Og gerist nú konan íþróttafréttaritari - en rennur blóðið til (fjöl)skyldunnar....

Mig langar að vekja athygli á honum "litla" frænda mínum og afrekum hans á íþróttasviðinu, en þessi frændi heitir Kári og er sonur Brynjólfs "litla" bróður míns og konu hans Þóru Ingvadóttur.  Báðir eru þeir vel yfir 190 cm á hæð og sonurinn meira að segja vaxinn föður sínum yfir höfuð,  svo að litli á að sjálfsögðu hér við að þeir eru yngri en ekki minni. 

Kári Brynjólfsson sem er fæddur 1988, fór snemma að hafa áhuga á hjólreiðum (vá hvað þetta er eitthvað "maður er nefndur-legt") og Binni bróðir var  á tímabili formaður Hjólreiðafélags Reykjavíkur svo áhugamálið var svo sannarlega innan fjölskyldunnar.  Það var reyndar svolítið skondið,  að við héldum að Binni myndi aldrei læra að hjóla, en þegar hann fékkst loksins upp á hjól fór hann ekki af því.  Hann hjólaði tímunum saman og varð svo veikur af harðsperrum.  LoL

En s.s. til að gera langa sögu stutta (og svo kann ég kannski ekki söguna best manna) þá býr fjölskyldan, Binni, Þóra, Kári og Ingvi núna í Kaupmannahöfn og Kári er að læra að verða einhvers konar hjóla "mekaniker" .. og er kominn í einhvers konar hjóla-elitu-lið.  

Árið 2010 kom hann til Íslands, sá (eða hjólaði) og sigraði, þ.e.a.s. hann varð Íslandsmeistari í fjallareiðhjólum 2010. 

Ég hef nokkrum sinnum orðið  vitni að því hve stíft Kári æfir, og nú síðast þegar hann kom í heimsókn til Íslands sl. páska m.a. til að chilla (að ég hélt)  en þá fékk hann lánað hjól og hjólaði amk  tvisvar fyrir Hvalfjörð fyrir utan allt annað,  í annað skiptið var það á Skírdag, en þá var ég að keyra Hvalfjörðinn og veðrið var þannig í Brynjudalnum að áin fussaðist upp úr farvegi sínum.  Binni bróðir var orðinn áhyggjufullur og bað mig að fylgjast með hvort ég yrði vör við Kára, en ég var á ferð með systursyni mínum og sagði ég við hann að líklegast þyrftum við frekar að leita utan vegar en innan, hann hlyti bara að hafa fokið út af veginum!   En Kári hafði komist klakklaust, en þó hraktur og blautur inn að skinni í bústað til fjölskyldunnar í Hvalfirði,  svo ekki lá hann utan vegar sem betur fer. 

En Kári uppsker nú sem fyrr,  fyrir elju sína og dugnað og í fyrradag náði hann frábærum árangi í keppni í Danmörku,  sem kallast H12  en það er hjólað í 12 klukkutíma og sá sigrar sem fer flesta hringi (vantar skýringu hvar) á þessum 12 tímum.  Sá sem sigraði fór 23 hringi - 18,19 km á klukkustund,    en Kári lenti í 5. sæti fór 22 hringi - 17.43 km á klukkustund.  Mér sýndust vera 72 skráðir til leiks í einstaklingskeppni karla.  (Þvílíkur íþróttafréttaritari W00t

Pabbi hans skrifaði á Facebook: 

"Kári Brynjólfsson tók þátt í 12 tíma hjólreiðakeppni í gær og náði frábærum árangri, 5. sæti í einstaklingsflokki en einnig er 4 manna liðakeppni. Kári byrjaði mjög vel og var fyrstu tímana í 3. sæti. Svo dróg af honum og hann datt niður í 6. sæti en náði glæsilegum lokahringjum og tryggði sér þar með 5. sætið í þessari erfiðu keppni."

Pabbinn er sem sagt ánægður með sinn dreng, væri auðvitað ánægður með hann hvort sem hann hjólaði eða ekki, en hamingjusamur yfir árangrinum á "hjólasviðinu" og frænkan er það sem sagt líka!

Óska Kára frænda hjartanlega til hamingju með að standa sig svona vel, og að sjálfsögðu að vera besta eintakið af sjálfum sér - gera SITT besta, en meira getur ekkert okkar gert. 

 

 kari.jpg

 


Bloggfærslur 8. maí 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband