Fire and Ice(Save)

Ég verð að viðurkenna að ég er ein af þeim sem hefur verið að vænta Heklugoss (enda Hekla komin á tíma) þess vegna er það varla undarlegt að mig dreymdi eldgos í Heklu í nótt. 

 

Það óvænta var að ég var stödd í sumarhúsi og það óhugnanlega var að hraunstraumur var kominn upp að pallinum og var einhvern veginn allt um lykjandi.

Eigandi hússins var kona, veit ekki hvaða kona og var hin rólegasta. Mér fannst hún frekar vitlaus, því að auðvitað myndi kvikna í timburhúsinu þegar glóandi hraunið færðist alveg að! 

 

 

 

Það náði þó aldrei að kvikna í og allt í einu var gjóskan sem hafði svifið í loftinu (já þetta var draumur) orðin að fallega löguðum snjókristöllum sem svifu um og kældu síðan hraunið.Ísinn bjargaði, og vissulega hef ég verið að hugsa, ekki aðeins um Heklugos undanfarið heldur orð annað sem flestir eru orðnir lifandis, skelfing, óskapar þreyttir á. Já, djúp er blessuð undirmeðvitundin. Þetta var svona öðruvísi útfærsla á IceSave.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Horfðir þú kannski á spaugstofuna.. ekki plata Jóhanna :)

DoctorE (IP-tala skráð) 11.1.2010 kl. 09:00

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er að horfa á hana út um gluggan minn, hún er hvít.

Ásdís Sigurðardóttir, 12.1.2010 kl. 15:16

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir öðruvísi útgáfu, komin tími til.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.1.2010 kl. 08:37

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

FLottur draumur vonandi fyrir góðum lyktum Icesave. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.1.2010 kl. 11:28

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 14.1.2010 kl. 06:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband