30.12.2009 | 00:13
ALÞINGI 64. fundur 29.12.2009 .. essasú?
Var að fylgjast með farsanum á Alþingi í Íslendinga með öðru auganu og þá eflaust öðru eyranu líka.
Það sem ég heyrði voru upplýsingar um að:
Utanríkisráðherra segðist ekki hafa verið á fundi sem lögmannsstofan Mischon de Reya segir hann hafa verið á. Einhver þingmaðurinn spurði þá hver það hafi eiginlega verið sem hafi sagst vera utanríkisráðherra á fundinum, þá heyrðist kallað úr sal Alþingis "essasú" ..
Forsendur hafa breyst eftir að ný skjöl voru lögð fyrir, einhver skjöl sem Steingrímur J. taldi ekki skipta máli, en skipta greinilega miklu máli og búin að koma öllu og öllum í uppnám.
Leiðréttið mig ef ég fer rangt með.
Meginefnið liggur skýrt fyrir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það virðist ekki skipt máli hvað sett er fram þetta á að fara í gegn hvað sem það kostar.
Sigurður Haraldsson, 30.12.2009 kl. 00:47
Mættu á austurvöll ef þú getur það erum við sem verðum að grípa í taumanna þetta fólk er ekki starfi sýnu vaxið.
Sigurður Haraldsson, 30.12.2009 kl. 01:47
Þessi atburðarás er orðin ótrúleg. Ég spyr í tuttugasta skiptið:
Getum við fengið þarna inn fullorðið fólk?
Árni Gunnarsson, 30.12.2009 kl. 11:00
Þetta mál er búið að vera í gangi í meir en ár. Hreppsnefnd Mýrdalssands syðri ef hún væri til gæti ef til vill verið fullsæmd af svona málatilbúnaði en ekki ríkisstjórn
Jón Magnússon, 30.12.2009 kl. 11:51
Takk fyrir athugasemdir, nú skunda ég á Austurvöll. Þingfundi enn á ný frestað.
Jóhanna Magnúsdóttir, 30.12.2009 kl. 12:05
Ótrúleg uppákoma. Virðing hvað!
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.12.2009 kl. 13:18
Jæja, komin af Austurvelli - þar var fámennt en góðmennt.
Já uppákoman er svakaleg og eiginlega bara neyðarleg, og eins og einhver orðaði það svo vel þá minnir þetta orðið á "Leikhús fáránleikans" ..
Góð samlíking Jón
Jóhanna Magnúsdóttir, 30.12.2009 kl. 14:00
Hér eru myndir
Jóhanna Magnúsdóttir, 30.12.2009 kl. 15:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.