11.6.2010 | 06:49
"Þú ert ekki feit" .. annars komin - 4,3 kg af
Vegna þessara mjónublogga minna, eða Síberíukúrablogga halda eflaust margir að ég sé voðalega feit, eða það hélt ein bloggvinkona mín augljóslega á tímabili. Ég hafði, einhvern tímann í fyrra verið að blogga um aðhald, sem fyrr, enda búin að vera í jójó í mörg ár upp og niður um 5-8 kíló.
Svo var ég í mátunarklefa í verslun og kom fram í nýju dressi, og um leið dróst tjaldið frá öðrum klefa og ég áttaði mig á hver konan væri af myndinni af blogginu hennar og kynnti mig. Henni varð þá að orði "Þú ert ekkert feit" ... Nei, nei, ég er auðvitað engin fitubolla, en skv. bmi (þyngdarstuðli) er ég þó enn yfir kjörþyngd. Mér finnst bara gaman að vera í fínu formi og af réttri þyngd. Þyngdarstuðull er núna 25.7 en þarf að fara í 24.9 og til þess þurfa að fara 2,5 kg í viðbót. Og svo er stóra málið
"To keep it off" ..
Í gær bauð heimasætan mér upp á Sushi og hafði ég smá áhyggjur af vökvasöfnun vegna soja sósunnar sem er auðvitað full af sodium, svo eru líka í því hvít grjón, en það virðist ekki hafa verið vandamál því að í morgun höfðu farið 300 grömm síðan í gær. Svo nú er heildarsumman af kílóum orðin 4,3 frá 25. maí og þarf ekki að gráta það.
Hvít grjón eru ekki á matseðlinum mínum, en ég leyfi mér undantekningar eins og Sushi, sem er uppáhaldsmatur hjá mér ásamt humri, "Slurp" ..
Annars góða helgi og þakka þér lesturinn, eins og áður sagði virkar svona aðhald "í beinni" vel!
Athugasemdir
Aðhald er gott í öllu, alltaf gott að testa hvað maður er staðfastur, það finnst mér allavega. Gangi þér vel mjóna mín :)
Ásdís Sigurðardóttir, 11.6.2010 kl. 11:09
Sushi og humar er bara lostæti, reyndar elska ég allan fisk.
Knús til þín og þú ert flott eins og þú ert.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.6.2010 kl. 13:17
Þú ert yndi :)
Katrín Ósk Adamsdóttir, 12.6.2010 kl. 02:41
Gangi þér vel að halda því frá! Bara flott kona.
www.zordis.com, 12.6.2010 kl. 07:02
Þið eruð frábært klapplið, hvar væri ég stödd án ykkar!!
Er enn á réttu róli, það er erfitt að standast hvítvín og kaffi um helgar - en held það enn út!
Jóhanna Magnúsdóttir, 12.6.2010 kl. 09:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.