumar" o.s.frv. NEI, þetta er æði, mér líður miklu betur bæði og sál og líkama. Ég borða áfram góðan mat, ég byrjað að drekka vín í viku 3 eða þar um bil, en auðvitað í hóf, ekki eins og ég hafi legið í því fram að þessu .. ég er enn í kaffibindindi og er að hugsa um að halda því áfram því ég hreinlega fæ bara brjóstsviða af því að hugsa um kaffi! ..
Ég hef stundum fengið email með spurningum og það er velkomið að senda mér eða segja mér árangurssögur; johanna.magnusdottir@gmail.com Ég er að hugsa um að halda pepp- námskeið í haust fyrir líkama og sál, kannski byrja í ágúst - en dagsetning er ekki komin, en ég mun örugglega auglýsa það þegar sá tími kemur. Ef þú hefur áhuga á að ég láti þig vita persónulega , sendu mér þá líka póst.
Athugasemdir
Yes we can
Ásdís Sigurðardóttir, 13.7.2010 kl. 12:01
Góð
Jóhanna Magnúsdóttir, 13.7.2010 kl. 12:23
Æ, gleymdi að segja að ferskt grænmeti er alltaf velkomið á borðið, ég var með rucola sem er gott að dreifa yfir lasagnað áður en það er borið fram, eða hafa í sér skál og hver getur dreift yfir sitt. Það likar ekki öllu bragðið af rucola.
Jóhanna Magnúsdóttir, 13.7.2010 kl. 12:24
Dugleg ertu! Innilega til hamingju með árangurinn.
Marta B Helgadóttir, 21.7.2010 kl. 15:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.