Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
11.4.2012 | 09:22
Samviskufrelsi presta í íslensku Þjóðkirkjunni og Kung Fu
Ég trúi því að samhugur, eða samhygð sé ákveðinn staðall fyrir þroska. Það sama gildir að geta sett sig í spor náungans en það þýðir auðvitað að sjá málin frá hans sjónarhóli og leitast við að skilja á annan hátt en sinn eigin. -
Mikið hefur verið fjallað um það á síðum presta, guðfræðinga og djákna og víðar reyndar, hvort að þjóðkirkjuprestar eigi að komast upp með það að vígja ekki samkynhneigð pör, karl og karl, eða konu og konu í hjónaband þegar að þjóðkirkjan hefur samþykkt það. -
Frá minum sjónarhóli séð, finnst mér afdráttarlaust að líta eigi eins og á vígsluna, það séu ekki forsendur til að neita henni, það sé bara lóð á vogarskálar kærleikans í heiminum að vígja þær eða þá saman í hjónaband sem vilja heita hvort öðru ást, virðingu og trausti fyrir augliti Guðs. -
En af hverju hugsa ekki allir eins og ég? - Kannski sjá þeir annað og hafa fengið aðra "forritun" - Þeir standa á öðrum sjónarhóli og í öðrum sporum. -
Þau fluttu e.t.v. í fjölbýlishúsið þegar að reglurnar voru aðrar og nú er búið að breyta reglunum og þau þrjóskast við að fara eftir þeim "Þetta er ekki það sem ég skrifaði undir upphaflega" .. gæti einhver sagt.
Þau finna ýmislegt í reglugerðum sem passar ekki, og það er einhver skekkja í hausnum á þeim - því að forritið segir það. -
Getum við haft samhygð með þessu fólki? - Eða er þetta bara þrjóska? - Getum við haft samhygð með fólki sem hefur ekki samhygð með samkynhneigðum pörum? -
Eða er trúin á lögmálið það sem fólk rígheldur sér í, sem veldur það að það getur ekki samvisku sinnar vegna vígt karl og karl í hjónaband eða konu eða konu? -
Hvað með nýju reglurnar í húsfélaginu? - Verður fólkið að virða þær eða á það ekki heima lengur í blokkinni? -
"Does this path have a heart? If it does, the path is good; if it doesn't it is of no use."
Carlos Castenada
Hvað með nýju reglurnar í kirkjunni, - hvernig væri að skoða þær með gleraugum kærleikans. - Eða af sjónarhóli kærleikans. -
Er þetta vegurinn eða ekki? -
Jesús sagði ég er sannleikurinn, vegurinn og lífið - enginn kemur til föðurins nema í gegnum mig. -
Ég vel að túlka það að Jesús (Guð sem maður) sé að segja þetta fyrir allar manneskjur, ÞÚ ert vegurinn, sannleikurinn og lífið. - Ef við höldum okkur á veginum, erum sönn, heil, hugrökk og komum fram af heilu hjarta - erum við ekki aðeins á veginum, þá erum við vegurinn. - Jesús sagði: "Ég er dyrnar" - "Þú ert dyrnar" - að Guði. -
"Sá sem þekkir sjálfan sig þekkir Guð" - sagði Pýþagóras. -
"Guðs ríki er innra með yður." - Hvað er það annað en að guðsríki er í okkur og að við erum vegurinn.
Það væri ósanngjarnt gagnvart þeim sem fæddist á þeim stað í heiminum sem engin Biblia væri til, og enginn Jesús kenndur að sá aðili sem þar fæddist kæmist ekki til föðurins, vegna þess að hann þekkti ekki Jesú. -
Faðirinn sem er Guð, móðirin sem er Guð, heimurinn sem er Guð og lífið er Guð. -
Eckhart Tolle talaði um að Guð væri misnotað og ónýtt hugtak og því notaði hann það helst ekki, þó hann "slysist" stundum til þess. - Hann talar m.a. um Being í staðinn, verund eða veröld? - Er það ekki bara tilveran sem er Guð, eða heimurinn? -
Hver manneskja er vegurinn, tvær fullveðja manneskjur sem óska þess að heitbindast og verða hjón með kirkjulegri athöfn fyrir augliti Guðs með milligöngu kirkjunnar þjóns, eru að ganga veg kærleikans. Hvers vegna að stöðva það? - Álíta einhverjir að það sé vegur glötunar? -
Þessi hjón geta ekki átt börn með hefðbundum getnaði, en það gildir líka um mörg gagnkynhneigð pör og þau eru ekki spurð hvort þau, konan eða karlinn sé örugglega frjó, hvað þá hvort þau ætli sér að eiga börn. Þannig að þau rök duga skammt. Ekki myndi neinn stöðva mig í að giftast í annað skipti, þó það sé útséð að ég beri fleiri börn vegna aldurs. -
Þessi pistill, eins og svo margir aðrir, varð lengri en upphaflega var farið af stað með. - Ég játa að ég á erfitt með að setja mig í spor þeirra sem samvisku sinnar vegna geta ekki treyst sér til að vígja eftir nýjum reglum. Ég get sett mig í spor allra sem vilja gifta sig, kvenna og karla. - ;-) ..
Ég skil að hjónabandið er mörgum heilagt, eða ætti að vera það. -
Spurningar sem eftir standa:
1) Á að þvinga þessi fáu sem ekki vilja lúta reglum, samvisku sinnar vegna, til að fara eftir reglum eða leyfa þeim að vera áfram á undanþágu?
2) Á að loka á undanþágur og reka þau úr þjónustu kirkjunnar?
3) Getur Þjóðkirkja staðið undir nafni sem ekki er tilbúin að þjóna öllum jafnt? - Hvað ef hún væri veitingahús og það væri veitt samviskufrelsi til að þjóna ekki samkynhneigðum?-
Við í rannsóknarhópnum Deus Ex Cinema horfðum á áhugaverða danska mynd í gær, þar sem forn feðraveldismenningarheimur múslima mætti hinum frjálsa menningarheimi. -
Ung múslimastelpa, Aicha, fór að læra Kung Fu í óþökk foreldra sinna, og í þokkabót í blönduðum hópi drengja og stúlkna. Lærimeistarinn var af austrænu bergi brotinn. -
Í hópnum voru flestir danskir að uppruna og eflaust kristnir, en einn strákur, Omar, var múslimi. Hann neitaði að slást við stelpuna. - Lærimeistarinn rak hann þá út, en ekki Aichu. -
Staðfesta Omars við lögmálið var slík að hann gat ekki samvisku sinnar vegna tekið Kung Fu slag við stelpu. - Heilindi lærimeistarans voru þau að allir voru jafnir, konur og karlar. -
Það skal þó tekið fram að Omar sá að sér síðar og tók slaginn. -
Hann þurfti bara að sjá og skilja.
Það er ákveðinn hroki í því að spyrja eins og ég spurði hér áðan
"Af hverju hugsa ekki allir eins og ég?"-
Kannski þurfum við að gefa fólki tækifæri á að sjá og skilja, menningin breytist hraðar en fólk ræður við eða uppeldi þeirra eða trúarsannfæring segir til um. - Það eru átök að sleppa því sem búið er að læra, eða að aflæra það. -
(Atriðið milli Aichu og Omars er í seinni hlutanum)
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 09:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
9.4.2012 | 13:14
Jesú verður ekki úthýst ...
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 13:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
5.4.2012 | 12:40
Þökk sé þeim sem þjóna þeim sjúku og öldnu
Eftir að ég lauk guðfræðinámi mínu árið 2003, fékk ég starf við aðhlynningu aldraðra á sambýlinu Eirarholti, sem er einn af þjónustukjörnum á Hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi. - Ég starfaði þar í tæpt ár, eða þangað til að mér var boðið annað starf og 100% hærri laun. -
Ég hef oft hugsað hvað það væri hollt að hafa ummönun aldraðra eða þjónustu við þá sem skyldufag, eða a.m.k. valfag í framhaldsskólum, eða jafnvel háskólum. -
Ég lærði mikið í guðfræði í háskólanum, en ég skildi guðfræðina og þjónustu hluta hennar fyrst af alvöru þegar ég fór að starfa á Eir. -
Fótaþvotturinn
Ég man eftir að vinkona dóttur minnar bauð mér að halda "Volare" kynningu, og í því fólst fótabað. - Hún mætti heim og fyllti bala fyrir okkur allar og setti eitthvað dásamlegt dauðahafssalt í balann, eða hvað það var og svo fengum við krem og alls konar lúxus.
Það er svo skrítið að þegar fæturnir á manni eru í lagi, þá virkar það oft á allan kroppinn. -
Mér varð fljótlega hugsað til gamla fólksins á Eir og sérstaklega til einnar góðrar vinkonu minnar. Því var það það við fyrsta tækifæri að ég bauð henni upp á fótabað.
Þar sem ég kraup við fætur hennar og nuddaði með ilmandi kremi eftir að hún hafði notið þess að hvíla lúnu æðaberu fæturnar, sem höfðu borið hana í gegnum langt líf, upplifði ég það hvað það fólst í þjónustunni við aðra og hvað verið var að tala um í Biblíunni.- "Berið hvers annars byrðar" ..
Þetta fyllti mig af vellíðan, að finna hvað henni þótti þetta gott og að hafa getu til að auka á virðingu hennar og lífsgæði.
Ég upplifði þetta ekki bara einu sinni, heldur í hvert skipti sem ég hafði tækifæri til að hjálpa fólki með virðingu að fara í baðið sitt, sem sumir áttu mjög erfitt með. -
Þetta starf er ekki einungis svona þakklát, það skal tekið fram, því þetta er oft mjög mikil erfiðisvinna og reynir bæði á líkama og sál. Það eru ekki alltaf allir samvinnuþýðir, og það getur reynt bæði á andlegt og líkamlegt þrek. -
En þeir sem hafa upplifað það að þjónusta fólk, ekki bara andlega, heldur líkamlega, hvað það þarf mikla þolinmæði, auðmýkt og virðingu. -
Ég minnist þessa alls nú á skírdegi, - sem er nefndur skírdagur m.a. í minningu þess að Jesús þvoði fætur lærisveina sinna, - en orðið skír merkir í raun hreint, óblandað, skær, bjartur/björt, saklaus. -
Upprunalega orðið á grísku er katharsis, skrifað á grísku κάθαρσις sem þýðir m.a. hreinsun. Það á uppruna í sögninni καθαίρειν, kathairein, að hreinsa, eða gera tært jafnvel. -
Jesús þvær fætur Péturs. Mynd eftir málarann Ford Maddox Brown (1821-1893).
--
24Og þeir fóru að metast um hver þeirra væri talinn mestur. 25En Jesús sagði við þá: Konungar þjóða drottna yfir þeim og valdhafar þeirra kallast velgjörðamenn. 26En eigi sé yður svo farið heldur sé hinn mesti yðar á meðal sem væri hann yngstur og foringinn sem þjónn. 27Því hvort er sá meiri sem situr til borðs eða hinn sem þjónar? Er það ekki sá sem situr til borðs? Samt er ég meðal yðar eins og þjónninn.
Í mínum huga er fólkið sem þjónar öfum okkar og ömmum, mömmum okkar og pöbbum fólkið sem kemst næst því að lifa í þeim kristilega kærleiksanda að þjóna og elska náungann eins og sjálfan sig. Vissulega er það starf, en launin segja eiginlega frekar að þarna sé um þræla og ambáttir að ræða, enda má benda á það að orðið embætti er komið af orðinu ambátt, líka forseta-og biskupsembætti. -
Þjónustan er því göfugusta starfið, en því miður virðist heimurinn oft ekki sjá það, eða a.m.k. ekki meta það til þeirra launa sem fólk í þjónustu á skilið. -
En hver og ein/n sem hefur þjónað hinum gamla og/eða sjúka veit hvað ég er að tala um. -
Ég vil því þakka því starfsfólki sem leggur líf sitt í það að þjóna á hjúkrunarheimilum, þjóna á spítölum, þjóna fólki í neyð, hvort sem það er andlega eða líkamlega. Því það á svo sannarlega virðingu og þakklæti skilið og að sjálfsögðu að fá mannsæmandi laun fyrir vinnu sína.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 13:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.3.2012 | 14:02
Hefur þú skoðun á biskupskjöri? - skoðanakönnun. -
Ég hef stillt upp skoðanakönnun hér til vinstri. Ég skrifaði einnig pistil sem má lesa ef smellt er HÉR um mínar hugleiðingar. -
1.1.2012 | 15:08
Er Prédikunarform úr prédikunarstól samtal eða eintal?
Um ræðu Hr. Karls Sigurbjörnssonar: "Hann sagði að blogg væri eins og eintal, ýmsar upphrópanir kæmu þar í stað samtalsins og samviskan sljóvgaðist."
