Þó að flestir sem hafa upplifað sorg, - upplifi eitthvað í þeim dúr sem kemur fram í ljóði Audens um að stöðva allar klukkur o.s.frv. - þá er það ekki þannig. Lífið heldur áfram allt í kring.
Ef við viljum hjálpa fólki í sorg, - þá er yfirleitt fátt sem hægt er að segja sem hjálpar, orðin eru svo máttlaus - og það er ekki hægt að taka sorg fólks frá því. - Allir verða að vinna úr sinni sorg sjálfir. Þegar ég tala um sorg, er ég að meina alla sorg. Það getur verið sorg eftir skilnað - sorg eftir dauðsfall - sorg eftir atvinnumissi o.s.frv. - Það er einstaklingsbundið hversu djúpt hún ristir.
Við upplifum sorg við missi og verðum svolítið máttlaus. - En hvað geta vinir gert? Jú, þeir geta verið til staðar, - þegar sá eða sú sem hefur misst langar að ræða sorg sína að fyrra bragði, þeir geta líka verið til staðar á praktískan máta, þ.e.a.s. boðið í mat eða kaffi, nú eða komið og eldað eða mætt meðeitthvað með kaffinu í heimsókn til þess sem er í sorg. - Nú svo, vegna þess að allt gengur áfram, - klukkan heldur áfram að tikka, jafnvel farið með bílinn fyrir viðkomandi í skoðun, sótt föt í hreinsun, eða hvaðeina sem venjulega virðist einfalt þegar við erum í jafnvægi og grunnur lífsins hefur ekki hrunið. -
Við erum ekki fædd með þessa vitneskju, - en hér deili ég minni eigin reynslu hvað mér fannst gott í minni sorg og hvað ég hef heyrt aðra tala um.
Ung nýfráskilin móðir sagði mér að hún og börnum hennar eða henni einni væri sárasjaldan boðið í mat, - en manninum hennar fyrrverandi er boðið reglulega í mat. Lyktar smá af "kynjamismun" þarna? - Það má alveg bjóða mömmum og börnum í mat eins og körlunum sem eru einir heima. - Og endilega samt halda áfram að bjóða - líka auðvitað körlum og þeirra börnum - á meðan boðin eru þegin!
Ég held - svona í lokin - að ekki þurfi alltaf missi eða sorg til að við lítum til með vinum okkar, - bjóðum til okkar, - eða förum til þeirra. Rafræn nánd er álíka mikil nánd og rafrænn kærasti er mikill kærasti.
Svo ekki bara vera næs á netmiðlum eða síma, og senda hjörtu og knús, - komum nær.
Það er nær-veran sem skiptir máli.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.10.2014 | 15:48
Síðan laug hann. Síðan hélt hann framhjá. Síðan fór hann frá mér.
Nancy Hetrick skrifaði bréf fyrir vefsíðu sem heitir DivorcedMoms.com
Mér fannst þetta bréf minna mikið á upplifanir þeirra sem hafa leitað til mín, bæði prívat og á námskeiðið Sátt eftir skilnað" sem ég hef haldið reglulega. Því tók ég mig til og þýddi pistil Nancy á íslensku og hann er hér:
"Hvítur kjóll. Ferskjubleikar rósir sem ilmuðu sem andardráttur barns. Langt slör. Hamingjusöm til æviloka. Þannig átti það að vera. Ég trúði því. Ég vildi það. Ég þarfnaðist þess. Síðan laug hann. Síðan hélt hann framhjá. Síðan fór hann frá mér.
Hann fór frá mér! - Það fer sko enginn frá mér! Ef einhver ætti að fara, skyldi það sko fjandakornið vera ég! Þessi trúnaðarbrestur eftir 17 ára hjónaband og 2 börn var lamandi. Mér fannst eins og hendur mínar og fætur hefðu á hrottafenginn hátt verið slitin af líkama mínum og allt sem ég hafði áður vitað um sjálfa mig hvarf, á stundinni sem hann sagði, Ég þarf að segja þér svolítið." Ég var týnd, svamlandi í restinni af vatninu sem varð eftir í lífi mínu, fullviss um að drukknun væri óhjákvæmileg.
Síðan gerðist það einn dag, að hlutirnir fór að breytast. Um það bil 15 dögum eftir lömun mína, byrjaði umbreytingin. Sorgin og missirinn, gaf undan fyrir óvægum hugsunum sem færðu mig til fyrstu áranna okkar, þar sem ég áttaði mig á því að hegðun hans meikaði ekki sens (kann ekki betri þýðingu á þessu). Lygarnar opinberuðust, og ég áttaði mig á því að ég hafði ekki bara verið svikin, heldur hafði ég líka verið algjört fífl.
Og ég varð reið. Ég er ekki að tala um brjáluð" reið, ég er að tala um elta-þig-uppi-setja-gaffal-í andlit-þitt" reið!!! Og það tók algjörlega yfir.
Reiðin var með mér allan daginn, í vinnunni, þegar ég var með krökkunum, jafnvel í draumum mínum. Ég fann fyrir henni í brjósti mér, sem nagandi þunga sem heimtaði að fá rödd sína meðtekna.
Svo, í stað þess að fókusa á minn eigin bata og að vera sterk fyrir börnin mín, var ég að vakta Facebook - síðuna hans, að leita að sönnunargögnum fyrir eymd hans. Ég vildi að honum liði hræðilega. Ég var stödd fyrir framan íbúðina hans, og ímyndaði mér að ég væri að henda steini í gluggann og rústa bílnum hans. Ég ímyndaði mér að ég hitti kærustuna hans í dimmu húsasundi og réðist á hana eins og glæpagengi myndi gera.
Og getið bara upp á hvað hann var að gera? Hann var hamingjusamur með nýju kærustunni í nýja lífinu. Hver hélt hann að hann væri eiginlega?! Hvernig dirfðist hann að þjást ekki eins og ég!
Hér er ég 7 árum síðar og skil hversu mikilli orku var eytt. Vitið þið hverju ég áorkaði?
Hér er það. Í öllu sínu veldi.
1. Ég var undirlögð af reiði hvern einasta dag og hverja einustu nótt og mér leið hörmulega. Ekki honum.
2. Mér mistókst að leggja drög að framtíð fyrir mig og börnin mín. Sex mánuðum síðar var ég næstum peningalaus.
3. Ég drabbaðist niður heilsufarslega. Ég átti erfitt með svefn. Drakk of mikið og bætti á mig 8 kílóum.
4. Að viðhalda reiðinni þýddi að ég var ekki í bata. Ég leit ekki á minn þátt í skilnaðinum.
5. Reiðin mín hélt fókus mínum á fortíðinni í stað þess að hugsa um nútíðina og framtíðina.
Sem betur fer átti ég góða vini sem horfðu í augu mín og sögðu mér að tími væri kominn til að halda áfram. Sérstaklega var það ein vinkona sem tók í hendur mér einn daginn, og sagði: Elskan, hann er hamingjusamur. Hversu lengi ætlar þú að gefa honum valdið til að ákveða hvernig þér líður? Er ekki kominn tími til að þú takir þitt líf í þínar hendur, og hættir að leyfa honum að vera við stjórn?
Þessi orð hittu beint í mark hjá mér, - og hittu fast og ég ákvað á þessum stað og stund að taka aftur stjórnina á mínu lífi. Hlutirnir höfðu ekki farið eins og ég hafði ákveðið. En hvað með það? - Nú var það undir mér komið að skrifa næsta kafla í lífi míu. Ég skipulagði helgi þar sem ég var ein - þar sem ég melti þessar nýju hugsanir, ég var í þögn, hlustaði á góða tónlist, skrifaði í dagbókina mína og tók ákvörðun um að taka skref áfram. Ég lokaði hjónabandsbókinni og lét hana fara. Ég skrifaði honum bréf, þar sem ég fyrirgaf honum og óskaði honum alls góðs. Ég sendi það ekki. Það var fyrir mig en ekki hann. Hann hafði nú þegar haldið áfram.
Næsta morgun, þegar ég opnaði augun, var sólin pinku bjartari. Himininn aðeins blárri. Mér fannst ég jafnvel eitthvað sætari. Ég hafði enga hugmynd um hvað næsti kafli bæri í skauti sér, en ég var tilbúin að fara í stóru stelpu nærbuxurnar og finna út úr því."
Hér er hægt að smella á orginal bréfið HÉR
Það er vont að vera föst í reiði, - og með fastan fókus á fyrrverandi - því að það þýðir að við erum ekki með fókusinn á okkur sjálfum. Allir bera ábyrgð á eigin hamingju og heilsu, og það þýðir að elska sig. Því fyrr sem við treystum okkur að sleppa tökum á fyrrverandi maka (endilega gefa sér samt tíma) því betra. Fara í gegnum allar tilfinningar og ekki flýja þær. - Þegar hún uppgötvar að hún hafi verið algjört fífl" - eins og hún segir - þá er það uppgötvunin að hafa svikið sjálfa sig, sem er svo sár, og þá kemur skömmin svo sterk inn. Hún svíkur sjálfa sig því hún sér táknin, hennar innri rödd er að reyna að segja henni að það sé ekki allt í lagi, hlutirnir meiki ekki sens" en hún hefur lifað í afneitun (og ekki viljað eða treyst sér í sannleikann). Reiðin er þá þannig að hún beinist að manninum, að það sé honum að kenna að hún hlustaði ekki á sjálfa sig, - og sveik sjálfa sig. Svo það er mikið að vinna úr.
Næsta námskeið Sátt eftir skilnað" verður haldið 8. nóvember nk. Hægt að skoða þaðHÉR
Sama hvað kallinn" var ómögulegur - eða ekki, þá snýst þetta um að taka sér vald á eigin lífi en ekki gefa eftir valdið á því til hans. Þessum pistli má alveg snúa við, þ.e.a.s. það getur verið karl sem hefur upplifað sama.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.10.2014 | 23:20
"Líf mitt hófst eftir að hann dó" ....
"Líf mitt hófst eftir að hann dó" .. voru orð þýskrar konu sem flutti hingað til lands sem vinnukona. - Í raun skiptir ekki máli hver konan var eða hver maður hennar var, - en þetta var hennar veruleiki.
Hún átti eitt barn fyrir og vænti annars, - og það vofði yfir henni að börnin yrðu tekin af henni. Kosturinn sem hún hafði var að ráða sig í vist hjá bónda í sveitinni. Hún þurfti síðan að þjóna honum í rúminu líka. -
Allt þetta kom fram í þýskri heimildarmynd sem sýnd var núna á RIFF - eða á Reykjavíkurkvikmyndahátíðinni. -
Bóndinn var mjög virkur alkóhólisti, - en hún lét sig hafa það að búa með honum. Þau giftu sig seint og síðarmeir, en þá voru börnin orðin fimm talsins, og við giftinguna var hann svo drukkinn að hann gat varla skrifað nafnið sitt. -
Ekki veit ég hvað dró bóndann til dauða, - en það kom að því að hann lést og eins og áður hefur komið fram, þá upplifði þessi kona að líf hennar hafi hafist þegar hún var laus við hann og alkóhólisma hans.
Þetta er mjög dramatísk saga, - en því miður ekki einsdæmi. - Fólk í sambandi við alkóhólista er oft eins og í fangelsi. - Lifandi dautt. -
Maður gæti spurt sig af hverju þessi umrædda kona fór ekki frá manni sínum - en beið eftir að hann létist? - Jú, þetta er fyrir mörgum árum síðan - hún ættlaus og án stuðnings. Þetta er því miður raunveruleiki í dag, - fólk er ekki að lifa að fullu í sínu sambandi eða hjónabandi, vegna drykkju makans. Það þarf reyndar ekki alltaf drykkju til, bara að sumt fólk er hreinlega vont við hvort annað í samböndum. -
Það er vont ef að hugsunin kemur upp hjá fólki að það sjái enga útkomuleið úr hjónabandi aðra en að makinn hreinlega deyi - eða jafnvel það fer að óska sjálfu sér dauða.
Þetta er náttúrulega svakalega alvarlegt, - og stundum spyr ég fólk í þessari stöðu af hverju það fari ekki út úr sambandinu, en þá koma skýringar eins og ótti við afkomu - nú eða þessi setning "hvað segir fólk?" - Jú - allt er þetta byggt á ótta. Ótta annars vegar við afkomu og hins vegar við almenningsálit.
Það er alltaf betra að leita sér hjálpar, en að vera farinn að upplifa það að einhver þurfi að deyja til að leysa upp hjónaband. -
Munum að við megum ekki fórna lífinu okkar fyrir það sem aðrir hugsa! ..
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.10.2014 | 12:12
"Hver þykist þú vera?" -
Ekki kveikja menn heldur ljós og setja undir mæliker heldur á ljósastiku og þá lýsir það öllum í húsinu." Mt. 5:15
Ég vitna oft í ritningargeinina hér að ofan sem er fengin að láni úr Matteusarguðspjalli.
Ég geri það þegar ég er að hvetja fólk til að koma út úr skápnum sem það sjálft, og láta ljós sitt skína. Það er nefnilega ekki bara fyrir það sjálft, heldur fyrir aðra líka. -
Það er hægt að taka þetta bókstaflega með Edison, - þann sem á spjöldum sögunnar fann upp ljósaperuna. Gott að hann lét ljós sitt skína og sagði frá því! -
Það er mikilvægt að bæði konur og karlar, stelpur og strákar - geti látið ljós sitt skína án þess að þau séu rekin til baka með athugasemdum eins og Hvað þykist þú vera?" - eða þá að þau hugsi svona um sig sjálf. Hvað þykist ég vera?"
Gott að Edison hugsaði ekki svoleiðis, og gott að hún Marie Curie hugsaði ekki svoleiðis og fleiri uppfinningamenn. Nú gott líka að Jesús hugsaði ekki svoleiðis, en margir reyndu nú að segja: Hver þykist þú vera?"
Já, - leyfum okkur að skína, og leyfum ljósi okkar að skína. -
Hvert og eitt okkar er perla, í perlufesti lífsins, - þess fleiri skínandi perlur, þess fallegra verður mannlífið.
Verum ljós og gefum ljós.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.10.2014 | 10:20
Virðum tilfinningar okkar ...
Það að samþykkja sig eins og við erum, er að samþykkja ALLT. Líka tilfinningarnar. Ef við afneitum tilfinningum okkar eða bælum erum við að afneita sjálfum okkur og þá verðum við veik. -
Hver einasta tilfinning er velkomin, - við mætum henni og förum í gegnum hana. Sumar eru erfiðar að fara í gegnum, aðrar eru mjög léttar og við óskum þess að þær vari lengur. - Þá höldum við í þær og ræktum. Vondu tilfinningar eru þarna líka - það þýðir ekkert að láta eins og þær séu ekki til! - Það er líf í afneitun. - Við, eins og áður sagði, við förum bara í gegnum þær en ræktum þær ekki eða gerum meira úr þeim en ástæða er til.
Við getum svolítið stjórnað tilfinningunum - með því að gefa okkur góðan "tilfinningamat" - við horfum stundum á "feel-good" myndir, - eða sorgarmyndir sem við vitum að við munum fara að gráta yfir. Þær eru það sem kallað er "fimm vasaklúta myndir." Ég vil ekki endilega kalla þær "feel-bad" myndir, því að okkur þykir stundum gott að gráta og kannski notum við þessar myndir til að fá útrás sem við kunnum ekki að fá öðruvísi. - "Feel-bad" mynd væri frekar ofbeldismynd, með grófu ofbeldi.
Við vitum líka oft fyrirfram hvernig það er að umgangast ákveðið fólk, í sumum kringumstæðum líður okkur vel og öðrum illa. -
Ég fann góðan pistil sem ég þýddi - fyrir þau sem hafa áhuga á þessum "tilfinningamálum" - um hversu stórt hlutverk sjálfsástin spilar í því að virða tilfinningar sínar. Það sem skiptir máli er að elska sig, í hvaða ástandi sem við erum, hvort sem við erum neikvæð eða jákvæð, á toppnum eða botninum. Að við sjálf yfirgefum okkur aldrei, og við verðum alltaf okkar bestu vinir - hvort sem er úrhellisrigning eða glampandi sól! -
Ef smellt er hér má fara dýpra í þetta. -
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.10.2014 | 01:04
Alltaf tengd ....
Ég las þessa frétt um mikilvægi þess að eiga útvarp með langbylgju hér á mbl.is, fletti síðan yfir á facebook og þá var eftirfarandi það fyrsta sem ég sá og fannst mér það frekar skondið:
"It doesn't matter if you can't get a cell phone signal or Wi-Fi where you are. You are always connected to Source. I'm not kidding about this. I'm serious. Wherever you are, wherever you go, you are always connected to Divine Wisdom, Divine Intelligence, and Divine Love. Just close your eyes. Breathe. Stop whatever you're doing for ten seconds and find The Silence. Visit The Quiet. Just for ten seconds. Do it six times today. One minute a day. That's all it takes. One minute, divided into six parts. Go ahead. Do it now." Neale Donald Walsch
sem útleggst á okkar ástkæra ylhýra:
"Það skiptir engu máli hvort þú nærð sambandi á gemsanum þínum eða á Wi-Fi, þar sem þið eruð. Þið eruð alltaf tengd Uppsprettunni. Ég er ekki að grínast. Ég er að meina þetta. Hvar sem þið eruð, hvert sem þið farið - eruð þið ávallt tengd hinni guðlegu visku, guðlegu greind. Lokið bara augunum. Andið. Hættið hverju sem þið eruð að gera og upplifið Þögnina. Heimsækið Kyrrðina. Bara í 10 sekúndur. Gerið það sex sinnum í dag. Eina mínútu á dag. Það er allt sem þarf. Eina mínútu, sem er skipt í sex hluta. Byrjið. Gerið það núna." Neale Donald Walsch - þýtt af JM
Já, já, slökum bara á og tengjumst "the Source" - kannski er það hin raunverulega "lang-bylgja?" -
:-) ..
Gamanaðessu!
Langbylgjan nauðsynleg landsmönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.10.2014 | 09:19
Við erum svo hrædd við að aðrir telji okkur sjálfselsk að ......
"Amma mín - ég er á námskeiði að læra að elska sjálfa mig!" sagði unglingurinn við ömmu sína sem var komin á níræðisaldur. - Amman setti í brýrnar - leit á sonardóttur sína og sagði svo með miklum þunga; - "Í guðanna bænum, forðaðu þér af þessu námskeiði áður en þú hlýtur verra af." -
Auðvitað var amman með aðra hugmynd um það hvað var að elska sig, heldur en barnabarnið hennar. Við erum logandi hrædd við að teljast sjálfselsk eða það sem við köllum eigingjörn í daglegu tali. Það verður oft til þess að við gerum lítið úr sjálfum okkur, - "Hver þykist ég vera" er algengt sjálfstal, ef við erum að fara einhvern minna troðinn slóða en aðrir hafa farið, - eða ef að sviðsljósinu er beint að okkur.
Við drögum nefnilega oft úr okkur - frekar en að hvetja okkur áfram.
Það er enginn að biðja okkur um að vera eigingjörn, - bara að elska okkur JAFNT og náungann. Ekki meira og ekki minna. En reyndin er að í flestum tilfellum, erum við verri við okkur sjálf en náungann. Það kemur fram í innra sjálfstali. "Þú ert nú meira fíflið" er e.t.v. það sem við segjum eitthvað þegar okkur mistekst, - myndum við segja það við einhvern sem við elskum? - Eða hvað varðar útlitð? "Sjá þig þarna fitubollan þín?" eða "Hvað er eiginlega að þér, - þú gerir aldrei neitt nógu _____" Það kannast eflaust flestir við niðurrifsröddina, - og það sem gerist þegar við förum að elska okkur, við förum að taka ábyrgð á okkar heilsu og hamingju, og ef við ætlum að vera hraust og hamingjusöm, þá að sjálfsögðu notum við ekki neikvætt sjálfstal í okkar garð.
Svo ekki óttast það að elska þig, - þú ert ástar þinnar virði!
Það er eitthvað í egóinu okkar sem er að segja að við getum ekki uppfyllt okkar lífstilgang- og að við séum aldrei tilbúin að gera þetta eða hitt, og það gerir það að verkum að við setjum innri hindranir. Ef við gerum það ekki fullkomlega sem við erum að fara að gera, þá sleppum við því frekar, því við óttumst viðbrögðin ef það er ekki nógu gott. Samt vitum við að æfingin skapar meistarann.
Meistaraverkið verður ekki til á einum sólarhing - eða sjalfdnast. Það þróast, skref fyrir skref, alveg eins og við komumst skref fyrir skref á fjallstindinn. - Hvannadalshnjúkur er ekki genginn í einu skrefi. Fyrst er tekin ákvörðun um að ganga, - ef við erum í lélegu formi í upphafi byrjum við að styrkja okkur, síðan þegar við höfum komiið upp styrk, þá finnum við hóp og leiðsögumann til að ganga með og síðan - einhvern tímann klárum við gönguna og komumst á toppinn! .. Það hefst allt með ákvörðun. Markmiðið þarf ekki að vera Hvannadalshnjúkur, - það getur verið minna fjall. Það getur líka verið bók, það geta verið ákveinn kílóafjöldi sem þarf að losna við, til að vera ekki í hættulegri þyngd, það getur verið hvaða markmið sem er, en allt hefst það með ákvörðun, síðan litlum skrefum sem stækka eftir því sem við styrkjumst!
Þegar við elskum sjálf okkur, elskum við náungann um leið. - Við eigum yfirleitt einhvern í kringum okkur, og stundum marga, sem elska okkur það mikið að þau óska okkur að vera glöð - óska okkur að ná markmiðum okkar o.s.frv. - Ef við eigum erfitt með að hugsa að við séum að elska okkur fyrir okkur, - ef við erum föst í því að við séum eigingjörn, þá getum við snúið aðeins á hugann og hugsað að það sem við séum að gera sé fyrir aðra. - Já, eins og við setjum súrefnisgrímuna í flugvélinni á okkur til að geta síðan hjálpað barni.
Af einhverjum orsökum finnst okkur réttlætanlegt að elska aðra, en ekki okkur sjálf. Fussum svei, að fara nú að elska sjálfa/n sig, það er auðvitað stórhættulegt, eins og kom fram hjá ömmunni hér í upphafi! ..
Þegar við komumst yfir þennan ótta við að elska okkur sjálf og áttum okkur á því að tilgangur okkar er m.a. að elska náungann og vera honum ljós, - þá skiljum við að það að elska okkur sjálf er það sem þjónar náunganum og lífinu best. Það að elska okkur er ekki okkar einkamál, - við erum að gera það fyrir aðra líka.
Við getum ekki gefið ef við erum súrefnislaus sjálf.
Það að elska sig, eins og náungann, er því náunganum í hag, - það er "win - win"
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.10.2014 | 23:56
Þakkir fyrir það góða á Íslandi ...
- Að þekkja samfélagið
- Áramótaskaupið
- Árstíðarnar
- Ástvinir
- Dásamlegur skortur á hernaði
- Eyland
- Fjölskyldan
- Frelsið - almennt
- Frelsi barna til að leika úti
- Heita vatnið
- Hressandi veðurfar
- Jólin á Íslandi
- Lambakjötið
- Landsleikir í boltaíþróttum
- Lág glæpatíðni
- Lítið um skordýr
- Loftið hrein
- Maturinn
- Mikilvægi einstaklingsins
- Náttúran
- Rafmagnið
- Samkennd
- Samhygð þjóðar þegar á bjátar
- Smæð samfélags
- Sundlaugarnar
- Trjáleysið
- Tungumálið
- Vatnið hreina
- Víðátta
- Ættarsamfélagið
- Ævintýralegt að búa hér
- Öryggið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.10.2014 | 13:02
Ölvað fólk til vandræða ...
Hvernig væri að við Íslendingar bara hættum að drekka, bara í gær? - Og jú, líka að dópa? Og úr því við erum byrjuð að taka til, hætta þá að reykja líka og borða mat sem gerir okkur veik.
Er þetta hægt? -
"What is wrong in my life that I must get drunk every night" - .. er texti úr lagi Fine Young Cannibals.
Hvað er AÐ þegar að fólk þarf utanaðkomandi vímu til að þrauka - til að "skemmta" sér. Hvað er að þegar að manneskja í hættulegri yfirþyng borðar mat sem hún veit að er næringarlítill en eykur helst á kílóin eins og sykur gerir? - Hvað er að? -
Ég veit hvað er að.
Okkur vantar eitthvað. Við sjálf erum ekki nóg, og við eigum í vanda með að tengjast okkar eigin gleði, okkar innri frið og hamingju. - Við erum vond við hvort annað og við erum vond við okkur sjálf.
Það sem er að: "Ekki nógu mikill kærleikur" - hvorki manna á millum né í eigin garð. Og munum það að agaleysi - getur verið form ástleysis og hnýti ég því hér við þetta upphaf þennan pistil sem ég hef áður birt:
Það að elska sig er að taka ábyrgð á sér, velferð sinni og heilsu, og þá auðvitað hamingju sinni. -
Við tölum stundum um að "vera góð við okkur" - t.d. í mat og drykk, og þá erum við kannski að borða eitthvað sem er okkur í raun óhollt og borðum jafnvel svo mikið af því að okkur verði illt. - Svo tölum við líka, á sama hátt, um að við séum "of góð við okkur" - þegar við t.d. komum okkur ekki í að hreyfa okkur þó að við vitum að hreyfing er mjög góð fyrir bæði líkama og sálarlíf. -
Hvað vantar þarna inn? - Sjálfsaga, - og þá er þessi sjálfsagi í raun jákvæður, eða "tough love" eins og það er kallað, í eigin garð. - Við erum í raun að gera það besta fyrir okkur, sem hlýtur að þýða að við séum að elska okkur nógu mikið til að leyfa okkur ekki að drabbast niður. -
Það sama á við um uppeldi, - þegar við segjum Nei, er það stundum kærleiksríkasta orð sem við getum notað. - Við erum að elska með því að segja Nei, eða aga barn. Við erum líka að taka áhættuna á því að barninu líki ekki við okkur, - ef við segjum Já, við einhverju af því við erum orðin þreytt á að barnið sé alltaf að biðja um aftur og aftur, er það ekki ást heldur úthaldsleysi eða uppgjöf, og það er líka kennsla í neikvæðri hegðun. -
Agaleysi er markaleysi og markaleysi er vont. -
Markalaus manneskja - getur átt erfitt með samskipti við aðrar manneskjur, annað hvort getur hún verið þannig að hún leyfir öðrum að "vaða" yfir sig eða markalaus manneskja "veður" yfir aðrar manneskjur eða inn í þeirra rými. -
Virðing er tengd því að kunna mörk, sín eigin mörk og mörk annarra.
Ef við raunverulega elskum, þá gerum við það sem er raunverulega best - bæði fyrir okkur sjálf og þau sem við elskum.
Ef ég elska mig, þá gef ég mér nærandi mat, gef mér líka stundum það sem er bara gott fyrir bragðlaukana, en kann að njóta þess í hófi, - ég hreyfi mig reglulega, - umgengst fólk sem mér líður vel með og ég set fólki mörk sem misbýður mér, eða forða mér úr návist þeirra, - líka segi ég upp leigu þeirra í hausnum á mér. -
Að sama skapi, ef ég elska börnin mín, þá geri ég það sama fyrir þau, ég gef þeim holla næringu, sætindi í hófi, styð þau til að hreyfa sig, og hvet þau til að standa með sjálfum sér. -
Foreldrar vilja eiga heilbrigð og hamingjusöm börn og börn vilja eiga heilbrigða og hamingjusama foreldra.
Foreldrar vilja eiga börn sem eru laus við vímu, hvað vilja börnin?
Við verðum því að átta okkur á því að agi er ekki bara neikvætt orð, - við notum aga til að kenna sjálfvirkni, en andheiti sjálfvirkni má segja að sé meðvirkni. -
Við verðum að læra að það eru afleiðingar og það er orsakir. Ef við hreyfum okkur ekki - og borðum of mikið, verðum við of þung og þá oft mjög leið. - Það er ekki að elska sig. -
Í öllu þessu ofansögðu er mikilvægt að gera sér grein fyrir því sem við köllum "hinn gullna meðalveg." -
Það er hægt að dekra og ofdekra, og þegar um of-dekur er að ræða erum við að stela bæði þroska og gleði frá öðrum, nú eða sjálfum okkur. - Það er líka hægt að vera of stíf í mörkunum og aganum, og það þarf að gæta að því að fara ekki að ofstjórna.
Það er þroski í því að takast á viið að gera hluti, og það er gleði sem fylgir því að ná markmiðum sínum. -
Ef við erum vanvirk og værukær, er hætta á að við missum bæði þroska og gleði. -
Leikum okkur, hlæjum, gleðjumst, hreyfum okkur og njótum lífsins, - kannski þurfum við aga til að gera það, en sá agi er ást.
Það er gott að vita - að gleðin er orkugjafi.
Margir upplifa að þeir séu í vítahring, - sem erfitt er að koma sér útúr, - gleðin er besta útgönguleiðin, svo gerum allt til þess að gera okkur glöð (alvöru glöð, ekki glöð í gegnum vímuefni) - og sjáum hvort að gleðin verði ekki til þess að við förum að ástunda það sem við raunverulega viljum og vitum að gerir okkur gott! ...
Gleðin er leiðin til gleðinnar. -
GLEÐIN ER EINA SANNA VÍMAN
"Upp, upp mín sál...."
-----------------------------------
Hvernig verðum við þá glöð?
"Svo lít ég bara í kringum mig og sé
Alla þessa fegurð nærri mér
Ég tók því sem gefnu
En staldraði aðeins við
Ég er á réttum tíma á réttum stað
Hverjum get ég þakkað fyrir það?
Ég opnaði augun
Og hjartað..."
(Páll Óskar Hjálmtýsson)
Hamingja og þakklæti eru óaðskiljanleg - en það margir hafa verið að sýna fram á er að það er þakklætið sem skapar hamingjuna en ekki öfugt. -
Hver er þá aðferðafræðin við að upplifa þakklætið? -
Ég staldra við, á réttum tíma á réttum stað (nýt stundarinnar) - ég opna augun og hjartað, lít kringum mig og sé, alla þessa fegurð kringum mig, tók því sem gefnu (án þess að þakka) - en fór að þakka. Opnaði augun og hjartað ... og fann betra líf (hamingjuna)
Við tökum einhverju sem gefnu, - þýðir að það er gefið en við þökkum ekki fyrir það. Andstæðan við að þakka fyrir er vanþakklæti. -
Hvað er það sem er gefið - og við tökum sem gefnu?
- Lífið
- andardrátturinn
- vatnið
- súrefnið
- líkaminn
- fjölskyldan
- náttúran
- fjöllin
- skýin
- .....
Þessi listi getur auðvitað orðið endalaus, - en við áttum okkur oft ekki á ríkidæmi okkar og öllum gjöfunum sem við fáum á hverri stundu, - ef við hinkrum ekki við, opnum augun og tökum með þakklátu hjarta á móti þeim.
En það er meira. Hvað fáum við á hverri stundu? - Þegar við stöldrum við í stundinni? -
Við fáum tækifæri - en ný tækifæri berast okkur á hverri stundu. Þó við missum af einum strætó, þá er það þannig að tækifærisstrætó hættir seint að ganga. - Það liggja mismunandi tækifæri í hverju andartaki, - við höfum tækifæri til að taka ákvörðun, til að velja. -
"Fann á ný betra líf
Af því ég fór loks að trúa því
Að það væri eitthvað annað
Eitthvað meir og miklu stærra"
Það er "eitthvað annað" - sem er lífsfyllingin okkar. Það sem fyllir tóma tilfinningapoka.
Þegar við upplifum að við séum tóm, við upplifum tilfinningu að eitthvað vanti, - þá er það þetta "eitthvað annað" og kannski er þetta "eitthvað annað" tenging við hið heilaga í okkur sjálfum. Við okkar eigið ljós? ..
Við fyllum ekki á það með mat, með áfengi, með vinnu, með öðru fólki.
Við þökkum það sem við áður tókum gefnu, þessum endalausu gjöfum sem hellast yfir okkur á hverri stundu, sem við þurfum bara að staldra við til að þiggja, og taka á móti. Taka á móti lífinu, taka á móti tækifærum lífsins, og þakka þessar gjafir.
Þá verðum við rík og hamingjusöm og eignumst betra líf, - eitthað meir og miklu stærra, en allt sem er.
Þakklátur heimur verður glaðari heimur, heimur sem kann að njóta gjafanna, sem eru gefnar á hverri stundu, hverju andartaki. - <3
Þar sem ég ætla að praktisera það sem ég prédika - ætla ég að elska mig nógu mikið og afkomendur til að hætta að drekka áfenga drykki. Ekki það hafi verið mitt vandamál, jú stundum þegar börnin mín voru lítil þá fannst þeim óþægilegt að foreldrarnir voru að drekka, -foreldrarnir breyttust, urðu öðruvísi.
Áfengi hefur skaðað mína fjölskyldu mikið. hvað með þína? Drykkja er ekki einkamál.
Kannski er stundin runnin upp? - Tækifærið til að velja betra líf?
Ég breyti ekki öðru fólki - en ég get verið breytingin svo ég er til í Betra líf.
HVAÐ VILT ÞÚ?
Ölvuð og til vandræða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.10.2014 | 08:48
Segðu frá ... þín vegna
Getur verið að þú hafir lent í einhverju sem þú segir ekki frá ekki sálu?
Af hverju segir þú ekki frá því?
Gerði einhver eitthvað á þinn hlut? Finnst þér að þú hafir kannski leyft það? Samþykkt það að einhverju leyti? Boðið upp á það? -
Ofbeldi er aldrei ásættanlegt!
Það getur vel verið að þú hafir ekki kunnað mörkin, hvað þá ef þú varst barn. Það getur vel verið að þú hafir ekki þorað að segja neitt og jafnvel sem fullorðin, en það var samt gengið yfir þig.
Það er vont þegar farið er inn fyrir okkar mörk og við frjósum, getum ekkert sagt, eða þegar við höfum hreinlega ekki kraft hvorki andlegan né líkamlegan til að berjast gegn því.
Við eigum samt sem áður ekki að sitja uppi með skömmina.
Hlutir gerast, vondir hlutir þegar fólk kann ekki eðlileg samskipti. Það eru særð börn að meiða særð börn. Við erum öll særð börn særðra barna. Þar sem ofbeldi kemur við sögu er yfirleitt undirliggjandi sársauki.
Ekki skammast þín, því skömmin skyggir á sálina þína. Hún fær ekki að skína eins og hún á að gera.
Ekki hafa leyndamálið ein/n deildu því hvort sem þú ert gerandi eða þolandi, þó það sé ekki með nema einum aðila sem þú treystir, til að byrja með. Það er fyrsta skrefið í eigin frelsun, úr þessu fangelsi skammarinnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)