F fyrir helvítis fokking fokk? ..

Ég fylgdist mikið með Frjálslyndum á sínum tíma þar sem ég var tengd þangað inn. Fylgdist með ósættinu (það þurfti að vísu ekki að vera innanbúðar til að fylgjast með því) og fleira. Sá að sá sem átti að leiða réð ekki við hjörð sína og hefði átt að stíga til hliðar og gefa betra manni/konu færi á að spreyta sig.

Ég segi það ennþá. Guðjón Arnar er vænn maður, að ég best veit, en það þýðir ekki endilega að hann hafi þá forystuhæfileika sem þarf. Ásýnd flokksins þarf endurnýjun og hana mikla. Og þá er ég ekki að tala um að setja þar Sturlu vörubílstjóra.  

Svo ættu þau að breyta því hvernig þau tala um sig, tala um  frjálslynd eins og Vinstri græn gera. Ekki frjálslyndir,  það mildar ásjónu flokksins og minnir okkur á að þar séu konur innandyra líka. 

PR, PR, PR ... er málið, fá sér talsmenn og konur sem setja ekki allt í háaloft og fá alla á móti sér. 

Ég öfunda ekki fólk sem er að dansa í pólitískum dansi, en einmitt vegna þess ástands sem nú ríkir er enn meiri ástæða til að vanda sig. 

Ef að Frjálslynd stokka sín spil og leggja þau á nýjan leik, þá eiga þau ágætis von á að ná árangri. 

Það er ekkert smá sem má gera við þennan bókstaf; F .. F fyrir fjölskylduna, F fyrir frelsi, F fyrir frið, að vísu ef það er notað rangt verður það F fyrir "helvítis fokking fokk." LoL


mbl.is Frjálslyndir í framboð í vor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Ég taldi að Guðjón væri fallinn til.Hann sýndi það í sínum störfum hjá FFSÍ,en þó bjó hann yfir einum galla,að hann var oft tilbúinn að gefa eftir í sumum málum,til að fá önnur í gegn.En þetta er víst skilyrði til að ná samningum.

 Þessi galli átti að verða honum dýrkeyptur vegna þess að flokkfélagar hans voru það heimtufrekir.Og til þess að miðla málum,varð hann að veðja á réttan hest.En það var akkurat,sem hann varð á í messunni,er hann veðjaði á vitlausan hest.Og sá sem hann valdi hélt áfram að gera honum lífið leitt.Þannig myndaðist misklíð í flokknum.

Þá spyr maður eru menn tilbúnir að hefja sókn að nýju,ég tel að það kann að vera,en þá þurfa þeir að bæta liðstyrk sinn,og endurnýja þá trú,sem fólk hafði til flokksins í upphafi.Frá rótinni ber að skoða það,sem aflaga fór,þá finnst sá staður,sem leikurinn skal hefjast að nýju og varast að fara útaf hinum rétta vegi.Þá getur flokkurinn öðlast traust hjá kjósendum.

Er það ekki akkurat þetta,sem allir frambjóðendur þurfa að gera,það er að öðlast traust og heiðarleika til að þjóðin hafi trú á því eru að gera.

Ingvi Rúnar Einarsson, 17.1.2010 kl. 16:23

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæl Jóhanna, þetta er eitt allra besta og skynsamlegast blogg sem ég hef lesið í langan tíma. Við berum enn óspjallaðar hugsjónir í brjósti. En orð eru til alls fyrst ekki síst skynsamleg orð eins og þín.

Sigurður Þórðarson, 17.1.2010 kl. 17:15

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Sælir herrar, ég held að flestum sem hafa lesið málefnaskrá Frjálslyndra sé ljóst að hún sé mjög góð og flestir geti X-að við það sem þar stendur.

Ingvi, jú menn þurfa að auðlast traust og heiðarleika til að þjóðin hafi trú á því sem þeir eru að gera. 

Stundum hafa menn mikið til síns máls, en koma því afspyrnu klaufalega frá sér. Ég hef sjálf lent í þeim potti, en lærði mikið af því. Við þurfum alltaf að vita tvo leiki fram í tímann hvernig pólitískir andstæðingar muni nýta sér það okkur í óhag því sem við teflum fram og sjá við því. 

Útlendingaumræðan fór illa með Frjálslynd (ég ætla að leyfa mér að tala um Þau hér en ekki þá) jafnvel þó að margt væri til í málflutninginum og besta sönnunin er að við erum hér komin með full fangelsi af útlendingum sem staðfesta það. 

En öll umræða um landamæri, mismunun eftir þjóðerni o.s.frv. er hin viðkvæmasta og því þarf að vanda sig sérstaklega við hana. 

Ég held að gagnkvæm tortryggni manna hafi í raun verið það sem hafi skemmt fyrir Frjálslyndum, og engin/n hafi verið til staðar eða haft dug til að leiða fólk saman. Áhuginn var heldur kannski bara ekki fyrir hendi? 

Siggi, þakka þér fyrir þetta, mér hefur alltaf þótt svolítið vænt um þennan óþekktaranga (Frjálslynda flokkinn)  og fundist sorglegt hvernig hefur farið fyrir honum þar sem algjörlega vantaði uppeldi og aga.  Ég gerði tilraun til að láta í mér heyra, sendi forsvarsmönnum ítarlegt bréf þar sem ég gaf góð ráð - á sínum tíma, en fékk lítil sem engin viðbrögð.  Ráðin voru í svipuðum dúr og eru hér í þessu bloggi, en mun ítarlegri. 

Ef að allar uppákomur og ósamlyndi sem kæmi upp á minni kennarastofu eða milli stafsfólks væru rædd opinberlega og á heimasíðu skólans, þá færi fólk nú að bera lítið traust til þessa skóla.  Fólk sest bara niður í ró og næði og ræðir málin og undantekningalaust leysast þau að lokum farsællega, með góðum vilja.  

En frjálslynd rifust eins og hundir og kettir opinberlega á bloggi og meira að segja birtu fréttir af ósætti á sinni eigin heimasíðu!! ..   Slíkt hlýtur alltaf að enda með ósköpum. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 17.1.2010 kl. 17:52

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Sá mér til mikillar ánægju að Ung frjálslynd eru búin að taka þetta upp sem ég var að tala um;  Þ.e.e.a.s kalla sig ekki "Ungir frjálslyndir."

Jóhanna Magnúsdóttir, 17.1.2010 kl. 17:57

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

 Takk fyrir góða færslu og svör.

Ég skil þig vel, ég sendi líka bréf og reyndi að leggja til mín bestu ráð. 

En nú ætla ég að fara að þínum ráðum úr kennarastofunni og hafa þetta ekki mikið lengra en þú átt inni kaffiboð hjá mér. 

Sigurður Þórðarson, 17.1.2010 kl. 18:38

6 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Sæl aftur.Ég held að það megi líkja stjórnmálaflokki,við handboltalið,t.d.strákanna okkar.Það gengur ekkert upp,ef samvinnan sé ekki fyrir hendi.Þetta hafa þeir sagt sjálfir.Ef þú getur treyst félagum þínum,þá er ekkert til fyrirstöðu að vel gangi.Áfram Ísland.

Ingvi Rúnar Einarsson, 17.1.2010 kl. 21:23

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Já Ingvi, þetta er góð samlíking og áfram ísland!!..  Þjálfarar sem standa sig ekki eru einmitt látnir taka pokann sinn! 

Takk fyrir kaffiboð Siggi. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 17.1.2010 kl. 22:10

8 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæl Jóhanna. Ég tek undir það sem þú segir hér að mörgu leiti. Ég minnist þess ekki að hafa séð þetta bréf frá þér og harma það því ráðin eru góð. Allir eiga að vera vinir og ekki að bera smáágreining á torg. Málið er frá mínum bæjardyrum séð þannig að þegar ég kom inn í flokkinn 2007, rétt fyrir sprengjuþingið, var Nýtt afl að koma inn og Margrét Sverrisdóttir að ganga út. Við þetta varð gífurleg óánægja úti í samfélaginu ekki síður en innan flokksins. Það var einn maður sem gat lært að segja "við frjálslynd" og það var þingmaður sem segir í dag "við sjálfstæðismenn" Ég hef reynt að koma þessu að en það hefur ekki gegnið í gamla sjómenn .

Reyndar finnst mér voða 2007 að miða stjórnun við boltaleiki hvort sem það er hand-eða fótbolta en enginn er eilífur og hafi fólki verið hafnað á það að víkja. Þetta hefur verið lærdómsríkur tími og fyrir hann er ég þakklát og fyrir að hafa kynnst svo mörgu skemmtilegu fólki. 

Stefnan er frábær .... lesið um hana á xf.is  kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 17.1.2010 kl. 23:58

9 identicon

Í stjórnmálaflokki, ekki sízt stjórnmálaflokki í mótun, skiptir minna máli hver leikstýrir eða kvikmyndar, leikur aðalhlutverkið eða kveikir ljósin, aðalmálið er að gera góða mynd.  Það tókst frjálslynda flokknum ekki þó grunnurinn hafi verið til staðar.  Forystan átti að láta málin til sín taka miklu fyrr og mæddi þá á einum manni.  Sagan segir hvernig fór en vitanlega eru enn fræ í sverðinum.

lydur arnason (IP-tala skráð) 18.1.2010 kl. 01:37

10 Smámynd: Rannveig H

Alveg skrifa ég undir þetta hjá þér Jóhanna, og leiðinlegt hvernig fór fyrir þessum flokki. Verst er að fólk gengur enn um í hroka sínum og afneitun og kennir öðrum (nýju afli) um, kannski er það gott veganesti í áframhaldandi starf eins og þeir stefna að. Það kemur væntanlega í ljós.

Rannveig H, 18.1.2010 kl. 11:23

11 identicon

Jóhanna ! Ég sá þig á netinu hjá kt. Ég veit ekki hvort þú veist, að það er sérstakt trúarsvið í heila mannsins.  Það er greinilega vel virkt í trúuðum og aftur minna í trúleysingjum.  Þetta hef ég reynt sjálf. Ég er flogaveik, og eins og þú veist var þetta kallað "hin heilaga veiki".  Ég er fremur trúlaus manneskja, en hef þó lent í einskonar  "trúar-ástandi "við að fá flogakast.  Það varir ekki lengi, en upplifunina hef ég.  Ég vona að ég sé öfgalaus, svona að mestu, en verð að játa að ég er lítil biblíu-kona.  Skiptir ekki mestu máli hvernig fólk kemur fram  í lífinu ?  Þótt maður kunni ekki stafkrók í Biblíunni ........

Vigdís Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 18.1.2010 kl. 11:48

12 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk fyrir athugasemdir Kolbrún og Lýður.  Líklegast er það bara breiskt eðli manneskjunnar sem hefur skemmt fyrir þessum flokki eins og svo mörgum öðrum. Samskiptin gengu ekki upp og samstarfsvilji virðist ekki hafa verið nægjanlegur.

Ég endurtek að ég held það hafi verið gagnkvæm tortryggni og að innanflokksmál hafi verið borin á torg. Menn hafi gasprað óvarlega og svo fram eftir götum.  Þá þarf eins og áður sagði kannski skýra siðferðislega stefnu og sýn. Ég held að það sé enginn alveg saklaus í þessu meinta hjónabandi Nýs afls og Frjálslyndra, en báðir aðilar uppteknir við að benda á bjálkann í auga hins.  Á meðan það gerðist fjaraði undan. 

Bréfið mitt fór á slatta af netföngum, man ég eftir að ein manneskja sendi mér þakkir, en það var ekkert endilega úr hæstu hæðum. Auðvitað var bréfið stílað á Guðjón sjálfan, sem mér þó skilst að svari ekki svo glatt tölvupósti. (En það er óstaðfest). 

Það er rétt hjá Lýð að myndin varð ekki nógu góð. Vörumerkið F beið skaða og ég hreint út sagt veit ekki hvort það nær sér á strik aftur með sama liðinu við leikstjórn.  

Rannveig, við erum ótrúlega mikið sammála alltaf.

Vigdís, þetta passar nú ekki alveg inn í þessar F umræður, en takk samt fyrir innleggið. Ekki hef ég fengið flogakast svo ekki get ég samsamað mig þinni lífsreynslu. 

Við Kristinn erum búin að skrifast mikið á og hann er farinn að átta sig á minni trú en það er of langt mál að fara að tíunda upp hér hvað í henni felst. 

Ég er sammála að framkoma og virðing manneskju við sjálfa sig og aðra skiptir öllu máli. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 18.1.2010 kl. 13:10

13 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

p.s. Kolbrún ég var búin að taka eftir þessu orðfæri hjá Jóni og þakka honum fyrir að nota það jafnframt.

Jóhanna Magnúsdóttir, 18.1.2010 kl. 13:12

14 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þetta var skynsamlegt hjá Jóni en það dugði ekki til því banamein Frjálslynda flokksins var einfeldningsháttur.

Sigurður Þórðarson, 18.1.2010 kl. 15:00

15 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæl aftur. Já Jóhanna það voru margir sem tóku eftir þessu og það var, eins og þú bendir réttilega á, mikið og jákvætt púst fyrir flokkinn. Ég kunni vel að meta það og því var þetta sagt honum til hróss þó margt fólk geri öðrum alltaf upp eigið hugarfar. Ég var nú líka að ýja að því að konur eru líka menn og margar sjálfstæðiskonur nota einmitt orðfærið" við sjálfstæðismenn "því til áréttingar. Sem sagt ekki ætlunin að kalla á sérstaka umræðu um Jón. Ég hef þá ekki verið á náðarlistanum hjá þér og kýs að túlka það þannig að ég hafi ekki haft þörf fyrir ráðgjöf. Sumum finnst allt hroki og hefur það mikið með skerta sjálfsmynd að gera en mér hefði fundist meiri hroki hefði ég farið að kryfja þetta svona spontand útfyrir mína reynslu. Það er einfalt fólk sem ekki áttaði sig á samúðarbylgjunni sem gekk í gegnum þjóðarsálina með Margréti og því fann ég mjög fyrir í kosningabaráttunni 2007. Ekki er ég að kenna Nýju afli um þessi átök aðeins að túlka staðreyndir sem reyndar allir vita, bæði einfaldir og tvöfaldir. Ég er sammála Lýð, það voru ekki bestu leikendurnir í hlutverkum hjá FF,þar á meðal ég, en efnið er gott. Besta kveðja í þinn bæ Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 18.1.2010 kl. 19:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband