Einn sannleikur í gær, annar í dag og enn annar á morgun ...

 Það fór stundum í taugarnar á fólki, sem átti börn með nokkurra ára millibili og var að senda þau í framhaldsskólann, að þau gætu ekki notað bækurnar frá eldri systkinum. - Af hverju var það? - Jú, það var komin "ný útgáfa" -  einn hafði notað útgáfu þrjú en þremur árum seinna var komin útgáfa fjögur eða fimm. -

Fræðin eru alltaf að endurnýjast, af því að fólk er að vitkast, fá meiri upplýsingar, þróun á sér stað o.s.frv.-  Símaskrá landsmanna er gefin út á hverju ári.  Meira að segja Biblían er endurútgefin, þýdd upp á nýtt, breytt orðfæri og þýðingar lagaðar til.  Þó Biblían sé með íhaldssamari ritum og þar standi margt um félagsfræði og líffræði þeirra tíma, sem er að sjálfsögðu "þeirra tíma" - þó margir taki það sem sannleika dagsins í dag. -

Það er ekki margt sem stendur tímans tönn, þó vissulega séu það ýmis gildi, - og margt er endur-umorðað á þúsund vegu,  í enn fleiri andlegum ritum og sjálfshjálparbókum, - sami sannleikur í nýjum fötum. -  Það finnst margt í fornum bókum sem er "nýtt" í dag því að það er bara umorðað.  Kjarninn í því er sá sami. -

Það er tvennt sem skiptir máli að mínu mati, - það er að við vöknum til meðvitundar - og lifum í og með vitund.  Og að við lærum að virða og meta gjöfina sem lífið er, og það þýðir að við lærum að meta okkar eigið líf sjálf og taka ábyrgð á því.  Það þýðir að elska okkur.

Við erum týnd, - við erum ekki vakandi að því leyti að við erum komin með HÖFÐINGJA  (sem standa reyndar ekki undir því nafni)  við stjórnvölinn á Íslandi, -  og við erum hálfgerðar höfðingjasleikjur.  Við höfum tilhneygingu til að kjósa yfir okkur fólk - sem er á toppnum í fjölskyldukolkröbbum.  Ekki endilega fólk sem hefur samhygð með öðru fólki, eða er andlegt. - Samt þurfum við svo mikið andlega leiðsögn.

Alls staðar er píramídamynstrið, - það eru þau og við.  Ég upplifi þetta sterkt hjá kirkjunni líka.

Hver var Jesús?  Hvað átti Jesús? -  Hver er Jesús dagsins í dag?  Væri hann klæddur purpurakápu með gullbryddingum,  myndi hann krefjast þess að hafa orgelspil undir kórsöng og að allir klæddust í sparifötin við messur þar sem fólk stæði upp, settist niður, og gerði alls konar seremóníur.

Hvert erum við komin með "sannleikann?" -

Er hann ekki týndur í yfirborðsmennsku og hafa "Höfðingjar" ekki stolið honum? -

Mér finnst þetta orðinn hluti í pólitík og líka í þjóðkirkjunni. -  Allt er orðið eitthvað svo mikið gerfi.

Það þarf að fara að gefa út nýja bók, - það þarf að fara að hreinsa til og skrifa heiðarlega.  Ég, persónulega er að ærast af vondri pólitík, - og íhuga ábyrgðina sem ég hef á mínu lífi.  Líka ábyrgðina sem ég á landinu sem ég bý í og jörðinni sem heild. -

Það er mér lífsnauðsyn að vera heiðarleg við sjálfa mig og lífið, og að fylgja sannleikanum þangað sem hann ber mig.  Ekki sannleika gærdagsins eða morgundagsins, - bara sannleikanum eins og hann lítur út í dag. -   Það þýðir að það sem ég skrifa í dag, er minn sannleikur, - en hann var öðru vísi í gær og hann verður e.t.v. öðru vísi á morgun.   Það kemur út ný útgáfa af mér á hverjum degi,  því ég þroskast hratt og hraðar eftir því sem árin líða.

Ég er sannleiksleitandi, - og það er kannski minn tilgangur í þessu lífi að uppgötva sjálfa mig og sannleikann.  

 

"Individual truth is constantly
evolving, and a truth seeker
must be willing to give up last
week's major truth for whatever
new discovery the innermost
self reveals. "
Bob Luckin
 


Bloggfærslur 12. september 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband