Lof um dugmikla konu

Í tilefni Biblíudags og konudags er upplagt að birta hér kafla úr Orðskviðunum, "Lof um dugmikla konu".. 

 

Dugmikla konu, hver hlýtur hana? 
Hún er miklu dýrmætari en perlur. 
Hjarta manns hennar treystir henni 
og ekki er lát á hagsæld hans. 
Hún gerir honum gott og ekkert illt 
alla ævidaga sína. 
Hún sér um ull og hör
og vinnur fúslega með höndum sínum. 
Hún er eins og kaupförin,
sækir björgina langt að. 
Hún fer á fætur fyrir dögun, 
skammtar heimilisfólki sínu 
og segir þernum sínum fyrir verkum.
Fái hún augastað á akri kaupir hún hann 
og af eigin rammleik býr hún sér víngarð. 
Hún gyrðir lendar sínar krafti 
og tekur sterklega til armleggjunum. 
Hún finnur að starf hennar er ábatasamt, 
á lampa hennar slokknar ekki um nætur. 
Hún réttir út hendurnar eftir rokknum 
og fingur hennar grípa snælduna. 
Hún er örlát við bágstadda 
og réttir fram hendurnar móti snauðum. 
Ekki óttast hún um heimilisfólk sitt þótt snjói 
því að allt heimilisfólk hennar er klætt skarlati. 
Hún býr sér til ábreiður, 
klæðnaður hennar er úr baðmull og purpura. 
Maður hennar er mikils metinn í borgarhliðunum 
þegar hann situr með öldungum landsins. 
Hún býr til línkyrtla og selur þá 
og kaupmanninum fær hún belti. 
Kraftur og tign er klæðnaður hennar 
og hún fagnar komandi degi. 
Mál hennar er þrungið speki 
og ástúðleg fræðsla er á tungu hennar. 
Hún vakir yfir því sem fram fer á heimili hennar 
og etur ekki letinnar brauð. 
Börn hennar segja hana sæla, 
maður hennar hrósar henni: 
„Margar konur hafa sýnt dugnað
en þú tekur þeim öllum fram." 
Yndisþokkinn er svikull og fegurðin hverful 
en sú kona sem óttast Drottin á hrós skilið. 
Hún njóti ávaxta handa sinna
og verk hennar skulu vegsama hana í borgarhliðunum.    

Orðskviðirnir 10 - 31 


Ekki ala á fíkn eða vanvirkni annarra ...

Ekki ala á fíkn eða vanvirkni annarra til að sækja þér traust, ást eða viðurkenningu.

Meðvirkni verður til þegar þú reynir að fá frá öðrum það sem þú heldur að þú hafir ekki. - Takið eftir "það sem þú heldur að þú hafir ekki" - við höfum nefnilega það sem við erum að reyna að fá frá öðrum, - en það er búið að telja okkur trú um að við höfum það ekki (það byrjar í bernsku) - Þess vegna þurfum að hugsa upp á nýtt, fara að trúa öðru, - trúa á okkur sjálf, - og það heitir sjálfstraust. - Sjálfstraust er því andstæða meðvirkni og meðvirkni er því sjálfs-vantraust. -

Við treystum okkur ekki til að setja mörk, eða segja NEI við þau sem við elskum, eða viljum fá elsku frá því við erum hrædd við að missa þau. - Meðvirkum aðila er líka oft hægt að stjórna eins og strengjabrúðu, þegar viðkomandi áttar sig á þessum veikleika hans.

Stjórnsemi er líka meðvirkni - hinn stjórnsami þrífst á að hafa einhvern til að stjórna, eða jafnvel bjarga. Sá aðili sem rýfur hið meðvirka samband er að gera báðum greiða. Það er rofið t.d. með að hætta að taka þátt eða ýta undir vanvirka hegðun. - Hætta að gera alkóhólistanum auðveldara fyrir að stunda drykkju sína - fela drykkjuna, eða ummerki hennar fyrir umhverfinu. - Meðvirkni er ekki bara tengd alkóhólisma, - foreldrar geta verið meðvirkir með vanvirkum unglingum. Unglingar geta stjórnað foreldrum. Það er t.d. ein gryfjan sem fráskildir foreldrar detta í, -börn/unglingar notfæra sér samkeppni foreldranna um athygli þeirra. -

Meðvirkni er líka  skortur á sjálfs-ást. Þar sem viðkomandi getur ekki séð eigið verðmæti og dýrð og þarf þá að fá samþykki og viðurkenningu utan frá.

Meðvirkni er því ástand hins óörugga aðila sem trúir ekki  á eigið verðmæti og dýrð,  trúir ekki á eigin ást eða að hann sé elsku verður.

Meðvirkar manneskjur eru oftast góðar manneskjur, en stundum "of góðar" - eins og fram kemur í ofdekri eða ofverndun. - Þá er hætta á að hin góða manneskja steli gleði eða þroska frá öðrum. -

Dæmi um gleðiþjófnað:  Strákur var búinn að vera marga mánuði að bera út blöð og var að  safna fyrir hjóli - góði afi gat ekki beðið með að sjá svipinn á strák, - og keypti hjólið fyrir hann. -  Þegar strákur kom heim með síðasta launatékkann og ætlaði að fara að kaupa hjólið, beið það fyrir utan húsið heima hjá honum. -  Afinn kampakátur, en strákur ...

Dæmi um þroskaþjófnað:  Unglingurinn gleymir alltaf að taka húslykilinn þó mamma segi honum að gera það. Hann er læstur úti og hringir í mömmu - sem er í vinnu - til að koma og opna. - Hún kvartar og kveinar yfir unglngnum - en kemur ítrekað heim úr vinnu til að opna fyrir honum. -  Unglingur heldur áfram að gleyma lykli, því mamma kemur hvort sem er alltaf að opna þó hún kvarti sáran yfir því. -  Hann missir þarna af þvi að læra um orsakir og afleiðingar.  Heldur áfram að vera kærulaus og gleyma lykli. -

Hvað ef mamma segði Nei? - Væri mamma þá ekki leiðinleg? - Vond jafnvel? -  Ef mamma er óörugg - heldur hún áfram að hlaupa til, - því hún er svo "góð" ..

Dæmi: Sigga litla er komin langt yfir kjörþyngd og mamma og pabbi þurfa að passa upp á mataræðið hennar. - Amma gefur henni súkkulaðiköku með rjóma, því að það finnst Siggu svo gott, -  SIgga "elskar" ömmu fyrir að gefa sér uppáhaldið sitt og amma er upp með sér að hafa glatt Siggu.

Amma ætti að vita betur er það ekki? -

Er þetta ást, eða skortur á ást?  Hvernig var upphafssetning pistilsins: "Meðvirkni verður til þegar þú reynir að fá frá öðrum það sem þú heldur að þú hafir ekki."

Það er háttur meðvirkra að fá ást frá öðrum aðilum,  í gegnum það að ala á fíkn þeirra eða vanvirkni. -

Ekki ala á fíkn eða vanvirkni annarra til að sækja þér traust, ást eða viðurkenningu.

Sjáðu hvað þú ert verðmæt mannvera - núna -  það er allra hagur. - 

cappuccino.jpg

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband