Góður andi í Regnbogamessu Fríkirkjunnar við Tjörnina, í samstarfi við Samtökin ´78

Í kvöld mætti ég  í messu og hátíðarstund Fríkirkjunnar og Samtakanna ´78 til að samfagna samkynhneigðum með nýfengin mannréttindi, þ.e.a.s. ný hjónavígslulög og "all included" .. 

Kirkjan var pökkuð af fólki bæði hinsegin og svona fólki Wink -  og dagskráin hlaðin ávörpum og sérstaklega tónlistaratriðum.  Sr. Hjörtur Magni prédikaði,  Sr. Bryndís Valbjarnardóttir las Guðspjallið og fleiri voru kölluð til lestra, eins og formaður Samtakanna ´78.  Ragna Árnadóttir dómsmála - og mannréttindaráðherra flutti ávarp og var hyllt sérstaklega.  Það voru fleiri, eins og t.d Hörður Torfason. 

Fríkirkjukórinn flutti fallegt lag í upphafi undir stjórn Önnu Siggu.   Það  sem snerti hjartað í mér allra mest var þegar Páll Óskar söng kærleiksóð Páls Postula og flutningur  Andreu Gylfadóttur á laginu "Somewhere over the Rainbow" sem hún söng af einstakri innlifun.  Fleiri flytjendur fluttu sín lög,   Bergþór Pálsson, Lay Low, Hörður Torfa, Sigga  Beinteins,  Maríus Hermann Sverrisson og Hreiðar Ingi þorsteinsson.  Agnar Már spilaði undir á píanó.  Mikið var fagnað og mikið glaðst. 

Veittar voru mannréttindaviðurkenningar Samtakanna ´78  og fékk Ingibjörg Sólrún eina,  Þorvaldur Kristinsson líka og dammdammrammdamm; hópur presta, guðfræðinga og djákna sem höfðu lagt fram tillögu á prestastefnu að styðja ein hjúskaparlög  og komið með yfirlýsingar í blöðum þar að lútandi fékk ein. Sr. Sigríður Guðmarsdóttir tók við viðurkenningunni fyrir hópsins hönd, enda prímus mótór í þeirri vinnu sem unnin var bak við tjöldin og reyndar utan þeirra líka!  Erum við mjög þakklát fyrir viðurkenninguna, en þó miklu þakklátari fyrir að lögin hafi tekið gildi og kirkjan tekið þeim fagnandi. 

Einu sinni þótti það ókristilegt að konur fengju jafnan rétt á við karla,  sumum þykir það víst enn ókristilegt,  og sumum þykir það ókristilegt að samkynhneigðir skuli fá að vígjast fyrir Guði og mönnum.  En "one day" þá kemur að því að að því verður hlegið  og  fólki finnst það skrítið að það hafi þurft að berjast fyrir þessum rétti.  Svoleiðis er þetta bara. 

Þetta er góður dagur í alla staði.  Til hamingju Ísland. Til hamingju samkynhneigðir, fjölskyldur og vinir,  til hamingju við öll. 

 

 rainbow_flag

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já... Til hamingju!!

Hrönn Sigurðardóttir, 28.6.2010 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband