Eva Joly: "Do not lose faith" ...

Í viðtali við RUV talar Eva Joly um að þjóðin eigi að halda ró sinni og hótanir eigi ekki að taka alvarlega. 

 "Do not lose faith" .. Iceland is full of highly educated people able to think" ....

(þetta er í samræmi við bloggfærslu þar sem mótmælti yfirlýsingum um heimska Íslendinga).

Eva Joly telur jafnframt að íslensk yfirvöld hafi verið undir of miklum þrýstingi frá breskum og hollenskum yfirvöldum og að þrýstingurinn hafi aukist. 

Smellið HÉR til  að sjá viðtalið við Evu Joly. 

Missum ekki móðinn í neikvæðu og niðurdrepandi sjálfstali, slíkt grefur aðeins undan sjálfstrausti okkar sem þjóðar.

"Upp upp mín sál og allt mitt geð" .. 

 

Spil dagsins: 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er fullt af snjöllu fólki á íslandi.. en því miður er þetta fólk EKKI í áhrifastöðum.. það fáa fólk sem fer í slíkar stöður er fljótt að falla í heimsku fjórflokkana eða einhver önnur samtök ruglukolla....
Já mikilvægustu stöður á íslandi eru fylltar með mestu fávitum þessa lands, og hjarðdýr íslands eltast við þessa fáránlegu forystusauði.. hér eru jafnvel svo heimskir menn að þeir kalla eftir að fá DO aftur...
Kannski væri best að englendingar.. eða frekar hollendingar ráðist bara á okkur og bjargi okkur undan þeim fávitamafíum sem ráða hér allt og öllu....
Kikkið þið bara á útsendingu frá alþingi í nokkrar mínútur.. þetta er eins og fávitabæli, no shit

DoctorE (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 09:15

2 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Sæl Jóhanna.Það sem vantar nú, er þjóðstjórn.Fjórflokkurinn hefur gert Alþingi að leikhúsi trúða.Hvað höfum við að gera við 63 trúða,sem leika sér eftir skipunum nokkra yfirtrúða.Þar mætti fækka um helming og ná betri árangri.

Ingvi Rúnar Einarsson, 7.1.2010 kl. 15:33

3 identicon

farsælast væri að biðja Evu Joly að taka að sér landstjóraembætti til 2ja ára, fá hana til að mynda framkvæmdastjórn... gefa síðan 4 deildar sparkliðunum frí frá Alþingi og leggja niður þessa ráðherraframkvæmdastjórn á meðan verið er að laga til.

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 16:26

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Blessuð vinkona mín, það er svo langt frá því að ég missi mig í áhyggjurnar, við höfum ekki gert það hér á mínu heimili, en margt er nú spjallað.

Þar sem sá sem ég hef afnot af hlustar á þingfréttir og allar aðrar fréttir, fer á textavarpið og netið þá er ég afar lánsöm að geta lokað hann inni í gestaherbergi er mér finnst keyra um þverbak, einnig er honum meinað að tala um sína túlkun á þessu öllu, "við mig"

Tek undir með herramönnum hér að ofan, en mér mundi samt hugnast það best ef formenn flokkanna mundu leysa þetta mál í sameiningu og gleyma því í smátíma að þeir séu andstæðingar og hætta að skara að sinni köku.

Góðar kveðjur héðan frá Húsavíkinni fögru
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.1.2010 kl. 08:50

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála því að hér býr margt skynsamt fólk.  Málið með okkur er að við viljum vera kóngar allir hreint.  Þess vegna getum við ekki einu sinni staðið saman þegar þjóðarheill kallar á.  Og eins og svo oft áður gegnum söguna er það erlend manneskja sem reynir að hafa vit fyrir okkur.  Vonandi tekst henni það.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.1.2010 kl. 11:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband