Einfaldur, léttur en góður kjúklingaréttur í ofni eldaður fyrir börnin og tengdadóttur

Það þýðir ekkert að hætta að fæða fjöldann þó konan sé sjálf í aðhaldi, það er hægt að elda létta en gómsæta rétti og passa bara að borða mikið af salatinu og öðru léttu meðlæti í boði. 

Réttur kvöldsins:

800 grömm kjúklingalundir (eða bringur)

1 dós Hunt´s diced tomatoes m/basil og garlic

1 krukka Salsa  medium (mild eða hot eftir hvað við viljum hafa sterkt) 

1 lítil dós kókosmjólk 

1 msk Oscar´s kjúklingakraftur 

2 - 3 sneiðar jalapeno (fleiri ef sósan á að vera sterkari) 

1 rauðlaukur 

1 hvítlaukur (ítill eða 2 hvítlauksrif)

Laukur í rauðu og hvítu brytjaður og hitaður í kókosfeiti eða léttri olíu á pönnu 

Tómatteningunum, salsanu og kókosmjólk hellt út á og hrært.  Kjúklingakrafti bætt í og síðan jalapeno.  

Sósan klár. 

Steikið kjúlingalundir/bringur,  kryddið með sítrónupipar, herbamare eða uppáhaldskryddunum ykkar. 

Ég setti svo lundirnar í eldfast mót og hellti sósunni yfir,  bætti að vísu út í fersku niðurskornu brokkolí og sökkti því bara í sósunni svo það myndi soðna í ofninum.  Hitaði þetta í ca 10 - 15 mínútur og setti aðeins á grill í restina.

Bar þetta svo  fram með lífrænt ræktuðu íslensku byggi og hrásalati.  

Bragðmikið og gott! 

Svo er bara að fá sér einu sinni á diskinn og ekki meira.  

Þetta féll vel í kramið hjá fjölskyldunni, en byggið er eitthvað sem sonurinn er ekki alveg að kaupa ;-) ..   Það er þá hægt að sjóða hrísgrjón (helst Tilda grjón -  brún) í staðinn.

Ætlaði að taka mynd en steingleymdi því, en þetta leit bara býsna vel út, en set í staðinn bara mynd af tómötunum! .. Hunt´s er góð vara, ég vann hjá Heildsölunni í sex ár og þekki vel til! 

 

 diced_vinegar_basil_oil


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Á meðan ég man; endilega svo fá sér stóran bolla af Pukka "detox" te eftir matinn,  það kostar held ég 495 krónur pakkinn í Bónus og það er bæði bragðgott og vatnslosandi! ..

Jóhanna Magnúsdóttir, 1.6.2010 kl. 21:58

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

P.s. mæli ekki með að borðað sé mikið af sósunni sé fólk í þeim hugleiðingum að létta sig!

Jóhanna Magnúsdóttir, 2.6.2010 kl. 06:46

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Pukka teið er frábært, ég nota það mikið, enda nota ég te sem svaladrykk einnig.

Frábær uppskrift, ekki þarf að borða mikið af sósunni, bara smá til að fá bragð.
Gott ráð sem ég nota tek vel þroskaða tómata og malla þá aðeins og set hvítlauk og basil út í, minni hitaeiningar

Knús í daginn

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.6.2010 kl. 08:07

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

 nammi namm

Ásdís Sigurðardóttir, 2.6.2010 kl. 13:16

5 Smámynd: Sverrir Stormsker

Lofar góðu, en er ekki í lagi að nota kæstan hákarl í staðinn fyrir kjúkling ef ekkert annað er til í ísskápnum? Kemur það ekki örugglega út á eitt?

Sverrir Stormsker, 2.6.2010 kl. 14:56

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Pukka teið er bara frábært Milla sammála þér þar!  Nammi, namm Ásdís

Sverrir,  þakka þér húsráðið sem ég leyfi mér að kalla megrunarráð dagsins:   kæstur hákarl í stað kjúklings verður örugglega til þess að konan tapar fleiri kílóum. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 2.6.2010 kl. 16:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband