Færsluflokkur: Íþróttir

Hjólreiðakeppni í Danmörku - Kári Brynjólfsson keppir

Ég hef ákveðið að gerast íþróttafréttaritari  (reyndar í annað sinn)  - en hér erum við að fjalla um það sem kallað er "jaðarsport" eða jaðaríþrótt,  a.m.k.  á Íslandi. - Við skulum ekki einu sinni byrja að ræða "Tour de France"  en ég hef verið í Danmörku þegar það stóð yfir og það fylgdust allir mínir ættingjar þar með "Tour de France"  - í sjónvarpinu. 

Áhugi minn er að vísu til kominn vegna þess að bróðursonur minn Kári Brynjólfsson er mikill hjólreiðamaður, keppir í hjólreiðum og er að læra að verða "Cykel -mekaniker" (held ég það heiti), og varð Íslandsmeistari 2010 og 2011 í fjallareiðhjólum. - 

Þessa stundina (kl. 9:30)  er Kári að taka þátt í 12 tíma hjólamaraþoni,  en hann hefur keppt tvisvar áður og varð í 8. sæti 2010 og 5. sæti 2011 og nú bíðum við ótrúlega spennt eftir því hvaða sæti hann lendir í 2012.  

Eftir 3 tíma og 6 hringi er hann nefnilega í 1. sæti af 112 keppendum,  en vissulega 9 tímar eftir! 

Þessi "litli" frændi minn heitir  er sonur Brynjólfs "litla" bróður míns og konu hans Þóru Ingvadóttur.  Báðir eru þeir vel yfir 190 cm á hæð og sonurinn meira að segja vaxinn föður sínum yfir höfuð,  svo að litli á að sjálfsögðu hér við að þeir eru yngri en ekki minni. 

Kári Brynjólfsson sem er fæddur 1988, fór snemma að hafa áhuga á hjólreiðum (Jón Ársæll hvað? ) og Binni bróðir var  á tímabili formaður Hjólreiðafélags Reykjavíkur og hefur stutt dyggilega við Kára á ferlinum og þau bæði að sjálfsögðu foreldrarnir! - 

En nú er s.s. keppt enn á ný, - 

Tók þetta af facebook síðu pabbans: 

Kári Brynjólfsson keppir í http://stamina12.dk/ í dag. Hjólað er samfleytt í 12 tíma og sá vinnur sem hjólar lengst, eða flesta hringi. Brautin er 8 km hringur í fallegur umhverfi við kastala við Hróaskeldu. Hægt er að fylgjast með keppninni á heimasíðunni. 

 

ÁFRAM KÁRI! ... 

kari.jpg

 Hér er svo hægt að FYLGJAST MEÐ TÍMANUM

 


Tíu góðar gönguferðir með nemendum

 

hradbraut_burfell_2010_005.jpg

 

Í dag fór ég í vorgöngu með nemendum í Menntaskólanum Hraðbraut, en ég hef farið með þeim í göngur á hverju hausti og vori frá vori  2005, samtals tíu gönguferðir. Í dag naut aðstoðar Viðars, eðlis-og stærðfræðikennara sem hefur verið duglegastur starfsmanna við að koma með kellingunni.  Ekki veitir af tveimur "stjórum" í svona göngu, en ég tek yfirleitt að mér að reka lestina og hvetja þau sem eru síðust (svona eins og í aðstoðarskólastjóradjobbinu!)  Smile

 

Í dag fórum við í Búrfellsgjána, en það er í 3. skiptið sem ég nota þá gönguleið fyrir nemendur.  Við gengum líka á Búrfellið sem er ekki hátt en frábært útsýni þaðan samt sem áður og síðan gengum við inn að Kaldárseli þar sem rútan beið okkar. 

hradbraut_burfell_2010_046.jpgÁberandi var askan í gróðrinum, en svörtu gönguskórnir mínir voru gráir við heimkomu. Veður var eins og best var á kosið og allir syngjandi glaðir með gönguna. 

 Ég rifjaði í gamni upp hvert við hefðum haldið og eru það eftirfarandi gönguleiðir (sú ferskasta fyrst): 

 

 hradbraut_burfell_2010_062.jpg

 


 

  Vor 2010   Búrfellsgjá – Búrfell- Kaldársel

 

 

 

 

fjalli_eina.jpgHaust 2009   Fjallið eina,  Reykjanesi

 

 

 

burfellsgja_2009.jpgVor 2009  Búrfellsgjá – Búrfell

 

 

 

helgafell_997776.jpgHaust 2008   Helgafell í Mosfellsdal

 

 

keilir.jpg

              

 

                                                                                                                                                                    Vor 2008 Keilir

 

 

skalafell.jpgHaust (vetur) 2007  Skálafell á Hellisheiði

 

 

burfellsganga_2007.jpgVor 2007   Búrfellsgjá – Búrfell 

 

 

_orbjorn_997807.jpgHaust 2006  Þorbjörn,  Grindavík

 

 

esjan.jpgVor 2007 Esjan  (smá þyrluævintýri)

 

 

burfell_2005.jpgHaust 2005  Búrfellsgjá – Búrfell 

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband