"Climb Every Mountain?"

Ég var að tala við hana Önnu Steinsen hjá Dale Carnegie í fyrradag, eða reyndar var hún að tala við mig.  Kynnti hún m.a. fyrir mér hugmyndina um þægindahringinn sem við óttumst oft að stíga út fyrir, en þægindahringur getur virkað heftandi bæði andlega og líkamlega. Það sem er þægilegt er það sem við erum vön og þekkjum, en endilega ekkert voðalega mikil áskorun eða skemmtilegt. 

Á heimleiðinni úr vinnunni heyrði ég í útvarpinu auglýsingu frá 66¨N og Íslenskum Fjallaleiðsögumönnum.  Þar er um að ræða fjallgöngunámskeið sem hefst í febrúar og lýkur í júníbyrjun með göngu á Hvannadalshnúk hvorki meira né minna.

 

 

Susan Boyle var 47 ára þegar hún toppaði í "Britains got talent"  og þá gæti ég svo sem alveg eins toppað í mínum "ævintýrum."  Ég hef nú ekki unnið neina stórsigra í fjallgöngum hingað til, en þó gengið á nokkur minni fjöll og dreymt stóra drauma; keypti mér að meira að segja bókina:  Íslensk fjöll, gönguleiðir á 151 tind í fyrra og af stórhug mínum ætlaði ég að merkja út hvert fjallið af öðru. 

Ég held að ég sé búin með þetta eina til að slétta niður í 150! LoL .. Nei, nei .. þar er aðeins dregið úr,  það má gefa sér eitt eða tvö til eða frá.  

Nú er spurning hvort að þessi  kona eigi að láta stóra drauma rætast, stíga út fyrir þægindahringinn (eða sófann) og drífa sig á námskeið og vera komin í  "She Woman" form  í júní?

 
 


 

 

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Mér lýst vel á þetta hjá þér!

Drífðu þig bara á námskeið og svo áður en þú ferð upp á Hvannadalshnjúk eða eftir kemurðu í heimsókn til mín, það er ekki svo langt.. kannski svona 100-150 km....

Róslín A. Valdemarsdóttir, 15.1.2010 kl. 18:21

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Ok, 1 atkvæði komið með

Jóhanna Magnúsdóttir, 15.1.2010 kl. 18:22

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Færð mitt atkvæði líka. Systir mín gekk á Hvannadalshnjúk í fyrra og komst aftur niður a live and well ;)

Ég ætla samt að láta Esjuna duga mér.

Hrönn Sigurðardóttir, 15.1.2010 kl. 18:54

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk, 2 atkvæði. Úff hvað ég er fegin að heyra að systir þín kom niður aftur Hrönn! ;-)

Jóhanna Magnúsdóttir, 15.1.2010 kl. 20:27

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já.... ég líka ;) sú hefði verið orðin hin laglegasta grýlukerling núna.

Hrönn Sigurðardóttir, 15.1.2010 kl. 20:58

6 Smámynd: Ragnheiður

Drífðu þig bara....

það er annars ekkert að marka systur Hrannar, óeðlilega fljót niður sko haha

Ragnheiður , 15.1.2010 kl. 22:09

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Það var bara vegna þess hvað ég er skemmtileg. Hún getur ekki verið lengi án mín

Hrönn Sigurðardóttir, 15.1.2010 kl. 22:18

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Hmmm.. mér finnst yfirleitt erfiðara að fara niður en upp, eins undarlegt og það má hljóma.

Jóhanna Magnúsdóttir, 15.1.2010 kl. 22:37

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Það er alltaf erfiðara að fara niður. Reynir meira á vöðva sem maður notar sjaldan..... Kannski vegna þess að maður stefnir alltaf á toppinn? ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 15.1.2010 kl. 22:50

10 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

þetta er góð skýring á því að stefnan er alltaf upp á við!

Jóhanna Magnúsdóttir, 18.1.2010 kl. 01:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband