Sama rósin sprettur aldrei aftur ...

systkinináborg Fjölskyldan á Bergstaðastræði 56: f.v. Björn (1937-2008), Ingi R. B.  (1932-2003), Magnús (1928-1969), Jóhann Emil (1935), Jón Kristinn (1931-2003), neðri röð f.v. Dóróthea Málfríður (1929), Charlotta Kristjana (1905-1977), Oddur Borgar (1950), Björn (1904-1997), Ingibjörg (1940).

Í gær fór ég í árlegt jólaboð stórfjölskyldunnar, þ.e.a.s. í minni föðurætt. Þar mætast afkomendur afa míns: Björns Magnússonar og ömmu: Charlottu Kristjönu Jónsdóttur.  Þar að auki afkomendur systur afa, sem aldrei var kölluð annað en "Gagga"  Ragnheiður Magnúsdóttir (1913-2004). 

Gagga  Við skírn systur minnar; Charlottu Ragnheiðar, en Gagga frænka - Ragnheiður, hélt á henni undir skírn og afi Björn skírði að sjálfsögðu. Þarna glittir í sjálfa mig á bakvið og nokkrar frænkur.  

Gagga frænka og Manni;  Hermann Hákonarsson (1909-1981) eignuðust eina dóttur,  Ingibjörgu Jóhönnu Hermannsdóttur (1935)  svo að þeirra afkomendur eru eins og gefur að skilja mun færri en ömmu og afa sem eignuðust átta börn.

afi_amma_manni  Afi og amma ásamt Manna (Hermanni manni Göggu) við sumarbústaðinn Lindarbrekku, þar sem þau og við afkomendur þeirra höfum átt okkar bestu stundir.

Svo umsvifamikið er bókhaldið með öllum þeim fjölda sem af þeim er kominn og þeim tengdum að Vilhljálmur frændi minn hefur útbúið vefsíðuna Lottuhús til að halda "bókhald" um okkur.  Síðan verður virk á næstu dögum, en var kynnt í jólaboðinu.

jólaboðið_2009 006

Þarna er Villi að kynna ættfræðivefinn,  þar sem hægt er að skoða nöfn og fæðingardaga á afkomendum ömmu og afa.

Jóhanna Magnúsdóttir_systir afa  Konan hér á myndinni er afasystir mín og sú sem ég heiti í höfuðið á; Jóhanna Magnúsdóttir en hún var fædd á Prestbakka á Síðu 16. ágúst árið 1900 og lést úr berklum 17. október árið 1917 aðeins 17 ára gömul.

Systkinin á Prestbakka áttu merktar silfurskeiðar og fékk ég skeið Jóhönnu þegar ég var unglingur og hef varðveitt hana alla tíð.  Þegar Björn afi lést fékk ég stóra ljósmynd af Jóhönnu í fallegum ramma, en þá mynd hef ég alltaf haft í stofu á mínu heimili og þykir vænt um. Hún er eins og meðfylgjandi mynd.  Við útskrift mína úr guðfræði ákvað Inga föðursystir mín að færa mér ljósakrónu sem afi og amma höfðu haft í sinni borðstofu alla tíð.  Hún hangir nú í minni stofu.

Í gær bættist í fjársjóðinn minn, því að Ingibjörg Jóhanna Hermannsdóttir færði mér skartið sem Jóhanna ber um hálsinn á myndinni, en í enda silfurkeðjunnar hangir úr sem ekki sést á þessari mynd.  Mér þykir afskaplega vænt um þennan grip, sérstaklega vegna þess að hann ber söguna með sér,  ber sögu Jóhönnu og ber sögu fleiri kvenna í minni fjölskyldu, sögu Göggu frænku og svo sögu Ingibjargar Jóhönnu.

Ég ætla að geyma þetta úr vel og ég myndi ekki vilja skipta því út fyrir dýrasta Rolex úr!

jólaboðið_2009 065

Og þarna eru þær að lokum hvunndagshetjurnar; Ingibjörg Jóhanna Hermannsdóttir og mamma mín Valgerður Kristjánsdóttir að stinga saman nefjum, en mamma er nú á sínu 82. aldursári.

Ég hef nú leyft mér að horfa til baka þegar árið er að líða, alveg aftur til aldamótanna 1900, en nú horfi ég að sjálfsögðu fram á við, horfi til fallegu fjölskyldunnar minnar, horfi til nýrra rósa.

Árið mitt hefur verið ár sigra og sorga, þreks og tára,  eins og hjá okkur flestum.  Ég er þakklát fyrir það sem ég hef, þakklát fyrir fjölskylduna mína og alla þá vini, vinkonur og kunningja sem ég hef eignast, bæði frá barnæsku og ekki síst á nýliðnum árum, þakklát fyrir samstarfsfólk mitt, þakklát fyrir bloggvinina mína og þá sem nenna að lesa hugleiðingarnar mínar og þá sem skrifa athugasemdir, þó við séum ekki alltaf sammála.

Ég er einstkalega heppin með fjölskylduna mína, systkini og maka þeirra, börn og maka þeirra og auðvitað heppnasta amma í heimi, en ég á tvö yndisleg ömmubörn sem eru þessa stundina að undirbúa áramótafjör í Hornslet í henni Danmörku, ásamt pabba og mömmu, "Lölu" frænku og Birtu og Rasmusi.

A_ Ísak Máni og Elisabeth Mai.

Fortíðin er gjöf og framtíðin er falleg Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir þínar yndislegu minningar Jóhanna mín og eins og ég segi þá þroskast maður í tárunum og blómstrar í gleðinni.

Það stendur í bók sem ég á: ,, Ég ætla að gera fyrir þig það sem Sakura tréð gerir fyrir sig, opna blómin í fullkominni fegurð."

Kærleik til þín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 31.12.2009 kl. 11:39

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Flottar og skemmtilegar myndir!

Gleðilegt ár!

Þorsteinn Briem, 31.12.2009 kl. 15:09

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk fyrir innlitið Milla mín

Takk Steini og Gleðilegt ár! 

Jóhanna Magnúsdóttir, 31.12.2009 kl. 15:35

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Björn Magnússon fermdi mig 1961 og vaar góður fræðari.

Sigurður Þór Guðjónsson, 31.12.2009 kl. 16:47

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Gleðilegt ár. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 1.1.2010 kl. 02:32

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk fyrir að segja frá því Sigurður! Lítill heimur - heimurinn okkar á Íslandi.

Gleðilegt ár Jóna Kolbrún! 

Og gleðilegt ár þið öll! 

Jóhanna Magnúsdóttir, 1.1.2010 kl. 11:47

7 identicon

Hæ mom... jæja þá er ég búin að finna bloggið þitt og verð hér með trúfastur commentari :) Fallegt luv Ev.

Eva Lind Jónsdóttir (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 19:50

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 2.1.2010 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband