13.6.2010 | 09:04
Morgunmatur og meira mjónublogg
Góðan og blessaðan "hvíldardag" og mikið er gott að það er sunnudagur í dag, mættir reyndar alveg eins vera laugardagur, en dagurinn verður örugglega góður.
Ég fékk tölvupóst frá konu sem spurði mig hvað ég borðaði í morgunmat.
Það er stundum hausverkur að átta sig á því hvað á að borða í morgunmat þegar fólk tekur mjólkina úr mataræðinu, en við vitum að auðvitað eru til alls konar gerðir af mjólk.
Möndlumjólk, hrísgrjónamjólk, sojamjólk, en það þekkir kannski fólk sem er með mjólkuróþol best.
Ég hef sjálf ekki notað þessa mjólk, en dóttir mín kaupir og notar (að sjálfsögðu) "Rice Milk Organic" eða "Rice Milk Calcium" og hún fæst í Bónus og fleiri búðum örugglega.
Hægt er að sjá margar góðar mjólkurlausar uppskriftir á t.d. síðu Maður lifandi. Ég er ekki svona dúllerístýpa eins og Solla á Grænum kosti, eða við hvað hún er kennd núna, svo ég er bara með þetta einfalt í morgunmat.
Fæ mér spelt brauð eða spelt hrökkbrauð m/ avocado, eplum, sólþurrkuðum tómötum, bönunum, soðnum eggjum, hummus, hnetusmjöri (lífrænu) o.s.frv. Auðvitað ekki allt í einu.
Ávaxtasafa, morgundjús, goji berri djús eða eitthvað álíka. Svo eru allir ávextir góðir í morgunmat. Banani er orkumikill t.d.
Það er svo hægt að malla sér góðan hafragraut úr lífrænt ræktuðum höfrum, hörfræjum og þeir sem vilja sætuefni setja örlítið agave síróp út á.
Ég held að vísu (án þess að vita neitt um það) að það sé ekkert stórmál að fá sér bara venjulega AB mjólk út á ef að manni finnst þessir mjólkurgervingar vondir. Bara ekki borða annan mjólkurmat eins og osta. Skyrdrykkir eins og skyr.is er bara fullt af sykri og ýmis jógúrt svo það þarf að passa að fara ekki út í svoleiðis dæmi.
Ef við erum að flýta okkur og finnst erfitt að vera með hugmyndaflug, er allt í lagi að fá sér einn svona næringar/próteindrykk í morgunmat við og við. Hvaða týpu sem valið er. Ég er núna að bæta því inn hjá mér, vegna þess að ég á svona frá því ég ætlaði einhvern tímann á svoleiðis kúr, en "surprise" byrjaði í 2 daga en svo var þetta bara orðið að viðbót. Heilsustangirnar voru svo bragðgóðar að ég bætti þeim bara ofan á mataræðið! .. Þær áttu að vera til uppfyllingar en tja, kláruðust allt of hratt!
Það sem ég fæ mér þá er Rego Slim frá Natures (því ég ætlaði einhvern tímann að byrja að selja það ásamt fleiru frá Natures, og átti því 2 dunka), set út í það husk líka sem er gott fyrir ristilinn og heldur kerfinu í "action" .. Sumir eiga kannski birgðir uppí skáp af einhverju svona og þá er ágætt að nýta það.
Morgunvigtin sýndi að ég var búin að missa 400 grömm í viðbót frá síðustu vigtun 4,7 kg í heildina frá 25. maí, ég var reyndar mjög "heilög" í gær. Ég trúi varla sjálf þessari tölu, en tek það fram að ég hafði þyngst mjög hratt síðustu vikurnar áður en ég byrjaði, svo það er hreinlega ekki alveg að marka. Svo er ég búin að drekka þennan Slim drykk ca. 3svar í vikunni og e.t.v. hjálpar hann líka til.
Mataræði laugardag 12. júní 2010:
Morgunmatur 2 x hrökkbrauð með hnetusmjöri, te
Millisnakk 2-3 þurrkaðar gráfíkjur
Hádegismatur Samloka (spelt brauð) m/grænmeti og kjúkling
Kaffitími Te og hrökkbrauð m/ Jamie Oliver mauk úr ólífum og sólþurrkuðum tómötum
Kvöldmatur 2 x grænmetisvefjur (keyptur úr búð)
Kvölddrykkur Stór bolli detox te
Hreyfing: Stuttur göngutúr með Simba (hund) í grenjandi rigningu, en þó smá hreyfing!
(hefðu mátt koma ávextir þarna inn, en ég var bara búin með þá alla og á eftir að versla fyrir vikuna)
Við systir mín (hún búin að missa 2,3 kg, en passar ekki alveg eins upp á mataræðið og undirrituð, fær sér kaffi og tja, hvítvín og svoleiðis) ætlum að fá okkur góðan göngutúr á eftir og brenna smá, það geta farið 300- 400 kaloríur á góðum klukkutíma göngutúr.
Það er mikilvægt þegar við sleppum úr fæðuflokkum að taka þau vitamín sem við annars fengjum úr þessum flokkum.
Ég tek til að mynda D vitamín + kalk og lýsi, auk alls konar tilbrigða þegar ég fæ þá delluna. Eins og ólífulauf, hvítlaukshylki, cognicore brokkolítöflur, sem er líka í þessari Natures keðju.
p.s. svindl vikunnar - fékk mér 1 sneið af eplaköku með rjóma sl. þriðjudagsvöld, en ég leyfi mér eitt svindl á viku.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.