Blogg eru misjöfn, - ástæðan fyrir því að ég blogga á moggabloggi er m.a. þægilegt athugasemdakerfi, og einmitt til að geta svarað fyrir mig, rætt, spekúlerað og LÆRT af þeim sem andmæla. Þetta er líka hægt að lesa hér til hliðar á síðunni, þar sem ég bið fólk gjarnan um að koma með málefnalegar athugasemdir.
Við lærum og þroskumst í raun ekki síður af því að hlusta en að tala, eða prédika "yfir" öðrum, og svo auðvitað að praktisera það sem við prédikum. - Þannig erum við heiðarlegust, þó sannarlega megum við gera mistök, enda mistök dásamlega mannleg og eina leiðin til að gera þau ekki er að gera aldrei neitt.
Það blogg sem fékk lengstan athugasemdahalann var einmitt bloggið þar sem ég lagði upp með það að það væri mín skoðun að við mættum ekki setja samasemmerki á milli Biblíunnar og Guðs orðs, og að sjálfögðu útskýrði ég þar hvað fyrir mér vakti. -
----
Ég byrjaði á sínum tíma að skrifa sem Pressupenni, en saknaði einmitt samtalsins.
Prédikun á að vera fagnaðarerindi, "Good news" .. Góðu fréttirnar fjalla um eilíft líf, upprisu Jesú Krists frá dauðum.
Það þarf ekkert að taka því "bókstaflega" við erum að upplifa upprisu á hverjum degi í eigin lífi, hverri mínútu sem okkur er gefin - það er ný blaðsíða, nýtt líf.
Markmið prédikunar er ekki að fá fólk til að skammast sín, eða fyrir sig, heldur að finna til friðs, langa til að gera betur, vita að það er von, ganga með gleði í hjarta inn í nýja viku, inn í nýtt ár.
Aðferðafræðin að skamma fólk til samstarfs virkar ekki, - eða virkar a.m.k. ekki til að fólk geri hlutina af heilu hjarta, langi til þess.
Aðferðafræðin er akkúrat öfug - að elska fólk til samstarfs.
Ég skrifaði það í morgun, og skrifa það hér aftur; árið 2012 er ár ÁSTARINNAR og það þýðir ekki að öll árin þar á eftir geti ekki verið það líka.
ELSKUM HVERT ANNAÐ, TÖLUM SAMAN ... ..og hlustum ..
Þurfum að horfa í eigin barm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 15:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.12.2011 | 12:16
Páfinn, prédikunin og praktiseringin ...
"Example is not the main thing in influencing others. It is the only thing." - er haft eftir Albert Scweitzer, og það er meira en lítið til í þessu hjá honum.
Ég er búin að sjá pistla, greinar og fésbókarstatusa, þar sem fólk er ósátt við páfann, finnst hann kasti jafnvel steinum úr glerhúsi. Sjái ekki bjálkann í eigin auga fyrir flísinni í auga náungans o.s.frv. -
Þetta er það sem allir þurfa að læra; að það er lítið sem ekkert tekið mark á okkur ef við praktiserum ekki það sem við prédikum. Jafnvel þó að það sem við segjum sé satt og rétt, þá er lítið sem ekkert tekið mark á okkur séum við ekki sjálf sem fyrirmyndir.
Stundum sjáum við fólk sem við dáumst að, dáumst að viðhorfi þeirra og eða verkum. Við hugsum með okkur, - "hmmm, svona langar mig að vera" ... En svo eru líka "öfugu" fyrirmyndirnar, þ.e.a.s. fólk sem okkur finnst ekki mikið koma til, og reyndar bara mjög lítið og þá hugsum við auðvitað: "Hmmm, svona langar mig sko akkúrat EKKI að vera"..
Börnin læra það sem fyrir þeim er haft, þau telja yfirleitt að allt sem foreldrar þeirra geri sé rétt og satt og því er hvergi eins mikilvægt að vera góð fyrirmynd og vera heill í samskiptum eins og þegar kemur að börnum.
Við verðum samt líka að gera okkur grein fyrir því að fyrirmyndin liggur ekki bara í því að vera "heilög" - heldur líka í því að sýna mennsku okkar. Sýna að við getum gert mistök, okkur getur orðið á.
Fyrirmyndin liggur í því að sýna hvernig við tökumst á við okkar mistök, - að játa þau en ekki stinga undir stól. Ef við erum sorgmædd að leyfa okkur að gráta og sýna að grátur er líka eðlilegur. Sýna að við erum ófullkomin og að við höfum tilfinningar. Bældar tilfinningar og fullkomnunarárátta er eitt af því sem skaðar manninn mest, því fyrr sem við fyrirgefum sjálfum okkur og öðrum því betra.
Páfinn er bara gamall maður sem er alinn upp á ákveðinn hátt og við ákveðna siði. Hann er að rembast við að láta gott af sér leiða og kemur með móralska prédikun, sem á að sjálfsögðu alveg rétt á sér þó að frá honum komin virðist hún ekki nógu sannfærandi. Auðvitað eigum við ekkert að týna friðnum og hinu innra ljósi í æsingi kaupmennsku og yfirborðs. Ég er að hugsa um að fyrirgefa páfa hvað þetta varðar, horfa fram hjá gullstólnum hans, og taka til mín það sem hann segir - ekki blindast af búningi hans, ekki frekar en ljósum auglýsinganna og sjá frekar það sem virkilega skiptir máli.
En páfinn má vita það að ef hann væri sjálfur minna skreyttur og byggi við meiri einfaldleika, þá væri hann mun meira sannfærandi, angakallinn.
Verum þess þó minnug að þó að við sjáum bjálkann í auga páfa, megum við ekki gleyma flísinni í eigin auga - sem jafnvel gæti byrgt okkur sýn á það sem raunverulega skiptir máli.
Fólk horfi framhjá glys og skrauti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 12:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.9.2011 | 23:00
Sann-leikur, leikur sá er mér kær!
Við eigum einstaklega skemmtileg orð í íslenskunni yfir "Truth" = Sannleikur og "Love"= Kærleikur, sem auðvitað er hægt að þýða beint yfir í ást og/eða elsku.
Þessi íslensku orð hafa það sameiginlegt að hafa viðskeytið -leikur!
Ef við iðkum að segja satt og vera kær þá förum við "leikandi" þrönga veginn og rötum inn um þrönga hliðið.
Um leið og við förum að ljúga að sjálfum okkur og öðrum, förum að hata í stað þess að elska þá erum við í hættu að detta inn um "breiða hliðið" ..
Það sem kemur hér á undan er svona nett túlkun á eftirfarandi Biblíutexta:
Gangið inn um þrönga hliðið.
Því að vítt er hliðið og vegurinn breiður,
sem liggur til glötunar,
og margir þeir, sem þar fara inn.
Hve þröngt er það hlið og mjór sá vegur,
er liggur til lífsins,
og fáir þeir, sem finna hann.
Matteus 7:13-14
Það er nú svolítið mikil bölspá í þessu, en þarna má segja að glötunin sé að lifa óheiðarlega og ástunda ekki kærleika. Auðvitað glötum við sjálfum okkur (og öðrum) ef við lifum ekki af heiðarleika og ástundum ekki kærleika.
18.6.2011 | 00:22
Ert´ ekki að grínast?
Fjögurra ára systurdóttir mín horfði áhyggjufull á fánann á föstudaginn langa og stundi svo upp að hann væri að síga niður.
Ég svaraði henni þá að þetta væri kallað að flagga í hálfa stöng.
Þar sem hún er á akkuru aldrinum, spurði hún "akkuru?" ..
Ég sagði þá að það væri verið að minnast þess að Jesús hefði dáið á föstudaginn langa.
Þá sagði hún:
"Ert´ ekki að grínast"
Okkur þótti þetta auðvitað bráðfyndið, sé tekið tillit til aldurs hennar.
------
Biskup Íslands flytur fyrstu ræðu eftir að mikil gagnrýni kemur fram í hans garð. Gagnrýni sem óþarfi er að endurtaka hér í smáatriðrum. Hægt er að lesa hana í langri sannleiksskýrslu.
Í ræðunni segir hann:
"Á tímum þegar margur horfir reiður um öxl og starir inn í skugga fortíðar skulum við leitast við að horfa fram, fram til birtunnar í von."
Hver er þessi "margur?"
Af hverju þurfti hann að orða þetta svona eins og við værum eitthvað starandi inn í skugga fortíðar eins og hálfgeggjuð?
Átti ég að segja við systurdóttur mina;
"Af því að einu sinni á ári horfa margir reiðir um öxl og stara inn í skugga fortíðar."
Þegar við erum að skoða fortíðina erum við að læra af henni, leita orsaka og leita lausna. Kannski leita að sjálfum okkur, eða broti af okkur sem týndist þegar við vorum beitt rangindum. Við gerum það með því að lýsa í öll horn, lýsa upp skuggana.
Í dag eru fórnarlömb fyrrverandi biskups, og fórnarlömb þöggunar embættismanna kirkjunnar að biðja um að fá viðurkenningu á því sem gerðist í fortíðinni. Biðja um að orðum þeirra sé trúað og biðja um að kirkjan verði heil á ný.
Þær upplifa kirkjuna ekki heila með sitjandi biskup við stjórnvölinn, og það hefur líka komið fram að mikill minni hluti þjóðar ber traust til biskups sem leiðtoga þjóðkirkjunnar.
"margur horfir reiður um öxl og starir í skugga fortíðar" .. er það virkilega þannig, eða er það að margur vill hyggja að fortíð svo hægt sé að byggja framtíð? Hyggja að fortíð svo að sömu mistökin endurtaki sig ekki aftur?
Við lfium ekki í fortíðinni, en við skoðum hana til að tína saman brotin sem hafa e.t.v. orðið eftir og til að hafa möguleika að komast heil í framtíðina.
Ef að konurnar sem rangindum voru beittar hefðu hætt að horfa, hefðu þær kannski lokað á graftarkýli sem hefði sprungið, kannski eins og systir sr. Hjálmars sem sprakk á sorglegan hátt, opnaði sig á síðu Sigrúnar Pálínu og DV og Pressan voru fljót að grípa gröftinn og dreifa honum.
Er ekki betra að vera meðvituð um hvað sárin geta gert okkur, en að fela þau?
Sjá ekkert illt, vita ekkert illt og heyra ekkert illt. Er það ekki að lifa í vanþekkingu, eða jafnvel blekkingu? Það hverfur ekki við að horfa ekki á það, en vissulega vex það við athyglina.
Athygli er eflaust eitt af lykilorðunum í þessu máli, en ein af mistökunum voru að athygli var af skornum skammti. Og hefði ekki verið svolítið sætt af biskupi að minnast beint á konurnar í þessari prédikun, ítreka það að hann væri einlæglega leiður og það úr prédikunarstól?
Fortíðin fékk reyndar mjög mikla athygli í þessari prédikun, þrátt fyrir orðin um að stara ekki í fortíðina. Jón Sigurðsson er ekki beint svona gaurinn í núinu.
Stundum er þörf á því, að beina ljósinu að sorginni, að upprunanum til að skilja betur nútíðina. Lýsa með vasaljósinu undir yfirborðið, því að vissulega er oft einungis toppurinn á ísjakanum sýnilegur.
Við erum ekki að tala um að lifa í fortíðinni, setjast þar að, heldur að skilja líf okkar betur.
Við horfum til fortíðar, á píslarsögu kvenna sem urðu fyrir ofbeldi þar sem þær áttu síst von á því.
Gleymum heldur ekki okkar hluta, hluta mínum og þínum, hluta samfélags, sem flykkist oft utan um gerandann en fordæmir þann sem brotið er á. Druslugangan væntanlega er til að minna okkur á það, ekki það ég sé hrifin af orðinu "drusla" en ég skil tilgang göngunnar að beina skömminni að gerandanum en ekki þeim sem verður fyrir ofbeldinu.
Við horfum til fortíðar, störum ekkert endilega, en minnumst Jóns Sigurðssonar til að skilja sögu okkar sem þjóðar, höldum upp á afmælisdag hans, þjóðhátíðardag okkar og flöggum í heila stöng.
Við horfum til fortíðar, flöggum í hálfa stöng til að minnast krossfestingar Krists, við lítum til hennar til að skilja og læra og líka til þess að upplifa sigurinn á krossinum, - upprisuna.
Sú von er sú besta sem við getum gefið þeim sem hafa orðið fyrir misnotkun eða ofbeldi.
Ég er ekki að grínast.
Biður þjóðina að horfa fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 06:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
4.11.2010 | 10:24
Öfganna á milli ...
Hófsemd telst til höfuðdyggða (eða dygða ef komið er af dugur).
Það fer væntanlega ekki fram hjá neinum sem fylgist með mínu bloggi að þar geysa oft ansi ákafar trúmálaumræður. Ég ætla ekki að ræða um efnisatriði trúar hér, aðeins hvað mér finnst að öfgatrúmenn og öfgatrúlausir eigi oft mikið sameiginlegt.
Þeir segja allt fyrir málstaðinn, án þess að blikna. Þeir hanga á ákveðnum Biblíuversum eða hugmyndum úr Biblíunni eins og það sé eitthvað óumbreytanlegt, og reikna ekki með gagnrýnni hugsun manna.
Einhvern tímann kom út bókin Konur eru frá Venus og Karlar frá Mars og þá var verið að ræða um hegðun og tungutal kvenna annars vegar og karla hins vegar.
Ég held að fígúran Doctore sé frá Plútó og kannski eru einhverjir öfgatrúarmenn það líka?
Ég mæli með því að þeir sem eru á jörðinni ástundi virðingu og velvild í garð náungans og gangi ekki of hart í dómum sínum.
Leyfum fólki að vera samkynhneigt í friði, trúhneigt, trúleysishneigt í friði o.s.frv... alltaf með formerkjum hófsemdar og gagnkvæmrar virðingar.
Samfélagsleg gildi ber að virða, að sjálfsögðu líka.
2.11.2010 | 20:48
"Þú sem lærð guðfræðingur ættir því að vera á sama máli og ég vegna Drottins og vegna Biblíunnar!" .. sagði Snorri í Betel
Inni á bloggi Snorra sem kenndur er við Betel fóru fram samræður m.a. um líknandi meðferð aldraðra, um trúboð í skólum og trúboðið borið m.a. saman við þegar að Samtökin´78 kæmu til að kynna sig. Þar hafði Jón Valur hinn kaþólski, borið lof á Snorra og Ólafur nokkur hverra trúarsamtökum ég veit ekki að tilheyrir.
Mitt innlegg var eftirfarandi:
"Eitt MIKILVÆGASTA hlutverk þjóna kirkjunnar er að vinna GEGN fordómum sem koma frá fólki eins og ykkur um samkynhneigð, Snorri, Jón Valur og Ólafur.
Skaðinn sem það veldur að halda þeirri hugmynd að ungu fólki að kynlíf fólks af sama kyni sé eitthvað syndsamlegra en fólks af gagnstæðu kyni, er gígantískur - og getur leitt til mikils hugarvíls, niðurbrots og stundum sjálfsvíga.
Ég tala ekki úr tómarúmi - enda starfaði ég í framhaldsskóla í 6 ár og sem betur fer leitaði eitthvað af þessu unga fólki til mín í örvinglan sinni og ég gat leiðrétt ranghugmyndirnar.
Þið sem eruð að skammast yfir líknandi meðferð sjúks gamals fólks - lítið í eigin barm og íhugið hvað þið eruð að gera náunganum með að halda fast i eitthvað sem voru félagsfræðilegar hugmyndir til forna.
Það veitir ekkert af að fá fólk úr Samtökum 78 til að berjast gegn fordómum, og þið eruð lifandi sönnun þess.
Það er ein góð regla (ásamt mörgum) í Biblíunni sem hafa ber í huga - hvað þetta varðar og það er að elska náungann eins og sjálfan sig. Þessi regla TROMPAR gjörsamlega það sem þið gætuð fundið í Biblíunni um bann við að karlmenn leggist sama í rúmið - á svipaðan hátt og karl og kona.
Þið þurfið að heimfæra textann upp á daginn í dag - setja hann í samhengi við manninn í dag. Samkynhneigð er staðreynd - það er fullt af fólki sem lifir í hamingjusömum samböndum, og nú er hjónavígsla samkynhneigðra samþykkt af ríki og þjóðkirkju.
Leggið hugmyndir ykkar á vogarskálar kærleikans og sjáið útkomuna.
Kærleikurinn liggur EKKI í því að banna fólki að elska hvert annað - og þar er inklúsívt að elskast með líkamanum, á meðan þar fara tvær manneskjur sem eru í gagnkvæmu ástarsambandi og lúta lögum samfélagsins.
Vinsamlega athugið þetta, því hér er um sálarheill náungans að ræða. Erfiðustu tilfellin eru ungir einstaklingar sem eru aldir upp í trúarkreddum um að samkynhneigð sé synd - þau lenda í eigin fordómum og líf þeirra verður helvíti.
Hvað líknandi meðferð varðar, þá er það mun kærleiksríkari meðferð hvað manneskjuna varðar - en "meðferðin" sem þið beitið samkynhneigða og þá sem standa þeim nærri.
Jóhanna Magnúsdóttir, 2.11.2010 kl. 11:13"
Mofi - eða Halldór sem er Sjöunda dags aðventisti tjáði sig um innlegg mitt:
"Jóhanna, enn að leiðrétta Guð... hvernig er að vera svona gáfuð að vita betur en guðinn sem þú segist tilbiðja? Þér virðist ekki einu sinni detta það í hug að kannski veit Guð betur en þú og að þú ert í rauninni að gera öðrum einstaklingum skaða? Jafnvel óbætanlegan skaða...
Jóhanna
Það er ein góð regla (ásamt mörgum) í Biblíunni sem hafa ber í huga - hvað þetta varðar og það er að elska náungann eins og sjálfan sig. Þessi regla TROMPAR gjörsamlega það sem þið gætuð fundið í Biblíunni um bann við að karlmenn leggist sama í rúmið - á svipaðan hátt og karl og kona.
Af hverju ertu að vísa í Biblíuna sem þú hvort sem er hatast út í um leið og hún boðar eitthvað sem þú ert ósammála? Þessi regla síðan trompar ekki vers sem segja að það er Guði ekki þóknanlegt að tveir karlmenn stundi endaþarmsmök heldur er hún í samræmi við þau.
Jóhanna
Hvað líknandi meðferð varðar, þá er það mun kærleiksríkari meðferð hvað manneskjuna varðar - en "meðferðin" sem þið beitið samkynhneigða og þá sem standa þeim nærri.
Þú ert ekki uppspretta kærleikans. Það sem þú ert hérna að boða er að þú ert kærleiksríkari en rithöfundar Biblíunnar og þar á meðal Kristur sjálfur. Veistu um einhverja opinberun frá einhverjum guði sem er þá betri Biblían?
Mofi, 2.11.2010 kl. 13:01"
Svo kom Snorri sjálfur:
"Jóhanna
Þú veldur mér sárum vonbrigðum. Að hafa farið í Guðfræðideild og vita ekki skírari mörg hvað sé illt manni er þyngra en tárum taki.
Hinn forni texti Biblíunnar var ekki settur saman eftir "þjóðfélagsgerð" þess tíma sem hann var ritaður heldur eðli mannsins. Þú veist að Jesús sagði: "Því að frá hjartanu koma illar hugsanir manndráp, hórdómur, saurlifnaður (porneia) þjófnaður, ljúgvitni (eins og þú ert að gera), lastmælgi. Þetta er það sem saurgar manninn..." Jesús greindi málefnin ekki eftir þjóðfélagsgerð heldur eðli mannsins. Þess vegna er Biblían sígild og á alltaf við í öllum kringumstæðum enda "Nytsöm til fræðslu, til umvöndunar, til leiðréttingar, til menntunar í réttlæti, til þess að sá sem tilheyrir Guði sé albúinn og hæfur gjör til sérhvers góðs verks."
Þú geris sjálfa þig sem ljúgvott þegar þú setur málið þitt fram á þann hátt sem þú gerir. Guð hefur ekki hætt að kalla samkynhneigð synd og þeir réttlætast ekki með því að fara í skóla til að vinna gegn meintum fordómum kristinnar trúar. Enginn maður réttlætist öðruvísi en að ganga Jesú á hönd og afleggja synsamlegt líferni - við öll verðu og eigum að gjöra það sem fyrir okkur er lagt. Páll hrósaði Tímóteusi af því að hann "breytti eftir honum í kenningu, hegðun, ásetningi, trú, langlyndi, kærleika, þolgæði, í ofsóknum og þjáningum.."
Þú sem lærð guðfræðingur ættir því að vera á sama máli og ég vegna Drottins og vegna Biblíunnar!
Ef framhjáhald má kallast synd eða fjölkvæni og frillulífi af hverju ætti þá samkynheigðin að vera flokkuð sem "kærleiksríkt ástarlíf"? "
Ég ætla að svara þessu í athugasemdum hjá sjáfri mér
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 21:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (157)